Morgunblaðið - 26.03.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1®70 3 Séra Ólafur Skúlason; Krossins tákn Ekki virðast allir klukkutímar jafn langir. A.m.k. ekki, þegar borinn er sam an tíminn, sem liðinn er, frá því að eitt- hvað skemmtilegt, heillandi hófst, við annað tímabil, meðan hörmungar eða vonbrigði hrjá. Hið sama getur átt við um vegalengdir. Slkrefin, sem JeBÚs tók upp á Gol- gatahæðina, hafa orðið að spanna sömu vegalengd og hermennimir stikuðu, svo var og um illvirkjana tvo, sem með hon- um voru færðir til krossfestingar. Hið sama hefur átt við um Maríu, móður Jesú, lærisveininn unga og fulltrúa prest anna. En aðeins hið ytra var líkt. Þeir, sem hefðu getað skyggnzt undir yfir- borðið, hefðu geta lesið á aðrar klukk- ur en þær, sem alltaf telja sekúnd- urnar jafnlangar. Ekki er frá því greint í guðspjöll- unum, að þeir tveir, sem með Jesú voru krossfestir, hafi átt nokkra þá vini eða kumminjgja í 'hópi þeirra, sem mieð fóru, er hefðu viljað votta þeim samúð sína. Einhvers staðar hafa þeir þó átt ætt- ingja, í einhverju húsi hefur kinn vökn að undan þeim tárum, er örlög þeirra köliuðiu fram. Og vant er hægt að hiuiglsa sér, að aldrei hafi verið á þá minnzt eða um þá talað af vinveittum mönnum. Hitt er öruggt, að enginn af þeim, sem ekki var alveg sama um þessa óláns- sömu menn, hefur gert það af fúsum vilja að minna á krossinn, sem þeir voru deyddir á. í þessu sem öðru á sá, sem í miðið var, sérstöðu. Hve undarlegt, að krossinn skuli skipa viðhafnarsess. ömurlegra tákn er þó vart hægt að hugsa'sér. Við erum honum svo vön sem sérstöku tákni, að við setjum hann ekki í samband við gas- klefa síðustu heimsstyrjaldar, er hentug- astir þóttu þeim til útrýmingar, er ekki var ætluð framtíð meðal útvalinna. Fá- ir eða engir hugsa um fallexi eða gálga, þegar krossinn sézt. Utan flestra borgarmúra fyrri tíma gnæfðu þó kross arnir, skutu myrkfælnum skelk íbringu og áttu að hræða aðra frá því að vinna þau verk, er leitt höfðu hina kross- festu síðustu skrefin. Engum hefði dottið í hug að gera krossmark yfir vini sínum, slíkt hefði þótt fyrirboði hinnar mestu ógæfu, sá sem fest hefði upp kross á fagran vegg, hefði sjálfur verið talinn eitthvað rugl- aður, haldinn ógæfuleit á leið til glöt- unar. En svo er afstaðan breytt gagn- vart krosstrénu, að í dag þykir það fagur siður að gera krossmark yfir rúmi sofandi bams, og þá vinir kveðja hinztu hvílu brottkallaðs, gera þeir það með tákni krossins. Þannig taka líka margir á móti hverjum nýjum degi og láta krosstáknið, signinguna, vera ímynd þess, sem hrekur hið illa á flótta. Þó hefur krossinn ekkert breytzt. Hann er enn hinn sami. Breytingin, sem orðin er á afstöðunni til hans, er vegna hans, sem látinn var hanga í miðjunni. Jesús sóttist ekki eftir krossinum. í hans augum var hann jafn ógnvekjandi sem hjá öðrum. En hann hikaði aldrei hans vegna í því, sem hann vissi rétt og í samræmi við það, sem allt hans líf og orð tók af mið: Trúin á hinn himneska föður og kærleikann til allra manna. Getur trúin og kærleikurinn haft svo ógnvokjandi afleiðmgiar? Við sieigjuim oft, að í trúnni sé öryggi. Er það þá hið sama og, að Guð muni slökkva á kertinu, sem barnið var að leika sér að, áður en slys hlýzt af? Er það