Morgunblaðið - 20.03.1970, Síða 28

Morgunblaðið - 20.03.1970, Síða 28
^28 MOŒlGUNBiJVÐIÐ, FÖSTUDAGTJR 20. MABZ 1070 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR verið skrifað frá skrifstofunni minni. Hver sknaittínn gietiuir h'aifa orð- ið atf þessuim Maiuvoiisiin-sitr'ák? Stór og þunglamalegur gekk Babin eftir götunni og tuggði vindilstúfinn. Þetta var leiðin- teg stund daigsinis — stuindin þegar hann þurfti að fara heim til sín. Hann þoldi ekki heim- álíið Siiitlt né fjölskylduma, og settist við kvöldverðarborðið mnildiriaindi og hotrfði á feoiniuinia og bömin ásökunaraugum. Án þess að bíða eftir siðasta réttinum, stóð hann upp, gekk inn í skrifstofuna sína og greip símann. — Ert það þú, Armandine? Já, Raioull hér ... Ef þú slkyldiir rekast á hávaxinn ungan mann, svartklæddan og með selskinns- húfu ... Nei... ég get ekki út- skýrt það í símann ... Sjáðu til. Það er það, sem ég vil .. Og það er mjög mikilvægt... Mér er meira að segja sama þé þú... Þú skilur, ekki satt? ... Góða nótt, elskan ... Það er eng inn hjá þér, er það? Hann sagði þetta fyrir kurteisis sakir, því að hann vissi mæta vel, að hann átti blíðu Armandine hinnar fögru í félagi við að minnsta kosti tvo aðra, ef ekki þrjá. n. — Allt í lagi. Þú þarft ekk- ert að vera feiminn við mig. Gilles hafði hrokkið upp af svefni og séð, að hann lá alls- nakinn í rúminu. Hann hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að einu náttfÖtin hans væru of ó- hrein til þess að vera í þeim, og í svefninum hafði hann sparkað ofan af sér rúmfötunum. — Þú ert með skinn eins og krakki, sagði Jaja, um leið og hún laut niður til þess að taka sokkana hans upp af gólfinu, og sneri þeim við um leið. —Eru þetta þeir einu, sem þú átt? Allt í lagi, liggðu bara dálítið í rúm inu. Þegar hún kom aftur, nokkr- um mínútum síðar, var hún með höndina í sokknum og stoppu- nál með svörtum þræði í hinni hendinni. — Þér er óhætt að fara á fætur. Og þegar hann hreyfði sig hvergi, bætti hún við: — Hvað er þetta. Ertu feim- inn að klæða þig svo ég sjái til? Ég er búin að sjá allt, sem guð hefur skapað á þér. Gott og vel. Ég skal fara. Þegar þú ert tilbúinn, kemurðu niður og færð þér morgunbita. Honum gekk furðu greiðlega Sefur þú oft yfir þig Hér er rétla lausnin! Rafmagnsvekjaraklukka sem hringir á 10 mínútna fresti, þar til þú ferð á fætur! Tilvalin fermingagjöf. Heimilistæki sf. HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Útgjöld þín aukast skyndilega. Fullvissaðu þig um að breytingar séu eðlilegar. Fyrirvaralitið verður þú að takast á kendur ábyrgð, og átt engra annarra kosta völ. Láttu viðskipti og önnur málefni utan heimilis hafa forgang. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Tunglið þitt er á hápunkti, og þú ættir að geta gert betri samninga. Fjölskyldan og félagar þfnir eru ekki samstillt í svipinn. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Allt ætti yfirleitt að ganga sæmilega vcl hjá þér, en þú skalt ekki vera heimtufrekur. Það tefur þig að masa of mikið. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þótt þig blóðlangi til að sleppa öllum smáatriðum, skaltu endilega pína þig áfram. Haltu þig við öryggismálin, og gættu þess að vinnu- brögðin séu góð. Neitaðu þér um freistinguna að karpa. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ef þú ferð nákvæmlega yfir alla hluti heima hjá þér, verðurðu al- veg undrandi yfir þeim ósköpum, sem þar eru ónothæf. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þér verður litið úr fjármununum. Þú hefur hvorki tima né ástæð- ur til að leyfa þér nokkurn munað. Haltu áfram. Vogin, 23. september — 22. október. Reyndu að fá haldgóða samvinnu, og betri gagnkvæman skilning hlýturðu að geta fengið. Gerðu grein fyrir áformum þinum og vertu reiðubúinn að breyta þeim, ef þörf krefur, þannig að auðnast megi að ljúka verki í tæka tið. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú sómir þér illa við að reyna að villa fyrir fólki. Reyndu að halda þig við efnið, og ljúktu liálfköruðum verkum. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Byrjaðu snemma og haltu vel áfram. Það er furðulegt hverju þú getur komið I verk, með beinu áframhaldi. Þetta kemur til af þvf, að dómgreind þín er óvenju skörp. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Vertu fús að greiða úr flækjum, sem varða starf þitt og fjármál. