Morgunblaðið - 28.02.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1970, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1870 Á íslandi þarf sterkan sjálfsaga og harða sjálfsgagnrýni — til að verða ekki vanabundnu starfi að bráð — Rabbað við Rut Ingólfsdóttur, sem heldur sína f yrstu opinberu hljómleika á íslandi í dag SÍÐDEGIS í dag heldur ung listakona sína fyrstu opinberu hljómleika á veg- um Tónlistarfélags Reykja víkur. Er það Rut Ingólfs- dóttir, fiðluleikari, sem kom heim frá framhalds- námi í Briissel sl. haust eftir að hafa tekið lokapróf frá Conservatoire Royal de Musique með láði, 96 stig- um af 100 mögulegum. Reykvísku áhugafólki u-m tónlist er nafn Rutar alls ekki með öllu ókunnugt. Hún til- heyrir fjölgkyldu, sem uim árabil hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi höfuðborgarinn- ar. Faðir hennar er Ingólfur Guðbrandsson, stofnandi Pólý fónkórsins og stjórnandi frá upphafi, en hljómleikar kórs- ins hafa jafnan verið með meiri tónlistarviðburðum. Rut og Þorgerður, systir hennar, voru í kórnum frá öndverðu og störfuðu með hon>um, samfara hljómlistar- og menntaskólanámi, unz þær, að loknu stúdentsprófi, héldu utan til framhaldsnáms, Rut í fiðluleik og Þorgerður í kirkjutónlist og tónlistar- sögu. Þess er skemmist að minn- ast, að Unnur María, systir Rutar, lék einleik á fiðlu í sjónvarpið fyrir skömmu, en hún stundar einnig mennta- skólanám; sömuleiðis yngsta systirin, Inga Rós, sem einnig leikur á celló, en sú fimmta, Vilborg, sem er við hjúkrun- arnám, hefur um árabil leikið á blokkflautu, — hljóðfæri, sem á vaxandi vinsældum að fagna meðal tónlistarmanna víða um heim. Eflaust minnast þess einnig margir frá fyrstu dögum sjón varpsins, þegar systurnar komu þar allar fram í við- talsþætti og léku á hljóðfæri sín, allar klæddar eins bún- ingum, gerðum af móður þeirra, Ingu Þorgeirsdóttur, kennara. Síðastliðið haust giftist Fut Birni Bjarnasyni, er stundar nám í lögfræði við Háskólann og á heimili þeirra við Berg- staðastræti röbbuðum við saman stundarkorn í vik- unni. Rut sagði mér lauslega frá námsferli sínum, sem hófst, þegar hún fimm ára gömul fékk uppfyllta þá eindregnu ósk sína að eignast fiðlu •— óák, sem fylgt var eftir með mörgum fögrum tárum. Hún var sett í spilatíma hjá Rut Hermannis og lærði hjá henni til fjórtán ára aldurs. Þá fór hún í Tónlistarskólann og lærði hjá Einari Sveinbjöms- syni, þar til hann fór utan. Siðan hjá Birni Ólafssyná. Jafnframt stundaði hún nájc í menntaákólanum, tók fjckða og fimmta bek'k utan skóla „til þess að fá meiri tíma til að æfa mig“, segir hún. — Að loknu stúdentsprófi var ég í nokkrum vafa um hvert halda skyldi. Það varð þá úr, að ég færi til Malmö; þar hafði Einar Sveinbjörns- son tekið við stöðu koncert- meistara hjá sinfóníuhljóm- sveit borgarinnar, sem starf- ar á svipuðum grundvelli og hljómsveitin hér — og jafn- framt kenndi hann við kon- servatoríið. Sumarið næst á eftir spilaði ég með Ungdoims orkestern í Lundi. Það er hljómsveit unglinga frá öll- um Norðurlöndunum, sem starfar á hverju sumri. Þang að höfðu margir farið héðan og mig hafði lengi langað til þess, svo að ég notaði tæki- færið. Með þeim lék ég bæði einleik og í kammersveit. — Og síðan? — Næsta haust fór ég til Brússel, til að nema hjá Al- fred Gertler. aðallega að ráði Bodhans Wodisckos, hljóm- sveitarstjóra, sem þekki eitt- hvað til hans. Og þar var ég þar til í fyrra, að ég kom heim og réðst til Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og hóf jafnframt að kenna. — Og hefurðu alltaf verið jafn áhugasöm við námið, — hefur það aldrei hvarflað að þér að gefast upp við allt saman? — Ja, ég veit nú ekki hvað ég á að segja um það. Ég