Morgunblaðið - 04.03.1970, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1970
*
MAGIMÚSAR
4kipholh21 símar21190
eftir lokun >lmt 40381
WfílflDIR
BILALEIGA
HVERFISGÖTU 103
VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW9manna-Landrover 7manna
Okukennsln
GUÐJÓN HANSSON
Súni 34716.
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8. — Sími 11171.
Jón Finnsson
hæstaréttarlögmaður
Sölvhóisgötu 4, 3. hæð
(Sambandshúsið).
Málflutningur - lögfræðistörf.
Simar 23338 og 12343.
Til söln
21 lesta, 18 lesta. 12 lesta,
10 lesta og 8 iesta fiskibátar.
FISKISKIP -
FISKIBÁTAR
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Austurstræti 10 A.
Simi 26560, kvöldsimi 13742.
FYRSTA FLOKKS FRÁ FONIX
SlMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10
Þrýstid á hnapp og gleymið svo upp-
þvottinum.
Centri-Matic
sér um hann, algerlega sjálfvirkt, og
(afsakiðl) betur en bezta húsmóðir.
# Tekur inn heitt eða kolt vatn
# Skolar, hitar, þvær og þurrkar
# Vönduð yzt sem innst: nylonhúðuð
utan, úr ryðfríu stáli að innan
# Frístandandi eða til innbyggingar
# LáMaus, stílhrein, glæsileg.
0 Eru skyldusparnaðar-
greiðendur raunveru-
Lega „fjárráða"?
„Ein í neyð” skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég var að lesa um daginn í
dálknum hjá þér bréf frá einni,
sem ekki hefur efni á að spara,
og er ég henni hjartanlega sam-
mála. Þetta er svo mikil ósvííni,
hvernig farið er með okkur, sem
erum á skyldusparnaðarárunum,
ógift en fjárráða.
Hver er annars önnur merk-
ing í orðinu „fjárráða”, ef ekki
að ráða sínum fjármákim sjálf-
ur? Mér finnst það þvert ofan
í þá merkingu, þegar ríkisvaldið
leyfir sér að halda fyrir manni
tugþúsundum króna, hversu mjög
sem maður þarf á þeim
peningum að halda og fær ekki
með nokkru móti að taka út,
fyrr en máður er orðinn 26 ára,
nema með giftingu.
0 Hemill á sjálfsbjargar-
viðleitni
Ég er ógift og ekki i giftingar
hugleiðingum, en á von á barni,
en það var kannski aldrei
reiknað með þvi, að svoleiðis
gæti gerzt innan 26 ára
aldurs, og þar að auki er ég
atvinnulaus. Þótt ekki væri hjá
því komizt, að ég væri upp á
aðra komin að nokkru leyti, þá
langaði mig þó að reyna að sýna
svolitla sjálfsbjargarviðleitni,
svo að ég gekk frá manni til
manns með að fá greitt út það
fé, sem ég átti inni hjá ríkinu,
þvi að mér þykir leiðinlegt að
biðja fólk um að gefa mér. En
það var sama svarið hjá öllum
þessum aðilum, alveg útilokað
að fá sparimerki greidd út, en
hins vegar gæti ég fengið undan
þágu framvegis með að meira
yrði tekið frá mér.
Mér er spurn, er þetta ekki
til að drepa niður alla sjálfs-
bjargarviðleitni ungs fólks? Ég
reyndi allt, sem ég gat, með að
hjálpa mér sjálf, en mér var
neitað um það, svo endirinn varð
sá að ég hef orðið að þiggja
frá góðum vinum, og verð að
gera, þangað til ég verð vinnu-
fær aftur.
Ef þéssi lög eru leifar frá
„vinstri stjórn", er þá ekki kom-
inn tími til, að þessi ríkisstjórn
fari að breyta svolítið til?
Ein 1 neyð”.
0 Má hafa rangt fyrir
börnum?
Eiríkur Stefánsson skrifar:
„Velvakandi góður!
Pistiliinn hennar Jónu Jóns,
sem birtist í dálkum þínum laug
ardaginn 21. febr., kemur mér til
að senda þér línu. Ég get sagt,
eins og hún, að ég hafi ekki
skrifað þér fyrr. Jú, reyndar hef
ég einu sinni sent þér smáklausu,
en hún kom ekki í dálkum þín-
um. Þú getur því tæplega verið
þreyttur á skrifum frá mér.
Mér finnst margt að athuga
við skrif Jónu. Hún byrjar á því
að hreyta ónotum í „Kennara”
fyrir það, að hann finnur að
gölluðu ljóði, sem sungið hafði
verið í barnatíma sjónvarpsins.
