Morgunblaðið - 08.04.1970, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.04.1970, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIB, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1870 17 — Bréf Framhald af bls. 12 Akureyri hefur stöðvað að nokkru útstrey*ni frá Eyjafirði og nálægum sveitum og jafnvel atyrkt aðstöðu hinna minni bæja og kaupstaða á Norðurlandi sem aðalmiðstöð fjölþættrar atvinnu, verzlunar, samgangna og menn- ingar norðanlands. Vestfirðingar reyna nú að efla stærsta kaup- stað sinn, fsafjörð, m.a. með því að stofna þar menntaskóla. Eins og þið vitið er talsvert sérstætt með Austurland. Stærsti kaupstaður fjórðungs- ins, Neskaupstaður, sem á marga duglega athafnamenn, er illa sett ur með samgöngur á landi og í lofti og getur því ekki orðið mið stöð Austurlands. Það getur Seyð isfjörður heldur ekki orðið. En yngsta kauptúnið á Austurlandi, Egilsstaðir, hefur vaxið meir á síðustu árum en nokkurt annað kauptún þar. Á meðan atvinnu- vegir þjóðarinnar voru aðeins landbúnaður og sjávarútvegur, voru engin lífsskilyrði fyrir þorp eða kauptún, nema við sjávarsíðuna. En er atvinnuveg- irnir gerðust fjölþættari, varð breyting á þessu, eins og sýnir sig með Selfoss, Hvolsvöll, Hveragerði og Egilsstaði. Nú eru Egilsstaðir orðnir óum deilanleg miðstöð Austurlands. Þaðan og þangað liggja vegir víðsvegar um allan fjórðunginn. Þar er aðalflugvöllur Austur- lands. Þar er og miðstöð allrar kaupfélagsverzlunar Héraðsbúa og einnig sumra Fjarðanna. Þar eru og ýmsir opinberir starfs- menn, sem eru fyrir fjórðunginn allan, svo sem skattstjóri Aust- urlands. Um veturnætur fyrir fjórum árum fór ég ásamt dr. Árna Árnasyni fyrir Rotaryklúbb Reykjavíkur austur að Egilsstöð- um til þess að kanna skilyrði fyrir stofnun Rotaryklúbbs þar. En þar sem aðeins einn maður af hverri stétt má vera í sama klúbbi, álitu margir, að í svo fá- mennu kauptúni sem Egilsstöð- um væru ekki nægilega margar starfsstéttir til þess að fullnægja lágmarksfjölda samkvæmt lögum Rotary. En við athugun okkar dr. Árna reyndust starfsgreinar manna á Egilsstöðum og í ná- grenni vera um fjörutíu. Klúbb- urinn var stofnaður, en erfiðast var að finna fundartíma, því að vinnudagur kauptúnsbúa var svo langur og annir miklar. Fundartími var loks ákveðinn á þriðjudögum kl. 9 að kveldi. Klúbburinn mun hafa leyst hlut verk sitt vel af hendi, stuðlað að skilningi og góðu samkomu- lagi atvinnuvega og stétta, sem eiga fulltrúa í honum. Mér finnst það spá góðu um framtíð Egilsstaðakauptúns, hve hugkvæmir og duglegir íbúar þess eru að stofnsetja þar at- vinnufyrirtæki. Má þar nefna prjónastofuna Dyngju, sem þeg- ar hefur unnið sér góðan orð- stír og vakið á sér athygli, bæði hér heima og erlendis. Áður en Egilsstaðakauptún var stofnsett, hafði fólki fækk- að á Fljótsdalshéraði um alllangt skeið. Á aldarfj órðungnum 1920 —45 hafði íbúum þess fækkað úr 2045 í 1666, eða um 18%%. En með Héraðinu tel ég dalina, sem frá því greinast. f desember 1962 er fólksfjöldinn 2008, og er þá aðeins 37 færri en 1920. Ég hef ekki við hendina yngra manntal, en nú eru Héraðsbúar að sjálfsögðu orðnir mun