Morgunblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1970
í Hafnabergi:
Farið um f jölskrúðugar tröllabyggðir
í hömrum Útncsj amanna
Texti: Árni Johnsen
Teikningar: Baltazar
Raninn á Hafnabergi myndar bj arghvelfingu, þar sem hægt er
að sig-la undir á litlum bátum. Eldey dormar í fjarska.
leið og skyggnzt er inn í blóð-
streymi sögu þeirra tröllaafla
sem þar hafa skapað örlög
manna. Manna sem eiga þar gröf
með skipum sínum og manna sem
hafa þar verið hrifsaðir úr greip
um heljar. Þannig hafa mannleg
ir hildarleikir átt sér stað við
bergið sem dagiega rís stolt móti
hafsins boðum, þéttsetið bjarg-
fuglum, sem búa þar hreiður sín,
búa þar lífi sínu. En stundum
hefur jafnvel bjargið skolfið und
an ægi átökum brimhnefanna og
hægt en ákveðið bjarghrun býr
sér varnargarð í stórgrýttri
fjöru, sem er víða undir Hafna-
bergi á Reykjanesi.
Það er hæg leið frá Reykja-
vík að Hafnabergi. Of hæg til
þess að menn njóti þar ekki nátt
úrufegurðar og fuglalífs, sem lýs
þessari venjulegu vindátt hvers
dagslífsins, en voru fyrrum fræg
ar fyrir miklar athafnir, útræði
og ríkidæmi.
Nú róa þar trillukarlar, en
hver á líka stærri heim en trillu
karlinn við stýrishjólið sitt þar
sem hann þefar vindana og hlust
ar á hafgúuna. Þar er hans
tækni í veðurfari sævar og
himna.
Bátsendaflóðið á 18. öld er
frægt frá því byggð verzlunar
húsa danskra fór þar undir haf,
en það er ósjaldan harður at-
gangur við ægisdyr og flóðin
miklu í vetur náðu að raska ára
tuga gömlum grjóthleðslum út-
ræðisveggja.
Á yzta bæ í Höfnum stóð
Hinrik trillubóndi og refaskytta
á hlaði. Nýkominn af sjó með
Fremst í hellinum Dimmu er st einbrú, en undir svarrar sjórinn
um fyrir framan hamrana.
við flúðir. Það gutiar á skerj-
Það koma þar fáir, en stað-
urinn er einn af þeim sem luma
á ýmsu þótt lítið beri á. Þó er
þetta við bæjardyr þéttbýlis-
kjarnans á landinu og því hægt
um vik að fara þangað og kynn-
ast því sem fyrir augu ber um
ir sér í fjölbreyttum bjargmynd
um, hljómhviðu báru við hlein
og skvaldri fugla við snös og
bjargfaðm.
Við stöldruðum dag viðHafna
berg. Komum fyrst að Ósabotn-
um og í Hafnir, sem nú dorma í
þorsk, ufsa og karfa á hlaðinu
og tók sér væna tóbakssneið í
nefið.
„Maður rær eins og rófulaus
hundur,“ sagði hann og hló við,
„aldrei friður frekar en hjá haf-
inu“, hélt hann áfram og mund-
aði tóbakspunginn eins og pilt-
ungur sem býr sig undir að
bjóða stelpu í dans.
En þessir karlar eru ekkert að
mylja moðið og þeirra dans er
hversdagstakið, sjálf lífsbarátt-
an og síðan er hægt að slá sér
upp og taka í nefið, svo sem
eina dós á dag.
Þeir eru eins og bjargið, mega
ekki brotna, því þá er úti ym
þá.
Landfari getur ekki skoðað
Hafnaberg eins vel og sá sem
kemur af sjó, en þar er Hinrik
kunnugur og oft hef ur hann
siglt trillunni sinni í blíð-
sköpum að berginu og strokizt
við flúðir. Hann sagði að um 70
hellar og gjögur væru í berginu
endilöngu, en það er nokkrir
kílómetrar á lengd.
„Þetta er eins og innsýn í
tröllaborg," sagði h«nn, „en
suma hellana er hægt að síga í,
aðra verður að fagna af sjó, en
þarna hvín vindurinn í hvelfing
um eins og hljómþytur í pípu-
orgeli.“
Næriri miðja vegu milli Hafna
og Reykjanestáar er Hafnaberg.
Þegar ekið er út nesið má sjá
vörðu á hól hægra megin við
veginn og trónar tréverk upp
úr vörðunni. Varðan er vísir að
Hafnabergi.
Hafnaberg
Við skokkuðum yfir melana
um kríuvarpið og innan stundar
vorum við á bj argbrúninni, sem
víðast hvar er um 50 metra há.
Á mörg hundruð metra kafla
í bjarginiu etr krökt af bjarg-
fugli við hreiður sín, ríta, lang-
vía, stuttnefja, fýld, sem Danir
kalla luftelefant, og auk þess sá
um við skarfa á skerjum, teistu
svamla úti fyrir hellisgjögrum og
lunda á leið i prófastsbyggð, sem
við eygðum þó ekki.
Það var mikið svif við bjarg-
ið og sjór svarraði undir, en
vissara er að fara varlega á
brúnum því basaltbergið þarna
er laust í sér og reyndar kostaði
slíkt tæpivað á brúnum líf eins
manns fyrir 40 árum. Þann tíma
sem við vorum þarna var strekk
ingsvindur og því meiri ástæða
til þess að fara varlega, því mað
ur getur svifað til í sviptivind-
um á snösum og þá er öruggara
að eiga einhver aukaspor á föstu
bergi, en ekki svif í urð eða
brimdans.
Raninn er steinbogi inni í
bjarginu og myndar bjarghvelf-
ingu að sjó. Þar sagðist Hinrik
.refaskytta eitt sinn hafa siglt í
gegn á trillu sinini í blíðsköpum.
Raninn myndar eitt af mörgum
bjarggötum, en það eina sem
hægt er að sigla í gegnum á litl-
um bát.
„Enginn veit og enginn veit
hvað bergið bláa geymir", segir
í gömlu kvæði og víst er um það
að margt undarlegt hefur þótt
búa í Hafnabergi og oft hefur
verið sagt að þar búi kynngi-
kraftur, sem villt hafi um fyrir
skipum svo að þau brotnuðu við
bergið.
Það er tr.ú sjófarenda síðari
tíma að bergið sé mjög járn-
blandað og gæti það verið orsök
segulskekkju í áttavitum, þann-
ig að stefna margra skipa hefur
rangfærzt og sum hafa strandað
og brotnað við bjargið. Að
minnsta kosti fimm togarar hafa
farizt þar síðan um aldamót og
það hefur furðu oft komið fyrir
að þegar skip á suðurleið hafa
verið komin fyrir Stafnes hefur
eitthvað borið út af og æviskeið
þeirra runnið undir Hafnaberg-
ið.
„Það rís stolt mót hafi,
en skelfur þó“