Morgunblaðið - 14.06.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1S70 Arthur London, Costa-Gavras og Yves Montand. — Menn skulu verða heyra sannleikann, deyfilyfjalaust. Eftirfarandi grein birtist í hinu róttœka tímariti „Le nouvel observateur“. Þar segir frá kvikmynd, sem mesta athygli vek- ur í París um þessar mundir. Hún er byggö á metsölubókinni „Játning“, sem fyrrverandi aöstoöarutanríkisráðherra í stjórn kommúnista í Tékkóslóvakíu, Arthur London, hefur ritað. 1 bókinni segir hann frá reynslu sinni sem sakborningur og kemur nú í Ijós, aö allar ,,Morgunblaöslygar“ eru nœr sann- leikanum, en flest af því, sem birzt hefur hérlendis í blöðum kommúnista um „sœluríkið“. Myndin sýnir hvernig leynilög- reglan „starfar“ í sósíalistísku einræðisríki. Veigamestu hlut- verkin í myndinni eru í höndum leikaranna Yves Montand, Simone Signoret og Gabriele Ferzetti. „Þegar ég sveigi inn í litlu götuna, sem Toscan höllin stend ur við, elta mig tveir bílar. Annar ekur fast upp að hlið- inni á bíl mínum og í veg fyr- ir mig, en hinn staðnæmist fyr- ir aftan. Sex vopnaðir menn hendast út úr bílnum, þrífa mig upp úr sætinu, handjárna mig og kasta mér inn í annan bíl- inn. Ég veiti viðnám og krefst þess, að fá að vita hverjir þeir séu. „Engar spurningar,“ segja þeir, og binda fyrir augun á mér, „þú færð nógu snemma að vita hverjir við erum.“ Þetta er frásögn Arthurs London. Sá maður hefur reynt sitt af hverju. Hann barðist í borgarastyrjöldinni á Spám, starfaði í amdspyrnuhreyfing- unni í Frakklandi og var fangi Þjóðverja í Mauthausen. Nú var hann aðstoðarutanríkisráð- herra tékkneska alþýðulýð- veldins, og það var raunar eng- imn annar en tékkneska leyni- lögreglan, sem hafði tekið hann fastan. Lygavefur við- bjóðslegra grunsemda hafði ver ið spunninn um hann. Þetta geirðist sunnudaginn 28. j a.núar 1951 í Prag. í 22 mánuði sœtti London síða.n líkamlegum og siðferðilegum pyndingum af # hálfu flokksmanna sinna. Svo fór að lokum, að þessi maður, sem aldrei glúpnaði fyrir nas- istum, bugaðist og undirritaði „játningu". Hann sagðist hafa framið hina fjarstæðukennd- ustu glæpi og haft í frammi margháttaða sviksemi. Aðeins 3 menn, þeir London, Hadju og Löbl eru á lífi þeirra manna, er fangelsaði!r voru og ákærð- ir í réttarhöldunum miklu, þeg- ar Slanskí og tiu aðrir hátt- settir flokksmenn tékk- neska kommúni-sta.flokksins voru hengdir. Síðan þeim rétt- arhöldum lauk hefur marg oft snjóað í síðustu spor þessarra manna að gátlganum. Bók Art- hurs London, „Játninig" er písl- arsaga hans. Lestur þeirrar bókar fyllÍT menn viðbjóðí á því kerfi, sem hélt höfundi í heljargreipum sínum. DJÖFLADANSINN Leikstjórinn Costa-Gavras, 9 aá sem gerði kvikmyndina „Z“, og rithöfundurinn Jorge Semp- run hafa nú lokið við kvi’k- mynd, byggða á bók London, og er myndin frumsýnd um þessar mundir í París. Báðir eru þassir menn vinstri'sinnaðir, annar þeirra, Semprun, var eitt sinn flokksbundinn kommúnisti, en var vikið úr flokknum. London sjálfur sá myndina, fár sjúkur, og hafði hún mikil áhrif á hann. Honum fa.nnst hann lifa aftur skelfingar fang elsisvitstarinnar. Ég kveið því mikið, að sjá þessa mynd, og kvíði minn reyndist á