Morgunblaðið - 28.02.1970, Síða 18

Morgunblaðið - 28.02.1970, Síða 18
18 MORtrUN'B'L.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1970 Félagslundur - sem varðar hvern mann — eftir Aðalstein Steindórsson, umsjónarmann kirkjugarða í ÖLLUM stærri bæjar- og sveitarfélögum eru almennings- garðar. Flestum er ljóst þáttur þeirra í menningarþjóðfélagi. Hér hafa margir lagt hönd að, sem borið hafa virðingu fyrir mold og gróðri. Launin hafa ver ið greidd með góðum árangri, oft við erfið skilyrði. Áhugi fyrir ræktun og gróð- urvemd fer vaxandi svo sem kunnugt er, fjöldi einkagarða prýða borg og byggð. Nú er svo komið, að ekki þykir íbúðarhús fullbúið fyrr en lóð er frágengin. Þó vantar enn á að umgengni við eigin !hús og mannvirki í al- menningseign, svo sem kirkju- garða og skóla, séu í því ástandi að sómi sé að, svo að ekki verði meira sagt. Með elztu görðum á íslandi eru kirkjugarðarnir. í mörgum byggðarlögum voru þeir einu reitirnir, sem girtir voru fyrir ágangi búfjár. Vörnin um þá var gerð úr landinu sjálfu, torfi og grjóti, snoturlega hlaðin. Þeir voru slegnir og hirtir (og enn er sú garðmenning í fullu gildi). Hlutverk kirkjugarðanna hefur ekki breytzt. Þegar gerður er samanburður á hirðu og íburði í kirkjugörð- um og almenningsgörðum verð- ur hlutur kirkjugarðanna lítill. Óneitanlega vekur það furðu, af hverju ekki er betur að þeim búið og hlúð en gert er, víðast hvar. Einn kennir öðrum um deyfð og drunga. Eitt er víst að ekki er hægt að kenna lög- gjafanum hér um, þar sem nú- gildandi lög um kirkjugarða sjá þeim fyrir vernd og þörfum, ef eftir þeim er farið. Á síðustu árum hafa kirkju- garðarnir fengið nokkur afskipti af garðarkitektum, einnig hafa garðyrkjuverktakar tekið að sér verk við garðana. Vegna fjar- lægða hafa það eingöngu verið stærri verk, svo sem viðaukar og nýbyggingar. Enn verður bið á að þeir geti tekið að sér al- menna hirðu við garðana á með an framkvæmdir og hirða eru ekki samræmdar t.d. innan eins og tveggja prófastsdæma. Fyrr meir beittu búnaðarsam- tökin sér fyrir ráðningu „jarða- bótamanna”, sem fóru bæ frá bæ og unnu að túnsléttun o.fl. Með aukinni tækni og fjármagni breyttust ræktunarhættir sem kunnugt er. Eigi að siður eru gömlu „jarðabótamennirnir” fægður hlekkur í búnaðarsög- unni. Víða um land eru kirkju- garðarnir á svipuðu stigi og tún ræktin var þegar „jarðabóta- mennirnir” hófust handa. Þess vegna vaknar sú spuming, hvort ekki megi reyna svipaða þjónustu við kirkjugarðana. Eins og til var ætlast, með til- komu núgildandi kirkjugarða laga, hefur fjárhagur þeirra batnað til muna frá því sem áð- ur var. Allflestir garðaðr geta greitt töluvera fjárhæð fyrir veitta þjónustu. Safnaðarmenn, sem greiða til garðanna ætlast vissulega til, að það fé sé ár- lega nýtt. Það er því misskiln- ingur, að dyggð fylgi digrum sjóð, á meðan kirkjugarðurnin er sveitarfélaginu til vansæmd- ar. Árið 1963 tóku ný lög um kirkjugarða gildi. Þau voru sér prentuð og send sóknarnefndar formönnum. Ég mun rifja upp ýmsar