Morgunblaðið - 20.03.1970, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 20. MARZ 1970
13
Árni G. Eylands:_Fyrri grein
Úreltfræði
L
STÓRIDÓMUR. —
Margt hefir verið ritað og rætt
um kal í túnum hin síðustu ár,
og nú síðast hafa 60—70 búvis-
indamenn og sérfræðingar setið
á ráðstefnu og borið saman bæk
ur sínar, reynslu og þekkingu á
þessu sviði, allt við forsjá og
stjóm 7 manna kalnefndar, er
landbúnaðarráðherra skipaði á
síðastliðnu ári, svo sem kunn-
ugt er.
Rétt áður en ráðstefna þessi
hófst birtist í Frey, 1.—2. tölu-
blaði 1970, allmikil grein er nefn
ist: Búskaparlag og kalhætta.
Höfundur greinarinnar er Jónas
Jónsson ráðunautur í jarðrækt,
sem einnig á sæti í kalnefnd-
inni. Segist ráðunauturinn ekki
ætla sér að ræða um orsakir kals
ins í einstökum atriðum eða frá
fræðilegu sjónarmiði. „Heldur er
meining mín — segir hann — að
benda á þá þætti í búskapnum,
sem ter.gja má við kalið og bænd
ur geta haft á valdi sínu.“
Margt, sem í greininni segir,
um þessa hluti, er mjög þakkar-
vert og eigi hvað minnst séð frá
mínum bæjardjrrum, svo margt af
því tel ég vera miklar og góðar
áréttingar á það, sem ég hef rit-
að um þetta efni. Vísa ég þar
mest til greinar minnar: Kalinu
boðið heim, sem birtist í Ársriti
Rfl. Nl. 1968. Þótt ráðunáutur-
inn komist nokkuð vægara að
orði, bendir hann ljóslega á hve
margt í búskaparlagi bænda nú
orðið, mistök við ræktun og
óheppileg meðferð túna, verður
til þess að greiða götu kalsins.
Kalinu er boðið heim, umfram
það sem vera þyrfti, þótt hitt
sé jafnvíst, að mikið og víða kel
ur, í slæmum kalárum, á þann
hátt, að enginn veit ráð við því,
enn sem komið er, og hætt við
að svo muni lengi verða.
Kafli hinnar miklu greinar í
Frey, sem kom fram eins og
undanfari ráðstefnunnar um kal
ið, nefnist: Jarðvinnsla. Eru þar
boðuð ný fræði og mikil, sem
gefa ærið tilefni til umræðu, og
að sjálfsögðu langt fram yfirþað
sem ég hefi tök á, að þessu
sinni.
Nú er af ráðamönnum lögð
mikil áherzla á að bændur verði
að mæta kólnandi tíðarfari og
áföllum af kali með aukinni
grænfóðurrækt. f sambandi við
þetta segir í greininni í Frey:
„Með grænfóðurrækt verður
sama land gjarnan margunnið,
oft nokkur ár í röð, þá ætti
alltaf að nota plóg og herfi en
ekki tætara." Ég undirstrika
orðin nokkur ár í röð, og þakka
sérstaklega orðin um plóginn,
ekki mun af veita, en meðal ann
arra orða: er ekki dálítið dap-
urt er leiðbeiningaþjónustan í
jarðrækt bendir plóglausum
bændum á að plægja, þegar svo
er ástatt, að hvergi er leiðsögn
að fá, þó ekki sé nema dag-
stund, ef bóndi kaupir sér plóg,
um það hvemig á að stilla plóg-
inn og standa að verki við plæg
inguna, — en það er nú önnur
saga.
En svo kemur í greininni það
sem ég kalla Stóra dóm og mik-
inn nýársboðskap til bænda,
undirstrika það hér, svo sem
mér finnast efni standa til:
„Ekki er neitt, sem benðir til
þess að betri tún fáist ef land
er unnið fleiri ár áður en sáð
er til túns. Kenningar, sem uppi
hafa verið nú annað veifið frá
öðrum en ráðunautum í jarðrækt
um að ræktun okkar sé of
snöggsoðin, jarðvinnslan standi
of skamman tíma, og að nauð-
synlegt sé að viðhafa forrækt-
un (rækta grænfóður eða aðrar
einærar jurtir nokkur ár áður
en grasi er sáð) hafa alls ekk-
ert við að styðjast, hvorki í
hérlendum tilraunum eða
reynslu, þær eru byggðar á mis
skildum hliðstæðum frá erlend-
um ræktunarvenjum og em úr-
elt fræði.