fleiri en þeir voru 1962. Egilsstaða- kauptún hefur stöðvað að mestu brottflutning fólks úr Héraðinu. Og einhverjir hafa flutt úr Fjörðum til Egilsstaða og strjál- ingur annars staðar frá, jafnvel úr Reykjavík. Sumir bændur í nágrenni Egilsstaða munu drýgja tekjur sínar með því að sækja vinnu þangað, þegar þeim gefst tími til. En enn eru Egilsstaðir ekki nægilega sterk miðstöð fyrir Austurland, og þurfa því Hér- aðsbúar, og raunar fleiri Aust- firðingar, að gera allt sitt bezta til að efla kauptúnið, sem verða mun í framtíð höfuðstaður Aust- urlands og gegna sama hlut- verki þar og Akureyri gegnir nú fyrir Norðurland. Það mun vera fullráðið, að læknamiðstöð verði á Egilsstöð- um. Verða þá sennilega settir þangað þrír læknar, en brátt mun þurfa að fjölga þeim, ef þorpið stækkar mikið frá því, sem nú er. Og eftir því sem fólki fjölgar meir á Egilsstöðum, verð ur auðveldara en nú er að fá vel útbúna læknamiðstöð þar, hvað snertir húsnæði og tæki og síð- ar meir sérfræðinga. Það mun nú nokkurn veginn víst, að Austfirðingar geta feng- ið menntaskóla staðsettan ífjórð ungnum. En miklu varðar um staðarvalið. Skólinn verður að vera staðsettur þar sem mest eru líkindi til, að hann verði vel sótt ur, ekki aðeins af nemendum úr næsta umhverfi, heldur einnig úr fjarlægum sveitum. Einnig verður skólastaðurinn að vera lí'klegur til þess að draga að sér kennara, og gott er að mega vænta þess, að einhver hluti nemenda leiti þangað til búsetu og starfa að námi loknu. Ég hef heyrt, að leitað hafi vérið álits allra hreppsnefnda og bæjarstjórna í Austurlands- kjördæmi um stað fyrir mennta- skóla á Austurlandi. Hafi meiri hlutinn mælt með Egilsstöðum, nokkrir með Neskaupstað og fá- einir með Eiðum. Það er óheppi- legt, ef mikill ágreiningur verð- ur um staðarvalið, og ég vona, að hann sé ekki það djúpstæð- ur, að hann hindri framgang máls ins. Einnig vona ég, að svo vel takist til, að skólinn verði stað- settur þar sem hann hefur mest áhrif, menningarleg og fjárhags leg, til eflingar byggða á Aust- urlandi. Það er ekki óeðlilegt, að fjöl- mennasti kaupstaður fjórðungs- ins, Neskaupstaður, vilji fá menntaskóla til sín, en lega kaupstaðarins og samgöngur þangað og þaðan á landi og í lofti mæla gegn því. Á Eiðum er nú gagnfræða- skóli og barnaskóli, og á Hall- ormsstað húsmæðraskóli og barnaskóli fyrir Upp-Hérað. Að þessum skólum ber að sjálfsögðu að hlynna, og skólahús þar munu í framtíð, sem nú, koma að góðu haldi sem ferðamannagisti- hús á sumrin. Ef Austfirðingar vilja, að mið stöð sín og verðandi höfuðstað- ur eflist, þá virðist mér, að þar eigi að reisa menntaskóla Aust- urlands. Kaupfélag Héraðsbúa mun og fyrir nokkrum árum hafa samþykkt að gefa skólan- um allstóra lóð í Egilsstaða- kauptúni. Áður en fyrsta Alþingi kom saman, eftir að það var endur- reist með staðsetningu í Reykja- vík, höfðu stjórnarvöldin ákveð ið að flytja latínuskólann frá Bessastöðum til Reykj avíkur. Hafði Jón Sigurðsson haft for- göngu í því máli. Hann segir með al annars í hinni merku grein sinni, Um skóla á íslandi, sem kom út í Nýjum félagsritum ár- ið 1842: „Að Reykjavík sjálfri sémesta upphefð og efling að skólanum er enginn efi á, og því hefur heldúr enginn neitað. Bærinn fær ekki einungis falleg hús nokkur, heldur og verða margir skynsamir og valinkunnir menn við það borgarar í bænum, og getur bærinn vænt sér bæði sæmdar og nota af þeim; enda er víst að skólaflutningurinn til bæjarins getur orðið aðalstaður sá, sem vér þurfum að hafa, og orðið menntun þjóðarinnar og framförum að mestum notum.