Morgunblaðið - 28.02.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FBBRÚAR 1970 Leikfélag Reykjavíkur; Þið munið hann Jörund Höfundur: Jónas Árnason Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Búningar: Molly Kennedy Dansar: Lilja Hallgrímsdóttir Leikstjórn: Jón Sigurbjörnsson JÓNAS ÁRNASOiN kadlar Þið munið hamn Jörund, ævintýri eða ósögulegt leikhúsverk með myndum og tali og söngvum frá horfinni tíð. Skýring Jónasar er nauðsynleg, því hræddiur er ég um að fóllk geri sér almennt aðr- ar hugmyndir um Jörund en léikrit Jóeasar er tifl. vitnis um. í>ið munið hann Jörund, er skrípaleikur, skemmtilegur sem slíkur og auk þess eettur á svið af hugíkvæmni og leilkinn af þýðufólkis eru blaðamennska af vandaðra tagi; Jónas hefur marga kosti blaðamanns til að bera, og er það síst af öllu sagt honum til lasts. Undirritaður hefur haft töluverða skemmtun af bóikum Jónasar um sjó- mennisGm og freistast til að álíta, að Jónas 'hafi náð bestum ár- angri sem rithöfundur í lýsing- um sínuim á alþýðufólki. Eins og kunnugt er, hefur Jónas Árna son setið á þingi og haft ýmsu valda. Sennilega myndi Jörund- ur sjálfur ákemmta sér manna best mætti hanm fylgjast með því ærslafulla gríni, sem nú durt ar í Iðnó. írsk, ensk og skosk þjóðlög, sem Jónas hefur samið texta við, gegna stóru hlutverki í leiknum um Jörund. Lögin falla vel að efninu og Jómas kann ágætlega að ríma. Víst er, að söngvarnir munu laða fólk að verkinu. Reynt hefur verið að gera sal- inn í Iðmó likastan enskri krá. Þrir söngvarar og hljóðfæraleik- arar segja og syngja söguna af Jörundi. Stundum er aðeins brugðið upp stouggamyndum og hefur vel teikist að tengja saman atriðin nrueð þessurn hætti. Til- raun er gerð til að fá álhorfend- ur til að taka þátt í leiknum, Laddie (Guðmundur Magnúss on), Jörundur (Helgi Skúlason) og Charlie Brown (Pétur Ein- arsson). mlklu fjöri og smitandi kátínu. Að vísu hefur Jónas boðskap í huga í vissum atriðum leiksins, þannig að hann er ekki alveg ailívöruilaus, en á þessum stað verlka draumsýnir höfundarins um hima uppréttu menn lítt sannfærandi. Jónas á það til.að vera naiv í þjóðfélagsádeilu sinni og hann virðist etoki hafa breytst að þessu leyti síðan hann varð fyrirferðarmikill leitorita- höfundur, en því er ekki að neita að á köflum hitta stoeyti hans í Jörundi í marto. Jónas Árnason er fyndinn rit- höfundur og það er einkurn húm or hanis, gamansemí, stundum neyðarleg, sem gæðir verk hans lífi. Svipmyndir hans úr lífi al- að sinna af þeim söikum að und- anförniu, en leikrit hans Þið mun ið hann Jörund, er líklega með stærri verkefnum, sem hann hef- ur ráðist í. Jónas gerir einfeldning úr Jörundi hundadaga&óngi og flestir þeir, sem við sögu koma eru dæmigerðar revíupersónur. Um þessa aðferð höfundarins verður etoki deilt, því mestu Skiptir að á leikimn sé litið eins og hainn er, en etoki með fyrir- fram ákveðnar hugmyndir um Jörund, Trampe greifa eða aðra, sem koma við sögu. En heldur lítil reisn er yfir hiinni norð- lægu þjóð í auguim Jónasar og varla verður hann satoaður um vináttu í garð danskra yfir- þeir beðnir um að syngja með, og enda þótt hinir virðulegu frumisýningargestir hafi verið óviðbúnir slíku uppátæki, má gera ráð fyrir að þetta mælist almennt vel fyrir. Þó er óþægi- lega minnt á það í leiknum, að ísilendingar syngja etoki. Fjöldi leikara keraur fram í Þið munið hann Jörund. Helgi Skúlason leitour Jörund og gerir úr honum stooplegan meinleys- ingjia eins og