Morgunblaðið - 26.03.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUN’BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1970 % ¥ « 22*0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 IMAGIMÚSAR 4KIPHOLT»21 símar21190 eftirlokunílml 40381 HVERFTSGÖTU 103 YW Sendiferðabifreií-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna Bílaleigcm UMFERÐ Sínti 42104 SENDUM Ráðskona erlendis Ég er ek'kjumaður og þarf að vinna eriendis í eitt ár. Ætla að taka börorn með en vaot- ar koou til að aonast heimil-ið. Þær, sem vitja athuga að taka þetta að sér, sendi upp- lýsingar til Morgumblaðsios merktar „Ár erlervdis 2728". Stóra bókin um MÍNKARÆKT inrvbundin, 320 bts. með 175 myndum. Eirvkaomboð: H-C. JÖRGENSEN, Nýlendugötu 27. Pantið í síma 26270 eða í póstbótf 128, Kópavogi. Sendum um tand aWt. 0 Skírdagsgrautur Séra Jónas Jónasson fráHrafna gili segir frá því í bók sinni, „ís- lenzkum þjóðháttum" að á skír- dag hafi verið venja að skammta rauðseyddan, hnausþykkan mjólk urgraut að morgni, áður en menn fóru af stað tii kirkju. Þessi sið- ur hafi haldizt fram yfir miðja 19. öld, og sagði gömul kona séra J'ónasi, að ekki hafi altjent þótt þefgott í kirkjum á skírdag, — grauturinn þótti auka vind Jón Árnason segist líka muna eftir hnausþykkum grjónagraut á skír dagsmorgnum, og hafi hann ver ið kallaður skírdagsgrautur. 0 Fasta og hýðingar á föstudaginn langa Á föstudaginn langa var sums staðar siður áður að borða ekk- ert fyrr en eftir miðaftan, þ.e. klukkan sex. Þóttust þá margir illa haldnir, þvi að messugerð var þá í lengsta lagi, sunginn allur sálmurinn „Adams barn, synd þín svo var stór“, öll píningarsagan lesin og löng prédikun á eftir. Þá hýddu menn börn sín fyrir allar ávirðingar, sem þeim hafði orðið á um föstuna, en blökuðu þau ekki hendi þann tíma; minntu þau aðeins á, að bráðum kæmi föstudagurinn langi. Þessi hýðing átti einnig að ná til synda og misgerða, sem drýgðar höfðu ver ið fyrir föstuna, en ekki komizt upp, og líka munu börnin með þessu átt að taka eins konar þátt í písl Krists. Jón Árnason segir sögu af því, að lengi hafi eimt eftir af þess- um sið. Gömul kona átti dóttur, manni gefna og gifta, og var kerl ing komin í hornið til þeirra, en henni brá til gamla vanans og ætLaði að taka dóttur sinni tak á föstudaginn langa og hýða hana. Maðurinn konunnar bannaði tengdamóður sinni að hirta konu sína, svo að kerla varð að hætta við flenginguna. Þótti henni þá óguðleikinn langt á leið kominn f veröldinni, fór að skæla og bað guð að fyrirgefa honum að vilja ala slíkt óstýrilæti upp í kon- unni. Og enn er tii ungt fólk, sem fastar og hlustar á langlokur á föstudaginn langa, þótt e.t.v. láti það ekki hýða sig. 0 Sólardansinn á páskadagsmorgun Gamlir menn trúðu því, að þau venjubrigði yrðu um sólarupprás á páskadagsmorgun, að sólin kvik aði til nokkrum sinnum, og var þetta kallað sólardans. Þvi var trúað, að sólin dansaði af gleði í minningu þess, að Kristur reis upp frá dauðum um sólarupp- rás á páskadagsmorgun. í bók séra Jónasar eru tilfærðir tveir vitnisburðir aldraðs fólks. Ólafs Guðmundssonar í Litluhlíð í Skagafirði og Guðrúnar Ámunda dóttur frá Langholti í Hruna- mannahreppi, sem bæði höfðu séð sólardansinn i æsku sinni um og upp úr miðri síðustu öld. Frá sagnir þeirra eru með þeim hætti, að ekki er nein ástæða til þess að rengja sýnir þeirra, — hvemig svo sem nútímamenn vilja skýra slík fyrirbæri. Páskagrautur, sem var eins og skírdagisgrautur, var, snæddur á páskadagsmorgun, og er til saga af því, að Hvítárvalla-Skotta hafi sézt vera að þvo sér upp úr honum. 