Morgunblaðið - 27.01.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1970 ¥miílOIR BILALEIGA HVERFISGÖTU103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna MAGMÚSAR SKIPH0LTI21 símar21190 eftir lokun slmi 40381 bilaleigan AKBBAVT Lækkuð leigugjöld. /* 8-23-4T 9$ sendum Æj 1 BÍL.I LI lf,. t v MJALURf 22-0*22- RAUÐARARSTIG 31, Sknldabréf ríkistryggð og fasteignatryggð tekin í umboðssölu. Ennfrem- ur hlutabréf og vísitölubréf. Látiö skrá ykkur hvort sem þið eruð seljendur eða kaup- endur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 16223. Þorleifur Guðmundsson heima 12469. > Allt á sama stað. BIFREIÐASALA EGILS Hiltman Hunter '68. HiHman Imp. '67. Singer Vogue '63, sérlega fa llegur. Jeepster '67, 6 cyl. Má at- huga með skipti á ódýr- airi b!l. Wily's Jeep '62, '63 og '66. Wílly's station '58, 6 cyl. Laindrover '64 dísiiil, kteeddut. Landrover '62 benzín. Ford Failcon, 2ja dyna '61, í góðu stand i. Zephyr 4, '62. Moskwitoh '64 og '65. T ratoant station '67 Cortina '64, '66 og '67. Volkswagen 1300 '68. Toyota Landcruiser '66. Opel Cadett Coupe '67, Skipti æskiileg á Bronco '66. Skoda Comby '67. Rússajeppi með blœjuTn og disii'tvél. Skipti æskileg á Austin Gipsy, benzín '66 til '68. Tökum vel með ferna bíte í umboðssölu. Úti og inni sýn ingairsvæði. Gengið frá Ra'oð airánstíg og úr portii. Egili Vilhjálmsson hf. Laugav. 118 Rauðarárstígs- megin. Sími 22240. Q „Þrengsli í danshúsi“ „Velvakandi Morgun.blaðsins. Vinsamlega birtið eftiríarandi: Vegna bréfs, sem birtist í dálk um þínUm 25. janúair 1970 undir yfirskriftinni „Þrengsli I dans- h.úsi“ vil ég taka skýrt fram, að nafn mitt er þar notað í algeru heimildarleysi, og á ég engan þátt í þessu bréfi. Reykjavík 25. janúar 1970. Bjarni Sverrisson Efstasundi 52, Reykjavík". Velvakanda þykir leitt að ein- hverjir óábyrgir aðilar skuli hafa falsað nafn Bjarna undir fyrrgreint bréf. Slikt er afar sjaldgæft hér, en lýsir aðeins sál- arástandi þeirra, sem af slíku hafa ánægju. Er Bjarmi Sverris- son beðinn afsökunar á mistökun um. 0 Rímbeygla hin nýja Á.J. skrifar frá Keflavík: „Kæri Velvakandi! Má ég vera með? Ég er ein af þeim, sem fimnst svo afkáralega öfugsnúið að byrja nýjan áratug á 70. Hvenær endaði árið 1 fyrir Kristsburð? Og var til árið 0 fyr- ir eða eftir Kristsburð? Og þó svo hafi verið var hann þá ekki fæddur síðast á því ári, og viku síðar hafi árið eitt byrjað, og hann því orðið ársgamall síðast á því ári? Mér er sama, þótt hilamælar og skeiðklukkur séu stillt á núll, það er allt amnað viðhorf. Hefur þú nokkurn tíma heyrt nokkurn byrja að telja 0, 1, 2, 3, 4 o.s. frv? Ekki ég. Vertu svo blessaður, gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir pistlana þína á liðmuim árum Á.J.“. 0 Heilt ár og einn millimetri „Smiður“ skrifar: „Ég skil vel, að sá, sem mæla á tímarnn, eins og Ingibjörg Þor- bergs, setji skeiðklukkuna á 0, en ekki á 1. Aftur skil ég ekki, að hún megi fagna næstu alda- mótum, þegar árið 2000 hefst, heldur þegar þvi er lokið, eða þegar skeiðklukkan hennar renn ur af síðasta núllinu yfir á töluna 1. Verðum við ekki að halda okk- ur við það, að tímatalið sé miðað við fæðingu frelsarans? Hann var 12 ára gamall í musterinu, og þá hefur 13. ár fyrstu aldarimnar verið nýlega byrjað. Engum tugi getur verið fulllokið, fyrr en 10. árið sr á enda. Ég er vamastur við stáibandið mitt. Við vinstri endanm byrjar lengdarmálið, sem sé við 0. Ekki hefi ég mælt rétta 2 metra, fyrr en við m/m merkið 2000. Mæli ég eims og I.