Morgunblaðið - 04.03.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1970, Blaðsíða 12
r 12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4, MARZ 1970 MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til allra frambjóð enda í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík og óskað eftir að þeir svari eftirfarandi spurningu: A hvaða þáttum borgarmál- efna hafið þér mestan áhuga? Fara svör nokk- urra - frambjóðendanna hér á eftir. Ólafur H. Einarsson gagnfræðaskólakennari, Ljósvallagötu 8. 61 árs. Maki: Gréta S. Guðjóns- dóttir. Ég tel mér fátt óviðkomandi í fæðingarborg minni. Mér þyk- ir vænt um hana og þá, sem hana byggja. Sem kennara, eru mér þó skólamál hennar hugstæðust. Hér átti ég mína skólagöngu. Hér hafa börn mín gengið í skóla. Hér hef ég um aldar- fjórðungsskeið átt nokkurn þátt í skólauppeldi allmargra barna samborgara minna. — Og nú er ég í síauknum mæli tekinn að kenna börnum minna elztu nem- enda. Allt hefur þetta skapað mér ákveðnar skoðanir á kostum og göllum skólanna okkar. Mér er það Ijóst, að hér þarf mörgu að breyta í ytri formum og starfsháttum skólanna til samræmis við breytta tíma. Hitt er mér þó enn Ijósara, að þær breytingar kunna að reynast harla fánýtar ef okkur tekst ekki að skapa í skóiunum þann anda manndóms og menningar, sem þá skortir svo mjög, en kann að ráða úrslitum um það, hvort þegnar verðandi iðnþjóð- félags verða reköld tómleika og lífsleiða, og hverra þeirra tízku strauma, er að landi kann að bera, eða, á hinn bóginn, sjálf- stætt manndómsfólk, er kann að velja og hafna og njóta þess í starfi og tómstundum, sem menning kann bezt að bjóða. Breytingar á hinum ytri form- um, skólakerfinu, eru ekki ein- hlítar til úrbóta. Skólamir þurfa að öðlast aukið innihald siðgæðis og aga, og þá mun þeim reynast léttara um að miðla hinu: „Bókvitinu, sem verður í askana látið". Ég hygg að kenn- arar séu mér velflestir sammála um það, að þessi breyting þoli enga bið, og þurfi hvorki né megi bíða eftir því, að skóla- kerfissmíðin verði fullkomnuð. Á hinn bóginn bind ég miklar vonir við þær skólamálatillögur, sem komið hafa fram í borgar- stjórn að undanförnu. I borginni okkar skerast vandamál uppeldis og fræðslu meira í odda en annars staðar á landi hér. En hér eru um leið á ýmsa lund betri aðstæður til þess að ráðast til höggs við þann vanda, og þeirrar aðstöðu vegna á Reykjavík og ber henni að hafa forystu um endurbæt- ur skólamála. Hér þarf að láta hendur standa fram úr ermum til marg- víslegra úrbóta á fjölbreytileg- um sviðum borgarlífsins, öðrum en skólamálum. En þar er næsta verkefnið það, að tryggja skóla- æskunni störf á sumri komanda. Það er manndómsatriði fyrir ungt fólk að geta kostað skóla- göngu sína að einhverju leyti með eigin tekjum. Þetta tókst vonum framar vel í fyrra og og ætti því eigi síður að geta tekizt nú, ef rösklega verður við brugðizt. Ólafur G. Guðmundsson læknanemi, Vesturgötu 36 b. 24 ára. Maki: Lára M. Ragnarsdóttir. Ég hef áhuga á og er reiðu- búinn að stuðla að framgangi allra þeirra mála, sem efla fram- för og horfa til heilla fyrir íbúa Reykjvíkur og þá oftsinnis um leið