Morgunblaðið - 28.01.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1970 ráð fyrir fraeðslu til handa þeim, sem starfa að einni stærstu at- vinnugrein þjóðairinnar, sjávar- útveginum, einkum fiskiðnaðin- um. En með auknum kröfum um allan heim, ekki sizt í Banda- ríkjunum, verður æ nauðsyn- legra að kunnáttumenn fáist við hvem þátt í vinnslu sjávarafl- ans. Mbl. frétti að Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins hefði efnt til námskeiða fyrir fiskiðnaðinn í vetur og hefðu 38 menn sótt 3 slík námskeið, sem sérstaklega beindust að hreinlætismálum. Sig urður B. Haraldsson efnaverk- fræðingur veitti námskeiðum þessum forstöðu. Mbl. leitaði nán ari frétta hjá honum og dr. Þórði Þorbjamarsyni, framkvæmda- stjóra stofnunarinnar. Tildrög þessara námskeiða eru „ þau, að sjávarútvegsmálaráðu- neytið ákvað síðla árs 1968 að stofna til fiskiðnaðarnámskeiða í húsakynnum Rannsóknastofn- ana sjávarútvegsins. Nokkurs undirbúnings þurfti við, en síðan var byrjað á fyrsta námskeið- inu s.l. haust. Rannsóknastofnun fiskiðnaöarins heldur: Kennarar og nemendur á síðasta námskeiðinu í fiskiðnaði, sem Iauk um miðjan þennan mánuð. Það sóttu m.a. yfirfiskmatsmenn. Fyrr miðju sitja þeir Guðlaugur Hannesson, Sigurður Haralds- son, dr. Þórður Þorbjamarson og dr. Sigurður II. Pétursson. Námskeið fyrir fiskiðnað Upphaf að fiskiðnskóla? Að undanförnu hefur oft ver-1 — Mest aðkallandi var að læti við matvæiavinnslu eru ið um það rætt að menntakerfið taka hreinJætismálin fyrst fyrir, stöðugt vaxandi og væntanleg á fslandi gerði ekki nægilega' vegna þess að kröfur um hrein- enu lög í Bandaríkjunum um [?=- ^-ag.-ar: ^ .. Pistilinn skrif ar F.FTIR ÁSGEIR ÁSGEIRSSON KUNNINGI minin naut góðs af því fyr- ir dálitlu, að Túnisbúar eru sumir of- stopamenn og sóunarsamt fólk. Dóttir hans kom heim frá vinnu á frægum gististað í Kaupmannahöfn. Þar tók hún oftlega til eftir gesti á svítum, en það eru herbergi fyrir yfirstéttina. Það er einhverju sinni að forsætisráðherr- anum í Túniis kemur í hug að gaman muni vera að prófa eina af þessum svít- um, sem hann hafði heyrt svo mikið látið af. Gerir hann það. Nú tekuir hann sig þá upp og fer eitthvað annað að skemmta sér, en dóttirin fer að taka til eftir hann. Hún kemur niður á stórt glas af ákaflega fínum rakspíra. En hinn fljóthuga blámaður hefur ekki haft það við að skrúfa tappann af þvi, heldur hefur hann mölvað af því stút- inn. Dóttirin hreinsar nú glasið af öll- am sjáamilegum brotum, býr upp í stút þess og loks um það sjálft. Hún geym- iir glasið sumarlangt. Undir haust er það svo að faðir, „ég, bílstjórablók uppá íslandi", hennar vaknar einn kaldan morgun við það að etúlkuhönd heldur stútbrotnu rakspíraglasi upp að nefinu á honum og segir „pabbi, ég kom hérna með rakspírann forsætisráðherrans í Túnis að gefa þér“. Hlutur hljóðlistarinnar er sífellt fyrir borð borinn; það eru gamlar fréttir. Að þessu vinna hægt en markvisst fá- einir menn um land allt: Þá mætti kalla hljómlistarmafíuina. Þeir halda hljóð- listarmálum í heljargreipum og munu seint laust láta nema fyrir byltingu. Listahátíð er ráðgerð. Allar listir jafn- an hlut; orð forráðamanna. Kvikmynda- list er að vísu ekki á þeim lista, en ekki er um hana að