Morgunblaðið - 28.02.1970, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.02.1970, Qupperneq 17
MORjGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FBBRÚAR 1070 17 Drengirnir sauma stúlkurnar smíða I MÝRARHUSASKÓLA á Sel- tjarniaimiesi var fyrir skömimiu tekin upp sú nýbreytni, að pilt- uniuim viar kemnt að saiumia, en stúlkumar fóru í smíðatíma. Guðríður Hanimibalsdóttiir, banda vinn'ukermarinn í Mýrarbiúsa- skióla, sag!ði í samitali við Mbl. í gær, að drengirnir befðu tekið þessari nýbreytni mjög vel. Þeim befði í fyristu veriið strítt svolítið á að taka sér nál í hönd, en avo befði þetta breytat og þeim þætti gamain að saumonium. Þá sagði Guðríður, að stúlkiumum þætti mjöig gamiam í smiíðinnl. Loðfeldur á Sauðárkróki — hefur minkarækt að ári Sauðárkróki, 25. febr. Á S.L. ári var stofnað hér á Sauðárkróki hlutafélag um loð- dýrarækt, sem hlaut nafnið Loð- feldur h.f. Hluthafar eru 90, en hlutafé 1% milljón, sem vænt- anlega verður hækkað í 2% milljón á þessu eða næsta ári. í gær veitti landbúnaðarráð- herra félaginu leyfi til loðdýra- ræktar, og mun það vera hið þriðja í röðinni, sem veitt hef- ur verið. Byggingarframkvæmdir eiga að hefjast í vor og á að verða lokið um næstu áramót. Fyrir- hugað er að rekstur hefjist í byrjun næsta árs og þá verði keyptar 1000 minkalæður. Stjórn Loðfelds skipa: Adólf Björnsson, formaður, Stefán Ól- afur Stefánsson, Egill Bjarna- son, Kristján Hansen, og Stefán Guðmundsson. — Jón. Hér eru ungu mennimir í saumatímanum, ásamt handavinnukennaranum, Guðríði Hannibals- dóttur (Ljósm. Mbl. Ól. K. M). Yfir 3 millj. til æfingastöðv- ar og sumardvalarheimilis Frá aðalfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra AÐALFUNDUR Styrktarfélags laimaðra og fatlaðra fyrir starfs- árið 1. okt. 1968 til 30. sept. 1969 var haldinn 22. febrúar sl. Formaður félagsins, Svgvar Pálsson, flutti skýrslu stjórnar. Tekjur félagsins af ágóðaMuta af eldspýtnasölu náimiu 1795 þús. kr., og var það aðeinis hærri upp hæð en ánið áður. Hreinar tekj- ur af Sómahappdrættinu voru 1061 þús. kr. eða mjög svipuð upphæð og árið áður. Aðrar tekj ur félagsins voru gjafir og áheit og vaxtatekjur auk styrks úr ríkissjóði 17 þús. kr. og borg- arsjóði 35 þús. kr. Tekjur voru alls 3.252 þús. kr., en þeim varið til greiðslu rdkstrarhalla á æfingastöð og rðkstri suimardvalarheimilis fyr- ir fötluð börn í Reykj adal í Mos fellssveit. Þannig að aðeins 177 þús. kr. fóru til eignaaukningar. Eignir félagsins eru alls bók- færðar á 22,6 millj. króna, en gkuldir alls 5,8 millj. króna, og hrein eign því 16,8 millj. króna. Á sl. starfsári hófst rekstur æfingastöðvar að Háaleitisbraut 13. Þangað komu 437 sjúklingax sem fengu alls 8840 æfingameð- ferðir. Eru þetta nokkuð lægri tölur en árið áður og stafar af flutn- ingi starfseminnar frá Sjafnar- götu 14 að Háaleitisbraut. Félagið rak sumardvalarheim- ili í Reykjadal í Mosfellssveit eins og áðtur. Þar dvödduist 48 börn í 11 vi'kur. Þá er nú hafinn nýr þáttur í starfi félagsins, sem er rðkstur heimavistarskóla fyr ir föt/luð börn í Reykjadal í Mos fellssveit. i Nýtir þá félagið að fullu þessa eign til Skólahalds á vetrum og sumardvalar á sumrin. Ekki er all't ákveðið enn um hvern þátt hið opinbera mun taka í kostn- aði