rökum reistur. Myndin er hrollvekjandi. Marg ar hrottalegar myndir hafa ver ið gerðar um fa.sista, ófreskj- urnar, sem engar mannlegar taugar eiga, en þessi mynd er enn skelfilegri. Það er sárara en tárum tekur, að hafa bund- ið allar vonir sínar við þá sósíalistisku böðla, sem stjórna dauðadansinum innan fangels- anna. Þegar bók London kom út, brugðust kommúnistar við henni eins og þeirra er vandi. Sumir töldu, að margt af því, sem sett var á oddinn í bók- inni væri umdeilanlegt, að líta mætti á hlutina frá ýmsum hlið- um, og þar fram eftir götunum. Kvikmyndavélin leyfir engin undanbrögð, þar er ekki hægt að lesa milld línanna. Myndin er þvílíkt kjaftshögg, að hún hlýtur að kveikja ægilegt bál andúðar á Sovétríkjunum, að dómi sumra kommúnista. Betur að satt reyndfet. Það fer vitanlega eftir mönnunum sjálfum. Fullorðnir menn krefj- ast fullnægjandi svara. Ágæti þes®arar myndar felst í því, að hún brýtur til mergjar, af mik- iilli skarpskyggni þá eyðiOegg- ingarvél, sem sósíalisminn get- ur orðið, séu gerðar á honum vissar breytingar. Margt má aí þessu læra, og það er þó ein- hvers virði. AÐ HRAPA TIL VÍTIS Rithöfundurinn Malaparte kemst að þeirri niðurstöðu í bók sinni „Kaputt", að hin dýrs lega grimmd nasista hafi staf- að af því, hvað fólk var ofsa- lega hrætt við þá og bjóst æv- inlega við því versta a.f þeim. Ekki er hægt að beita sömu rökum við að kryfja þá „vél“ sem kölluð er stalínismi. Þar fer pólitísk vald'beiting út í fár ánlegustu öfgar, menn verða að danisa eftir furðulegustu duttl- ungum hinnar djöfullegu vélar. Kommúnistar vilja halda því fram, að réttarhöldin í Búda- pest og Prag séu í engu frá- brugðin réttarhöldunum í Moskvu. Þetta er alrangt. For- send.ur eru a.llar aðrar. Viohin- ský ták af lífi hina „sönnu“ viMutrúairmenn. Bókharin Zin- oviev og Trotski voru ekki stal ínistar. Slanskí, Geminder og London voru hin,s vegar stalin- istar og ekki minni bókstafs- trúarmenn en ákærendur þeirna. Myndin „Játning" sýnir þeim, sem vilja sjá og heyra, hvers vegna þessum mönnum var hrundið í víti. Þegar réttarhöldln í Prag voru hafin, var þanniig ástatt í heimspólitíkinni, að kalda stríð ið hafði náð hámarki, og var orðið mikið hitamál milli komm únista innbyrðis, Stalíniistar vildu láta líta svo út, að öll sósíalistisk ríki væru alveg ein huga um að standa fast á rétti sínum. í Moskvu var Títo lit- inn hornauga vegna afstöðu sinnar, að láta sig meiru varða hugsanleg örlög lands síns, en samstöðu kommúnistablokkar innar. Hinir trúu þjónar Sovét- ríkjanna viildu því læ'kna veik- ina áður en sjúkdómseinkenn- in kæmu í ljós, þó að það yrði hrossalækning. Hátt- settir menn, sem huigsanlegt var að gætu hrifsað til siín völdin voru dregnir fyrir rétt og dæmdir. Hvort þeir voru sekir skipti litlu máli. Fjöldaaftök- urnar, hreinsanirnar voru í sjálfu sér takmark. UNDIRSKRIFIÐ í fangelsinu var London pynt aður eins og fyrr segir. Við yfir heyrs'lurnar þar reyndi hann að beita almennri, mannl'egri rök- semdarfærslu, en böðlar hans sögðu, að viðhorf hans væru borgaraleg. Reynt var að fá Framhald á bls. 20 uaknaðu, lenia beir eru orðnir uiilausir...»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.