greinar þeirra, sem nauð- synlegt er a hafa í huga, þegar rætt er umkirkjugarðsmálin. í 4. gr. segir: „Skipulagsnefnd kirkjugarða hefur yfirumsjón með kirkjugörðum landsins svo sem nánar er ákveðið í lögum þessum. í henni eigi sæti biskup íslands, húsameistari ríkisins og þjóðminjavörður, einn maður kosinn af kirkjuþingi og annar af Safnaðarráði Reykjavíkurpró fastsdæmis, báðir kosnir til 6 ára í senn. Nefndin ræður umsjónarmann kirkjugarða og setur honum starfsreglur o.s.frv.” Það má því ljóst vera, að sóknarnefnd ber að snúa sér til Skipulagsnefndar kirkjugarða með þau mál, sem ágreiningur er um og ekki fæst úr skorið í samráði við umsjónarmann kirkjugarða. í 6. gr. segir: „Kirkjugarðarn- ir skulu girtir smekklegri, fjár- heldri girðingu með vönduðu heldri girðingu með vönduðu sáluhliði, grind á hjörum og læs ingu. Þegar girða þarf kirkju- garð, skal leita um það tillagna umsjónarmanns kirkjugarða. Að fengnum þessum tillögum gerir safnaðarfundur eða kirkjugarðs- stjórn, ef fleiri söfnuðir en einn eiga í hlut, ályktun um gerð girðingarinnar. Náist eigi sam- komulag um hana við um- sjónarmann kirkjugarða, ræður úrskurður skipulagsnefndar kirkjugarða.” Aðkoma að kirkju og garði eru fyrstu áhrif, sem komumað- ur fær. Þess vegna er það ekki þýðingarlítið að umhverfi kirkjugarðsins sé allt við hans hæfi, svo sem heimreið, bílastæði og mannvirki í næsta nágrenni. Þegar ferðast er um landið og litið er til býla og staða, vekur það eftirtekt hve lítil áherzla hefur verið lögð á, að akbraut liggi á þann veg að komumað- ur fái strax þá mynd af staðnum sem fegurst er. Þegar velja á vörn (girðingu) um kirkjugarð, er það ekki nóg að hún sé fjárheld, hún verður að skapa kirju og garði sterk- an ramma og bera þann blæ að hún sé vörn um annað og meira en venjulegan matjurtargarð. ísland er ríkt af hleðslugrjóti í ýmsum formum, útlendingar sem til landsins koma dáðst að fjölbreytni þess. Reykjavíkur- borg hefur þegar sýnt ýmis af- brygði af hleðslu, í nánum tengslum við gróður og friðlýst svæði. Kirkjugarðarnir hafa not ið hleðslunnar. Enn er hún í fullu gildi, eða hver vill til dæm is breyta vöm um kirkjugarð- ana á Skarði í Landssveit og Kotströnd í Ölfusi? Ef hleðslu- veggur er vel undirbyggður og halðinn, er viðhald hans hverf- andi lítið. Með árunum með hjálp veðrunar og gróðurs (skófa) verður hleðslan fallegri án aðgerða mannhanda. Um gerð sáluhliðs gilda svip- aðar reglur og um varnir að kirkjulóð og grafreitum. Öllum er ljóst, að auðveldara er að verja og hirða kirkjulóð og grafreit, þar sem svo til háttar, Sáluhlið Gaulverjabæjarkirkju. Hliðið teiknaði Páll Guð- mundsson, bóndi að Baugsstöðum Vel hlaðinn steinveggur um kirkjugarðinn í Laufási en þegar þeim er skipt, oft með töluverðri fjarlægð. Reynslan hefur sýnt, ef hirðan er léleg á kirkjugarði er hún enn verri, þar sem grafreitur hefur verið tekinn í notkun að auki. Þess vegna er það ekki þýðingarlítið, hvernig sem á er litið, að halda þeim í fastri tengingu, kirkju og grafreit. Gangstétt