Morgunblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUiDAGUR 7. JÚNÍ 1070 17 Kunna gott að meta Vissulega er það rétt, að það er með fágætum, að sami flokk- ur hafi farið með stjórn höfuð- borgar eins lengi og Sjálfstæð- ismenn hafa ráðið Reykjavík. Raunar er það nokkuð af handahófi þegar sagt er, að stjórn þeirra hér hafi nú staðið í 50 ár. Þetta er hæpið þegar af því, að sjálfur var Sjálfstæð- isflokkurinn ekki stofnaður fyrr en vorið 1929 og þess vegna nú einungis rösklega 41 árs gamall. Hitt má til sanns vegar færa, að þeir menn, er síðar sameinuðust í Sjálfstæðisflokknum hafi. mestu ráðið um stjórn bæjar- mála, a.m.k. frá miðjum öðrum tug þessarar aldar. Sumir þeirra voru raunar orðnir mjög at- kvæðaimdlkliir í máluim Rieykja- vikur heilum áratug fyrr. Hér er þess vegna erfitt að setja ákveðin tímamörk. En óumdeil- anlegt er, að Sj álf stæðisf lokk- urinn hefur allan sinn aldur hiaft úrisilitaráð í miáliefniuim Rieykja víkur. Bkki er hieldiur orðtuim aukið þó að sagt sé, að Reykja- vík hafi alla þessa öld, eða frá því að hún hófst til verulegs þroska, verið stjórnað samkvæmt þeim stjórnmálakenningum og hugsjónum, sem Sjálfstæðis- menn enn meta mest. Auðvitað hefur oft á þessu tímabili verið reynt að ná völdunum af Sjálf- stæðismönnum. Hver árásin á fætur annarri hefur verið gerð gegn yfirráðum þeirra. Öllum þessum árásum hefur verið hrundi'ð. Dóimiur bæjiar'búia sjélfra hefur ætíð verið sá, að þeir kysu helst stjórn Sj álfstæðis- manna. Þetta er vegna þess, að almenningur hefur talið Sjálf- stæðismenn hafa leyst verk sín vel af hiemdi. Þeiir baifia verið metnir eftir verkum sínum og Reykvíkingar hafa kunnað goft að meta. Hlutfallið svo að segja óbreytt Bjarni Ben'edilktsson- rifjaði það upp í sjónvarpinu á dögun- um, að þegar hann befði í fyrsta skipti verið í kjöri við almenn- ar kosningar þ.e. við bæjar- stjórnarkosningarnar í Reykja- vík 1934, þá befði Sjáiflstæðis- flokkurinn fengið svo að segja sama hlutfall greiddra atkvæða og nú. í fyrra skiptið lítillega yfir 48% nú lítillega undir. Á þessu langa árabili hefur á ýmsu oltið. Þá voru hæjarbúar tæplega 32 þúsund, nú rösklega 81 þúsiuind. Þá vonu Reytovílkiinig- ar tæplega 28% af öllum íslend- ingum en nú 40%. Hina miklu fjölgun bæjarbúa og stóraukinn hundraðshluta þeirra af fjölda allra landsmanna verður að hafa í huga þegar meta skal rétt hið mikla afrek, sem flokkurinn hef- ur unnið með því að halda hlut- falli sínu í borginni svo að segja óbreyttu eftir öll þessi ár. Sjálf- stæðismenn hafa ætíð átt hlut- fallslega meira fylgi að fagna í Reykjarvík en úti uim laind, og hafa hinir miklu flutningar hing að í heild þess vegna verið flokknum óhagstæðir. Á síðari árum hafa flutningar úr bænum í nágrannasveitarfélögin einnig verið ' flokknum óhagstæðir, gagnstætt því sem var áður fyrri. Festan í fylgi Sjálfstæðis manna hér verður samt athygl- isverðust þegar hugleitt er, hví- líkar geysibreytingar hafa orðið á þjóðarhögum og hugsunar- hætti á því tímabili, sem flokk- urinn hefur farið með völdin í Reykjavík. Þetta