Reyndar viðurkennir hún, að
það kunni að hafa verið rangt
ort bragfræðilega, en finnst það
litið gera tU, þar sema þessi timi
sé ætlaður litlum börnum, sem
ekki hafi „mikið vit á bragfræði
legum reglum”.
Það er nú svo. Er hún alveg
viss um aldur, eða öllu heldur
þroska, þeirra barna, sem sitja
við sjónvarpið 1 barnatímunum?
Annars kom mér 1 hug þessi
spurning við lesturinn: Gerir
það ef tii vill ekkert til, þótt
talað sé rangt og bjagað mál
við börn, meðan þau hafa ekki
vit til að greina á milli þess,
sem rétt er og rangt í þessum
efnum?
„Því læra börnin málið, aðþað
er fyrir þeim haft”.
Jóna spyr, hvort Kristln hefði
heldur átt að syngja á ensku.
Hver var að tala um það? Var
það svo knýjandi nauðsyn að
syngja þetta lag, að fremur yrði
að nota enskan texta en sleppa
söngnum, ef ekki fékkst nothæf-
ur, íslenzkur texti?
0 Hver ber ábyrgðina,
kennarar eða
foreldrar?
Þá víkur Jóna máli sínu að
skólunum og kennurunum, og fá
þeir heldur betur „til tevatnsins”
hjá henni. Hún talar aí reynslu,
þar sem hún er bæði móðir og
amma. Það er þá ekki ólíkt á
komið með okkur. Ég er nefni-
lega bæði faðir og afi, en auk
þess hef ég verið barnakennari
í meira en 30 ár. Nú minnist
hún á þágufallsvilluna alkunnu,
og hafi hún þökk fyrir það. En
mér skilst helzt, að það sé skoð-
un hennar, að börnin venjist
einkum á þessa villu eftir að
þau koma í skóla. í það minnsta
sé það ekki ofverkið kennara
að venja þau af slíku.
En lengra er gengið, þvi að
síðar í greininni stendur: „Kenn
arar bera skilyrðislaust ábyrgð
á börnum okkar að flestu leyti
KAUPMAN NASAMTÖK
ÍSLANDS
Aðalfundur
Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn
fimmtudaginn 12. marz nk. og hefst kl. 10
f.h. í Þjóðleikhúskjallaranum.
Síjórn Kaupmannasamtakanna.
eftir að við verðum að láta þau
frá okkur í skóla aðeins sjö
ára gömul”.
Ekki eru nú kröfurnar smáar.
En á hverju eru þær reistar?
Sjö ára börn eru 2 til 3 tíma
í skóla daglega þann tíma árs-
ins, sem skóli starfar. Þar frá
dragast auðvitað allir sunnudag-
ar og mjög margir aðrir frídag-
ar. Þessi tími lengist með vax-
andi aldri, en í barnaskólunum
fer hann ekki yfir Vi sólarhrings
ins. Og svo eiga kennarar skil-
yrðislaust að bera ábyrgð á böm
unum að flestu leyti eftir að for
eldrar verða (þ.e. neyðast til)
að láta þau frá sér í skóla.
0 Misheppnuð fyndni?
Þetta er með þeim hætti fram
sett, að mér dettur jafnvel í hug,
að það sé misheppnuð fyndni.
Ef allir foreldrar gerðu þessar
kröfur til kennara í alvöru,
mundu þeir (kennararnir) senni
lega allir segja upp stöðum sín-
um.
0 Þágufallsvillur
En víkjum aðeins aftur að
þágufallsvillunum. Skyldi Jónu,
sem bæði er móðir og amma,
virkilega hafa tekizt það, (ef
börnin eru alin upp hér í fjöl-
menninu), að koma í veg fyrir,
að þau vendust á þessa villu,
áður en þau fóru 1 skóla? Á
mlnu heimili eru fimm börn á
ýmsum aldri. Ekki hafa aðrir
fullorðnir verið á heimilinu en
foreldrar þeirra og ég (afinn),
og ekkert okkar er haldið þess-
ari villu. Engu að síður hafa
þau öll orðið villunni að bráð,
ef svo má að orði komast, áð-
ur en þau fóru í skóla. Mikið
hefur verið reynt til að upp-
ræta þessa málvillu hjá þeim, en
ekki tekizt að fullu. Ef Jóna
Jóns kann eitthvert gott ráð til
þess að venja börn af þágufalls-
villunni, þyrfti hún að kenna
okkur hinum. En það virðist
sannast hér eins og víðar, að
„auðlærð er ill danska", og einn-
ig, að barnsvaninn er ríkur.
