Morgunblaðið - 27.01.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.01.1970, Blaðsíða 28
28 MORÖU'NBLAÐ’IÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANtJAR 1370 var öllu að verða lokið. Ef þú skyldir einhverntíma verða á ferð inni í Georgetown, Dirk minn, þá farðu til hans Francis og reyndu að gera honum Ijóst, hve alvarleg hegðun hans hefur ver ið. Ég veit, að það er um sein- an, en mér finnst samt, að dreng urinn ætti að fá alvarlega ofaní gjöf. Ég hef enga heilsu til að annast það sjálfur, en mér væri það mikil huggun að vita, að einhver annar hefði gert það fyrir mig, og þú ert rétti mað- urinn . .. Dirk átti ekkert erindi til Georgetown fyrr en í janúar næsta ár, 1837. Þá burft.i hann að ljúka erindi við Hartfield og Clackson viðvíkjandi einhverj- um sykurförmum, og auk þess þurfti hann að reka eitthvert annað erindi. Snemma í mánuð- inum hafði komið bréf frá mála- færslumannsskrifstofu í George- town sem tilkynnti, að Sara nokkur Hubert væri látin og hefði arfleitt hann að matvöru- búðinni sinni. (Erfðaskráin, sem lögfræðingarnir sýndu Dirk seinna, hafði inni að halda þessa setningu: „Téður herramaður, hr. Dirk van Groenwegel sýndi mikla vinsemd einni, sem bæði horium sjálfum og minni vesælu persónu þótti mjög vænt um.“) María spurði, hvort hún mætti fara líka, og Dirk ákvað að láta það eftir henni, og færði sem ástæðu, að hún mundi getahjálp að sér til að greina sundur skjöl in og minna sig á ýmis smáatriði, sem kynnu að fara framhjá sér. Þetta var góð og gild átylla, því að undanfarið ár hafði María hjálpað honum mikið við skrif- stofustörf í sögunarmyllunni. Til leigu við Luuguveg Á bezta stað við Laugaveg neðanverðan er til leigu og laust nú þegar húsnæði fyrir skrifstofur, félagsstarfsemi eða hrein- legan iðnað. Upplýsingar í símum 2-3020, 1-9195 og 16766. Nú getum við boðið VOLKSWAGEN á stórlœkkuðu verði - eða allt frá kr. 189.S00,oo HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. Húin var orðin talsvert útfarin í bókfærslu, og hafði þegar látið í veðri vaka, að hún kærði sig ekkert um að giftast — en það tók nú reyndar enginn alvar- lega. Dirk gisti alltaf í Flagstaff ef hann var staddur í Demerara. Og þar var honum nú vel tek- ið að vanda. Undir eins og Ed- ward sá Maríu, sagðist hann vilja mála mynd af henni. — Þetta rauðgullna hár á þér, barnið gott. Ég sé það alveg fyrir mér á léreftinu! Dirk, drengur minn, þama áttu fallega dóttur og veizt sennilega ekk- ert af því! Og Luise skríkti eitt- hvað hæðnislega og sagði: — Æ, Edward minn! Hvað er orðið af minninu þínu? Þó að ég sé átta- tíu og þriggja ára en þú ekki nema sjötíu og þriggja þá man ég samt enn, að María er dýr- mætasta eignin hans pabba síns. Og hvemig gæti hann þá ver- ið blindur á töfra hennar? 123 En gamanseemin fór samt bráð- lega af, því að þegar Edward tók að minmast á lát Elfridu, leiddi það auðvitað talið að Francis. — Ég vil nú helzt ekki hugsa um það, unraði Willem. — Fað- ir hennar er ruddalegur og ósið aður negri — einn þessara, sem tókst að kaupa sér frelsi 1832. Hann rekur matvörubúð í Charlestown, og hvort sem þú vilt trúa því eða ekki, þá býr Francis hjá fjölskyldunni uppi yfir búðinni. Já, hann er orð- inm einn af þeim, Dirk. Og eft- ir uppeldið, sem hann fékk! Það er ótrúlegt! — Sem manneskjur eru þau nú ekki svo bölvuð, sagði Ed- ward og hallaði hvítu höfðinu undir flatt, hugsi. — Ég fór að heimsækja þau um jólin. Þau eru frá vesturströndinni. Og ég varð hrifinn af þeim báðum. Stúlkan Matilda, fannst mér vera frekar veimiltítuleg, en hún er snotur á negra vísu. Sannleik- urinn er víst sá, að Francis gerði hana ólétta, og foreldr- arnir samþykktu, að hún giftist honum, aðeins til þess að þau héldu ekki áfram að lifa saman í synd og fæða af sér lausa- leikskrakka. Þetta dökka fólk er vandlátara um slíka hluti en hvítir menn, eins og þú munt vita. Og mér skildisit á öllu, að þau séu sízt ánægðari með þenn an ráðahag en við erum. — En hvað gerir Francis? spurði Dirk. — Lifir hann á þeim? — Það virðist svo, jánkaði Ed ward. — Hann hjálpar þeim í