eru mestu um- byltingaár í sögu íslenzku þjóð- arinnar, og þó heflur ýmiss konar órói og nýjungagirni aldrei ver- ið meiri en á allra síðustu ár- um. Þá er það alger misskiln- ingur, sem Einar Ágústsson sagði, að hlutfallskosningar væru stærsta flokknum til hags. Þær eru þvert á móti uppfundn- ar til öryggis fyrir hina minni flokka. Fátt haggast minna Að sjálfsögðu hefur Sjálf- stæðisflokkurinn notið misjafn- lega mikils trausts á þessu ára- bili. Og auðvitað er flokksmönn- um það ljóst, að án atbeina óflokksbundinna kjósenda — á stundum þeirra sem að staðaldri kjósa aðra, — þá hefði flokk- urinn ekki fengið það fylgi, er hann hefur hlotið. Þetta segir sig sjálft þegar af því, að mikill meirihluti allra kjósenda er ekki í neinum stjórnmálafélagsskap. Auð'viitað gerist þa.ð ætíð að einhverju marki, að flokks- bundnir menn flytja sig til. En það eru hinir sem ráða úrslitum. Sá flokkur, sem á að hafa von um sigur, verður þess vegna að vinna traust þess mikla hóps, jafnframt því, sem hann að sjálifisöigðiu reynir einnig að ná til sem flestra þeirra, sem áður töldu sig bundna hjá öðrum. Það fær ekiki staðizt, isem s-um- ir sýnast gera ráð fyrir, að af því að kjósandi hefur einhvern tíma kosið flokk, þá geri hann það ætíð. Breytingar kunna að vera misjafnlega miklar og eru yfirleitt tiltölulega litlar í kosn- ingum hér á landi, þó oftast langmestar í Reykjavík. Ein- bveirjar eru þær siamt ætíð hvar vetna. Um Sjálfstæðismenn í Reykja- vík er það svo, að fylgi þeirra hefur orðið áberandi mest þeg- ar andstæðingarnir þjöppuðu sér sem harðast á móti þeim. Hlutfallslega mest fylgi fékk flokkurinn einmitt á 20 ára bili, fyrst við bæjarstjórnarkosning- arnar 1938 á dögum „stjórnar hiinmia vimniaindi stétta“ oig siíðan v ið borgiar st jióratoosiniinigairniar l'9'5i8 á döigum vinisltiri stjórn'ar. Miðað við st'erkja vigstöðu í borg, arstj'óirimarlkioianinigium, 'hiafa Sjálf- stæðismenn því sízt að óttast, þótt andstæðingarnir hyggist „setja þá til hliðar,“ eins og Hermann Jónasson hældist um, að þeim hefði tekizt á árinu 1958. Erfið vígstaða I lýðræðislöndum er það við- urkennt, að sá, sem stjórnar á erfiðum tímum sé yfirleitt í erf- iðri vígstöðu. Eðli málsins sam- kvæmt hlýtur svo að vera, ekki sízt þegar sami flokkur fer með forustu í ríkisstjórn og stjórn málefna í jafn stórri höfuðborg, 40% þjóðarinnar, og Reykjavík. Þess vegna hefur sjaldan mætt meira á nokkrum flokki' en Sjálfstæðisflokknum hér síðustu árin. Hinir hatrömmu erfiðlei'kar í efnahagslífi þjóðarinnar bitn- uðu ekki sízt á Reykvíkingum. Samdráttur í byggingariðnaði var t.d. hvergi meiri. Vegna ör- uggrar undirstöðu og farsællar forystu, urðu vandræðin samt hlutfallslega mun minni hér en bæði á Norðiur- og Austurlandi. Engu að síður urðu erfið- leikarnir svo miklir, að vígstað- an í borgarstjórnarkosningum hlaut að verða erfið. Ekki sízt af því að úrslit síðustu alþing- iskosninga gáfu til kynna, að flokkurinn þyrfti að vinna mjög á til að halda meirihluta í borg- arstjórn. Raunin varð sú, að hann gerði það með þeim