við þetta skólahald. Má vænta allrar beztu fyrirgreiðslu af hálfu menntamálaráðuneytis- ins í þessu efni. Læknamir Haukur Kristjáns- son og Haulkur Þórðarson fluttu síðan skýrslu um starfsemi æf- ingastöðvar og sutmardvalar- heimilis og nýja hedmavistar- skólans, sem hóf starfræksilu sl. haust. Formaður félagsins var endur kjörinn Svavar Pálsson til eins árs og Friðfinnur Ólafsson vara- formaður, meðstjórnendur voru enduhkosnir til tveggja ára Andr és Þormar fyrrv. affalgjaldkeri og Vigfús Guinnarsson, en til vara Eggert Kristjánssn hdl., og frú Björg Stefánsdóttir. í fram kvæmdaráð félagsins voru kos- in til 3ja ára Haukur Kriistjáns- Árshátíð Kven- félags Akraness Akrainiesi, 25. febrúar. í JANÚAR hélt Kvenfélag Akra- neisis ártshátíð siíma og baiuð öllu fólki á Akranesd sextíu og sjö ára og eldra eins og vemja er. Ýmiis skemimitiatriði voru á diaigskrá: upplieistiur, sönigur, kvikmynda- sýninig o.fl. Veitimgar vom bom- ar fram og að lokium var darnað. Kvenfélag Akramiess færir öllum, sem aðstoðuðu við árshátíðina, beztu þakfcir. Sérstakar þakkdr til hiótelstjórans Óla J. Ólasonar og koou Ihans fyrir frábæra hjálp semi. 250 miamns isóttu 'árshiáitíð þessa þrátt fyrir inflúensiufarald- ur. — hsþ son læfcnir, Haukur Þórðarson laeknir, Sigríður Baöhmann yfir- hjúlkrunarkona, Haukur Þor- leifsson bankafulltr. og Halldór E. Rafnar borgarfógeti. (Frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra). Taflmót Gróttu ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Grótta á Seltjarnarnesi hefur nú hafið innanfélagstaflmót. í unglinga- flolkki og 2. flokki.. Unglimgamót inu er lokið og varð sigurvegari Höskuldur Höskuldsson. Hann hlaiut skjal og farandbikar að launum. í 2. flokki em 15 kepp- endur og em búnar 6 umferðir. Keppt er um fagran bikar, sem Garðar Ólafsson, úrsmiður, gaf. Efstir og jafnir em Garðar Guðmundsson með 4 vinninga og 1 biðskák og Birgir Sigurbjörns son 4 vinninga, þriðji er Gylfi Gylfason (15 ára) 3% vinming og 1 biðskák, í 4.—7. sæti eru Gunm ar Sigurðsson, Þórhallur Þór- hallsson og Þórður Höskuldisson með 3 vinninga og 1 biðsfcák. 1 EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN Hann hefur aðsetur í dálitlum skúr við Elliðaárstífluna. Þegar okkur bar þar að, stóð hann á hlað- inu sínu og horfði yfir borgina. Til norðurs að sjá „risu við himininn hávaxin fjöll“ — og hvítur jökull yfir öllu. Á igötummi glærfrosið kamid- ísbrúnt krapið. „Umferð bönnuð“, málað á skilti við stífluna. „Við erum hér, svo að börnin fari sér ekki að voða í ánni“, sagði hann. „Við verðum að fara vel með borginá okkar.“ Þannig var allt sem hann sagði, hlýtt, jákvætt, skemmtilegt. „Ég er gamall sjómaður", sagði hann. „Var með Matthíasi Jónassyni á skútu fyrir vestan. Hann var kappsfullur og vildi helzt draga fleiri fiskia en hinir.“ Hann sagðist heita Pétur Guð- mundsson,_ starfsmaður hjá borginni, 67 ára. „Ég er gamall í bili“, sagði hann og brosti. Hann hefur í hyggju að kasta ellibelgnum, þegar hann er kominn á ellilaun. Pétur Guðmundsson er íslenzk al- þýða holdi klædd. Það var heilsu- samlegt að hitta hann á verðinum. Börnin mega ekki fara sér að voða. Ragnar í Smára sagði við mig um daginn: „Þessi heimur, sem við lif- um í, er ekki fyrir börn.