“ Engin mun nú efa, að Jón Sig- Urðsson hafði rétt fyrir sér, er hann vildi flytja Bessastaða- skóla til Reykjavíkur, og það varð skólanum sjálfum, Reykja- vík og þjóðinni allri til gagns. Jón vildi jafnan efla og laga Reykjavík, svo að hún gæti sómt sér vel sem höfuðstaður landsins. Latínuskólinn átti með- al annars að stuðla að því, að svo yrði. Eftir að niður var lagður bisk upsstóll og skóli á Hólum og prentsmiðjan flutt þaðan, voru Hólar ekki lengur höfuðstaður Norðurlands. Möðruvellir í Hörg- árdal urðu um langt skeið amt- mannssetur og síðar höfuðskóla- setur Norðlendinga. Þegar Norðlendingar fengu menntaskóla á Akureyri, datt eng um í hug að staðsetja hann á hinu forna biskupssetri, Hólum, eða hinu gamla amtmanns- og skólasetri, Möðruvöllum. Ég þarf ekki að lýsa því, hve mikla þýðingu menntaskólinn hefur haft fyrir Akureyri og raunar fyrir allt Norðurland. Ef skól- inn hefði verið settur á Möðru- völlum, en ekki á Akureyri, hefði hann aldrei orðið eins fjöl sóttur og hann er nú. Akureyri hefði heldur ekki orðið eins fjöl- mennur bær og mikill menning- ar- og framfarabær. Ef menntaskóli Austurlands yrði staðsettur á Eiðum en ekki Egilsstöðum, teldi ég það álíka mistök eins og orðið hefðu, ef Bessastaðaskóli hefði ekki verið fluttur til Reykjavíkur, og menntaskóli á Norðurlandi hefði verið staðsettur á Möðruvöllum. Þótt svo yrði, gætu Eiðar aldrei orðið miðstöð Austurlands. Það yrðu Egilsstaðir eftir sem áður. Vil ég nú með fáum orðum draga saman helztu rök fyrir því, að Menntaskóli Austurlands verði staðsettur á Egilsstöðum: 1. Egilsstaðir eru vegna legu sinnar sjálfsögð miðstöð Austur- lands og eru nú þegar orðnir samgöngumiðstöð þess og verzl- unarmiðstöð miðhluta Múla- sýslpa. 2. Óvíða á Austurlandi er veðr átta betri en á Egilsstöðum, og þótt ekki sé langt milli Eiða og Egilsstaða, munar þó nokkru, hvað veðrátta er betri á Egils- stöðum. 3. Egilsstaðir hafa á fáum ár- um vaxið meir að fólksfjölda en nokkur annar staður eystra. 4. Líklega yrði skólahald eitt- hvað ódýrara á Egilsstöðum en Eiðuim, því að ríkið myndi þurfa að reisa og kosta kennana bústaði á Eiðum ,en á Egilsstöð- um væri liklegt, að kennarar vildu sjáilfir reisa sér íbúðir, þar sem auðvelt myndi að selja þær aftur, ef þeir vildu losna við þær. 5. Líkindi eru til þess, að menntastoólinn mundi verða meira sóttur á Egilsstöðum en á Eiðum. 