Morgunblaðið - 04.03.1970, Blaðsíða 10
10
MORGUINBLAÐIÐ, M3ÐVTKUDAGUR 4. MARZ 1970
Konur að starfi í frystihus inu.
Þorsteinn Hjálmarsson, stöðvarstjóri og oddviti, við hús
pósts og síma á Hofsósi.
XJtgerðin hefur hald-
ið athafnalífinu uppi
HOFSÓSKAUPTÚN erbyggt
báðuim megin Hofsár. Það er
talið eitt elzta kauptún lands
ins og gamalt pakkhús, sem
nú er í eign ríkisins og við-
haMið af þjóðmiinjaverði er
talið elzta hús landsins, en
verzlun á Hofsósi mun hafa
flutzt þangað á 16. öld. Verzl
un á Hofsósi fékk þó keppi-
naut um 75 ára bil, þegar svo
kölluð Grafarósverzlun var
starfrækt við mynni Grafar-
ár. Til 1948 var Hofsós og
Hofshreppur eitt hreppsfé-
lag, en þá var hinum gamla
Hofshrepp skipt í 2 hrepps-
félög, en Hofsósland, sem áð-
ur tilheyrði jörðinni Hofi,
var 1950 tekið eignarnámi
ásamt nærliggjandi 3 jörðum
og smábýlum.
Ekki er hægt annað að
segja en að eftir að Hofsós
varð sjálfstætt hreppsfélag
hafa framfarir og fram-
kvæmdir orðið miklar. Vatns
veita var lögð ofan úr svo-
kölluðu Hagafjalli 3% km.
löng auk innanbæjarkerfis að
hverju húsi. Skólplögn er að
öllum húsum þorpsins. Mynd
arlegur barnaskóli er þar og
flestar fjölskyldur eiga sín
eigin húsakynni, sem mjög
hafa batnað á undanförnum
árum. Utan kauptúns er tölu-
verð ræktun, en Hofsósingar
Skagfirðingar og menn víðar
að. Voru þá ýmist útlendir
eða innlendir verzlunarstjór-
ar og kaupmenn, en 1920 flyt
ur Kaupfélag Fellshrepps
starfsemi sína til Hofsóss.
Var það síðan rekið sem
Kaupfélag Austur Skagfirð-
inga. Eigendur þess hafa ver-
Vélaverkstæði Stuölabergs.
hafa alltaf haft 3—400 fjár
sér til búdrýginda.
Á Hofsósi hefir verið
læknissetur síðan 1898. Nær
læknishéraðið frá Almenn-
ingsnöfnum, Lágheiði og
fram til Hofdala, þ.e. fram að
Akrahrepp.
Prestur hefir setið á Hofs-
ósi síðan 1909. Þjónar núver-
andi prestur 5 kirkjusóknum.
Á staðnum var fyrir nokkr-
um árum reist kirkja, en
kihkjugarðfur gerður rétt ofan
við þorpið.
VERZLUN
Eins og áður er sagt, er
Hofsós einn elzti verzlunar-
staður landsins. Þangað
sóttu verzlun sína Austur-
Sauðárkróki. Á Hofsósi hafa
auk þess verið reknar smá-
verzlanir. Ein verzlun var
stofnsett fyrir nokkrum ár-
um en Kaupfélag Skagfirð-
inga keypti hana á síð-
asta ári, svo að nú er þar
aðeins rekin ein aðalverzlun.
FÉLAGSLÍF
Það sem ég til man, hefir
alltaf verið töluvert og gott
félagslíf á Hofsósi og þá oft
í tengslum við nærliggjandi
sveit. Ungmennafélagið Höfð
strendingur er á Hofsósi, en
það var stofnað 1918. Kven-
félagið Aldan, Verkakvenna-
félagið Báran, Verkamanna-
félagið Farsæll hafa öll starf
að og unnið að velferð þorps
ms og nagrenms a margan
hátt. Og þá má ekki gleyma
sönglífi og söngstarfsemi, sem
alltaf hefir verið með mikl-
um blóma. Eitt sinn starfaði
þar karlakór í fjölda mörg
ár. Nú eru þar starfandi
kirkjukór og annar blandað-
ur kór, um 30 manna. Sá kór
ið nærliggjandi hreppar og
íbúar kauptúnsins. Þetta fé-
lag var á síðasta ári samein-
að Kaupfélagi Skagfirðinga á
HAFNARBÆTUR,
FRYSTIHÚSREKSTUR
OG ÚTGERÐ
Á fyrstu árum kaupfélags
á Hofsósi var hafizt handa
um smíði hafnarbryggju.