frá sáluhliði að kirkjudyrum er oft eina gatan í kirkjugarðinum, sem gerð er úr varanlegu efni. Ef hún er steypt í einu lagi, er hún blind og ólífræn. Þar sem náttúrugerð ar hellur eru tiltækar, er hægt Aðalsteinn Steindórsson að leggja þær í steypu á lífleg- an og snyrtilegan hátt. Ef not- aðar eru verksmiðjusteypt- ar hellur er einnig hægt að ráða þeim niður með ýmsu móti, svo að þær gefi hlýrri blæ en ella. Gangstétt meðfram kirkjuveggj- um gefur kirkju æskilegan ramma innan garðs og tengir betur kirkju og garð. Aðrar göt ur kirkjugarðsins t.d. þær er skipta legstöðum í legstaðasam- stæður, eru gerðar á svipaðan hátt, að því undanskildu að gras götur geta verið afmarkaðar með kantsteini. f 9. gr. k. 1. segir: „Kirkju- garðsstjórn heldur legstaðaskrá í því formi sem Skipulagsnefnd kirkjugarða ákveður. Þar skal rita nöfn, stöðu, heimili, aldrur, greftunardag og grafarnúmer þeirra, sem jarðsettir eru, jafn- óðum og greftrað er, ennfremur nöfn þeirra, er fyrr hafa verið jarðsettir í garðinum, ef leiði þeirra þekkjast. Uppdráttur af kirkjugarðinum fylgi hverri leg staðaskrá, og séu mörkuð á hann leiði allra þeirra er standa í skránni.” Þær athuganir, sem ég gerði á fyrstu ferðum mínum til kirkjugarða, leiddu í ljós, að flestir þeirra voru ómerktir, það er að segja, að hvorki var til legstaðaskrá eða uppdráttur. Að lokinni jarðaför var það minnis- atriði, hvar hver og einn liggur í kirkjugarðinum. (sjá 15. gr. k.l.) Fyrrverandi umsjónarmaður kirkjugarða lét prenta legstaða- skrárform. Hann reyndi vissu- lega til þess að fá forráðarmenn kirkjugarða til þess að hagnýta sér það. Margar sóknarnefndir eiga þessi legstaðaskrárform, en alltof víða liggja þau ófærð. Hin síðari ár hefur nokkur breyting arðið til batnaðar, þar sem vax- andi skilningur er á því sögu- lega gildi og sjálfsögðu reglu, sem rétt færð legstaðaskrá og uppdráttur eru fyrir kirkjugerð inn. Til þess að aðvelda merk- ingu kirkjugarðanna, þurfa sóknarnefndir að eiga tölusetta hæla tiltæka, er gest ber að garði, sem telur sig þekkja gam- alt leiði, sem áður var ómerkt. í 10. gr. segir: „Kirkjugarðs- stjórnum ber að sjá um að greftri sé hagað skipulega og samkvæmt uppdrætti, enda ó- heimilt að taka gröf annars stað ar en þar, sem hún leyfir eða umboðsmaður hennar.” í 18. gr. segir: „Kirkjugarðs- stjórn er heimilt að ráða sér- stakan kirkjugarðsvörð svo og framkvæmdarstjóra, er hafi á hendi umsjón og eftirlit samkv. erindisbréfi, sem kirkjugarðs- stjórnin gefur þar um. Kirkju- garðsstjóm getur falið kirkju- garðsverði að taka allar grafir í garðinum gegn ákveðnu gjaldi svo og árlegt viðhald legstaða fyrir þá, er þess óska, samkv. gjaldskrá, er hún setur.” Til þess að gera gæzlu kirkju garðs auðveldari, ber sókn- arnefnd eða kirkjugarðsstjórn að ráða garðsstjóra, sem sér um og gætir réttar kirkjugarðsins. T.d. sést það alltof víða, að graf ir hafa ekki verið teknar samkv. skipulögðum línum legstaða og gatna. Sama er að segja um upp setningu minnismerkja, einnig gróður á legstöðum. í 