höfundurinm ætlast til. Það er sjaldgæft að sjá Helga leika gamanhlutverto, en hann virðist fær í flestan sjó. Pétur Einarsson leikur Ohar- lie Brown, hinn kostuílegasta persónuleilka, sem í ýmsu hefur lent og elslkar kanónur heitar en annað, sem hönd verðlur á feist. Eitt skemmtilegasta atriði leiks- ins fjallar um viðskipti hans við slíkt vertofæri, sem hann lætur grafa upp á Álftanesi. Pétur hef- ur sjaldan notið sín betur en í þessu hlutverki. Trampe greifa leitour Steindór Hjörleifason. Hólmganga þeirra Jörundar og Trampes er með þvi fárándegasta, sem sést hefur á sviði í langan tíma, og ektoi verð ur annað sagt en Steindór geri sitt besta til að gera algjöran blábjána úr Trampe. Storifara greifanis, Stúdíósus, sem einn íslendinga kann ensku, leilkur Guðmundur Pálsson. Skrifara þennan fær Jörundur til liðsinnis við sig, en hann er ekki allur þar sem hann er séð- ur. Guðmundur gerir minnis- stæða fígúru úr skrifaranum og er túlkun hans með því sterto- asta, sem fram keimur í Þið munið hann Jörund. Gísili Halldórsson leikur Aflex- ander Jones, Skipherra, sem er Matreiðslumenn — Árshntíð Arshátíð Félags matreiðslumanna verður haldin þriðjudaginn 3. mar2 í Skiphóli, Hafnarfirði. Aðgöngumiðar verða afhentir í skrifstofu félagsins að Óðins- götu 7 sunnudag kl. 3—5 og mánudag kl. 3—5. Samkvæmisklæðnaður. SKEMMTINEFND. Hagfræðingur — viðskiptafræðingur Opinber stofnun þarf að ráða hagfræðing eða viðskiptafræðing. Verkefnið er hagfræðilegar rannsóknir og tillögugerð. Starfs- tími áætlast 6—:8 mánuðir. Framtíðarráðning kemur til greina að þessu verkefni loknu. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi starfsreynslu og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist Morgunblaðinu merkt: „2918" fyrir 8. marz 1970 Stúdíósus skrifari (Guðmundur Pálsson) og Jörundur (Helgi Skúla son). einn af þeim fáu í leiknum með fullu viti. Gísli leilkur þennan valdsmann röggsaimllega. Skotann Laddie leikur Guð- mundur Magnússoin; matróis leito ur Harald G. Haraldsson og ís- lienska hnátu Anna Kristín Arn- grímsdóttir. Hinir ungu leikarar standa si;g með prýði í þessum hliutve itouim og. sama er að segja um Helgiu Jómsdóttur, sem er hin dularfulla Dala-Vala, sem mun eiga að tákna íslenáka þjóð og framtíðarvonir hennar. Lífverði Jörundair, Þingeying og Húnvetning, leika Þorsteinn Gunnarsson og Borgar Garðars- son. Lífverðir þessir eru lúsugir, skítugir og heimiskir ains og sú þjóð, sem þeir eru fu'lltrúar fyr- ir hjá Jónasi Árnasyni. Þeir Þor- steimn og Borgar draga síður em svo úr aulasfcap þeirra. Mary, Paddy og. Johnny, sem eru tengiliðux milfli áhorfenda og þess, sem fram fer á sviðinu, og sikeimimta með söng og hljóð- færaslætti, eru leikin -af Eddu Þórarinisdóttur, Troels Bendtsen og Helga Rúnari Einarssyni. Þeir Troels og Helgi eru fyrst og fremist hljóimlistarmenn og söngv arar, en Edda Þóraninsdóttir hefur yfirleitt orð fyrir þeim. Þetta ágæta tríó gefur sýning- unni talsvert gifldi. Leitoimynd Steinþóns Sigurðs- sonar er slkrautleg og viðhafnar- mikil og sama er að segja um búniinga Molfly Kennedy. Dansar eru eftir Lilju Hallgrímjsdóttur. Jón Sigurbjörnsson er leik- stjóri. Hann verður ekki satoað- ut um að hafa í nokkru heft hið gáskafulla leikverto, • ævintýri’ð um Jörund. Jóhann Hjálmarsson. Trampe grcifi (Steindór Hjörlei 'sson), Jones skipherra (Gísli Halldórsson^ og Jörundur hunda ’ngak nungur (Helgi Skúlason)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.