Morgunblaðið - 28.01.1970, Side 14
14
MORGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANIÚAR 11970
JMwptttÞlftpife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
RitstjórnarfuHtrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr. 165.00
I lausasölu
H.f. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Srmi 10-100.
Aðalstræti 6. Simi 22-4-80.
á mánuði innanlands.
kr. .10.00 eintakið.
FRAMTIÐARUPPB Y GGING
ÞJÓÐMINJASAFNS
I/ið Islendingar höfum lagt
* mikla áherzlu á söfnun
gamalla muna og fornminja
og varðveizlu þeirra. Þjóð-
minjasafnið gegnir orðið þýð-
ingarmiklu hlutverki við að
tengja saman gamla tíma og
nýja og minna okkur á upp-
rtma þjóðarinnar og lífshætti
fyrr á öldum. í athyglisverðu
viðtali við Þór Magnússon,
þjóðminjavörð, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær, víkur
hann hins vegar að framtíð-
aruppbyggingu Þjóðminja-
safnsins og setur þar fram
skoðanir, sem vafalaust munu
vekja nokkra eftirtekt og
jafnvel verða umdeildar.
Þjóðminjavörður bendir á,
að við höfum yfirleitt miðað
við það í okkar fomminja-
söfnun að safna og afla hluta,
sem notaðir voru í hinu
gamla þjóðfélagi, áður en
hinar miklu breytingar urðu
í þjóðháttum. Síðan segir Þór
Magnússon: „En hvað um
framhaldið? Eigum við að
setja þar punkt og láta sem
ekkert hafi gerzt á öldinni og
engin þjóðmenninig hafi verið
eftir 1900, þegar menn hættu
að skera út aska og vefa sín
brekán heima. Ég held, að
það sé orðin brýn nauðsyn
að safna saman gripum af
tæknisviðinu. Þar má nefna
hluti eins og elztu gerðir bif-
reiða, dráttarvélar og jarð-
vinnslutæki, bátavélar og ým
isleg önnur véltæki, sem hafa
átt sinn mikla þátt í að
breyta þjóðlífinu og bæta
lífskjörin".
Nú er að vísu sá munur á
okkar tímum og fyrri öldum,
að tæknin hefur fundið ráð
til þess að varðveita ýmsar
minjar á ljósmyndum eða
kvikmyndum, þannig að
minni líkur eru á, að fyrstu
skref tækninnar á íslandi
gleymist en var um framfarir
í verkmenningu fyrr á öld-
um. Engu að síður er hug-
mynd þjóðminjavarðar fullr-
ar athygli verð .
Þá mun ábending Þórs
Magnússonar um sjóminja-
safn ekki síður vekja athygli.
Hann segir: „Síðustu eintökin
af ýmsum gömlum gerðum
báta eru nú að grotna niður
víða um land og það sama er
að segja um þau tæki, sem
þeim tilheyrðu . . . ég er að
láta mér detta í hug að við
getum á næstu árum safnað
saman eintökum af öllum
bátategundunum, sem notað-
ar voru hér og stofnað sér-
stakt safn, sem væri þó deild
innan Þjóðminjasafnsins“.
Fræðslustarfsemi í atvinnulífinu
Á síðustu árum hefur það
■**■ færzt mjög í vöxt erlend-
is, að menn, sem lokið hafa
prófi í ákveðinni grein, hafa
síðar á ævinni átt kost á nám-
skeiðum til þess að fylgjast
með því, sem nýjast er í við-
komandi grein og rifja upp
það, sem áður hafði verið
íært. Það er t.d. alkunna, að
læknar verða allan sinn
starfsferil að afla sér aukinn-
ar þekkingar með nokkru
árabili til þess að dragast
ekki aftur úr í sinni starfs-
grein, og hið sama er að segja
um marga aðra.
Slík fræðslustarfsemi hefur
einnig verið að ryðja sér til
rúms hér á landi. Einstök
samtök, t.d. Stjómunarfélag-
ið, hafa gefið mönnum kost á
námskeiðum til þess að auka
við þekkingu sína, og á þetta
ekki sízt við á tæknisviðinu
og í stj órn unarmálum, þar
gem framfarir eru svo
örar, sem raun ber vitni
um. Að undanförnu hafa
komið fram raddir um,
að Háskólinn eigi að gangast
fyrir stuttum námskeiðum
fyrir fyrrverandi nemendur
sína. Er enginn vafi á því, að
fræðslustarfsemi í þessu
formi mun aukast mjög á
næstu árum.
Það er þó næsta sjaldgæft,
að einkafyrirtæki verji veru-
legum fjármunum til þess að
koma á fót regiúbundinni
fræðslustarfsemi, en þess eru
þó dæmi hér á landi. í gær
skýrði Morgunblaðið t.d. frá
fræðslustarfsemi Heklu hf.,
en það fyrirtæki efnir nú til
fræðslunámskeiða þriðja árið
í röð í meðferð vinnuvéla og
bátavéla og fyrir bifvéla-
virkja, sem starfa á þess veg-
um. Hafa starfsmenn fyrir-
tækisins hlotið sérstaka þjálf-
un erlendis í því að gangast
fyrir slíkum fræðslumám-
skeiðum og í húsakynnum
Heklu hefur verið komið fyr-
ir kennsilustofu með nauð-
synlegum kenmslutækjum.