held raunar að það sé nokk- uð algengt. að dálitið dragi úr áhuga krakka á aldrinum 11- 12 ára, — en svo eykst hann gjaman aftur. Ég hætti þó aldrei og hugsaði aldrei til þess að hætta — fyrr en kannski eftir að ég byrjaði hjá Gertler. Þá varð ég að læra allt frá grunni með nýj- um hætti, allt frá því að halda á boganum og hljóðfær inu — og — já, — ég verð að játa, að þá hvarflaði að mér að legg.ia árar I bát. Ég hafði þá talið mér trú um, að ég kynni þó eitthvað, en svo varð ég að byrja alveg á nýj- an leik. Víðsjár aukast með Kínverjum og Rússum MOSKVU 27. febrúar, NTB. Gagnrýni Sovétríkjanna í garð Kína hefur færzt mjög í auk- ana upp á síðkastið, en í dag hafa Sovétríkin í fyrsta skipti í alllangan tíma vænt Kínverja um að þeir myndu ekki hika við að heyja styrjöld til að ná markmiðum sínum. Þetta hefur NTB fréttastofan eftir Moskvu- fréttaritara sínum í dag. Þá segir einnig, að ríkin tvö hafi reynt að stilla heift sinni í hóf, eftir að landamæraviðræður þeirra hófust, en svo virðist sem harka sé nú að færast í leikinn að nýju. Grein þessa efnis birtist í dag í utanríkismálaritinu „Novoje Vremja“ og þar er farið mörgum orðum um stórkostlega aukinn vígbúnað Kínverja og marghátt- aðar stríðsögranir. f niokkum tímia eftir að þeir Kosygin og Chou En Lai h itbust í Pekirng virtist vera þegjandi samikomuiag að reyna að forð- ast opinberlega að gagnirýna um of, en eftir að kínverska út- varpið og aðrair fréttastofnanir þar í tandi hafa riðið á vaðið og hert gagnrýná og áróðuir gegn Sovétstjórninmd hefur sovéz-ka stjórnin svairað í sama tón. — Voru hans kennsluað- ferðir þá svoma gersamlega frábrugðnar því, sem annars staðar tíðkuðust? — Já, hann hefur byggt upp nýjar aðferðir á sinni eigin reýnslu og ég kamn nú mjög vel við þær, þó ég hafi ekki verið ginnkeypt fyrir þeim í fyrstu. — Hvernig var háttað kennslunmi þama? — Gertler kenndi u.þ.b. 20 manna hópi, tvisvar i viku, allt upp í fimm klukkustund- ir í senn. Hann lét einn og einn nemanda spila og leið- rétti jafnóðum. Þanmig lærðu nemendur strax að spila fyrir áheyrendur og jafn- framt lærði hver af annars mistökum. Aulk þess voru tveir aðstoðarkennarar, sem leiðbeindu nemendunum, ein- um í senn. Flestir nemendum ir voru útlendingar, gagngert kommÍT þangað til þess að ganga í gegnum þessar breyt ingar. Þeir voru misjafnlega langt komnir og sáu þá eldri nemendur hvemig Gertler leysti úr vandamálum hinna yngri, — vandamálum, sem þeir sjálfir voru e.t.v. búnir að leysa með öðrum hætti áð ur. Lofcs átti hann það til að láta þá eldri leiðbeina þeirn yngri og vemja menn þannig við kennslu. f Belgíu er rótgróinn fiðlu skóli. Þar störfuðu m.a. Wieni awáky, Vieuxtemps og Ysaye og fór kennslan fram í sömu stofu og þeir kenndu í á sín- um tíma. — Á hverju byggist stíll Gertlers? — Þar kernur ýmislegt til, en m.a. einkennir það hann, að fiðluleikarinin á að hreyfa sig sem minnst. Hann ráð- lagði sumum nemendum að æfa sig milli tveggja stóla til þess að draga úr hreyfingum sínum. — Frá þessum skóla tókst þú býsna gott próf — en hélztu hljóimleika jafnframt? — Já, hluti prófsins var fólginn I opinberum hljóm- leikum. — Og nú ertu komin heim. Hvernig leggst það í þig? — Ágætlega nú orðið. Fyrst í haust leizt mér ekkert á blikuna, en í vetur hef ég að- lagazt aðstæðunum og haft svo mikið að gera, að ég hef eklki haft tíma til að hugsa um aðra kosti. Þetta hefur allt verið mér svo mákil nýlunda, ég hef aldrei leikið með sin Rut Ingólfsdóttir fóníuhljómsveit áður, aldrei kennt áður — nú og aldrei verið gift áður, svo að ég hef haft nógu að sinna. — Hefur þér ekki reynzt erf itt að undirbúa hljómleika samfara þessu öllu? — Jú, óneitanlega hefur þetta verið mikil