Morgunblaðið - 10.03.1970, Page 3

Morgunblaðið - 10.03.1970, Page 3
MORjGUNIB LAiÐIÐ, ÞRIÐJUOAGUR 10. MARZ 1W0 Stofna 1 ,ður fiskiræktarsjóður og koi nið a fot veiðitelogum Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra gerir grein fyrir stjórnarfrv. um lax- og silungsveiðar Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra gerði grein fyrir stjórn artfrumvarpi um breytingu á lög um um lax- og silungsveiði fná 1957. Ráð'herrann gat þess í upp hafi máls síns, að ríkisstjórnin hefði lagt fram svipað frumvarp á síðasta þingi, sem ekki varð út- raett og vaeri það nú lagt fram á ný með nokkrum breytingum. Ráðherrann gat þess, að lax- og silungsveiði væri mál, sem mikið hefði verið rætt um að undanförnu Vitað væri, að mikl ir möguleikar væru til þess að auka veiði í ám og vötnum hér á landi. Á síðustu árum hefðu fjár veitingar til veiðimála verið margfaldaðar. Laxeldisstöðin í Kollafirði hefði verið starfrækt með góðum árangri í nokkur ár. Væri það tilraunastöð, sem kost uð væri að öllu leyti af ríkis- sjóði og væri til þess ætlazt, að allir, sem fást við lax- og sil- ungseldi mættu njóta góðs af þeirri reynslu, er fengist þar. Nú væru um 10 eldisstöðvar á landinu, sem einkaaðilar rækju, og hefðu margir sýnt lofsverð- an áhuga á fiskiræktarmálum og lagt frarn mikið fjármagn til þess að ná góðum árangri, en mark- miðið væri að fylla ár og stöðu- vötn lanösins af nytjafiski. Á sl. sumri var hafinn undir- búningur að rannsóknum og lýs- ingum á veiðiám og veiðivötnum landsins. Yrði haldið áfram með þá rannsókn, unz yfirlit fengist yfir landið allt. Fullnaðarskýrsla með lýsingum og rannsóknum á öllu vatnasvæði landsins ætti að liggja fyrir á næstu árum. Skoðanir manna væru nokk- uð skiptar í afstöðunni til veiði- mála almennt. íslendingar væru sammála um, að banna ætti lax veiði í sjc og hefði rikisstjórnin komið á framfæri á alþjóðaráð- stefnu ákveðinni afstöðu ís- lands í því máli. Gera mætti og náð fyrir því, að menn væru sam mála um nauðsyn þess að efla fiskiræktina sem mest. Þegar menn töluðu um þessi mál með nokkurri óþolinmæði og gæfu jafnvel í skyn, að lítið hefði áunnizt í þessum málum, þá yrði ek'ki gengið fram hjá því, að stórvægilcg breyting hefði á orð ið á síðustu 8—10 árum. Fjár- magn til þessara mála hefði ver- ið stóraukið og ráðstafanir ver- ið gerðar til þess að hagnýta þekkingu í fiskiræktarmálum. Nokkrir ungir íslendingar væru við nám í fiskirækt og á kom- andi ári fengi Veiðimálastofn- unin velmenntaðan íslending til starfa í fiskirækt. BREYTINGAR Á FRUMV ARPINU Ráðherrann tók það fram, að frumvarpið væri að mestu með sama hætti og það frumvarp, sem lagt var fram á síðasta þingi, en þó hefðu verið gerðar nokkrar breytingar á frumvarp- inu, 'sem að athuguðu máli virt- ust fara oetur. Eins og kunnugt væri, hefði fyrxa frv. verið samið af stjórn skipaðri nefnd 9 manna og væri hún i aðalatriðum sammála, en klofnaði þó þannig, að minni hlutinn lagði fram sérstakt frum varp, er væri mjög líkt þessu frumvarpi. Við endurskoðun laga um lax- og silungsveiði