tala, hún er gagn- ger föl3un frá upphafi til enda, fyrir þá sök, að hljómlist er felld við kvik- myndir en ekki hljóðlist. Hljómlist er ekki og hefur aldrei verið neinn sam- tíðarspegill í samanburði við hljóð- Bst. Frummenn þekktu ekki hljómlist. En hljóðlistarmenn hafa þeir átt góða. Hljómlistarárátta mannkyrtsins stafar vafalítið af einhvers konar ævafomum sjúkdómi. Hraðskreiðum smitsjúkdómi. Hann hefur brotizt út meðan mainnkyn- ið var nógu iitið til þess að einn sjúk- dómur náði til þess alls væri hann nógu bráður. Sjúkdómurinn hefur aflagað innri eyrun einhvern veginn, og raskað byggingu heymarfæranna þanmig, að mannkynið fór að hafa eyra fyrir hljóm list. Úr því fór vegur hljóðlistarinnar hraðlækkandi. Og nú er svo komið: forráðamenn listþinga telja sig hafa gengið svo frá hlut hljóðlistarinmar, að ekki er nóg með að þeir hafi hana ekki á listalistum sínum, held.ur þurfi þeir ekki einu sinni að minnast á hana eða bræða saman jafnvel aumustu afsökun fyrir því að hún sé ekki höfð með. Umsóknir mínar og ágkoranir um byggingu hljóðminjasafns hafa mætt grafarþögn. Væri ég kaldhæðinn gæti ég bætt því við, að allir viti að ýmis merkileg hljóð megi oft lesa úr þögn- imni, þannig að þama hafi nokkuð gott fylgt illu, en ég er tæplega í skapi til slíkrar kímmii. Ekki geri ég því skóna að eiga eftir að lifa þann dag er glæst hljóðminjasafn rís í Vatnsmýrinni. Né heldur þann dag, að ég geti hallað mér aftur á bak í leð- urbólstruðum stóli hljóðminjasatfns- varðarembættisins, eða þjóðhljóð- minjasafnsvarðarembættisáns, eins og það ætti mááki að heita. En ég el á voninni og halda mun ég áfram að nudda í ráðuneytunum til síðasta blóð- dropa. En ég er síðasti Móhíkaninn. Eftir minn dag bendir flest til þess að merki hljóðlistarirmar falli í svaðið eða verði haft í gólfklút. Eitt sinn dreymdi mig um erfingja. Beinn karl- leggur átti að halda merkinu á lofti. Drengurinn átti að heita Ómarr eða Niðarr. Mér hafði dottið fleira í hug, líkt og Hrynleifur, Seimfinnur eða Vælgrimur. En nú má víst hver sem vill hirða þessi nöfn fyrir mér. Náttúr- an virðist hafa gengið í samsærið með h 1 j ómlist airm aíí unni. 3C.' Zll skyldueftirlit með fiski og fisk afurðum, sagði dr. Þórður. Þess- ar kröfur eru miklu strangari en verið hefur og hafa orðið til fyrir þrýsting frá neytendasamtökum í Bandaríkjunum. Þessar nýju regl ur eru svo umfangsmiklar að framkvæmd þeinra er talin muni kosta 26 milljónir dollara á ári. Þær munu ná til allra fiskaf- urða, sem fluttar eru inn og snerta þá að sjálfsögðu okkur fs lendinga. En sem kunnugt er fóru 58,4% af freðfiski okkar til Bandaríkjanna 1968, eða 63,3%, ef miðað er við verðmæti. Námskeiðin áttu fyrst og fremst að miðast við þá aðila, sem hafa sérstaklega með hrein- lætismál að gera hér á landi, þ.e. verksitjóra í hraðfrystihúsum, eftirlitsmenn og opinbera mats- menn. Hafa 38 eftirlits- og mats- menn þegar sótt þau, en eftir eru verkstjórar frá um 90 frystihús- um. Þegar hafa verið haldin þrjú hálfsmánaðar námskeiðí hreinlætistækni og fyrirhugað að halda áfram, þar til sem flestir af þessuim aðilum hafa sótt nám skeiðin. Ákveðið hefur verið að halda námskeiðunum í hreinlætistækni áfram út árið, og er ætlunin að halda nokkur