0 Ekki er námsbóka-
gjaldið hátt
Það, sem Jóna hefur að segja
um námsbækur skólanna, virðist
mér ekki koma beint við öðru
efni greinar hennar. Líklega er
hún aðeins að grípa tækifærið
til að koma þessu áhugaefni sínu
á framfæri. Ekki ætla ég að svara
fyrir þá, sem þar eiga hlut að
máli, — vil þó minna á það,
að þeir, sem eiga börn í skóla á
stigi skyldunámsins, fá mestan
hluta bókanna fyrir námsgjald-
ið, sem varla getur talizt hátt.
0 Skemmtun og
menntun
Jóna Jóns lýkur máli sínu með
nokkrum hlýlegum orðum til
Kristínar Ólafsdóttur fyrir störf
hennar við sjónvarpið. Ég vil
Stærsta ogútbreiddasta
dagblaöiö
Bezta augiýsingabiaðið
taka undir þau. Hún segir, að
Kristín sé ekki ráðin til þess að
kenna börnunum, heldur til að
skemmta þeim. Ég dreg það nú
í efa, að Jóna hafi kynnt sér
ráðningarsamning sjónvarpsins
við Kristinu. Mér er hann ókunn-
ur og get því litið sagt um þetta.
Og ekki minoist ég þess, að ég
hafi nokkru sinni heyrt þá grein
gerða fyrir tilgangi sjónvarpsins.
með barnatímunum, að þeir eigi
eingöngu að vera til skemmt-
unar. En sé svo, þá er sannar-
lega ekki sama, hvað valið er til
þeirrar skemmtunar. Er þá kom-
ið að því, sem mér finnst eðli-
legt, að fólk almennt geti orð-
ið sammála um.
Sé það rétt og sjálfsagt að
gera miklar kröfur til kennara,
— og auðvitað er það rétt, þótt
kröfurnar verði hins vegar að
vera reistar á sanngirni, — þá
er svo sannarlega ekki síður á-
stæða til og þörf á að krefjast
mikils af sjónvarpinu, sem að
líkindum er sá uppeldisaðili, er
nú hefur mest áhrif á uppvax-
andi, islenzka þjóð.
Eirikur Stefánsson,
Karfavogi 32“.
0 Leiðréttingar
Á laugardaginn var vantaði
spurningarmerki aftan við síð-
ustu millifyrirsögnina í dálkum
Velvakanda. Rétt átti fyrirsögn-
in að vera svona: Vill fólk fá
hlutabréf í happdrættisvinn-
inga?
1 dálkum Velvakanda síðast-
liðinn sunnudag voru ýmsar vill
ur. Standa átti 1 millifyrirsögn
„bókmenntagæjarnir spæla hver
annan í imbakössunum”, en ekki
„hvern annan”. í fyrstu máls-
grein i þriðja dálki vantaði orð-
ið „ekki”, og breytti það að sjálf
sögðu merkingu setningarinnar.
Hún átti að hljóða svo: „Þótt
það komi þessu máli ekki
við,.. .”.
Þá hefur „kennari” kvartað
undan því, að tilvitnunarmerki,
(„gæsalappir”) séu flestar öfug-
snúnar í prentun á bréfi sínu.
t lok tilvitnunar eigi þær að
snúa frá, en ekki að, undan-
farandi lesmáli.
0 Ekki er hægt að birta
allt
Vegna þess, sem Eiríkur segir
í fyrstu málsgreininni, vill Vel-
vakandi taka fram, að þvl mið-
ur er útilokað fyrir hann að
birta öll bréf, sem til hans ber-
ast. Til þess eru þau alltof
mörg. Velvakandi verður því að
velja og hafna, sem aldrei get-
ur orðið vinsælt verk. — Ekki
er því að neita, að bréf, sem eru
snyrtilega vélrituð eða fallega
skrifuð með breiðum spássíum
og drjúgu bili á milli lína,
ganga að öðru jöfnu fyrir um
birtingu; fjalli þau á annað borð
um áhugavert málefni; því að
þau er mun auðveldara að búa
undir prentun en hin, sem verð-
ur að rita á nýjan leik.
Velvakanda berast mörg bréf á
degi hverjum, en yfirleitt er
ekki hægt að birta nema þrjú í
hverju Morgunblaði, í mesta
lagi úrdrátt úr fimm. Þess vegna
skyldi en.ginn örvænta um birt-
ingu síns bréfs, þótt það komi
ekki á prent eins og skot.
Til þess að valda ekki mis-
skilningi, skal tekið fram, að
bréf Eiríks e'r vel vélritað með
drjúgu lín.ubili, en spássían hefði
mátt vera breiðari, þótt ekki
væri í þessu tilviki nein þörf á
að nota hana fyrir leiðréttingar.
Rösk stúlka
ekki yngri en 25 ára óskast til starfa í verksmiðju nálægt
Hlemm.
Umsókn ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist afgr. Mbl.
fyrir föstudag merkt: „Hreinlæti — Framtíð — 2520".