Morgunblaðið - 20.03.1970, Síða 22

Morgunblaðið - 20.03.1970, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1970 Björn Kolbeinsson — Minningarorð í dag verður jarðsettúr Björn Kolbeinsson, Álfheimum 70, sem andaðist á Landspítalanum 12. marz eftir nokkurra mánaða erf- iða sjúkdómsbaráttu, aðeins 49 ára að aldri. Dauðinn heggur oft skyndi- lega og þar sem menn sízt varir og svo var sannarlega í þetta sinn. Engan hefði grunað fyrir réttu ári síðan, að maður, með jafn mikla líkamsburði og hreysti og Bjöm hafði til að bera, yrði að lúta í lægra haldi á svo skömmum tíma og löngu fyrir aldur fram. Enda þótt okkur sé ekki ætl- að að spyrja, er fráfall slíkra manna alltaf jafn óskiljanlegt. og fráleitt. Björn Kolbeinsson fæddist 6. janúar 1921 að Kollafirði á Kjalarnesi og var sonur hinna t Arnþrúður Guðný Flóventsdóttir frá Húsavík, andaðist að heimili sínu Blönduhlíð 3 14. þ.m. Kveðju- athöfn fer fram í Fossvogs- kirkju 23. n.k. kl. 10,30. Jar'ðsiett verður í Grindavík. F.h. ættingja og vina, Guðný Þorkelsdóttir. t Móðir okkar, Kristín Jónsdóttir Baldursgötu 19, andaðist að Vífilsstaðahæli aðfararnótt 19. þ. m. Hrefna Sigfúsdóttir Gréta Sigfúsdóttir Þráinn Sigfússon Hannes Sigfússon. t Móðir okkar Kristjana Guðlaugsdóttir andaðist að heimili sínu Skóla vörðustíg 33, miðvikudaginn 18. marz. Fanney Tryggvadóttir Kristbjörn Tryggvason Þuríður Möiler Aðalsteinn Tryggvason. kunnu hjóna, er þar bjuggu, Guðrúnar Jóhannsdóttur og Kol beins Högnasonar. Hann dvald ist lengst af í föðurhúsum fram til tvítugs, en var þó á þeim tíma einn vetur hjá séra Ófeigi í Fellsmúla á Landi og annan vetur á íþróttaskólanum að Geysi í Haukadal. Síðar stund- aði hann um nokkurra ára skeið hin ólíkustu störf, var m.a. bifreiðastjóri og sjómaður á bát um, togurum og farskipum. Árið 1950 hóf Björn störf hjá fyrirtækinu Bræðumir Orms- son. Lauk hann prófi í rafvéla- virkjun og starfaði sem verk- stjóri hjá fyrirtækinu til dauða dags. Árið 1954 giftist Björn eftir- lifandi konu sinni, Kristínu Þorsteinsdóttur, og eignuðust þau sjö böra. Dóu tvö þeirra ung, en á bak föður sínum sjá tvíburarnir Karítas og Þor- steinn, þrettán ára, Eiríkur, tíu ára, Gunnar, fimm ára, og Rann veig, þriggja ára, auk sonarins Guðmundar, sem fæddist 1950. Þannig vom í hnotskurn helztu þættirnir í æviskeiði Björns. En stutt og þurr upp- talning segir harla lítið um fjölþætt og viðburðaríkt líf hans. Björn hlaut sinn skerf af erfiðleikum þessa heims, en líf hans var hamingjusamt. Hann ólst upp á góðu heimili með ást- ríkum foreldrum og systkinum, hann fékk svalað útþrá sinni og ævintýralöngun sem ungur mað- t Bróðir okkar Sigurður Hannesson frá Sumarliðabæ, verður jarðsun.ginn frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 21. marz kl. 3 e.h. Systkinin. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför mó'ður okkar, tengdamóður og ömmu Jónínu Guðmundsdóttur Garðstöðum, Garði. Börn, tengdaböm, barna- böm og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, systir, mó'ðir, tenigdamóðir og amma, Kristín Jónasdóttir, lézt að heimili sínu, Vífils- götu 12 að kveldi hins 18. marz. Ormur Grímsson, systkin, börn, tengda- börn og barnaböm. t Hugheilar þakkir flytjum við öllum þeim, sem vottuðu okk- úr samúð og hlýhug við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdafóður og afa Óskars Þórðarsonar húsasmíðameistara, Safamýri 31. Dýrfinna Kristjánsdóttir, börn, tengdaböra og bamabörn. t Faðir okkar og fósturfaðir, tengdafaðir og afi Jón Stefánsson Fjölnisvegi 13, sem lézt