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Nú er ekki tími til að láta skapið hlaupa mcð sig f gönur. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Gerðu þér grein fyrir fjárreiðum þínum og ákveddu leyfið, sem fram undan er. Reyndu að fá hópstarf samþykkt. að rata niður og hún gæddi hon um á tveimur tylftum af ostr- um og hvítvíni, sem hann þorði ekki -annað en þiggja til þess að særa ekki tilfinningar hennar. — Nú er ekki rétti dagurinn til að fara til fólksins þins. Það er Allraheilagramessa og þá fara allir í kirkjugarðinn. Ég er að steikja kanínu. Þykir þér hún góð? Skyldi hann nokkum tíma eiga ef tir að lif a stundir eins og þessar? Og þó voru þær svo sem ekkert sérstakar. Hann leit út á litla torgið. Handan við stóramí gildið voru litlu fiskibátarnir að draga upp segl sín í suddarign- ingunni. Inni hjá Jaja þefjaði allt af víni, eplavíni og steikt- um lauk. Handleggirnir á henni voru geysimiklir og með ein- hverjum ljósum roða, sem virtist óeðlilegur. Hún orkaði einhvern veginn þannig á hann, að honum fannst hann aftur vera orðinn krakki, svo að þegar hann fór út, leit hann allt í kringum sig til þess að gá að, hvort nokkur hefði séð hann. V Strætin voru sama sem mann- auð. Öðru hverju brá fyrir svartklæddum gömlum konum, með blómapott í hendi, eða ofur lítinn blómavönd. Gilles spurði ekki til vegar, svo það tók hann næstum hálf tíma að finna Hafnargötu, enda þótt hún væri þarna skammt frá. Á nr. 17 þekkti hann aftur dyrnar með boganum yfir, sem hafði svo oft verið lýst fyrir honum — aðeins voru hurðirn- ar, sem voru sagðar grænar, nú orðnar litlausar. Án þess að hugsa sig um, gekk hann að glugga með tjaldi tfýtrir og neynidi að sjá intn utm bann. Hann stóð þarna góða stund, en þá varð hann þess snögglega var, að það, sem hann hafði tekið fyrir sína eigin speg ilmynd í rúðunni, var annað andlit, sem horfði á hann undr- andi. 'Þetta var gamalt andlit og honum fannst fölvinn á því vera óeðlilegur, en hann vissi aldrei, hvort þetta var andlit karls eða konu, því að hann sneri snöggt við og lallaði burt. Hann fór inn í dómkirkjuna. Hámessan var um það bil hálfn- uð, en hann var þar þangað til henni var lokið. Hann horfði á söfnuðinn streyma út. Hann langaði til að koma auga á Eloi frænku, eða það sagði h-ann að minnsta kosti við sjálfan sig, en sú, sem- hann langaði raunveru lega að sjá, var stúlkan frá kvöldinu áður. Borgin orkaði óviðkunnan- lega á hann. Hann vissi ekkert, hvert hann átti að fara eða hvað hann ætti að taka sér fyr- ir hendur. Hann hefði getað farið inn í eitthvert kaffihús, en óttaðist að verða þar áberandi um of. Hann tók ofan selskinns húfuna og stakk henni í vasa sinn, en það breytti litlu, þar eð sniðið á yfirfrakkanum hans nægði til að vekja athygli. Honum létti stóruim þegar hann kom aftur inn til Jaja, fimm mínútum fyrir tólf og fann uppbúið borð handa sér úti við gluggann. — Halló! Ertu búinn að týna húfunni þinni? Hann dró hana upp úr vas- anum og hún tók hana og athug aði hana vandlega. — Hún er ósvikin. Skyldi hún vera nóg til að búa til kraga úr henni? Kerti loguðu við flesta leg- steinana, og við hivern vindblæ hölluðust logarnir í þessa átt- ina eða hina, eins og lifandi skepnur, og allir í sömu átt. Það var eins og þeir ætluðu að slokkna, en iifnuðu svo við, eins og fyrir eitthvert kraftaverk. Á blautum malarstigunum gekk fólk hægar en það átti að sér, og talaði saman í hálfum hljóð- um. Gilles las nöfnin, sem grafin voru á legsteinana, og þarna voru mörg nöfn, sem komu hon- um kunnuglega fyrir sjónir, þar eð foreldrar hans höfðu nefnt þau svo oft. Vitaline Basse var eitt þeirra. Krypplingur, sem hafði verið vinstúlka móður hans. Mamma hafði oft talað um hana. ... í Herranum sofnuð, 32 ára að aldri. Biðjið fyrir henni. Honum datt í hug að leggja blóm á leiðið hennar, af því að þar voru engin fyrir, né heldur kerti. Hann fékk oft svona hug- dettur. En svo hikaði hann. Hann yrði að fara út fyrir kirkjugarðinn og spyrja um verðið á blómunum. Oig koman, sem seldi þau mundi glápa á hann ©teinhissa. Og þegar hann svo kæmi aftur að leiðinu og legði blómin á það, mundu kannski skyldmenni Vitaline Basse koma á vettvang og fara að spyrja, hver hann væri. Trésmíðovélar til sölu Til sölu á Auðbrekku 36, Kópavogi bandslípivél, hulsuborvél, þykktarhefill, bandsöng og borvél. Til sýnis eftir kl. 3 í dag. Þorvaldur Þórarinsson, hrl. Fermingargiafir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.