6. Alimargir nemendur úr kauptúninu mundu sækja skól- ann, og ýmsir nemendur utan kauptúneins myndu búa hjá frændum sínum og vinafólki í kauptúninu, svo að komast mætti af með minni heimaviistir en ef skólinn væri staðsettur á Eið- um. 7. Ýmsir þeir, sem setið hefðu í menntaslkóla á Egilsstöðum, myndiu leita þangað aftur að loknu námi eins og orðið hefur á Akureyri. Margir af embætt- ismönnum Akureyirar, svo sem kennarar, læknar, forstjórar fyr- ir ýmsum srtofnunum o.s.frv. eru sitúdentar frá M.A. 8. Fólki myndi ört fjölga á Egilsstöðum, er menntaskóŒi væri þar risinn. Skólinn sjálfur myndi veita ailmörgu fóliki at- vinnu. Og ýmsir myndu flytja þangað vegna aðstöðu barna sinna til skólanáma og jafnframt atvinnumöguleikanna í kaup- staðnum. 9. Sterlkustu röikin tel ég þó vena, að Egilsstaðir hljóta að verða höfuðstaður Austurlands í fram'tíð. Duglegir og djanfir at- hafnamenn og vel menntaðir og víðsýnir skólamenn geta gert staðinn að öflugri athafna- og menningarmiðstöð. Við Islendingar verðum aS leggja kapp á, að ekki aðeins á Austurlandi, heldur hvar sem er á landinu, haldist bókleg og verkleg menning í hendur og styðji hvor aðra. Ég vona, að Egilsstaðir verði í framtíð sterk og eftirsótt at- hafna- og menningarmiðstöð. Mun það verða til góðb báðum hinum skólasetrunum á Héraði, Hallormisstað og Eiðum, og einn- ig til þess, að eyðijarðirnar, sem nú eru á Héraði, byggist aftur smátt og smátt vegna aukins og nærtæks markaðar fyrir vörur bændanna, góðrar aðsitöðu til skólasóknar barna þeirra, og fjöl þættrar þjónustu Egilsstaðakaup túns. Ég trúi því fastlega, að EgiLs staðir hafi í framtíðinni sömu þýðingu fyrir Fljótsdalshérað og Austurland sem Akureyri hefur nú fyrir Eyjafjörð og Norður- land. Það hafa óneitanlega verið margir dimmir dagar hér syðra síðastliðið sumar. En þegar ég hlusta á veðurfregnir, varðar mig mestu, hvernig veðrið er á Akureyri og Egilsstöðum. Það hefur glatt mig mjög á liðnu sumri, hve sólSkinsdagarnir hafa verið margir á Fljótsdalshéraði. Það hefur bætt mér upp sólar- leysið hér syðra. Vona ég, að þið fáið mörg í röð eins góð sumur og hið síð- asta, og nýtt blómatímabil sé nú að hefjast fyrir Austurland, líkt og var á síðari hluta 19. aild- ar, en með miklu hraðötígari og stórfengiegri framförum en þá. Þá munu bændur á Fljóts- dalshéraði fá sama ál'it á sveit- um sínum og sböðu sinni eins og þeir höfðu á síðasta áratugi 19. aldar. Vélabókhald & Endurskoðun 1970 Kaupmenn, byggingarmeistarar, útgerðarmenn, verktakar, iðnrekendur, verkstæði. Tek að mér vélabókhald, venjulegt bókhald fyrir smærri og stærri fyrirtæki, verkstæði, útgerðarmenn o. fl. Annast launaútreikninga og hverskonar skýrslugerðir. Vil benda á að bankar og lánastofnanir krefjast. nú í sambandi við fyrirgreiðslu EFNAHAGS- OG REKSTURSREIKNINGS. Upplýsingar í síma 22889 eftir kl. 6 e.h. og alla laugardaga og sunnudaga. Tilboð má einnig senda afgr. Morgunblaðsins merkt: „Vélabókhald og endurskoðun 1970 — 8191“. Geymið auglýsinguna. Lifið heil. Kópavogur Aðalfundur Byggingasamvinnufélags Kópavogs verður haldinn í félagsheimilinu, neðri sal, miðvikudaginn 15. april og hefst kl. 20,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Prófkjörið í SPEGLINUM. „Eysteinn nær mér vart í beitisstað að vitsmunum“ segir 1. þingmaður SPEGILS- INS í viðtali. Sölubörn. Komið að Hverfisgötu 4 kl. 1—5 í dag og á morgun. Munið sölulaunin 10 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.