yrði að hafa það í huga fyrst og fremst. með hvaða hætti fiski ræktin yrði bezt efld. Yrði þá efst í huga friðun og verndun fiskistofnanna. í 14. gi núgildandi laga um lax- og silungsveiði væri kveð- ið svo á, að ekki mætti veiða næ.r ísasvæði fiam undan árósum en 500 metra. Þetta ákvæði væri ekki nægilegt og hefði reynslan sýnt, að iaxinn ánetjaðist í net nærri árósum, sem lögð væru til þorsk- cg ýsuveiða. Til þess að koma í veg fyrir þetta, væru sett ákvæði inn í frumvarpið, þar sem bannað væri að veiða nær árósum en 1000-2000 mefcra, eftir vatnsmagni árinnar. Með því að taka þetta ákvæði upp í lögin væri stigið sfcórt spor til vemdar stofninum og því marki náð, sem ætlazt var til upphaf- lega, þegar þetta ákvæði var sett inn i lögin, en þegar lögin voru tii endurskoðunar 1954— Ingólfur Jónsson. 1955 lagð; nefndin til, að 1000 metra markið væri sett, en Al- þingi féllsl ekki á það og hefði síðan verið miðað við 500 metra. TAKMÖRKUN VEIÐI OG VEIÐITÆKJA Þá væri ákvæði sett inn í lög- in í 11. gr frumvarpsins um að takmarka veiðitæki og það efni, sem nota megi í net og veiði- tæki. Kunnugt væri, að tækn- inni fleygði mjög fram og netin yrðu alltaf veiðnari og veiðnari með nýjum gerviefnum. Sett væri inn heimiid til þess að mega takmarka veiðni veiðitækjanna ef ástæða þætti til. Með breyt- ingu á lögunum frá 1957 var friðunartími vegna netaveiði lengdur úr 60 stundum á viku í 84 stundir á viku. Með þessu ákvæði er friðunar- tíminn lenigdur mjög mikið og voru veiðiréttareigendur, sem stunda netaveiði mjög óánægð- ir með þetta ákvæði, en það hef- ur staðið í lögunum síðan 1957. í frumvarpinu, sem lagt var fram í fyrra, var gert ráð fyrir að lengja enn meira friðunar- timann gegn netum, þ.e. úr 84 stundum í 96 stundir. Að athug- uðu máli þótti ekki ástæða til þess, sérstaklega vegna þess að veiðiskýrslur sýndu, að veiði í ám, þar sem netaveiði færi fram með þeim reglum, sem nú giltu, hefði sízt minnkað heldur frek- ar aukizt. Hins vegar þætti rétt að setja inn í þetta frumvarp auknar heimildir til friðunar, ef þess skyldi gerast þörf. Þannig væri gert ráð fyrir því, að veiði málanefnd og veiðimálastjóri gætu lagt til og ákvarðað eftir samkomulagi við ráðherra, að friðúnartíminn yrði lengdur úr 84 stundum á viku í 108 stund- ir. Þetta ákvæði hefði aldrei áð- ur verið í lögum og væri vitan- lega trygging gegn því að geng- ið yrði um of á fiskistofninn. f 32. gr. frumvarpsins væri önnur heimild, þar sem gert væri ráð fyrir, að hverju veiðifélagi væri heimilt að ákveða aukna friðun í fiskihverfinu, ef útlit væri fyrir, að um of væri geng- ið á fiskastofninn. f öðru tilfell- inu væri það veiðifélagið, sem ætti að hafa frumkvæðið um aukna friðun, ef þess gerðist þörf, en í hinu tilfellinu væri það veiðimálastjóri og veiði- málanefnd, sem haft gæti frum- kvæði um það að auka friðun- ina. Ráðherrann gat þess ennfrem- ur, að samkvæmt frumvarpinu væri gert ráð fyrir að fjölga í veiðimálanefnd úr 3 í 5 og einn- ig, að gert væri ráð fyrir, að fiskiræktarfélög í þeirri merk- ingu, sem