0 Bandarísk húsmóðir leitar hréfavinar Um páskana gefst gott tóm til bréfaskrifta. Þess vegna ætlar Velvakandi að birta nöfn og heim ilisföng nokkurra útlendinga, sem hafa skrifað honum og óska eft- ir að eignast „pennavini" á fs- landi. Margir hafa eignazt góða vini með því að skiptast þann- inn víkkar, tungumálakunnáttan eykst og gott getur verið að eiga góðan vin í öðru landi, skyldi maður einhvern tíma verða þar á ferðinni. Bandarísk húsmóðir, sem hef- ur mikinn áhuga á íslandi og ís- lenzkum málefnum, óskar eftir því að komast i samband við 30- 45 ára garnla íslenzka húsmóður og skrifast á við hana á ensku. Nafn hennar og heimilisfang er: Mrs. Marjorie Toney 31 Ocala Street West Haven Connecticut 06516 U.S.A. 0 Ungverskur piltur, sem safnar myntum Hávaxinn, sextán ára gamall gagnfræðaskólapiltur með gler- augu, sem á heima í Búdapest, óskar eftir því að skriíast á við pilta og stúlkur á hans reki á ís- landi. Áhugamál hans eru að safna myntum hvaðanæva að úr veröldinni, læra tungumál, skrií- ast á við útlendinga og safna „interesting" hljómplötum. Bréf- ið er skrifað á ensku. Nafn og heimiHsfang: István Schíitz Budapest, VIII. Népszinházu. 57. Magyarország — Hungary — Ungverj alandi. 0 Þjóðverji í Kiel Lan.gmaak, 23 Kiel 14, Hofstr. 3, Deutschland. vill skrifast á við íslending, 15- 50 ára gamlan, sem talar og skrif ar þýzku. Hann segist hafa sér- stakan áhuga á íslenzkum fri- merkjum. 0 Tékknesk telpa Þrettán ára telpa 1 Bratislava, sem er á vinstri bakka Dónár, skrifar einkar hlýlegt bréf á góðri ensku og með fallegri rit hendi. Hana langar til þess að skrifast á við 12 til 15 ára gamlar stúlkur og pilta á ís- landi. Nafn og heimilisfang: Katarina Sláviková, Syslova 41—Prievoz, Bratislava, Ceskoslovensko — Czechoslovakia — Tékkóslóvakíu. Höfum kaupanda að fjárjörð i uppsveitum Borgarfjarðar • • eða í Árnes- og JORÐ Rangárvallasýslu. Fasteignasalan HÚS & EIGNIR Bankastræti 6 — símar 16637—40863. Árbæjarblómið MUNIÐ PÁSKABLÓMIN. Opið 10—3 skirdag — 9—4 laugardag 10—1 annan í páskum. Skrifstofustarf Ungur, reglusamur skrifstofumaður óskast strax. Upplýsingar um störf og kaupkröfu sendist til afgr. Mbl. fyrir 3. apríl merkt: „Starf — 8869". 6600 Fasteignaþiónustcan: Fær daglega tugi nýrra kaupenda að ýmsum stærð- um íbúða. Sölumöguleikarnir eru mestir þar sem kaupendur eru flestir. Fasteignaþ jónustan: Hefur vana sölumenn í þjónustu sinni, sem geta aðstoðað yður vð verðlagningu á fasteign yðar. Fasteignaþjónust an: Er í hjarta borgarinnar. Hefur mikinn fjölda kaup- enda, og selur fyrir yður FUÓTT OC VEL! Fasfeignaþjónustan Sími 26600, Austurstræti 17, (hús Silla og Valda). RAGNAR TÓMASSON, hdl. Heimasímar: Stefán J. Richter, 30587, Jóna Sigurjónsd., 18396. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.