ágæt- um að lengi mun verða til vitn- að. Ánægjulegast var þó, að Reykjavik varð ekki undantekn ing, heldur dæmi þess, sem víð- ast hvar gerðiist. Oft áður heflur reynslan verið sú, að undir- straiuimur kiosnónlgia beifur ver- ið ainmair í Reyik'jiaivík en úti um lainid. Nú var sitraumiur- i/nin hvarvetna sá siami, mieð örfáum undantekningum, er ein- ungis staðfesta regluna. Það er þess vegna sízt orðum aukið, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sjaldan unnið glæsi- legri sigur en eimmitt í sveitar- stjórnarkosningunum hinn 31. maí s.l. Vonbrigði annarra Sjálfstæðismenn eru sem bet- ur fer ólíkir Framsóknarmönn- um í flestu. Meðal amniars í þ*ví, að þegar Framsókn og Alþýðu- flokkur unnu oft áður fyrri saman, og það bar við, að Al- þýðuflokkurinn tapaði, þá hældist Framsókn um yfir því að hún hefði unnið á einmitt á kostnað samstarfsflokks síns. Flestum Sjálfstæðismönnum eru það áreiðanlega vonbrigði, að Alþýðuflokkurinn skyldi nú ekki vinna á með sama hætti og Sjálfstæðisflokkurinn gerði. Al- þýðuiflcikikiuiriinin hélt rauimar víð- ast velli og tap hams er hvergl áberamdii né tilfiinimainlagt mama í Reykjavík. En nauðsynlegt er, að það komi alveg skýrt fram, að það var ekki að undirlagi Sjálfstæðismanna sem frambjóð- endiuir Aliþýðuifloklkisinis héldusvo á miáluim sem rauin sýnidi. Með því að nota „matarskuld“ Mánu- dagsblaðsins eins og þeir gerðu, hvöttu þeir Sjálfstæðismenn til aukinnar samheldni. Sennilega hafa Sjálfstæðismenn ekki þurft þeirrar brýningar við, en söm var hinna gerðin. Það er hins vegar helzt til mikill barnaskap- ur eða ólíkindalæti, þegar þess- ir menn láta nú svo sem þeim komi árangur þessarar notkun- ar ,,matarskuldarinnar“ á óvart. Nú sýnast þeir ætla að hræða Sjálfstæðismenn með hótunum um slit á stjórnarsamstarfi. Hvað sem í þeim efnum verður ofan á, þá taka Sjálfstæðismenn því með jafnaðargeði. Sjálfstæðis- menn munu nú sem fyrr, láta málefnin ráða. Þeir vilja eiga ærlega samvinnu við Alþýðu- floifekinin á imeðiain húm er fyrir benidii, en ef ekíki, iþá er aö ta'fea því. Náði ekki lyklinum Skiljanlegt er þó að nokkur fiðringur fari um formann Fram- sóknarflokksins, þegar hann heyrir óhljóðin í „matarskuld- ar“ eiigemduim Alþýð'uflo'kks- manna. Hann hafði sjálfur sagt, að sveitarstjórnarkosningarnar, og þá einkum borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík, ættu að færa Framsókn lykilinn að Stjórnarráðinu. Helzta ráðið til þess átti að vera það, að fella 8. mann Sjálfstæðisflokksins með vaxandi fylgi Framsóknar hér I borg. Árangurinn varð sá, að fylgi Framsóknar hér stóð hlut- fallslega í stað. Hún vann raun- ar einn borgarfulltrúa í Reykja- vík, en ekki af Sjálfstæðis- mönnum, heldur af Alþýðu- bandalagsmönnum, þó að Ragn- ar Arnalds skorti hreinskilni til að játa það. Tímar erfiðleika" og óróa hafa ekki orðið Framsókn og Alþýðubandalaginu að því gagni, er þeir vonuðu. Herhlaup Framsóknar í Reykjavík náði alls ekki þeim tilgangi, sem ætl- aður var, og víða úti um land varð hún fyrir stórum áföllum, tapaði