Morgunblaðið - 04.03.1970, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1970
vantaði nýjar hellvir á þakið,
og einn veggurinn var tekinn
að fúna. Jafnvel málningin gat
ekki dulið hið auma ástand húss
ins. Skiltið var varla læsilegt,
því að stafimir á því höfðu
upplitazt og horfið inn í grá-
leita bakgrunninn með flagn-
andi mákiingumni Aðeins gaiml-
ir viðskiptamenn gátu nú orðið
greint SARA HUBERT-MAT-
VÖRUVERZLUN, með því að
líta snöggt á það, af því að þeir
höfðu þekkt það meðan það var
nýmálað.
— Nú skal ég segja þér, hvað
ég vil gera, Clark, sagði Dirk.
Pilturinn er tuttugu og eins á
næsta ári og þá um leið mynd-
ugur. Ég vil ánafna honum búð
ina.
Jason, sem stóð við dyrnar
og svipaðist um eftir viðskipta-
vinum, brosti feimnislega og
ánægður, og Dirk sá eitthvað í
svörtu augunum, sem kom illa
við hann. Ágirnd. Ekkert annað
en ágimd. Honum leizt illa á
hann. Kannski ekki illmannleg-
ur eins og faðir hans, en slæm
ur samt. Einhver lítilmennska
skein út úr honum. En það var
nú sama ...
— En þó með einu skilyrði,
hélt Dirk áfram. Ég vil, að
hann taki sér nafnbreytingu og
kalli sig eitthvað, sem ykkur
dettur í hug.
— Ég er viss um, að Jason
hefði efkfcetrt við það að
athuga.
— Heyrirðu það, Jason minn?
Herra Dirk vill gefa þér búð-
inia, en vill, að þú talkir nafnbreyt
ingu um leið.
— Ó, sagði Jason og Dirk sá
vonbrigðasvipinn á andlitinu.
— Hefurðu ekki annað að
segja við þessu? hvæsti Dirk.
Jason roðnaði undir dökka
litnum. Hann setti upp eitthvert
rellubros og sagði: — Hvers
vegna þarf ég að taka nafn-
breytingu?
— Hvers vegna? Vegna þess,
að það er skilyrðið, sem ég set.
Ég vil hafa það þannig, sagði
Dirk kuldalega. — Hefurðu eitt
hvað á móti því?
Jason ók sér, tifaði með fót-
unum, leit niður fyrir sig og
gagði: — Nei, herra, en þú skil-
ur, að fólk, sem skuldar mér ...
það heldur kannski, að það geti
sloppið við að borga skuldina.
Það getur sagt, að það skuldi
allt öðmm manni.
— Það er eins og hver önn-
ur vitleysa. Mikið geturðu verið
heimskur! Skárri er það nú við
báran! Hverju getur það breytt
um það, sem það skuldar búð-
inni? Vitanlega verður það að
borga — sama hvað þú heitir.
Jason þagði, því að hann var
hræddur við tóninn hjá Dirk.
En allt í einu skríkti _gamli mað
urinn og sagði: — Ég held ég
viti, hvað gengur að drengnum.
TUDOR rofhlöðurnar
6 volta rafhlöðurnar komnar.
Heildsala — Smásala.
ÚTSALA
Karlmannaskór
Dömuskór
Barnaskór
Gúmmískófatnaður
Mikill afsláttur
Verzlunin hættir eftir nokkra daga
SKOBUÐIN
Laugavegi 38
toapER
— Þetta er túristi, sem ætlaði að spara sér þjónustugjaldið og
og komast út án hjálpar.
Hann er mjög varfærinn með
það, hvernig hann eyðir pen-
ingunum sínum, og hann pantaði
sér nýlega nýtt skilti, til að
setja á búðina. Það kom fyrir
nokkrum dögum og hann varð
að borga fimm gyllini fyrir það.
Hann ætlaði að fara að biðja
yður leyfis til að setja það upp,
af því að hann lét málar-
ann setja sitt nafn á það í stað-
inn fyrir nafn Söru
gömlu Hubert, sem nú er á því
gamla. Og nú er hann að setja
það fyrir sig að þurfa að tapa
þessum fimm gyllinum, ef hann
tekur nýtt nafn.
— Já, ég skil! Og hvar er
þetta nýja skilti? Lofaðu mér
að sjá það.
Jason kom með tréskiltið. Það
var illa málað. Á ljósgrænum
bakgrunni las Dirk: JASON
VANGREEN — MATVÖRU-
VERZLUN með dökkrauðum
srtöfum.
Dirk var að því kominn að
hvæsa, að hann kynni ekki
152
einu sinni að stafa nafnið sitt,
en áttaði sig þá snögglega. Fyrst
hann í fáfraeði sinni hélt, að
svona ætti að stafa nafnið, gott
og vel, þá var víst bezt að lofa
því að standa þannig! Van-
green! Ágætt. Enginn maður
með viti mundi taka það sem af
bökun af van Groenwegel.
Svörtu krakkarnir yrðu þekkt-
ir undir nafninu Vangreen. Fyr
irtak!
— Þú hefur mitt leyfi til að
hengja það upp, sagði Dirk. —
Og ég ætla ekki að standa fast
á þessari nafnbreytingu. Hafðu
það bara eins og það er þarna.
Samþykkirðu það?
— Já, svaraði Jason og hon-
um létti sýnilega, — og allt í
einu áttaði Dirk sig á því, hvað
það var, sem honum fannst svo
fyrirlitlegt í fari hans. Hann var
nirfill og nurlari. Enginn nema
nirfill gat látið í ljós svona
mikla gleði yfir að sleppa við að
láta úti fimm gyllini — enda þótt
honum byðist heil búð í staðinn.