Þvert á móti, það reynist því
miður þeim mun erfiðara að fá
grasið til að ná fótfestu og var
anleika, sem oftar hefur verið
sáð í landið og því umbylt.“
Hér er mikið sagt og ákveðið,
svo mikið, að ef þetta eiga að
teljast og reynast örugg sann-
indi, þá markar það, að mínu
viti, alger tímamót í ræktunar-
málum íslenzkra bænda.
n.
NOKKUR ÁR. —
Tvennt er það, sem fyrst ber
að athuga, áður en hin miklu
dómsorð eru rædd. „Nokkur ár,“
hvað eru það mörg ár? Er hægt
að ræða um forræktun til ný-
ræktar í nokkur ár? Ég tel að
svo sé ekki. Þegar talað er um
„nokkur ár,“ er varla átt við
minna en 5—6 ár. Þótt þess
muni dæmi, að menn hafi í ráð-
leysi ræktað grænfóður í belg
og biðu í 5—6 ár í sama flag-
inu veit ég eigi til þess, að
ábyrgir leiðbeiningamenn um
jarðrækt hafi ráðið bændumtil
að „forrækta“ land til túns á
slíkan hátt. Slíkt er ekki for-
ræktun í venjulegum skilningi
og betur fallið til landskemmda
en landbóta, nema um verulegt
sáðskipti sé að ræða og af kunn
áttu, en þá er líka komið út fyr-
ir það sem er forræktun til tún-
ræktar. Að mæla gegn slíkri for
ræktun, grænfóðri 5—6 ár í
Ólafur Jónsson.
sama flagi, er því að búa sér til
Grýlu og kljást við hana.
Þegar talað er um heppilega
forræktun, er að jafnaði átt við
að rækta grænfóður í nýrækt-
inni 1—2 ár, í mesta lagi 3 ár
og sá grasfræi annað eða þriðja
árið. Þannig var forræktunin yf
irleitt framkvæmd á meðan hún
var og hét, sem liður í nýrækt-
inni. Þó að slík forræktun rejmd
ist mörgum bóndanum miður vel,
oft að kunnáttuleysi og vöntun
á heppilegri tækni við jarð-
vinnsluna, er það að villa bænd
um sýn að tala inn fánýti for-
rætkunarinnar og miða galla
hennar við að „rækta grænfóð-
ur eða aðrar einærar jurtir nokk
ur ár áður ep grasi er sáð.“
Slíkt er utan við umræðu um
bætt tök á túnræktinni, nemaþá
sem víti til varnaðar.
Þá er að átta sig á því hverj-
ir þeir muni vera mennimir með
hin „úreltu fræði,“ sem ekki
eru ráðunautar í jarðrækt, en
sem hafa „annað veifið“ haft
uppi kenningar „um að ræktun
okkar sé of snöggsoðin, jarð-
vinnslan standi of skamman
tíma, og að nauðsynlegt sé að
viðhafa forræktun.“ Hvaða villu
trúarmönnum og falsspámönnum
mun þar vera helzt til að dreifa?
Eru þeir ekki auðfundnir, ef lit
ið er yfir það, sem helzt hefur
verið ritað um þessi mál nú
undanfarið og hin síðustu ár?
Ég kem ekki auga á nema þrjá
menn, sem hafa gerzt stórlega
sekir um þessa hluti bæði í ræðu
og riti. Allir hafa þeir verið að
burðast við það sem í Frey er
nefnt „úrelt fræði“ — og —
„kenningar, sem hafa alls ekk-
ert við að styðjast."
Þessir menn eru að ég hygg
Ólafur Jónsson, fyrrverandi til-
raunastjóri á Akureyri, Ámi G.