Slík starfsemi einkaaðila er
til fyrirmyndar og öðrum til
eftirbreytni. Eins og Ingi-
mundur Sigfússon, forstjóri
Heklu, sagði í viðtali við
Morgunblaðið eru slík nám-
skeið til þess fallin að auka
öryggi í meðferð dýrra tækja
og jafnframt má búast við,
að þau nýtist betur en ella.
Fræðslustarfsemi á borð við
þetta framtak einkaaðila á
vafalaust eftir að aukast á
næstu árum og er raunar
fyllsta ástæða til að hvetja til
þess að svo verði.
EFTIR
BJÖRN VIGNI SIGURPALSSON
Thomas Moore og Hinrik 8.
THOMAS More (1478—1535) var einn
fremsti fjölmenntamaður Englands á
sínum tíma — lögfresðingur, rithöfund-
uæ, heimspekiingur, stjómmálamaður og
enn mætti lengi telja. Heiðarlegur þótti
hann og réttsýnn með afbrigðum, sem
vartu raunar aifiar fágætir mannikioistir á
Túdor-tímabilinu. Þekking hans og
vizka vakti aðdáun lærdómsmanna
langt út fyrir landsteina Englands. Mik
il vinátta var með honum og Erasmusi,
siðbótarmanninum mikla, enda hvöttu
þeir báðir ákaft til siðbótar innan kirkj
unnar; aftunhvarfs til grundvallarsann
inda kristindómsins með dýpri skoðun á
boðskap Biblíunnar. En hann barðist
gegn klofningi innan kirkjunnar, gegn
því að sagt yrði skilið við páfa. Upp-
haflegur boðskapur kirkjunnar og ein-
ing hennar vonu honum allt, og fyrir
þessa sannfæringu sína lét hann höfuð-
ið að lokumn. Erasmus ber þessum vini
sínum ákaflega vel söguna í bréfum sín
um — hælir óspart glaðværu heimilis-
lífi í húsi More, og segir þennan al-
vörumann ákaflega spaugsaman. í gegn
um Erasmus komst Hans Holbein yngri
í kynni við Morie, sem opnaði honum
aðgang að ensku hirðimni, þar sem hann
vairð brátt eftirlætis málari hirðarinn-
ar.
Ikialllliar Thiomas More fyirir siig og reynir
að fá hann til að lýsa yfir velþóknun
sinni á iráðagerð konungs um ógildingu
hjúskaparins. More hafði einn staðið
gegn henni í ríkisráðinu, og þar sem
skoðaniir hans voru mjög virtar erlend-
is, gat þessi afstaða hans reynzt áform-
um konimgs afdrifarík. En allar til-
raunir Wolsey í þessa átt voru árang-
urslausar. Þegar kairdinálinn lézt svo
litlu síðar gerði konunguir Thomas More
að kanslara. Reyndi konungur mjög að
fá More til að breyta afstöðu sinni, en
hann sat fastur við sinn keip. Hinrik
fór þá að ráðum Gromwells, sleit sam-
bandinu við páfa, og gerðist sjálfur
æðsti maður kirkjunnar í Englandi.
More lét þá af embætti vegna einlægr-
ar skoðunar sinnar á einingu kirkjunn-
ar, og hugði8t draga sig í hlé. Hinrik
lét ekki þar við sitja og krafðist þess
Ungur, brezkur leikritaböfundur,
Robert Bolt að nafni, samdi fyrir fáein-
um árum leikinn „A MAN FOR ALL
SEASON", sem fjallar um Thomas More
og skipti hans við Hinrik VIII. í skilnað
armáli hins síðametfnda, er leiddi til
þess að enska kiirkj an sagði skilið við
páfastól og átti vaflalaust mikinn þátt í
því að gera England að því stórveldi,
sem síðar varð. Leikurinn hlaut frá-
bæriar viðtöfcur í London, þegar hann
var þar fyirst sýndur. Hann var litlu síð
ar færður í kvikmyndabúning, en reyk
vískir kvikmyndahússgestir eiga ein-
mitt kost á því að sjá þessa mynd í
Stjörnubíó um þessar mundir. Robert
Bolt hefur sjálfur gert handritið að
myndinni, enda hefur hann töluverða
reynslu á því sviði (gerði handritin að
rabíu-Lawrence og Zívagó fyrir Da-
vid Lean). Leikstjóri er Fred Zinne-
mann., sem vafalaust er í hópi vand-
virkustu leikstjóra bandarískra, og ein
vala lið leikara er í öllum helztu hlut-
verkum. Paul Scofield fer með hlut-
verk Thomas More, Robert Shaw er í
hlutverki Hinrik konungs, Leo McKern
í hlutverki Cromwell (og eru þeir nán-
ast ótrúlega sviplífcir þessum mönnum
á andlitsmyndum Holbeins) og Orson
Welles leikur Wolsiey kardinála. Mynd-
in er einnig tæknilega mjög fullkomin,
einkum er þó kvikmyndatakan vel af
af hendi leyst. „A Man for all Season“
hlaut sex Óskarsverðlaun á sínum tíma,
og enda þótt þau þurfi ekki ætíð að
vera vitnisburður um frábær gæði, eru
þau það í þetta sinn. Er vissulega
ástæða til að hvetja Reykvíkinga til að
sjá þessa mynd.