úrslitastöðu, er hún áður hafði. Kyrrstaða, hvað þá at- fevæið'atap, er á slífeuim tímium j'afnigild beiinuim ósigri fyrir floikka í stjórniairiainidistöðiu. Anniað mál, er, að uþphla/up „matar- slfeuldar“-eige'ndiaininia vefeur vafa- laust inýjiar vorniir um, að lyfeill- inin að S'tjómarráðiiniu liggi á laiusu inman tíð'ar. Eftir er að sjá hverniig uim það fer. A.m.k. er barla ólí'klegt, að svo reynist fyrr en að afstö'ðinium nýj'um feoisnirugiuim. En þá er vilðbúið að miarigiir fari að dæmi Reykvffls- inigia cig v'eiitii siuinidriuimgairöfliuinium ver@uigia hirtiinigu. Ræð'Um um það, þegar þar að kiem.ur. Ruglazt á tveimur Jónum Sveinn Ásgeirsson skrifaðí ekki alls fyrir löngu tvær stoemmitiliegar greinar í Lesbók Morgunblaðsins um skipti þeirra Magdalene Thoresen skáldkon- unnar dansk-norsku og Gríms Thomsen. Þar var ýmsan nýjan fróðleik að finna, a.m.k. fyrir ófróða íslendinga um þessi efni, svo sem þann, er þetta ritar. Þetta er því þiaiklkiarverðiara siem fjarri fer, að Grími Thomsen hafi enn verið gjörð þau skil, sem hann verðskuldar. Hánn var ekki einungis eitt hið bezta og rammíslenzkasta skáld fyrr og síðar heldur og einn merk- asti stjórnmálamaður þjóðarinn- ar. Fáir eða engir íslendingar hafa komizt til mieiri áhrifa í Danmörku en Grímur og líklegt er, að ef þjóðin hefði haft inn- lenda þingræðisstjórn á síðari hluta 19. aldar, þá mundi Grím- ur hafa komizt tiT hinna æðstu valda hér, svo mikils virtur sem hann var á Alþingi, a.m.k. um skeið. En svo er að sjá sem Sveini hafi noiklkuð skotizt um meðferð heimilda sinna. Hann vitnar hvað eftir annað í ævi- sögu Gríms eftir dr. Jón Þor- kelsson, og tekur þá fram til að firra öllum misskilningi, að hann eigi við dr. Jón Þorkels- son rektor og véfengir mjög sum meginatriði þess, sem í þeirri sögu eða athugasemdum við hana sé sagt um skipti þeirra Gríms og Magdalene Thoresen. En sannleikurinn er sá, að þessi ævisaga er alls ekki eftir dr. Jón Þorkelsson rektor, heldur dr. Jón Þorkelisisioin, þjóðsfejiala- vörð. Um þetta segir í útgáfu Snæþjarnar Jónssonar á ljóð- mælum Gríms, en það er ein- mitt í inngang þeirrar útgáfu, sem Sveinn bersýnilega vitnar: „Um æfisögu hans, eftir dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð, ber 'þess að geta, að somur hiöf- undarins, Guðbrandur Jónsson rithöfundur, hefur yfirfarið hana, fellt inn í meginmálið þær neðanmálsgreinar, sem mestu máii þóttu skipta', en sleppt öðruim.---------Hiimsvelgiar befuir Gu'ðbra'nd'ur aiulfeið viið nýjuim fróðlei'k, sem premtáður er með- animiális.“ Hér skal ekkert um það sagt, hvor réttara hefur fyrir sér, Sveinn Ásgeirsson eða Guð- brandur Jónsson, en ótvírætt er að ágreiningur Sveins er við Guðbrand Jónsson, en alls ekki dr. Jón Þorkelsson rektor. En báðir dr. Jón þjóðskjalavörður og Guðbrandur sonur hans höfðu miklar mætur á Grími og miundi þeim þess vegna sízt hafa verið á móti skapi að aukið væri við fróðlieiik manina um Grím eða það leiðrétt sem ranghermt kann að vera í fræðum þeirra um/ banin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.