Morgunblaðið - 08.04.1970, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.04.1970, Qupperneq 19
MORjGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1970 19 brauðgerðarinnar, en þau hjón eru bæði kunnir borgarar hér í bæ. Hafa þau nú, aldin að árum, orðið fyrir þeirri þungu sorg að missa aðra dóttur sína. Hin fyrri, Lilja, mesta efnisbarn, lézt fyrir mörgum árum, aðeins níi> Sra að aldri. Lifir nú eftir eitt barn þeirra, sonurinn Hörður bakara meistari, og auk þess fósturson- ur, Helgi Ágústsson, stud.jur. Frá barnæsku ólst Helga upp við mikil umsvif, ekki einungis í daglegri önn, heldur og ekki síður við áhuga og þátttöku sinna nánustu í margháttuðum félags og þjóðmálum. Ung gekk hún í Hvítabandið, en þeiim á- gæta félagsskap hefur móðir hennar helgað mikið starf um ára tugi. Tók hún mikilli tryggð við þann félagsskap, og á stjórn- málu/n hafði hún jafnan lifandi áhuga. Liðlega tuttugu og tveggja ára að aldri steig Helga mesta gæfu spor ævi sinnar, er hún gekk að eiga eftirlifandi mann sinn, Björn Gíslason verkstjóra, síðar stofnanda vélsmiðjunnar Þryms h.f. Var hjónaband þeirra hið far sælasta alla tíð, enda tókust ekki einungis með þeim góðar ástir, heldur og einlæg vinátta með tengdafólki. Ekki sízt var sam- vinna tengdaföður og tengdason ar til fyrirmyndar. — Þau hjón eignuðust tvo sonu, þá Gísla og Guðmund, er nú harma ásamt föður og venzlafólki sviplegt frá fall móður sinnar. Það er ekki ofmælt, að þau hjón, Helga og Björn, hafi verið samvalin og samtaka um allt, er verða mátti heimili þeirra og börnum til biessunar, en ættingj um beggja og vinum til gleði og gæfu. Átti húsfreyja þar í sinn drjúga þátt. Hún var stórbrotin í lund, en bjó jafnframt yfir mik illi viðkvæmni og hjálpfýsi og var jafnan boðin og búin að rétta hjálparhönd hverjum þeim, er með þurfti. Brást þá aldrei rausn arskapur hennar. Sjálfur má sá, er þetta ritar, minnast ófárra gleðistunda, bæði á heimili þeirra hjóna hér i bæ og eins S sumarbústað fjölskyldunnar við Iðu í Biskupstungum, en á báð- um stöðum var hin gestrisna hús freyja lífið og sálin í góðum fé- lagsskap vina og kunningja. Ekki sizt var börnum okkar hjóna það ætið mikið tilhlökk- unarefni að fara til ,,Helgu og Bjössa frænda," enda finnur næmur barnshugurinn bezt, hverju atlæti hann á að mæta. Er ljúft að þakka það allt nú, er leiðir skilja um sinn. Fyrir nokkrum árum fluttust þau hjón suður í Kópavog. Kom þá enn fram, hver dugnaðar- kona Helga heitin var, þvi að nú naut sín í rauninni í fyrsta sinn til fulls ræktunaráhugi hennar, er hún hafði ekki áður átt eins kost að svala í meira þéttbýli Reykjavíkur. Fór svo á skömmum tíma, að hin stóra lóð við hús þeirra tók algerum stakkaskiptum, og var aðdáan- legt að sjá, hve gróður allur tók miklum framförum með góðri að hlynningu. Var það unun hús- freyju á fögrum sumardögum að sýna gestum vermireiti sína og ungan trjágróður — og hlaða á þá grænmetinu að skilnaði. Vannst henni þetta eins vel og allt annað, og varð þó enginn þess var, að hún hefði nokkurn tíma mikið að gera, svo vel verki farin var hún við hvaðeina, er hún tók sér fyrir hendur. Má um það enn nefna, að hún tók mikinn þátt í að byggja upp fyr- irtæki eiginmanns síns, annaðist að nokkru leyti bókhald þess og fjárreiður, en það hefur reynzt vera mikið þjóðþrifafyrirtæki, eigi sízt í þjónustu við íslenzka útgerð. Mikil umskipti eru nú á orðin öllum þeim mörgu, er þekktu Helgu Guðmundsdóttur. Skyndi lega er þessi mikilhæfa kona brott hrifin í blóma lífsins, án þess að veikur mannanna vilji fái þar nokkrú um þokað. En minningin um Helgu mun lifa með okkur, sem enn erum ofan moldar, meðan ævin endist. J.S.G. Elín Benediktsdótti Minning Fædd 4. 2. 1895 Dáin 31. 3. 