— Vel á minnzt, má ég sjá
einhver skjöl, sem þú hefur und
irritað? Þú hlýtur að hafa und-
irritað eitthvað frá lögfræðing-
unum mínum. Hefurðu nokk-
uð, sem getur sýnt undirskrift
ina þína? Ég vil sjá hana.
Gamli maðurinn dró undan
rúmi sínu kassa með ýmsum
skjölum í, sem Jason hafði und-
irritað, 3Íðasta árið. Á hverju
þeirra stóð viðvaningsleg undir-
skrift: Jason Vangreen.
Snemma næsta árs var afhend-
ingunni komið í kring, og Dirk
sá um að lögfræðingarnir fengju
nafnið Vangreen löggilt. Þegar
þetta var nefnt við Jason, hreyfði
hann engum andmælum. Það var
aðeins nýja skiltið í fyrra, sem
hafði valdið honum áhyggjum!
Það var einn dag snemma árs-
ins 1862, að Graham kom til
viku dvalar, og til þess að láta
samgleðjast sér með fregnina,
sem honum hafði borizt nokkr-
um dögum áður. Hennar hátign
drottningunni hafði þóknazt að
sæma Reginald barónstitli.
Áður en Dirk fór að sofa
þetta kvöld, sagði hann við
Rósu:
— Þetta er heiður, elskan mín.
Sonur þinn og sonarsonur og
sonarsonarsonur eiga að bera
heiðurstitil. Sigurinn er þinn,
Rósa. Fyrr og síðar! Hlæðu
bara að mér, Rósa, én huggaðu
mig í svefninum mínum!
62.
Loksins settust að honum ýms
ir órar í sambandi við Rósu.
Einu sinni þóttist hann viss um,
að hann sæi hana liggjandi í
hengirúmi á baksvölunum í húsi
Péturs. — Hún var að lesa skáld
sögu eftir ungfrú Austen, sagði
hann og stóð á því fastar en
fótunum. — Það eru til andar,
Pétur minn. Nú er ég orðinn
sannfærður um það. Pétur
hreyfði engum andmælum, en
þau Gwenolyn litu hvort á ann-
að, svo að lítið bar á.
En það voru samt ekki ein-
tómar afturgöngur, sem hann
sá. Einn sunnudag í Georgs-
kirkjunni, gaf Dirk Graham oln
bogaskot og sagði honum, að
unga konan á öðrum bekk væri
lifandi eftirmynd Rósu. —
Sjáðu! hvíslaði hann með ákafa.
— Sjáðu hana þarna! Þetta gæti
alveg verið hún Rósa sjálf, Gra
ham. Og Graham kinkaði kolli
og jánkaði öllu, sem hann sagði.
Dirk hafði aldrei augun af
ungu stúlkunni, það sem eftir
var messunnar. Við kirkjudyrn
ar sá hann hana stíga upp í
vagn, ásamt roskinni konu, sem
hefði getað verið móðir hennar
eða móðursystir. Vagninn var
rétt kominn af stað og Dirk and
varpaði viðkvæmnislega er hann
gekk að vagni Grahams, rétt í
sama bili og ópið barst að eyr-
um þeirra:
— Eldur!
Þegar þetta óp glumdi í eyr-
um hans í annað sinn heyrðist
ofurlítil skjálfandi stuna frá
vörum Dirks. Hann greip í hand
legginn á Graham. — Fljótur!
Við verður að vara þau við!
Stiginn!
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Það reynir mikið á þolinmæði þína við aðra í dag. Ef þú sýnir
ættingjum þínum blíðu, eykur það á öryggi heimilisins.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Eldra fólkið skiptir um skoðun, og það toreytir áætluninni fyrir
daginn.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Einhver verður I illu skapi, og eyðileggur skemmtunina fyrir öðr-
um. Unga fólkið vinnur hug þinn.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Þú verður að vera fylginn þér, ef þú ætlar að koma einhverju í
verk í dag. En þú setur svip á þennan dag með þátttöku þinni. Aðrir
gieyma smáatriðum, sem skipta máii.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þig langar til að takast á hendur meira en þinn skammt af
átoyrgðinni Því verður þér um kennt, er fram ííða stundir, og eitt-
hvað fer miður.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Það er betra að ræða smáatriðin vel við fáa, en að masa mikið við
marga.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þolinmæði þín með fjölskyldunni og samverkamönnum er vel
metin. Það er gott að vera heima I dag, en ekki víst að það takist
vegna granna þinna.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Börn og menntun vekja athygli þína. Þú sérð síðar, að þú getur
ekki haldið ioforð, sem þú hefur gefið I dag.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Þú getur án nokkurrar fyrirhafnar virzt vera hrokafullur. Þú
skalt umfram allt ekki fara að munnhöggvast við þér eldra fólk. Hafðu
allt sem einfaldast, þótt þú þurfir að vera einn um það.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Róleg afstaða þín til þess að taka ekki þátt í deilum, tojargar al-
veg deginum. Félagsleg stefnumót gefa ekkert f aðra hönd, en skyndi
ráðstafanir geta orðið þér til mikillar gleði. a
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Taktu virkan þátt í trúmálum, ef þú mátt, og finncUi samhengi
milli ýmissa hópa og hugsana og sjálfs þín.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Þegiðu yfir áformum þinum við aðra. Ýmsar spurningar verða
lagðar fyrir þig, sem þú áleizt þig vera fyllilega búinn að svara.