Morgunblaðið - 28.02.1970, Page 10

Morgunblaðið - 28.02.1970, Page 10
IQ MORGUNtBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FBBRÚAR 1970 Kynning frambjóðenda MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til allra frambjóð enda í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík og óskað eftir að þeir svari eftirfarandi spurningu: Á hvaða þáttum borgarmál- efna hafið þér mestan áhuga? Fara svör nokk- urra frambjóðendanna hér á eftir. Gísli Halldórsson arkitekt, Tómasarhaga 31. 55 ára. Maki: Margrét Halldórsson. Vegna þess að atvinnumál borgarbúa eru undirstaðan að vel ferð borgaranna hefi ég ávallt haft mikin áhuga á þeim. Borg- aryfirvöldin verða á hverjum tíma að tryggja eftir því sem haegt er, að allir hafi örugga atvinnu við arðbær störf. Traust atvinnulíf er sá horn- steinn sem við verðum að byggja allar framfarir á. Á undanförnum árum hefur verið unnið margþætt starf að skipulagsmálum höfuðborgarinn- ar, en það er snar þáttur í að tryggja öflugt uppbyggingar- starf í vel skipulagðri borg. Þar hafa verið ákveðin stór land- svæði fyrir iðnað útgerð og verzlun. Þá hefur einnig verið gert ráð fyrir stórum bygging- arsvæðum fyrir íbúðarhverfi, sem á að vera hægt að byggja í samfelldri heild og stuðla þann- ig að lækkun byggingarkostnað ar, sem þegar hefur gefið nokkra raun. Þá hefur borgarstjórn staðið fyrir umfangsmiklum byggingar framkvæmdum til þess að bæta eigið húsnæðí og auka bygging- arstarfsemina. Mikið hefur áunnizt á sviði íþrótta- og æskulýðsmála að und anförnu. Stöðugt hefur verið veitt meira fjármagn til þessara framkvæmda, enda hafa á und- anförnum árum risið upp sund- laugar, íþróttahús og íþróttaleik vangur borgarinnar, til hags- bóta fyrir alla sem íþróttum unna. Einnig hafa Í.B.R. og íþrótta- félögin verið styrkt, svo starf- semin gæti vaxið og dafnað æsk unni til heilla. Þótt vel hafi miðað á mörgum sviðum, eru enn mörg verkefni sem bíða, en það hefur verið sér stök ánægja að vinna að fram- gangi mála í samvinnu við aðra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sins. Guðjón Sv. Sigurðsson iðnverkamaður, Grimshaga' 8. 44 ára. Maki: Valdís S. Daníelsdóttir. Sá þáttur borgarmálefna, sem mér kemur fyrst í hug, er at- vinnumál. Fyrir 3 árum gerðist það, að mörg hundruð karla og kvenna voru skráð atvinnu- laus hér í Reykjavík, og reynd- ar víðar. Hafði þetta ekki gerzt síðan á kreppuárunum svo- nefndu. Stofnuð var atvinnu- málanefnd ríkisins, sem úthlut- aði stórfé til atvinnuaukningar í landinu. Þá gerðist það, sem svo oft hefur gerzt, að Reykvíking- ar voru settir skör lægra en aðrir landsmenn við úthlutun fjárins. Reykjavík (40% allrar þjóðarinnar) fékk 80 millj. króna en Norðurland (15% allr- ar þjóðarinnar) fékk 164 millj. króna, — en atvinnuleysið hef- ur alltaf verið mest í Reykja- vík. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem Reykjavík hefur far- ið varhluta af fyrirgreiðslu rík- isvaldsins varðandi atvinnumál, fjármál og fl. Alkunna er að at- vinnufyrirtæki í Reykjavík eru sniðgengin af lánastofnunum á meðan dreifbýlisfyrirtæki fá allt það fjármagn, sem þau þurfa. Atvinnufyrirtæki hafa verið flutt úr borginni út á land vegna þess arna og all- mörg fiskiskip hafa verið seld úr borginni með aðstoð atvinnu- jöfnunarsjóðs, en hann var bein- línis stofnaður með það fyrir augum, að ausa fé í dreifbýlis- fyrirtæki, jafnvel þó enginn rekstrargrundvöllur væri fyrir- sjáanlegur. Rafmagnsverð til Reykvík- inga hefur verið hækkað til þess að dreifbýlið fengi ódýrara rafmagn og Reykvikingar hafa i engu fengið að njóta þess, að hagkvæmara er að búa fleiri saman. Sementsverksmiðjan var stað- sett á Akranesi, þó 80% af sem- entinu sé og hafi verið notað í Reykjavík. En það er næstum eins dýrt að flytja sementið frá Akranesi hingað og frá Dan- mörku. Með framangreint í huga, er það, frá mínum bæjardyrum séð, fyrsta boðorð næstu borgar- stjórnar, að halda fast á rétti Reykvíkinga gagnvart ríkis- valdinu atvinnulega og fjár- málalega og koma hinum 12 þingmönnum Reykjavíkur í skilning um það, að þeir eiga að vera fulltrúar Reykvíkinga á Alþingi og gæta hagsmuna þeirra, en ekki leika landsföður hlutverk f dreifbýlisævintýrum. Guðjón Tómasson hagræðingarráðunautur Miðtúni 86. 