1970 Kveðja frá börnum, tengdabörn- um og barnabörnum. Við kveðjuim þig mamima, og þökkum allt þér, það er nú fjölmargt er hugurinn sér, hvert bros þitt, og ástúðleg umhyggja þín er okkur sem geisli á veginn er skín. Þú tókst okfkur brosandi blíð, þér á arm þú burt þerraðir tárin er féllu á hvarm, þú last okkur bænir, þá lærðum við fyrst að lífið fæst aðeins mieð trúnni á Krist. Á nokkurra mánaða millibili varðst þú fyrir þeirri mi'klu reynslu að missa tvö af þínum átta börnum, annað í bermsku, hitt í æsku. En þá, sem oftar, sýndir þú, að þá er brotsjóar lífs ins skullu á þér, var kraftur þinn aldrei meiri. Þú varst k.ona, sem ekki barst tilfinningar þínar á torg, og stundum verkaði það á mann, sem um herkju væri að ræða, en ef svo hefur verið, þá varst þú hörðust við þig sjálfa. Oft varst þú illa haldin, en aldrei kvartaðir þú. Þrek þitt var mér oft óskiljanlegt. Enda varst þú af sterkum og traustum stofni komin. Um aldaraðir hefur land vort átt þúsundir kvenna, sem algjör- lega hafa fórnað sér fyrir heim- ili sitt og börn sín, og þú varst svo sannarlega ein þeirra, sem fylltir þann hóp. En sem betur fer sjá flestar mæður árangur af sínu erfiði, og þar fórst þú ekki varhlutá af, því mér er óhætt að fullyrða það, að þú áttir barnaláni að fagna. En það kom að því að þú hafðir ofgjört kröftum þínuim, og þegar þú varðst fyrir áfal'li því að missa heilsuna alveg og lást ósjálf- bjarga á sjúkrahúsi, þá trúðir þú því að ef þú kæmist heim til barna þinna, þá myndir þú end- urheimta að einhverju leyti heilsu þína aftur. Og svo varð. Þar sannaðist það, að trúin flyt- ur fjöll. Því engu okkar datt í hug að þú ættir nokkurn tíma- eftir að stíga á fætur framar. Á meðan þú dvaldir á mánu heimili kynntist ég þér æ betur og virð- ing mín til þín óx að sama skapi. Þar einkenndi þig hógværð, lítil læti og þakklátsemi. Og aldrei blandaðir þú þér í málefni fjöl- skyldu minnar, sem annars er sagt svo einkennandi fyrir allar tengdamæður. Barnabörn þín urðu mörg. Þau voru þéf öll sem eitt og eitt sem öll. Þau kveðja þig nú með söknuði, og þá ekki sízt elzta dóttir mín, sem naut þin mest af minum börnum, hún tregar nú sárt sina góðu öimmu. Þótt þrek þitt væri óvenju mik- ið, þá kom að því að þú varðst, eins og við öll, að lúta lögmáli dauðans. Enda varst þú svo farin Framhald á hls. 2« Nú börn okíkar koma með kveðjuorð ein. Ég kveð, segir pabbi, þig ástvina mín. — Já, amma, við söknum þín sérhverja stund þín saimúð var geisli í simælingjans lund. Við nutum þess oft hve þín ástúð var sterk, með alúð og kærleik þú gjörðir þín verk, þá sagðir þú bróðurnum blesisaða frá við brosandi hlustuðum jafnan þig á. Nú þe/kkjum við Jesúm, hann ókkur er allt, án hans er lífið mjög dapurt og kalt. Við kveðjum þig, amma, nú kvöldsólin skín á hvíluna hinztu, og smáblómin þín. Vinir og kuniningjar kveðja þig hljótt hvíj þú í friði, og sof þú nú rótt. Engill þig leiðd um ljósheima stig, líknsaimur Frelsarinn annist um þig- KVEÐJA FRÁ TENGDASYNI ÞEGAR við missum ástvini okk- ar vaknar sú spurning hjá okkur hvort við höfum verið þeim það sem oklkur bar að vera. í flest- um tilfellum býst ég við að svar- ið verði neikvætt. Við einsetjum okkiur oft að gjöra ýmislegt gott og láta gott af okkur leiða, og tælkifærin eru óteljandi, en oft- ast látum við þau ganga okkur úr greipum og þau er glötuð. Ekki vegna þess að okkur hefur skort vilja, heldur frekar vegna þess að það er svo margt utan- aðlkomandi, sem truflar. Við greinum of sjaldan kjarnann frá hisminu. Og nú er ég kveð þig, tengdaimóðir mín, og ég spyr mig þessarar spurningar, þá verð ég að játa, að þannig hefur mér farið. Er ég nú lít til baka, er margs að minnast og margt að þakka. Þegar ég, þá um tvítugt gekik að eiga þína elztu dóttur, og flutti inn á þitt heimili, er mér efst í huga, hve vel þú tókst mér, og ekki aðeins þú ein heldur einnig maður þimn og öll ykkar börn. Ég var látinn finna það að mér var ekki aðedns tekið sem tengda syni, heldur lílka sem syni og bróður. Og þar sem ég hafði þá mdsst báða mína foreldra, varð mér þessi tilfinning enn kærari. Ég minnist þess atburðar er mitt fyrsta barn, og um leið þitt fyrsta barnabarn fæddist á þínu heimili, og þú færðir mér það í fang, og gleðin skein af þinni brúnu brá. Það var sameigin- l'egur fögnuður þann dag í litla húsinu þíiniu að Þrastargötu 3. En í því húsi skiptust einnig á skin og ökúrir. AÐALSTRÆTI 4 SÍMI 15005

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.