Þ. ætlar að gera, og klippi sundur þar sem síðasti m/m byrjar, þá hlýt ég að snuða skeiðklukkuhafann um 1 m/m Ekki mundi Ingibjörg Þorbergs rísa á fætur og fagna þeim svlk- um, þó að smávægileg séu hjá hennar rausn að vilja farga heilu ári ævi sinnar, ef hún fær að lifa „til næstu aldamóta". Smiður". • „Sig“ svarar „vig“ Verkfræðingur í Reykjavík, sem kailar sig „Sig", svarar hér greininni eftir „vig“: „Heiðraði Velvakandi! „vig“ ritar langt bréf í dálk- um þínum þann 16. þ.m. um ára- tugaskipti, og enda.r hann bréfið með orðumum „qouderat demon- strandium", eða 1 ísl. þýðingu Geymslu- eða iðnoðarhúsnæði um 150 ferm. til leigu strax við Miðbæinn. Upplýsingar í síma 24321. Sjúlistæðiskvennafélngið Eddn í Kópnvogi BINGÓ verður n.k. miðvikudag kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu við Borgarholtsbraut. Fjölmennið. — Vetið velkomin. NEFNDIN. AivCfii'A ANNIJAL DINNER-DANCE in honour of Sir John Betjeman will be held at SIGTÚN 8 p.m. Friday 30th January. (Dinner-jackets bptional). Tlckets will be on sale at Sigtún 5 — 7 p.m. Thursday 29th, when tables may be booked. The programme will include songs by Ruth Litlle Magnússon and ballet by Colin Russel. Prizes, and dancing to 2 a.m. (further information from 13669). SIR JOHN BETJEMAN will give a reading of his poems at 2 p.m., Saturday 31st January, in Arnagarður, University of lceland. All welcome. The Committee. „það sem samma átti“. Frekari skrif um þetta mál ættu því að vera ó- þörf. Éð las bréfið með mikilli at- hygli, enda fróðlegt mjög, og sannast sagna bjóst ég við allt annarri niðurstöðu í lokin eftir gangi bréfsins. Ég varð að lesa hluta þess tvisvar til þess að átta mig á, hvað hafði gerzt. Mérvirð ist, að í stuttu máli hefði vig get- að orðað bréf sitt svoma: „Ég álít, að upphaf tímatals okk- ar sé 1. janúar árið 0, og þar með er sannað, að sjöunda ára- tug tuttugustu aldar er lokið og sá áttundi hafimn", sem betur fer notaði hann fleiri orð og miðlaði þar með okkur fáfróðum lesend- um um þessi efni talsverðum sagnfræðilegum fróðleik. Tölfræði fróðieikurintn var hins vegar ekki eins sannfærandi, og að skað lausu hefði mátt sleppa orðun- um um, að eitthvað hafi verið sannað. Þetta vil ég rökstyðja lítillega. 0 Örlítil tölfræði Þægilegt er að átta sig á undir- stöðuatriðum í meðferð heilla talna út frá talnalímu. GoW; dæmi um slíka talnalínu er hitamælir með núlli einhvers staðar ámiðj um skalanum og síðan tölurnar 1, 2, 3 o.s. frv. til beggja handa. Annað gott dæmi gæti verið kíló- metrasteinar við veg. Miðsvæðis við veginn (t.d. í eimhverri borg) er settur steinn með merkinu 0. Síðan eru settir steinar með kíló meters millibili í báðar áttir og þeir merktir með tölunum 1, 2, 3 o.s. frv. eins og meðfylgjandi mynd sýnir. 