Morgunblaðið - 04.02.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1970 Brúðkaup yfir miðbaug BLAÐ eitt í Luanda í Angola birti greinar um Biaíra eftir fréttamann sinn og setur þar upp tvaer andstaeður: Harm- leikur í Biafra — rómantík í Biafra. í báðum tilvikum koma íslendingar við sögu. Þar er t.d. mynd af Þorsteini Jónssyni í flugvél sinni með skotgati. En rómantíkin er íslenzkt brúðkaup, sem fram fór 16. janúar í flugvél ytfir miðbaug. Þar gengu í hjóna- band Ómar Tómasson, flug-- maður og Eyja Eriksson frá Finnlandi, flugfreyja hjá Loftleiðum. Þetta brúðkaup þótti allsögulegt. Nú eru nýgiftu hjónin kom in heim og fengum við mynd ir atf þessu íslenzka brúð- kaupi yfir miðbaug hjá Óm- ari. Ástæðan tfyrir því að brúðkaupið var haldið uppi í 11000 feta hæð, var sú, að kringum giftingu er svo mik ið umstang í Sao Tomé, sagði Ómar. M.a. hefðd lýsing þurft að hanga uppi á kirkju- hurðinni í hálfan mánuð. Svo einn daginn sátu þeir félagarnir Ómar, Smári Karls son og Þorsteinn Jónsson yfir bjórgl'asd og voru að ræða þetta og hvort flugkapteinn mætti efkíki bara framkvæma slíka athöfn í flugvélinni. Þorsteinn brá sér frá og kom aftur að hálftíma liðnum og sagði: — Þetta verður allt í íslendingar óska brúðlijónunum til hamingju. 8t. Durham gefur brúðhjónin saman. lagi. Ég er búinn að útvega amerískan prest. Þá skulum við bara gera það, sagði Óm- ar og brá sér heám á hótel og bað konunnar, — spurði hvort hún vildi giftast hon- um borð, jafnvel þótt flogið Þau höfðu svo tvo daga til stefniu. Laghentir flugmenn skreyttu flugvélina, þeir Er- lendur Guðmundsson og Runólfur Sigurðsson. 40 gestir fóru með í flug- ferðina. Jóhannes Markússon flaug, sr. Durham gatf brúð- hjónin saman og svaramenn voru Þorsteinn Jónsson og Erlendur Guðmundsson. Á eftir var síkálað í kampavíni. En hvernig ætli flugmönnun- um hafi gengið að halda flug vélinni stöðugri með veizlu um borð, jafnvel þó_ flogið væri eftir miðbaug? Á tíma- bili þyrptust allir á sama stað, kringum okkur, sagði Ómar og þurfti að dreifa þeim. Þegar lent var, kom sjúkra bifreið flugvallarins þjótandi að og ók brúðhjónunum með sírenuhljóði að flugstöðvar- byggingunni, þar sem fleiri gestir biðu. Portúgalskir vin- ir gótu ekki fengið að fljúga með. Þar var því skálað aft- ur í kampavíni og síðan hald ið inn í borg, þar sem veizlan fór fram. Þetta var sem sagt ákaf- lega óvenjulegt brúðkaup á allan hátt, — ekki kannski sizt fyrir Íslendinga, því bað- hiti var í flugvélinni þarna yfir miðbaugnum. Brúðkaup í flugvclinni. Altarið fremst á mynðinni. Brúðhjónin til hægri, svaramaður brúðar- innar og kona hans til vinstri. Tveir laghentir fiugmenn skreyttu kaupið. flugvélina fyrir brúð- Mjólkurdreifing og hagsmunir neytenda * — Alit Neytendasamtakanna Morgunblaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá Neytenda samtökunum þar sem lýst er hagsmunum neytenda í sambandi við mjólkurdreifingu, að mati samtakanna. Eru þessir hagsmun ir raktir í 9 liðum og fara þeir hér á eftir: 1. Sölustaðir mjólkur verði þaranig staðsettir, að aiuðvelit verði fyrir neytendux að fá mjólkina. Hvort mjólkin verði seld í ákveðn uim hluta atf stfórri kjörbúð eða í mjólkurbúð við hlið hennar skipt ir ekki öllu máli fyrir neytend- ur, ef það ekki veldur hækkuðu útsöiuverði mjólkurinnar. 2. Sölustaðir mjólfcur verði opnir oem lengst. Alls ekki má vera erfiðara að fá mjólk en aðra matvöru. Sjálfsagt er að leyfa kvöldsöiu í vsenitantegri regliu- gerð um opnunartíma sölubúða á hvers konar matvöru, þ. á. m. mjólk. 3. Treysti einstöku verzianir sér til að senda mjólk heim til neytenda ásamt annarri matvöru án þess að taka fyrir aukagjald, er það tvímælalaust til hagsbóta fyrir neytendur. 4. Þess verður að gæta, að dreifingarkostnaði mjólkur verði haldið sem mest niðri. Mjólkur- samsalan þarf að gefa um það opinbera skýrslu hver raunveru legur smásölukostriaður við dreif ingu mjólkur er í dag, þannig að samanburður fáist við aðrar mat vörur í venjulegum smásöluverzl unum. 5. Engin verzlun fái leyfi til að selja mjólk nema hún fullnægi að öllu leyti ströngustu kröfum heilbrigðissamþykktar um með- ferð mjólkurafurða. Ekki er t.d. nóg að kæliað'Staða sé í verzlun- inni, heldur verður að gæta þess, að mjólk sé alltaf geymd í kæli. Brjóti einhver verzlun þetta síð- asta atriði, ó tafarlaust að svipta hana leyfi til mjólkursölu. 6. Nákvæm athugun verði gerð á því, hve auöveld- lega mjólk dregur til sín lykt þrátt fyrir umbúðimar. Enda þótt mjólk verði fyrir lykt áhrifum, getur hún verið eins góð eftir sem áður frá heilbrigð- issjónarmiði. Hér e,r því fyrst og fremst um gæði fremur en hrein læti vörunnar að ræða. Leiði at- hugun í ljós, að gæði mjólkur- innar spillist, ef hún er geymd í kæli í mánd við lyktmemgandi maitvöru eins og t.d. kjöt og á- vexti, má engimn selja mjólk nema hann geymi mjól'kina í kælirými. sem er vel aðgreint frá öðrum geymslustöðum mat- væla. 7. Dagsstimplun um síðasta leyfilegan söludag mjólkur verði höfð miklu greinilegri, en nú er. Dagsstimplun verði einnig sett á skyrumbúðir. 8. Viðskiptaráðuneytið leyfi þegar í stað frjálsan innflutning á fernuefni. f kjölfar slíks leyfis á innflutningi fernuefnis komi Mjólkusamsalan í Reykjavík sér upp vélakosti til að fullnægja eftirspurn eftir fernum. Jafn- framt geri Mjólkursamsalan ráð stafanir til að hindra, að mjólk- urumbúðir geti lekið eða inni- haldi of lítið mjólkurmagn. 9. Taki verzlun að sér sölu mjólkur, verður að skuldbinda hana til að hafa ávallt á boð- stólum allar mjólkurafurðir, sem mjólkurstöð sölusvæðisins fram- leiðir hverju sinni. Verði hér misbrestur á, skal svipta viðikom andi verzlun mjólkursöluleyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.