hinm 12. þ.m. verð- ur jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju laugardaginn 21. marz kl. 10,30. Ámi Þór Jónsson Sigurveig Einarsdóttir Þorbjörg Pálsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum auðsýnda samú'ð við andlát og útför Guðbjargar Helgadóttur Stykkishólmi. Krístmann Jóhannsson Guðrún Kristmannsdóttir Ásgeir Agústsson. ur. Hann kvæntist duglegri og samhentri konu, sem bjó honum fallegt heimili, og börn þeirra voru hans yndi. En Björn hafði sjálfur til brunns að bera flesta þá eigin- leika, sem stuðla að eigin og annarra hamingju. Skapprýði hans og jafnaðargeði var við- brugðið, og flestir, sem kynnt- ust honum náið, urðu varanleg- ir og tryggir vinir hans. Hins vegar var hann viljafastur og hvikaði ekki frá þeirri skoðun, sem hann taldi rétta. Hann lézt með því æðruleysi, sem ein- kenndi hann alla ævi. Ég kynntist Birni persónulega gegnum" magsemdir, en auk þess var ég svo lánsamur að hafa hann sem starfsfélaga í rann- sóknaferðum á öræfum landsins sumurin 1962—1964 og ferðafé- laga í ótal veiðiferðum. Hann var mikill náttúraunnandi, sem eflaust var arfur frá þeim tíma, sem hann bjó í Kollafirði, og hann varði eins miklu af frí- stundum sínum úti i náttúrunni og honum var unnt. Hann var afburða veiðimaður og stundaði laxveiðar um áraraðir. Það var mikill lærdómur að fylgjast með honum í þeim ferðum, bæði vegna leikni hans og ekki síð- ur vegna þess, að hann gekk að veiðunum með gleði og hugar- fari hins sanna sportmanns. Þetta kom einnig fram í áhuga hans á fiskirækt, sem hann vann mikið að. A öræfum var Björn að allra dómi einn hinn bezti og örugg- asti ferðafélagi, sem völ var á, og er þó á engan hallað. Þar naut hin ágæta skapgerð hans sín til fulls, jafnaðargeð og ró- lyndi, og úrræði fann hann við hverjum vanda, sem bar að höndum. Þau sumur, sem hann ferðaðist með okkur sem tækni- legur allsráðandi, fundum við til meiri öryggiskenndar en nokkurn tíma fyrr eða síðar á ferðalögum. Það varð að orð- tæki í hópnum, að það tækni- legt vandamál væri ekki til, sem Björn gæti ekki gert við með „nagla og snæri”. Við búum enn að hugvitssemi hans og úrræðum á ferðum okk ar. En lengst mun þó lifa minn- ingin um frábæran vin og fé- laga, og við hörmum ótímabært fráfall hans. Megi hin góða mínning, sem sam ferðamenn Björns í þessu lífi geyma um hann, létta eiginkonu hans, börnum, aldraðri móður og öðram ættingjum sorg þeirra. Ingvi Þorsteinsson. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra er heimsóttu mig og glöddu á ýmsan hátt á 100 ára afmæli mínu. Ég óska ykkur öllúm Guðs blessunar. Ambjörg Arnadóttir Melabraut 7, Hafnarfirði. í dag verður til moldar bor- inn Björn Kolbeinsson, rafvéla- virki. Hann andaðist á Land- spítalanum fimmtudaginn 12. þ. m. eftir stranga sjúkdómslegu. Björn fæddist 6. janúar 1921 að Kollafirði á Kjalarnesi, son- ur hjónanna Kolbeins Högnason ar, bónda og skálds, og konu hans Guðrúnar Jóhannsdóttur, kennara. Bjöm ólst upp í Kollafirði fram undir tvítugs aldur við al- menn sveitastörf. Meðfædd at- hyglisgáfa hefur stuðlað að því, hve fjölfróður Björn var um náttúru þessa lands. í foreldra- húsum hlýtur hann að hafa not- ið góðrar tilsagnar um umhverfi sitt, svo lagið var honum að þekkja blóm, steina, fugla og fiska og svo gjörkunnugur var hann lifnaðarháttum í íslenzkri náttúru. Enda þróaðist með hon um mikil ást á útilífi og ferða- lögum, og var hann með traust- ustu ferðamönnum þessa lands. Ekki munu margar jökulárnar á hálendi fslands, þar sem Björn hefur ekki valið