íbúa landsins alls, og set ég ekki fyrir mig hvaðan úr flokki og hverra manna sá málatilbúningur er. Ég tel mig eins og fjölmarg- ir aðrir hafa orðið áþreifanlega varan við margs konar einkenni hins margumtalaða stjórnmála- vanþroska meðal borgarfulltrúa að undanförnu, og virðist það eiga við einstaklinga úr öllum flokkum, þótt heildin ætti að fá öllu betrí vitnisburð en kolleg- arnir á háttvirtu Alþingi. Af þessum sökum hef ég mikinn áhuga á því að vinna að e.k. siðbót í stjórnmálalífi borgara og annars landslýðs, enda veit ég gjörla að þessi krafa liggur í loftinu og nýtur stuðnings fjöld ans, ungra og gamalla. Uppræta verður hin þröngu flokkssjón- armið, uppgerðar flokkadrætti og persónuníð. Tími andlits- lausra flokksdindla og jábræðra er væntanlega liðinn með upp- rennandi gullöld frjálslyndra og lýðræðislegra starfshátta ís- lenzkra stjórnmálaflokka. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn tví- mælalaust í broddi fylkingar nú. íbúar Reykjavíkur munu því væntanlega bera gæfu til að tryggja sér forráð hans um borgarmálefni næstu árin. Af einstökum málaflokkum eru menntamál og heilbrigð- ismál mér hugstæðust, enda er þar um einkar stóran akur óplægðan að ræða, og væri hverjum manni heiður og ánægja að fá tækifæri til að leggja hönd að verki sem því að tryggja eðlilega forystu höfuð- borgarinnar, sem senn verður stórborg — metropolis, við að bæta þroskaskilyrði æskunnar og heilbrigt líf borgaranna, ungra sem aldraðra. Ólafur Jónsson málarameistari, Mávahllð 29. 48 ára-. Makl: Birna J. Benjamínsdóttir. Að allir borgarbúar hafi næga atvinnu og stuðla að því að allt skólafólk sem kemur á vinnu- markaðinn á vorin, fái at- vinnu yfir sumarmánuðina, og gera því þannig kleift að stunda áframhaldandi skólagöngu. Sem iðnaðarmaður verða iðn- aðarmálin alltaf efst í huga manns. Hér í borg er iðnaður- inn orðinn það umsvifamikill at- vinnuvegur að gefa verður hon- um fyllsta gaum, og efla hann til þess að hann geti tekið við sem mestu af þeirri fólksfjölg- un sem hér verður á komandi árum; þá er mjög áríðandi að þeir menn sem með stjórn borg- armálanna fara séu vel heima í þessum málum. Uppbygging borgarinnar hef- ir verið mjög ör og Reykjavík vaxið úr bæ í borg á mjög skömmum tíma. Sýnir það að stjórn borgarmálanna hefir ver- ið í góðum höndum, en betur má ef duga skal. Menntun iðnaðarins þarf að auka. Nýju iðnskólabygginguna þarf að Ijúka við sem allra fyrst til þess að verkleg kennsla geti tekið til starfa í miklu ríkari mæli en i dag. Byggingamálum okkar þarf að koma í það horf að sem flest- ir geti eignazt eigið húsnæði, en í þeim málum rikir enn mikil óvissa, vegna þess hve lánin eru lítill hluti byggingakostnaðar- ins. Nú eftir að við erum gengnir í EFTA reynir á hvers megnug- ir við erum, og eiga þá íslenzk- ir iðnaðarmenn eftir að sýna hvað í þeim býr, til þess að standast samkeppnina við aðrar þjóðir, og efast ég ekki um getu þeirra og vilja, enda verðum við að búa vel að þeim. Hin þróttmikla æska Reykja- víkur á það skilið að vel sé að henni búið, og þótt mikið hafi verið gert, þarf enn stærra átak, og eftir því sem betur er gert, ætti hún að vera betur til þess fallin að taka við stjórnartaum- unum. Uppeldis- og skólamá'lin þarf að taka föstum tökum og auka á þekkingu þeirra er við þau mál fást. Samstillt og sterk borgar- stjórn er og verður Reykvík- ingum til farsældar í nútíð og framtíð. Ólafur B. Thors héraðsdómslöginaður, Hjarðarhaga 50. 