15. gr. segir: „öll leiði í kirkjugarði, sem þekkt eru, skulu aðkennd með tölumerki, er samsvarar tölu þeirra í leg- staðaskrá. Sá er setja vill minn- ismerki á leiði, skal fá til þess leyfi kirkjugarðsstjórnar, sem ber að sjá um, að minnismerkið sé traust og fari vel. Eigi má setja girðingar úr steini, málmi eða timbri um einstök leiða eða fjölskildugrafreiti. Eigi má gera grafhýsi í kirkjugarði. Ágrein- ingi um þessi atriði má skjóta til skipulagsnefndar kirkjugarða.” Við val og uppsetningu á minnismerkjum verður að varast tildur og tilgerðarlegt gervi- skraut. Litað ópalgler hæfir ekki grófu veðurfari, þegar völ er á harðgerðum bergtegundum í ýmsum formum. Nú er svo kom ið, að flestir gera sér grein fyrir því, að minnismerkin eiga að vera einföld í sniðum og traust að gerð. Stærðin gerir minnis- merkið ekki fagurt, heldur gerð, efni þess og vinna. Vanda verð- ur til undirstöðu minnismerkja, snúin og höll setja þau óhirðu- svip á kirkjugarðinn. Einnig á að lyfta fornum hellum úr jörð, en á þeim er oft listilega gerð grafskrift og söguleg. Ljóst er að steypuþrær um leiði, eru hvorki fyrir augað, eða til góðra nota. Þær safna snjó og klaka. Þegar jörð þiðn- ar sígur vatn niður í gröfina. Einnig eru þær erfiðar í um- hirðu. Oft hefur smíði og stað- setningu þeirra verið ábótavant. Sprungur og hallandi þrær gefa til kynna, að hlutaðeigandi á að fjarlæga þær og fegra með því heildarsvip kirkjugarðsins. í stað leiðisgirðinga er hægt að gróðursetja plöntur, sem hægt er að klippa í lágvaxið „hekk”, sem myndar ólíkt hlýrri faðm um legstaðinn en steypuveggur. f 16. gr. k.l. segir meðal ann- ars: „Vanræki hlutaðeigendur að hirða sómasamlega um gróð- ur á leiði, skal kirkjugarðs stjórn láta þekja og hreinsa leið ið á kostnað þeirra eða kirkju- garðsins.” Ekki þurfa margir legstaðir að vera illa hirtir, til þess að setja óhirðusvip á allan kirkju- garðinn. Það hafa forráðamenn garða tjáð mér, að erfitt sé að fá einstaklinga til þess að líta á kirkjugarðinn sem eina heild. Framkvæmdir á legstað eru til- finningamál og vandmeðfarin, þar sem smekkur og hirða hvers og eins er misjöfn, er skiljan- legur sá vandi, sem kirkjugarðs stjórnir eiga við að glíma, sér- staklega í litlum kirkjugörðum. Samkv. núgildandi k.l. ber hlut- aðeingendum legstaða að leggja sitt af mörkum til að gera heild arsvip sóknarkirkjugarðsins betri. Yfir heildina séð er gróður- farið verra innan kirkjugarðs en utan, víðast hvar, sem bygg- ist meðal annars á því, að eig- endur leiða hafa komið með plöntur, sem með tíð og tíma hafa orðið sem illgresi vegna slæmrar hirðu og vaxtarskil- yrða. Ei~)ig hefur verið gert of mikið að því að gróðursetja stórgerðar plöntur fast fyrir framan minnismerkið, með þeim áranigri að plantan hefur hulið grafskriftina. Undanfarin ár hef ur töluvert borið á því að gervi blómum hefur verið stungið nið- ur í leiði. Eins og það er sjálf- sagt að minnast látinna vina á afmælis og hátíðisdögum, með Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.