vað fyrir sám- ferðafólk sitt, enda fáum betur treystandi til slíks. Um tvítugt fór Björn að heim- an. Hann var einn vetur á íþróttaskólanum í Haukadal og einn vetur hjá séra Ófeigi Vig- fússyni á Fellsmúla. Síðan stund aði hann ýmis almenn störf, bifreiðaakstur, sjómennsku á fiskibátum, togurum og farskip um, en hóf nám í rafvélavirkj- un 1950 hjá Bræðrunum Orms- son og starfaði þar til dauða- dags, lengst af sem verkstjóri. Verður lengi í minnum haft, hve mikinn áhuga Björn hafði á öllum sínum verkum, og hve velvirkur og ráðagóður hann var. Hann hefur skilið eftir mik- inn og góðan arf meðal samstarfs fólks síns, ekki sízt ungling- anna, sem nutu tilsagnar hans. Verður honum seint þakkaður sá skerfur, sem hann hefur lagt af mörkum við uppbyggingu fyrirtækisins. Það var ekki aðeins gæfuspor uppeldissystur minnar, Kristín- ar, þegar hún giftist Birni 18. júní 1955, heldur allrar okkar fjölskyldu. Svo mikill aufúsu- gestur var Björn í okkar hópi. ,Með okkur tókst strax kunn- ingsskapur, sem skjótt óx upp í vináttu, sem aldrei bar skugga á. Upp í hugann koma ótal ánægjustundir við veiðar og ferðalög, sem aldrei munu gleym ast, við hlið hins óeigingjarna drengskaparmanns og karlmenn is, sem Björn var. Ekki hefði hvarflað að mér fyrir ári, að ég stæði nú í þessum sporam og skrifaði eftirmæli um Björn, sem var ímynd karlmennskunnar og heilbrigðinnar. En eigi má sköp um renna. Kristín og Björn eignuðust sjö börn og eru fimm þeirra á lífi, öll á bernskuskeiði. Einn son, átti Björn áður en hann kvænt- ist, og er hann nú um tvítugt. Er því mikið verkefni fyrir höndum hjá systur minni og óska ég henni guðs blessunar og styrks við að komast yfir þá erfiðu tíma, sem framundan eru. Að lokum dettur mér í hug hluti af mannlýsingu úr' kvæði eftir Kolbein Högnason, föður Björns, er mér finnst vel eiga við hinn látna vin minn og mág: Vann hann víða að vandamálum. Hófst í heiðri af hverri raun. Örugg var ætlun, ást á sannleika. Vottuðu verk vit og göfgi. Karl Eiríksson. Örfá kveðjuorð. Er hel í fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. Það snart mig þannig, og alla mína fjölskyldu, hvað þá konu og börn, þegar við urðum þess vís, að Björn Kolbeinsson væri haldinn ó- læknandi sjúkdómi. Við áttum Framhald á bls. 23 Guðríður Kristins- dóttir — Minning Fædd 3. sept. 1897. Dáin 11. marz 1970. Kveðja frá barnabörnum. Nú hvílir í svefni héluð storð og hljóðlát er vetrar rósin. Þó ber hún frá Guði bróðurorð, sem bragandi norðurljósin. Nú sefur hún amma einnig vært — í eilífðar blómstur garði. En ástvini hefur sorgin sært. Hún sofnaði fyrr en varði. Við segjum ei hérna sögu þá er svipti þig góðum maka. Þá barstu á höndum börnin smá þótt bagaði nætur vaka. Það raskaði mörgu reynsla sú, sá róður með börnin fjögur. En auðna þín, göfgi, ást og trú við átökin þung, var fögur. Við minnumst þín amma alla tíð í önnum að fegra og laga. En þó varstu okkur ætíð blíð og æskunnar vermdir daga. þar lagðir þú oftast rós við rós og ræktaðir hamingjuna. Að koma til þín var kærust þrá og kærleikann ljúfa finna. Við unaðarstundir áttum þá í atlotum handa þinna. Við eigum svo fögur æsku ljós sem ætíð er vert að muna, Við kveðjum þig amma kvíðnum róm svo klökk yfir burtför þinni. Því leggjum við þetta litla blóm á legstaðinn hinzta sinni. E. J. E. Vegna jarðarfarar Björns Kolbeinssonar, verkstjóra verða skrifstofur vorar, verzlun og verkstæði lokuð frá kl. 13—16 föstudaginn 20. marz næstkomandi. BRÆÐURNIR ORMSSON H.F.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.