þeirra úti á landi í sumar, t.d. á stöðum eins og Vestmannaeyjum, Akureyri og ísafirði. Ellefu kennarar hafa kennt á námskeiðunum og koma þeir frá Rannsóknastofnuninini sjálfri, Sölusamtökum hraðfrystihús- anna, málningar- og sápufram- leiðendum, Heilbrigðiseftirlitinu og Fiskmatinu. Aðalkennslan hef ir þó mætt á gerlafræðingunum, þeim dr. Sigurði H. Péturssyni og Guðlaugi Haenessyni. Sigurður sagði, að kennd hefðu verið undirstöðuatriði í gerlafræði, frætt um búnað fisk vinnslustöðva,, hreinlætistækni og var þannig bæði um verk- lega og bóklega kennslu að ræða. NAMSKEIÐ í FLEIRI GR'EINUM En þörf er fræðslu á fleiri sviðum en þessu, sagði Sigurður ennfremuir. T.d. er fyrir beiðni Síldarútvegsnefndar í undirbún ingi námskeið í síldarverkun sem verður seinni hlutann f maí í vor. Ýmsar aðstæður eru orðnar breyttar við síldarsöltun, m.a. farið að salta mikið um borð í bátunum úti á miðunum. Og þörtf er á aukinni kennslu á þessu sviði. Þá er áformað að efna til nám skeiða í niðursuðu, meðferð fisk vinnsluvéla og fiskmjöls- og lýs isframleiðslu. Vbnandi getur orð ið af þeim í sumar eða haust. Þá er þess að geta, að Rann- sóknastofniun fiskiðlnaðarins hef- ur haldið uppi fræðslu um með- ferð á fiski fyrir nemendur Stýri mannaskólans í Reykjavík og verður þeirri fræðslu haldið á- fram. f marzmánuði næstkom- andi munu þeir nemendur, sem útskrifast úr fiskimannadeild skólans, sækja viku námskeið hjá stofnuninni um meðferð og verk un sjávarafla. En með því að fá sjómannsefnin í húsakynni Rann sóknasitofnunarinnar, er 'hægt að veita nokkra verklega kennslu. ILENGRI KENNSLU ÞARF KENNSLUKRAFTA En hvað er svo fram undan í þessum málum? Þeir Sigurður og Þórður svara því. f athugun er hvort unnt verði að koma á fjögurra mánaða námskeiði í al- mennri fiskverkun, en það yrði ekki fyrr en á nœsta ári. í norska fiskiiðnaðarskól'anum í Verdö fe,r aðalkennslan fram á tvenns konar námskeiðum, sem standa í 10 mánuði og 4 mánuði hvort. En er þá nokkuir vafii á því, að stofnunin geti annað þessu? Það er spurningin um kennslu krafta, segja þeir. Það er tak- mörkum háð, hve mikla kennslu starfsmenn stofnunarirmar geta annazt, ef um lengri nátmskeið er að ræða. Kennsla gæti farið að mestu fram í húsakynnum stofn- unarinnar, en flestir kennslu- kraftar yrðu að koma annars ataðar að. VERKEFNI FISKIÐNSKÓLA Er þetta þá byrjunin á fisk- iðnskóla? Það gæti orðið það, segja þeir Sigurður og Þórður. En Ranr.sóknastotfnuninni hefur eingöngu verið falið námskeiða- hald. Hitt er mál löggjafans og ríkisstjórnarinnar. En það er nauðsynlegt að hlutaðeigandi að ilar geri sér ljóst til hvers á að ætlast af slíkum skóla. Fiskiðnskóla og þá kennslu, sem þar verður veitt, þarf fyrst og fremst að miða við þarfir iðn aðarins fyrir starfsfólk. Þær eru hins vegar mjög margbreytilegar eins og kunnugt er. Þarf allt frá fólki, sem hlotið hefur þjálfun i handbrögðum og undirstöðuat- riðum hreinlætistækni upp í mat vælatfræðinga og allt þar á milli. Handbragðakennslu er hægt að veita í flestum sjávarplássum, þar sem fiskiðnaður er stundað- ur að ráði. Matvælafræði með sérstöku tilliti til fiskiðnaðaa* verður hins vegar erfitt að Framtaald i tals. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.