3 2 1 0 1 2 3 4 Talan 1 táknar þann stað á veginum, sem er í eins km fjar- lægð frá niúllsteininum, hvort sem er til hægri eða vinstri, o.s.frv Hver tala á þannig við tiltek- inn stað á veginum en ekki til- tekinn vegarspotta. Talan 0 hefur sérstöðu í því, að frá henni er talið til beggja handa. Viljum við hins vegar láta tölurnar merkja vegarspotta, sem hver um sig er 1 km að lengd, þannig að 1 merki 1. kílómetramn frá 0 o.s.frv., liti myndin þannig út: 0 3 2 1 1 2 3 4 Hér fær enginn vegarspotti merkinguna 0, enda tilheyrir 0 ekki hinum svokölluðu talningar- tölum. Ef við nú 1 stað eimingarinnar km setjum eininguna ár og lát- um 0 tákna það augnablik sög- unnar, sem veldur þeim þáttaskil um, að við viljum miða tímatal okkar við það, verða framan- taldar tvær myndir óbreyttar og núllár er ekki tiL Fyrstu ára- tugaskiptin verða þannig ekki, fyrr en 10. árinu lýkur, ef talma línan á að ráða afstöðu okkar til þessa máls, og sjöunda tug 20. aldar lýkur þá ekki fyrr en um næstu áratnóL • Hið umdeilda núllár Nú vill svo óheppilega til, að atburður sá, sem tímatal okkar miðast við, er ekki talinn hafa gerzt um áramót (og reyndar ekki heldur á því ári, sem tíma- talið reiknast frá). Þetta er ákaf- lega bagalegt og er sennilega or sök þess að tímatalsfræðingar skiptast í tvo hópa eins og vig talar um. Annar hópurinn hallar sér að þeirri tölfræðilegu mynd, sem lýst var hér að ofan, en hinn hópurinn bætir inn svoköll- uðu núli.ári. Það eitt, að núllárið er umdeilt, ætti að nægja til að menn noti það ekki sem for- sendu „sönnunar" eins og vig ger ir. En þar kemur líka annað til, sem vert er að athuga nokkru nánar. í raun og veru veldur núllárið þrískiptingu í tímatal- inu, árin fyrir fæðingu Krists, fæð ingarár Kirists (núllárið) og ár in eftir fæðingu Krisits. Hliðstæð talnamynd við myndina hér að framan liti þannig út: 0 3 2 10 12 3 Nú er úr vöndu að ráða. Hvað an ber að reikna tímatalið? Di- onysius kaus að reikna frá lok- um núllársins (hafi hann yfir- leitt tal'ið núllárið með), og ýms- ít fylgja honum að málum enn þann dag I dag og telja þar með sjöunda tug 20. aldar ekki lokið einn. vig velur að reikna frá upp hafi núllársins, og hann á ýmsa skoðanabræður, sem telja þá sjö unda tuginm liðinn. Tölfræðin sker ekki úr um, hvorir hafi rétt fyr- ir sér, enda er hún aðeins rök- fast hjálpartæki, sem leysir marg an vanda, þegar forsendur hafa verið ákveðnar. Velvakandi héf- ur ben,t á hagkvæmni þess að fylla flokk beggja málsaðila, þar sem menn hafa þá tilefni til að gera sér sérstakam dagamiun um tvenn áramót í röð á tíu ára fresti. Sjálfur hallast ég á sveif með þeim mönmun, sem afneita núllárinu. En þar sem ekkert verður sannað í þessu máli, leyfi ég mér að koma fram með eftir- faramdi málamiðlunartillögu: Viðurken-n,um núllárið og gef- um þvi þá sérstöðu, sem því ber töifræðilega. Þá höfum við ekki aðeins tilefni til að gera okkur sérstakan da-gamun um tvenm ára mót í röð á tíu ára fresti, heldur áramum tíunda hvert ár. Ára- tugaskipti verða þá með hverju ári, sem ber ártal, sem emdar á 0, og hver dagur slíks árs verður sérstakur hátíðisdagur. Reykjavík, 18. janúar 1970. sig“. Stralfom a SAFE COMPAMY LTD. V E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURG’OTU 23— HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152 t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.