trúar- innar tákn að halda í ferðalag öruggur, þó hemlar séu ekki í lagi? Spenna að- eins greipar í verstu brekkum og á gatnamótum? Til eru undursamlegar sagnir um það, þegar Guð grípur inn í og breytir öllu. En slíkt er ekki hið sama og vissan um það, að sá sleppi við alla erfiðleika, sem einlægast trúarlíf reynir. Trú felur ekki endilega í sér velgengni, bænir tryggja ekki hið bezta hlutskipti. Hafa ber ætíð hugfast, að þó ekkert það gerist, sem endanlega brýtur í bág við ráðsályktan Guðs, er ekki allt, sem gerist, í samræmi við vilja hans. Hann vill ekki sjúkdóma, hatur er and- stætt vilja hans. Guð vill ekki vigvél- ar og morðtæki, alveg eins og rógstung- ur og niðurrifssagnir eru í ósamræmi við kærleika hans. En þetta er ekki hið sama og að hatrið sé ekki til, að sjúk- dómar þekkist ekki og þeir séu ekki margir, sem yndi hafa af að koma illu af stað með tungu sinni. Böl er fylgi- fiskur illskunnar, ógæfa afieiðingin og óhamingja lagskona. En sagan er ekki öll sög. Guð breyt- ir böli í blessun. Um það er krossinn talandi tákn. Hann gerði merki ósigurs- ins að sigurveifu. Þegar allir töldu, að Jesús hefði beðið hina verstu niðurlæg- ingu, sneri Guð því til betri vegar, þannig að á meðan nokkur maður byggir þessa jörð og nokkur andi fær frjáls að tilbiðja það bezta og göfug- asta, þá mun langa frjádags í krafti páska verða minnzt sem blessunarinn- ar opinberun, er Guð sýndi kærleika sinn. Þá hann sýnir mátt sinn til þess að snúa öllu til hins betri vegar. Hinn kristni söfnuður var sannfærð- ur um það, þá litið var yfir atburði síðustu jarðvistardaga Jesú, að faðir- inn hiefði elklki verið fjiarlæigiur oig af- skiptalaus, þegar sonurinn leið kvalir og dó, heldur hafi hann á undursiam- legan hátt verið í syninum. Þannig sýndi Guð kærleika þrátt fyrir mann- anna grimmd. Guð var þarna eins og hann er, þegar hann er ákallaður, þeg- ar við þurfum á honum að halda. Hann er hjá okkur, jafnvel þegar okkur finnst við yfirgefin, heillum horfin og því svipt, sem virtist gefa lífinu gildi. Og sú ógæfa er ekk til, að hann geti ekki breytt henni á einhvern veg til blessunar. Tíminn er óbreytanlegur, jafnvel þó okkur finnist klukkustundirnar mis- langar. Guð er eins óbreytanlegur, af því eðli hans er kærleikurinn, og hann lætur ekkert það gerast, sem endanlega snýst ekki með hans hjálp á sveif með kærleikanum til sigurs á hatrinu og illskunni. Bridge ÍSLANDSMÓTIÐ í bridge fyrir árið 1970 hófst um sl. helgi. í meistarafloklki keppa 10 sveitir og hafa úrslit í 4 fyrstu umferð- umwn orðið þesisi: 3. umferð: Sveit Benedikts vann sveit Steinþórs 12:8. Sveit Guðimundar vann sveit Baldurs 16:4. Sveit Stefáns vann sveit Sig- urðar 17:3. Sveit Jóns Hj. vann sveit Hjalta 11:9. Sveit Hannesar vann sveit Jóns St. 11:9. 4. umferð: Sveit Hannesar vann sveit Benedikts 16:4. Sveit Hjalta vann sveit Jóns St. 20:0. Sveit Sigurðar vann sveit Jóns Hj. 16:4. Sveit Stefáns vann sveit Balduns 20:0. Sveit Steinþórs vann sveit Guðmundar 20:-h4. Að 4 umferðum lo/knum er staða efstu sveitanna þessi: Sveit Steinþórs 59 stig 2. Sveit Hjalta 56 — 3. Sveit Benedikts 50 — 4. Sveit Hannesar 50 — 5. Sveit Stefáns 48 — 6. Sveit Jóns Hj. 46 — Úrslit í 5. unmfarð urðu þessi: Svieit Bemediikts vaon sveit Guðmundar 20:-h4 Sveit Stefánis vanin sveit Steiinlþórs 12: 8 Sveit Jóms Hj. vanin isveit Balduns 13: 7 Sveilt Jóms St. vamm sveiit Sigiurðair 20:-=-2 Sveit Hjalta vamm veit Hanmiesar 17: 3 Að 5 uimfeirðum lloknum er röð efstu sveitanna þessi: Stig 1. sveit Hjailta Eliasson.air 73 2. sveit Bemiediitots Jóhamniss. 