þau hefðu verið, yrðu Framhald á bls. 14 YÐUR MUNflR UM SÓFASETT ÞEGAR ÞÉR KflUPIÐ R0RÐST0FUSETT EÐA RUM ALLAR okkor vörur eru ú óbreyttu verði fyrst um sinn þrútt iyrir hækkuðun söluskutt Spurið yður Hríngið eðu skrifið 3,5% eftir myndulistu eðu úklæðupruium STAKSTEINAR Óhagganleg staðreynd Kommúnistablaðið komst í uppnám sL sunnudag vegna þess, að Morgimblaðið hefur bent á, að máiflutningur kommúnista í borgarstjóm Reykjavíkur um togaramálin er liklegur til þess að skaða hagsmuni Reykjavíkur í þvi máli. Segir kommúnista- blaðlð, að „bókstaflega öllu (sé) snúið öfugt" í frásögn Mbl. af þessum málum. Þetta er nú ekki rétt. Kommúnistar lögðu fram tillögur í borgarstjóm Reykjavíkur, sem fól í sér, að borgarstjóm tæki ákvörð- un um kaup á tilteknum fjölda togara, áður en skilmálar ríkis- ins um stuðning við þau togara- kaup liggja fyrir. Birgir ísl. Gunnarsson. borgarfulltrúi Sjálf stæðisflokksins benti á, að á Al- þingi væru mjög mismunandi skoðanir um þessi mál og m. a. teldu þeir landshlutar, sem ekki þurfa á stórum togurum að halda, að ef ríkisvaldið styðji að kaupum slíkra togara fyrir Reykjavík og aðra staði á land- inu eigi ríkisvaldið einnig að styðja kaup minni togara og jafnvel báta. Borgarfulltrúinn benti síðan á, að þegar fram kæmi í borgarstjóm Reykjavík- ur tillaga um að taka ákvörðun um kaup ákveðins fjölda togara, áður en skilmálar ríkisins hafa verið opinberaðir, væri J>að vís- bending til andstæðinga Reykja- víkur í þessu máli á Alþingi, að borgin þyrfti ekki á neinum stuðningi að halda. Þess vegna væri tillöguflutningur og mál- flutningur kommúnista til þess fallinn að skaða hagsmuni Reykja víkur í sambandi við togara- kaupin. Þetta eru óhagganlegar staðreyndir, sem gufa ekki upp, hvað sem kommúnistablaðið hamast við að eyða þeim eða gleyma þeim eða láta, sem þær séu ekki til. Hafna fé einstaklinga En þetta er ekki það eina, sem sýnir, að áhugi kommúnista á endumýjun togaraflotans er meiri í orði en á borði. Það hef- ur jafnan legið ljóst fyrir, að nýir togarar yrðu ekki keyptir til landsins, nema stuðningur opinberra aðila komi til. Nú þegar hafa nokkrir einstaklingar lýst því yfir, að þeir séu reiðu- búnir til þess að leggja fram verulegt f jármagn til togara- kaupa, gegn því að þeir fái nokkum tilstyrk opinberra aðila. Kommúnistar leggjast gegn þvi, að einstaklingar fái slíkan stuðn- ing. Með því eru þeir að hafna því að verulegir fjármunir, sem þessir einstaklingar hafa yfir að ráða, verði hagnýttir til þess að endumýja togaraflotann. Þeir era að leggjast gegn því t. d. að tveir stórir skuttogarar verði smíðaðir fyrir einstaklinga í Póllandi og verði síðan gerðir út frá Reykjavík. Þetta eru líka staðreyndir, sem upphrópanir kommúnistablaðsins fá ekki þurrkað út. Það er því nokkum veginn sama hvemig á þetta mál er litið. Þessa dagana þvælast kommúnistar fyrir öllum þeim ráðstöfunum, sem i undirbún- ingi eru til þesg að endumýja togaraflotann. tærsta og útbreiddasta dagblaðið [ lezta auglýsingablaðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.