búðinni skilst mér, en hann sæk ir enn spilastaði og hanaöt. Og svo segja sumir, að hann iðki kukl og svartagaldur. Dirk bað um heimilisfangið í Charlestown, og Edward sagði honum hvar hann gæti fundið búðina og heimilið, en Willem ráðlagði Dirk að koma þar hvergi nærri. Dirk sagðist ekki enn hafa á- kveðið, hvað hann gerði, en með sjálfum sér fann hann hvöt til þess, og fann það alveg á sér, að hann mundi leita uppi búðina í Charlestown. María vissi það líka, og tveim dögum síðar, þeg- ar hún var í vagninum með föð- ur sínum og þau voru í orði kveðnu að fara til Kaywanahúss ins, lét hún ekki í ljós neina undrun þegar faðir hennar skip aði eklinum að fara til heimilis- fangsins í Charlestown. Hún skríkti og kreisti á honum hönd ina og sagði lágt: — Ættarblóð- ið! Hann reðnaði, hló og svaraði: — Já, já. Líklega get ég ekki stillt mig, telpa mín. Það eru álög á mér að vera að heimska mig í sambandi við þetta ættar- blóð okkar. íbúðarhúsið með búðinni í, sem Dirk hafði verið vísað á, var frekar hrörleg bygging, kannski tuttugu eða þrjátíu ár-a gömul. Klúrt skilti bar áletrunina: „Jason Clark — beztu matvör- Ur seldar hér”. Gálgatimbursleg brú úr tré lá yfir mjóan skurð áður en komið var að búðinni, og Dirk og María stigu á hana eins varlega og þau gátu, svo að hún dytti ekki niður undan þeim. Aðeins tveir viðskiptavinir voru í búðinni og stutti og digri svertinginn með hrokkna yfir- skeggið, rauf samstundis samtal sitt við annan þeirra til þess að snúa sér að Dirk. Framkoma hans var kurteis, án þess þó að vera fleðuleg. — Góðan daginn, her.ra minn, sagði hann. — Hvað get ég gert fyrir yður? Dirk sagði til sín og spurði, hvort Francis væri heima, og maðurinn, sem játaðist vera Ja- son Clark, faðir konu Francis, sagði, að Francis væri úti, en að það væri sér æra og ánægja, ef herrann og unga daman vildu koma upp stundarkom. — Herra Francis sagðist verða kom inn til morgunverðar, svo að hann ætti að koma á hverri stundu. Nokkrum mínútum síðar voru Dirk og María að brölta upp utanhússtigann, upp á efri hæð ina, í fylgd með hr. Clark. Kona hans, sem hafði sýnilega séð til vagnsins ofan af loftinu, opn- aði dymar og bauð þeim inn, jafnkurteis og maður hennar. Hún var ólívugræn á hörund og á að gizka fertug, mjög hrein- leg til fana, og eins var stofan mjög snyrtileg. Þar voru aðeins tveir stólar og hún bauð þeim til sætis, en Dirk stóð fast á því, að hún skyldi hafa annan stólinn. Jason Clank afsakaði sig og kvaðist þurfa að simna búð- inni. Þau voru enn að karpa um sætaskipunina þegar ljósbrún- leit img kona, sem hefði hæg- lega getað verið hreinn negri, kom inn. Hún var komin langt á leið, og var feimin og kjök- urleg á svipinn. Dirk varð að játa, að hún væri hreint ekki ólagleg. Frú Clark kynnti hana sem „Matilda dóttir mín, herra”. Fótatak heyrðist úti á tröpp- unum og Francis, illa til fara og órakaðuir, kom inn. Matilda greip andann á lofti og frú Clark sneri sér við með kvíða- svip, en Francis brást alls ekki við á þann hátt, sem kona hans og tengdamóðir hefðu getað bú- izt við. Hann brosti og sagði: — Er það mögulegt? Dirk frændi? Og María frænka! Ja, hérna! Og svo segir fólkið, að kraftaverkin hafi hætt á biblíu tímunum. Dirk roðnaði og María hleypti brúnum og fölnaði ofurlítið, en bæði tóku í höndina, sem Fran- cis rétti fram. Dirk sagði, sett- lega: — Okkur fannst rétt að heilsa upp á þig úr því að við vorum á ferðinni hérna í Geonge town, Francis. Ég vona, að það komi þér ekki til óþæginda? Og Francis hló harkalega og sagði. —• Alls ekki nokkra vit- und, Dirk frændi. Það gleður Allar tegundír i útvarpstæki, vasaljós cg lelk- fðng alltaf fyrirliggjandi. Aðeins i heildsölu til verzlana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Öldugötu 15, Rvik. — Simt 2 28 12. íslenzku dömusokkabuxurnar PANDA KOMNAR AFTUR Hæfa sérstaklega íslenzkri veðráttu. □ 30 den, tvöföld skrefbót □ tvöfaldar buxur □ nýtt snið □ tízkulítur. Smásöluverð aðeins kr. 139,00. HEILDSÖLUBIRGÐIR: Dov/ð S. Jónsson & Co. hf. Sími 24-333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.