Rétt kann að vera að nekja í stuttu
máli söguþráðinn. Myndin er látin hefj-
ast árið 1528, en Hinrik VIII. var þá í
óða önn að leggja á ráðin um skilnað
við drottningu sína, Katrfnu af Aragon,
þair sem henni hafði ekki tekizt að ala
honum míkiserfingja. Ung stúlka við
hirðina, Anna Boyleyn, hafði unnið
hjarta hans og hana vildi hann ganga
að eiga. Katrín drottning var dóttir
Ferdinands og ísabellu af Spáni, og átti
áður bróður Himriks, sem andaðist ung-
ur. Katrínu hafði fylgt mikill heiman-
munduir, og vildi Ferdinand fá hann
endurgreiddan með dóttur sinni. Hinrik
VII. Þótti sárt að sjá eftir svo miklum
fjármunum, og varð það því úir að
Katrín var giflt yngri syni hans Hinrik
VIII. En til þess þurtfti undanþágu
páfa, og því ljóst að hann mundi nú
tregur til ógildingar á þessum hjúskap,
enda áhrif Spánar mikil við páfastól.
í byrjiuin mynidiari nniar sjáum við, h/var
Wollsey kiamiddinálii og kanisilairi fconiiunigis
að More sverði hinu nýja embætti holl-
ustueið og viðurkenndi þar með hjóna-
band Hinriks og Önnu Boleyn. More
neitaði og var dreginn fyrk rétt —
ákærður um drottinssvik. Hann féll á
ljúgvitni og var dæmdur til að háls-
hæggvast. Bolt tekst einkar vel upp í
lýsingu sinni á rimmu þeirtra More og
Cromwells fyrir réttinum. Þegar More
er ljóst, að hann fær ekki flúið högg-
stokkinn, lýsir hann einarðlega yfir
stuðninigi við páfastól og einingu kirkj-
unnar. Fer ekki hjá því, að maður undr
ist, hversu einarðlega hann hefur hald-
ið í þennan málstað — maðurinin, sem
taldi það einmitt til gildis fyrir þjóðfé-
lagið, er hann lýsiir í Útópíu, að þar
skipuðu öll trúarbrögð jafnháan sess.
Monsjúr Hulot og nútíminn
HAFI fólk hug á að lengja lífið sem
svairair 2 og Vi kiuiklkuisitund og hlæja
hnessilega jafnlengi, ætti það að leggja
leið sína í Laugarásbíó. Þar gefur að
líta mieistara Taiti í gervi mionisjúir Hullot
í myndinni Playtime, sem Tati stjórn-
air sjálfur og hefur samið handrit að.
Þetta er þriðja myndin, sem við eigum
kost á að sjá með þessum gamansama
náunga, og er hún jafnvel enn fyndn-
airi en fyrirrennararnir — er voru þó
fyndnari, en flestar þær gamanmyndir,
sem við eiguim hór að veinj.asit.
Viðfangsefnið er að ýmsu leyti hið
sama og í fyrri myndunum. Tati virð-
ist ekkert um „módernismann" gefið, og
beinir spjótuim grínsins óspart að hon-
um. Fyrri hluti myndarinnair lýsir við-
ureign Hulot við irúðuglershallirnar, þ.e.
verzlunarháhýsi nútímans, og ferðum
hans um ranghala þeirra. Þarna er að
finna nokkur óborganleg atriði: Gamli
húsvörðurinn og kallkerfi hússins með
öllum sínum tökkum; leit Hulot og full
trúans að hvor öðrum í rúðuiglershöll-
inni; kústaimir með ljósabúnaðinum og
akrapólissúlu-rusiakörfumar á vöim-
sýningunni; já, svona mætti lengi telja.
Hinn hlutinn gerist í veitingahúsi,
sem er verið að opna, í fyrsta sinn. Allt
gengur á aftunfótunum, e,r Hulot ber
Iþar að, og hamin bætir efcki úr skák
Hafi einhverjir ekki skilið ennþá ís-
lenzka orðið „hönnun“, þá gefur þessi
hluti myndarinnar mjög greinargóða
skýringu á þessu hugtaki — betur en
nokkur orðabók er fær um — á ákaf-
lega hlægilegan hátt.
Skyldi nokkur hafa komizt nær því
að vera Chaplin endurborinn en
Jacques Tati?