70 3. sveit Steinlþórs Ággeiras. 67 4. isveit St. J. Guðjoihnaen 60 5. sveilt Jónis Hj.ailtasooar 59 6. sveit Hannear Jónssoinlair 53 Sjötta umfierð var spilluð í gær- kvöldi, en í dag kl. 13.30 hefst 7. umiferð og í 'kvöld kl. 20 sú átt- und'a. Á iaiuigardaig Jcl. 13.30 feir iflram síðaisita umifeirðin. Spilað er í Dornus Medioa við Egilsgötu. Bátur óskast 10—20 tonna bátur óskast til leigu strax. Upplýsingar í síma 21662 og 30697. Meinalæknilélag íslnnds heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 7. apríl kl. 20,30 í Þjóð- leikhúskjallaranum. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Sölumaður óskast Yngri maður óskast til sölustarfa, aðallega til að selja verkfæri. Umsókmr með sem itarlegustum upplýsingum sendist í póst- hólf 90. G. Þorsteinsson og Johnson hf. í fogrum dal hjá fjallabláum straumi með silungi og laxi, er til sölu landstór bújörð með góðum húsakosti. Hentug fyrir sumarbúðir starfs- mannahópa. Þeir sem óska uppiýsinga, sendi nöfn og símanúmer í póst- hólf 1105 Reykjavik, HEYR! 1 nýútkominni Jóninu er dregið fram í dagsljósið eitt af aðal- vandamálum ungu kynslóðarinnar í dag, þar sem eiturlyfja- neyzla er. Birt er sannort viðtal við isl. eiturlyfjaneytenda, þar sem hann skýrir af fullri hreinskilni frá reynzlu sinni af eiturlyfjum. „Litið inn í ísí. kommúnu", nefnist athyglisverð frásögn af sambýli ungs fólks. „Þú meinar hvenær ég tók fyst píu? Ég var 14. Hvot það er heppilegur aldur veit ég ekki." — Þessa setningu sagði Björg- vin Halldórsson m.a. í afar berorðu viðtali, er birtist í blaðinu. Auk þess er í þessu blaði greinar um Tilveru, Mods, Trix, Acropolis, Tónatríóið og Litla matjurtagarðinn, auk erl. efnis og greinanna: „Hætta Roof Tops", „Hann er ógeð”, „Kasta þvagi á söngvarann", „Upp með bjór og næturklúbba" — viðtal við Jónas Rúnar Jónsson, o. fl„ o. fl. Táningblaðið JÓNÍNA Sumarvinna og skólar í Bretlandi Sem einkaumboðssali hinnar traustu og merku stofnunar „International Hospitality" getur Sunna boðið unglingum skólavist og sumarvinnu í Bretlandi, sem bæði við og foreldrar getum treyst. Skólar og vinnustaðir í Suður-Englandi, eynni Whigt á Ermarsundi og London. Hægt að velja úr nokkur hundruð störfum. Menntastofnunin „International Hospitality" tekur árlega á móti þúsund- um unglinga frá mörgum löndum, m.a. miklum fjölda frá Finnlandi og Noregi. fslenzk stúlka starfar á aðalskrifstofunni og leiðbeinir og að- stoðar íslenzku unglingana. Vikukaup: 7}—11 sterlingspund. Enginn aukakostnaður, utan skrásetn- ingargjalds, þar sem atvinnuleyfi eru veitt ókeypis af brezkum stjórnar- völdum. Fargjald með leiguflugi kr. 9.500,—. Athugið, að Sunna veitir ekki umsóknum móttöku, nema meðmæli kennara og leyfi foreldra fylgi. Gildir það jafnt um skóla og sumar- vinnu. Umsóknir þurfa að hafa borizt skrifstofunni fyrir 30. marz. Bankastræti 7. símar 16400 og 12070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.