Nokkur átök urðu þá um
staðsetningu þess mannvirk-
is, sumir vildu byrja á hafn-
arbótum suður af svokallaðri
Nöf, en kaupfélagið lofaði
nokkru framlagi, ef hafnar-
bryggja yrði byggð framan
við þáverandi verzlunarhús
þess og réði það úrslitum.
Var sú hafnarbót í mörg ár
eina viðlegu- og uppskipun-
arbryggja staðarins, en nú er
hún ónýt ryðhrúga. Síðar var
Hofsóshöfn.
er nýlega stofnaður og heitir
Harpa, stjórnandi er Árni
Ingimundarson frá Akureyri.
Að þessum kór standa söng-
unnendur úr 3 hreppum. Und
anfarin ár hafa verði nokkr-
ir erfiðleikar með húsnæði til
skemmtanahalds. Hefir gott
húsnæði barnaskólans þar
hjálpað nokkuð, en nú er í
byggingu myndarlegt félags-
heimili. Bygging þessi hefir
tekið nokkuð lengri tíma en
æskilegt hefði verið, en Hofs-
óskauptún hefir staðið eitt að
byrjað á núverandi hafnar-
bótum, sem áður var búið að
minnast á suður áf Nöfinni.
Er þar nú um 110 m langur
hafnargarður, sem á þó eftir
að lengjast um 30 metra. Nú
þegar geta þó flest skip, sem
á Hofsós koma, athafnað sig
þarna. Þá er nú verið að
byggja varnargarð norðan
Hofsár um 170 m langan í
stefnu suðvestur, en 45 metra
innsigling á að verða á milli
bryggjuhauss og þessa garð-
enda. Myndast með þessu
Verzlunarhús kaupfélagsins.
öllum kostnaði við bygging-
una. Til þessa hefur ekkert
lán verið tekið til byggingar-
innar, en í hana eru komnar
um 3 milljónir króna.
Slysavarnardeildir karla
og kvenna eru starfandi, og
Sparisjóður Hofshrepps og
nágrennis hefir verið starf-
ræktur þar frá 1914.
gott athafnapláss og lægi fyr-
ir smærri báta. Innan á varn
argarðinn á að koma viðlegu-
þil báta. Með bættum hafn-
arskilyrðum ætti að koma
þarna góð aðstaða til útgerð-
ar.
Fyrir allmörgum árum, með
an fiskur var nægur á grunn
Fréttir
fl»n
Hofsósi
Frásögn Björns
Jónssonar í Bæ,
fréttaritara
Morgun-
blaðsins
mestu um að ræða trillubáta
útgerð, og voru þá um og yf-
ir 30 trillubátar gerðir út
með tveggja og þriggja
manna áhöfn. Þessi útgerð
var ódýr í rekstri og höfðu
sjómenn oft ágæta hluti, en
með tilkomu dragnótaveiða á
Skagafirði lítur út fyrir að
fjörðurinn sé uppurinn af
fiski og þar með er grund-
velli kippt undan smábátaút-
gerðinni, enda má nú varla ■
heita að trilluibátur sé á
sjó settur. Hefir því útgerð
þróazt í þá átt að útgerðar-
menn hafa fengið sér stærri
þilfarsbáta. Varla er þó hægt
að segja að útgerð þessara
báta hafi blómgazt veglna
mikils tilkostnaðar og afla-
brögð hafa oft brugðizt.
Þessir bátar hafa þó haldið
uppi atvinnulífi Hofsósinga
um nokkur ár, en nú hefir
verið stofnað hlutafélag um
rúmlega 100 lesta bát, Hall-
dór Sigurðsson. Hlutafélagið
heitir h.f. Nöf, en að því
standa flest heimili í Hofsósi
og nærliggjandi hreppum.
Nú eiga heimahöfn á Hofsósi
3 þilfarsbátar svo að góðar
vonir standa til að þar verði
betra atvinnulíf en verið hef-
ur.
Frystihússrekstur fyrir
fiskafurðir og sláturhús með
tilheyrandi frystigeymslum
hefir verið starfræktur í
mörg ár, eða síðan 1946.
Hafnarmannvirki voru bætt
með byggingu hafnar-
hryggju. Áður var frystihús-
ið eign og rekið af kaupfélag-
inu á staðnum, en við samein-
ingu kaupfélaganna var
myndað hlutafélag um þetta
fyrirtæki og eru eigendur
flestir þeir sömu og hlutafé-
lagsins Nöf. Framkvæmda-
stjóri fyrir bæði þessi fyrir- 1
tæki er nú ráðinn Pétur Jó-
hannsson frá Glæsibæ í Fells
hreppi, en frystihússtjóri og (
Framhald á bls. 23