“ Ég var saimmiála Ragnari — þangað til ég hitti Pétur Guðmundsson. Meðan hans líkar, eru á stjái í mannlífs- kvikunni er von til þess að börnin komist klakklaust yfir „stífluna". „Það er yndislegt veður í dag“, sagði hann. Við virtum fyrir okkur útsýnið yfir Breiðholtið af hlaðinu hans Péturs. Þetta var fyrsta sunnudag í góu. Blæjalogn. Og fólkið á skíðum í Ár- túnsbrekku. Fétur andaði að sér. „Veðrið er of gott“, sagði hainm. „Það hefði átt að vera hríðarbylur í dag. Það hefði spáð góðu“. Hiann stakk höndiumum í vasanin og vaiggaði 'sér. „Þið fyrirgefið að ég skuli tala við ykkur eins og sjómenn. Mér leið alltaf vel á sjónum, ekki sízt á skút- unum. En nú vantar sjómennina okkar skuttogara. Þeim á að líðavel í vetrarbyljunum, við höfum ekki efni á öðru.“ Pétur Guðmundsson er sjómaður í blóði sínu. Þarf ekki að hafa tilburði. Eða sýnast. Alltsif eins, gæti ég trú- að. Pétur hélt að ég væri bílasali, því að ég spurði eitthvað einkennileiga um það, sem lá í augum uppi. Þórir Jónsson, sem með mér var, hélthann víst að væri ritstjóri Morgunblaðs- ins, en var ekki viss um Hörð, húsa- meistara. Ég leiddi hann í allan sannleika. Húsameistari bauð honum í nefið. Þá sagði Pétur: „Ekki meir. Ekki meir. Ég hætti fyrir nokkrum árum.“ Ég sá að hann bar meiri virð- ingu fyrir hiúsameistara en okkur Þóri. Ekki veit ég af hverju. En þannig endar þetta alltaf. Ég þekki til að mynda aðeins einn mann, sem tekur ofan fyrir okkur Eykon. Hann er danskur. Pétur minntist á kyndilmessu og sagði að fólk hefði haft trú á því í gamla daga að nauðsynlegt væri að hann skellti rækilega saman þann dag, ekki síður en á góu. Þá hefði mátt búast við góðu. „Þegar ég var á brókinni, heyrði ég móður mína tala um fjáirmann, sem vaknaði snemma á kyndilmessu og leit út, en sá sér til mikillar skelfingar að veð- ur var bjart og heiðskírt til fjalla. Hann tók þá til bragðs að fylla snjó upp í gluggana. Þegar bóndinn vaknaði, leit hann út. Hann varð svo glaður, þegar hann sá ekki út fyrir hríð að hann lét sjóða hangikjöt. Og fjármaðurinn fékk dýrlega veizlu". Pétur Guðmundsson er fulltrúi þessa óspillta, svokallaða alþýðu- fólks, sem við finnum um allt ísland. Það kann vel að segja alvarlega fyndni og fyndna alvöru. Án þessa fólks væri ólíft fyrir geðvonzku ag leiðindium. Án þess færi íslaind í hunidania. Ferfallt húrra fyrir Pétri, forseta vorum ag ríkisstjómi! —★— En svo er það hin hliðin á mann- lífinu. Hún birtist m.a. í því, þegar Austra er nærtækast í grein um Jóhann Hjálmarsson í Þjóðviljanum, að tala um „hið kalda glott hund- ingjans". Ég minntist á það einhvers staðar um daginn, að menn væru oft að lýsa sjálfum sér, þegar þeir skrif- uðu um aðra. Það fer víst ekki milli mála. Austri minnir á bóndann, sem flór á mis við heiðríkjuna. Hann lifir og brærist í kenningu, sem byrgir allt útsýn. Það er meiri manndráps- hríðin. Samt hefur fjármaðurinn aldrei fengið veizlu, svo að vitað sé. Aldrei hefði manni með geðslag Péturs Guðmundssonar dottið í hug að taka svona til orða um annað fólk. Hundingi er ekki til í hans miunni. Þwí — „það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.“ Svo kvað Tómas af alkunruri fundvísi — á mannlegan breyzk- leika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.