vinna. Og mér óar svolítið við þessu varðandi framtíðina. Starfið í hljómsveitinni og kennslan eru það þreytandi, að það þarf töluvert átak til að spila •meira, undirbúa hljómleika og annað í þá veru. Eftir að ég kom heim aftur hef ég dáðst æ meira að ýmsum mönnum okkar; þeir virðast komast yfir ótrúlegt starf. Ég held að hér á íslandi þurfi mjög sterfcan sjálfsaga og harða sjálfsgagnrýni til þess að verða ekki að bráð vana- bundnu starfi við hljómsveit arleik og kennslu. — Og þú ætlar að reyna að halda settu striki? — Já, sú er ætlunin, eftir fremsta megni — að minnsta kosti meðan ég ekki eignast börn. í sumar langar mig að fara til Ungverjalands og Austurríkis á námskeið hjá Gertler. Hann hefur sérstakt námskeið í tónlist Béla Bar- toks í Búdapest og annað al- mennara eðlis í Salzburg, með an tónlistarhátíðin þar stend ur yfir. Næsta haust tekur svo væntanlega við starfið í hljómsveitinni og kennslan. En mig langar auk þess að reyna að spila kammermúsík, eftir því sem tök eru á. Okkur vantar hér tilfinnanlega kammerhljómsveit. Það þyrfti endilega að nota meira af tíma hljómsveitarinnar milli hljómleika til að æfa karnmer músík. Hjalti Elíasson: BRIDGE — Þig dreymir ekki um að verða koncertfiðlari og ferð- ast um veröldina? — Það væri svo sem nógu gaman að vera frægur fiðlu leikari og ferðast, — en það vinnst víst ekki í fyrstu lotu og sá, sem stefnir að slíku verður að vera við því búinn að fóma öllu öðru, samkeppn in í heiminum er svo gífur- lega hörð. Frægir einleikarar lifa tæpast nokkurn tíma eðli legu heimilislífi. Slíkt væri auðvitað óhugsandi fyrir gifta konu með börn og heimili. Það er frefcar að kárlmenn geti þetta, ef þeir eiga konu, sem sér um allt fyrir þá er að heimili og börnum lýtur. — Og hvað um húsmóður- störfin og hannyrðir og þess háttar, ertu ef til vill eins myndarleg við saumaskap og mamnma þín? — Mér þykir alla vega gam an að sauma og hef gert dá- litið af því erlendis að því að sauma fötin mín sjálf. Fram að þeim tíma saumaði mamma allt fyrir mig. — Að lokum, Rut, hvernig líður þér svona rétt fyrir tón leika, ertu taugaóstyrk? — Ekki kannski beinlínis óstyrk, en mér finnst þetta mikil ábyrgð. — Og hvað ætlarðu að leika? — Verk eftir Joseph Gibbs, Mozart, Corelli — Leonard, Béla Bartok, William Walton og Stan Golestan. Ég býst ekki við að margir þekki þessi verk — en það hafa verið svo mikil brögð að því undanfarin ár, að hér séu leik in sömu verkin aftur og aftur — mér fannst tími til korninn að breyta til. ¥ G-9-4-2 ¥ 7-6-5 * Á-G-3 * A-K-G FYRIR 22 árum var haldið Evrópumeistaramót í Kaup- mannahöfn. Þetta vaa* fyrsta mótið eftir síðari heimstyrjöld- ina. Þá kom þetta spil fyrir í leiknum milli Noregs og Eng- lands. * 7-4-3 ¥ G-3-2 * Á-K-9-4 Jk 9-5-2 Vestur er gjafari og A —V. á hættu. Eftir þrjú pöss, opniaði Suður á 1 spaða, og lokasögnin varð 4 spaðar. Vestur spilaði út lauf ás og kóng, síðam þriðja laufi, sem Austur trompaði. í fjórða slag spilaði Austur hjarta. Nú var ekki animar vatndi hjá Suður en að svínia tvisvar trompi, sem hamn að sjálfsögðu gerði. A hinu borðiruu varð sama loka sögn og spilamennskan gekk ná- eins. En á eftir sá Austur að harni hefði getað hnefckt spiliniu. Hvernig gat hann það? * Á-D-10-8 ¥ G-3 * K-D * D-10-9-4-2 Sagnir gengu þamnig: Suður Vestur Norður Austur 1 lauf 1 hjarta 2 hjörtu pass 2 spaðar pass 4 spaðar pass pass paiss (2ja hjartasögn Norðurs er Sterk, og ef Suður hefði fyriæ- stöðu í hjarta, þá væri betra að hainrn yrði sagnihaifi í grandsögn). Vestur spilar út ás, kónig og drottningu í hjairta, sem Suður trompar. Austur fylgdi lit með 2, 8 og 10. Hvernig skal Suður spiia? Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.