32 ára. Maki: Jóhanna J. Einao-sdóttir. Ég hef mestao áhuga á þeiim þáttum borgarmálefna, sem varða afkomu einstaklingsins, bæði efnalega og andlega. Þess vegna nefni ég atvinnumál, fræðslumál, félagsmál og menn- ingarmál. Grundvöllurinn að velferð þessa samfélags er sá, að ein- staklingurinn eigi þess kost að sjá sér og sínum farborða og fái tækifæri til þess að þroska hæfileika sína til hagsbóta fyr- ir heildina. Þess vegna verðum við jafn- an að tryggja næga og örugga atvinnu f borginni. Borgaryfir- völdum ber að búa í haginn fyrir atvinnurekstur og hvetja til aukins athafnalífs. Rekstur- inn á að vera í höndum ein- staklinganna sjálfra, því þar er honum bezt borgið, en á vegum borgarinnar starfi stofnun, sem hafi heildarsýn yfir ástandið ! at- vinnumálum, greiði fyrir nýjum atvinnurekstri og sameini krafta borgaranna til stórátaka. Við þurfum að sveigja fræðslukerfið að því marki, að það nýtist einstaklingnum sem bezt til aukins þroska og til þess að verða hæfari þegn í þjóðfé- laginu. Tengslin milli skólanna og atvinnulffsins, þarf að auka að mun. Heilbrigð félagsleg þjónusta er nauðsynlegur þáttur í þeirri viðleitni að skapa borgurunum öryggi og um leið að gera þá færari til þess að standa á eigin fótum, auk þess sem slík þjón- usta er bezta vörnin gegn óheilla vænlegum fylgifiskum þéttbýlis- ins. Þróttmikið menningarlíf er að- alsmerki frjálsra manna og bezta líftrygging hvers samfélags. Otto A. Michelsen forstjóri, LitlagerSi 12. 49 ára. Maki: Gyða Jónsdóttir. f fjórðimig a'ldair hefuc Rey'kija- vík fóstrað mig. Á ég henni þvf skuld að gjalda. Eðlilegt er að mam'n íainigi t)»l að iegigija noklk- ur lóð á þá vogarskálina, sem gæti orðið höfuðborg okkar til farsældar. Ekki get ég sagt að eitt mál- efni sé öðru hugstæðara. Fjölþætt málefni, sem miða að mannrækt, bæði andlega og líkamlega og jafnvægi í lífs- venjum er mér mjög hugstætt. Nær þetta að sjálfsögðu yfir skólamál, sem tómstundaiðju, þvf hér er lagður hornsteinn að framtíðar hamingju og dugnaði. Reykjavík sem höfuðborg ber meirfli naiuðsyT) TM en noklkinuim öðrum stað á taodinu að vena til fyrirmyndar, og hefur hún maingis konac sikiilyrði tii þesis, öðr um höfuðborgum fremur. En það þarf að gera sér Ijósa mögu- leikana, og skipuleggja ráðstaf- anir langt fram í tímann. Skipulagsmál og atvinnumál eru mér mjög ofarlega í huga enda lífsstarf mitt unnið á því sviði. Öll byggjast þessi máiefni á frelsi einstaklingsins til athafna innan þeirrar ábyrgðar sem h-veirju lýð'ræðisþjóðféiag i er ne'uðsyniteg. Páll Flygenring verkfræðingur, Njörvasundi 13. 44 ára. Makl: Þóra Jónsdóttfr. Öflugt atvinnulíf f borginni er forsenda þess að bæjarfélagið geti framkvæmt þá þjónustu, sem eðlilega liggur í verkahring þess, svo sem að reisa og reka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.