28 ára. Maki: Þuríður Gísladóttir. I Ijósi þess, að undirstaða hagsældar og góðrar lífsafkomu borgaranna, er að í sérhverju bæjar- og sveitarfélagi þróast öfl ugt atvinnulíf. Beinist því hugur minn mjög að öllum þáttum, sem varða samkeppnishæfni atvinnu veganna, svo sem skipulagsmál- um, mannaflamálum, starfs- menntunarmálum, skattamálum og verðlagsmálum, því allir þess- ir þættir geta ráðið miklu um hvernig til tekst við eflingu framleiðninnar innan einhvers atvinnuvegar. Starfsmenntunin mun þó ætíð verða sá þáttur, sem hvað mest áhrif hefur á framleiðni at- vinnuveganna, og er þv! hvergi nægjanlegt að hver starfsfús hönd hafi eitthvað að starfa, heldur er jafnframt knýjandi að hún hljóti til þess rétta mennt- un og þjálfun. Það er þvf skoðun mfn að brýna nauðsyn beri til þess að ungu fólki sé gefinn kostur á að menntast og þroskast við op- ið skólakerfi, sem uppfylli með- al annars eftirfarandi: A. Að það fullnægi þörfum atvinnulífsins fyrir úrvals vinnuafl. B. Að það hagnýti undir- stöðumenntun hvers nemanda, þannig að námstíminn verði eigi óhóflega langur. C. Að það veitti hverjum þegn tækifæri til framhaldsnáms, þannig að hann geti fundið fyll- ingu í starfi sfnu. Það er þó hvergi nærri nægj- anlegt að starfsmenntunin nái aðeins til yngri borgaranna, heldur ber einnig að leggja á það ríka áherzlu f þjóðfélagi sf- vaxandi tækniþróunar að menntakerfið hafi ætfð opið rúm fyrir öfluga viðhaldsmenntun og starfsþjálfun. Guðmundur Gíslason bankafulltrúi, Reynimel 80. 29 ára. Maki: Erla Sigurjónsdóttir. Það sem ég hef mestan áhuga á af borgarmálum líðandi stund- ar eru einkum heilbrigðis- og íþróttamál því þótt mikið hafi áunnizt í þessum málum finnst mér, að margt sé enn ógert í þessum efnum. önnur mál svo sem gatnagerð- armálin og bygging íbúðarhúsa á höfuðborgarsvæðinu eru einn- ig mál sem sérhver borgarbúi hlýtur að hafa áhuga á, því öll viljum við hafa borg okkar feg- urri og hreinni en aðrar borgir sem við sjáum. Hvað viðvíkur húsbyggingarmálum borgarbúa beinist áhugi minn einkum að því, hvað stjórnarvöld borgar- innar gætu gert til að létta hús- byggjendum þá miklu byrði sem húsbyggingu fylgja, einkum þar sem lítill hluti kostnaðarverðs hússins fæst nú á viðráðanleg- um lánakjörum. Þetta er málefni sem varðar alla, þó einkum yngri kynslóðina, því alltaf stækkar borgin og meira hús- næðis verður þörf. Guðmundur Guðmundsson forstjóri, Víðivöllum v/Baðdurshaga. 59 ára. Maki: Ólafía Ólafsdóttir. Atvinnuháttum mikils hluta borgarbúa er þannig háttað, að þeir eru kyrrsetumenn og hafa ekki aðstöðu til að hreyfa sig nægilega í starfi. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki góð áhrif á heilsufar þeirra, þrek og lífs- fjör. Til þess að vega á móti þessu tel ég nauðsynlegt að efla almennan áhuga meðal borgara Reykjavíkur á heilsurækt, útivist og hreyfingu. Með skipulagningu gangstíga, opinna svæða, gróðurlunda og leikvanga getur borgin stuðlað að réttu umhverfi fyrir útivist Reykvíkinga. Með aukinni áherzlu á íþróttir, einkum göng- ur, hlaup, hjólreiðar, sund, skfða- og skautaferðir, í skólun- um getur borgin einnig stuðlað að auknum áhuga á útivist og heilsurækt. Eitt veigamesta verkefni Reykjavíkurborgar á þessum tfmamótum inngöngu okkar f EFTA, Fríverzlunarbandalagið, er uppbygging atvinnuveganna. Reykjavík er háborg íslenzks iðnaðar og kemur til með að hýsa töluvert af þeim iðnaði, sem allir eru sammála um, að rísa þurfi hér á landi á næstu árum. Borgin getur á ýmsan hátt stuðlað að þessari uppbyggingu, bæði beint og óbeint. Hún á að geta boðið upp á nægar bygg- ingalóðir fyrir atvinnurekstur og fullkomna þjónustu í sam- bandi við þær. Hún getur líka hagað álagningu gjalda á þann hátt, að reykvísk fyrirtæki séu vel samkeppnishæf og hafi að- stöðu til að eflast til nýrrar framfarasóknar á gömlum og nýjum sviðum. Margt fleira get- ur hún gert til að búa i hag- inn fyrir þróttmikla atvinnuvegi. Og með þessu leysir hún að mín- um dómi bezt eitt af mikilvæg- ustu verkefnum sfnum, — að tryggja borgarbúum næga at- vinnu. Gunnar Helgason erindreki, Efstasundi 7. 44 ára. Maki: Sigrlður Pálmadóttir. Verkefni þau er borgarstjórn fjallar um eru mjög fjölþætt og ákvarðanir sem þar eru teknar skipta oft miklu máli varðandi hagsmuni borgaranna. Borgar- fulltrúar mega helzt ekki, að mfnu áliti, hafa svo mikinn áhuga á einhverjum sérstökum málum, að þeir gleymi öðrum, heldur ein- beita sér að úrlausn þeirra atriða, sem mest eru aðkallandi á hverjum tíma. Það sem ég tel, að skipti mestu máli nú fyrir Reykvík- inga er að efla atvinnurekst- urinn í borginni og skapa með því atvinnuöryggi og bætt kjör borgarbúa. 1 því sambandi skiptir miklu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.