Eylands — sá er þetta ritar —
og Klemenz Kr. Kristjánsson,
fyrrverandi tilraunastjóri á
Sámsstöðum. Ég tel þá eftir ald-
urröð þótt litlu muni, allir ná
þeir 75 ára aldri með stuttu
millibili nú og á vorinu, sem í
hönd fer, og allir eiga þeir full-
an hálfrar aldar starfsferil við
búnaðarmál, aðallega ræktunar-
mál, að baki. Sé það svo, að
þeir hafi haft uppi „nú annað
veifið“ —r „úrelt fræði,“ er lík-
lega sanni næst að segja að
þetta séu allt úreltir menn með
úrelt fræði. Er þá lítil furða þótt
ekki sé góðs von. En rétt er að
benda á það, að þótt þeir Ó.J.
og K.K.K. hafi aldrei borið tit-
ilinn „ráðunautar í jarðrækt,“
er meira en hæpið að ætla að
dæma þá úr leik, í umræðum
um þau mál, svo samofið er til
raunastarfið ráðunautastarfinu.
ra.
HIN ÚRELTU FRÆÐI. —
Fyrstur er nú Ólafur sem fyll
ir 75 ára aldurinn 23. marz i
ár, lítið eitt elztur þessara
þriggja. Enginn núlifandi ís-
lendingur hefir skrifað meira,
gagnmerkara og rökfastara um
tilraunamál og jarðrækt heldur
en ólafur. Þrjú rit er fyrst að
nefna í því sambandi:
Sáðsléttur, 1930,
Belgjurtir, 1939 og
Nýrækt, 1948.
Þessi þrjú rit tel ég að séu það
sem bændur höfðu mest á að
byggja við nýræktun og tún-
rækt sína allt fram til þess, að
stóraukin tækni og vafasöm
leiddi þá inn á þá braut „að
ljúka vinnslu landsins, sáningu
og frágangi, á sem skemmstum
tíma, og sem fyrirhafnarminnst.“
(Ó.J., 1964). Þessu má lýsa enn
þá greinilegar með orðum sem
æfður og snjall garðyrkjumaður
mælti í mín ejrru nú nýlega.
Hann sagði: „Það er ekki von
að nýræktunin takist vel og að
túnin verði góð, þegar fjöldi
bænda setur ekki markið hærra
en að vinna ræktunarstörfin ein
hvemtíma og einhvem veginn.“
Enn má nefna tvö rit frá hendi
Ó.J., sem mjög koma við rækt-
unarþekkingu og túnrækt
bænda:
Arangur gróðurtilrauna (hjá
Ræktunarfl. Norðurl. í 45 ár),
1950.
Gróðurtilraunir, 1951.
Að sjálfsögðu er sumt I þess-
um 5 ræktunarritum ó.J. ekki
lengur í fullu gildi, brejrtt tækni
Framhald á hls. 21
Bezta og nytsamasta
fermingargiöfin
er alfræðibók frá The Richards Company.
Vegna rýmingar á lager eru til nokkur eintök af eftirtöldum bóka-
flokkum á sérstaklega hagkvæmu verði:
Ameriean Peoples Encyclopedia (20 bindi)
Popular Science (10 bindi)
Grolier Classics (10 bindi)
Basic Home Library (10 bindi)
Medical and Health Encyclopedia (4 bindi)
Funk & Wagnalls Dictionáry (2 bindi)
Kr. 8.000.00
— 2.500.00
— 1.500.00
— 2.000.00
— 1.000.00
— 1.200.00
Hagkvæmir afborgunarskilmálar ef óskað er.
The Richards Company Inc.
Tjarnargötu 22,
sími 17466.
Viðgerðaþjónusta
Framvegis verður símanúmer viðgerða-
þjónustu Rafha 25322.
Sími verzlunarinnar verður eftir sem
áður 10322.
Vörur með afslœtti
Seljum í dag og næstu daga nokkra
gallaða snyrtivöruskápa í baðherbergi,
eldhúsborð o. fl. með miklum afslætti.
Op/ð til klukkan 16, laugardaginn 21. 3.
Rafha við óðinstorg — Rafha við Óðinstorg