Morgunblaðið - 24.06.1970, Page 13
MORG UNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1ÓV0
13
Aukin þátttaka í starfi
S j álfstæðisflokksins
- byggist á ötulu starfi hverfa-
samtakanna og breyttum
starfsháttum flokksfélaganna
AÐ Joknum borgarstjórn-
arkosningum lét Ragnar
Kjartansson af starfi fram
kvæmdastjóra Fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík en því hefur
hann gegnt um 7 ára skeið
eða frá miðju ári 1963. A
framkvæmdastjóra Full-
trúaráðsins hvílir mikil
vinna og ábyrgð bæði í
kosningum og milli kosn-
inga.
Ragnar Kjartansson hóf
störf sem framkvæmda-
stjóri Heimdallar FUS í
lok árs 1959 og byrjaði sem
starfsmaður Fulltrúaráðs-
ins á árinu 1962 vegna
kosninganna þá og starf-
aði einnig hjá því í þing-
kosningunum 1963 en að
þeim loknum tók hann við
starfi framkvæmdastjóra
af Bjarna Beinteinssyni.
Hann hefur því starfað á
vegum Sjálfstæðisflokks-
ins um 10 ára skeið.
Morgunblaðið átti fyrir
skömmu viðtal við Ragnar
Kjartansson í tilefni af
því, að hann lætur nú af
störfum hjá Sjálfstæðis-
flokknum í Reykjavík og
innti hann í byrjun eftir
því, hvaða breytingar
hefðu helzt orðið í flokks-
starfi í Reykjavík á þess-
um árum.
— Ég tel, að mesta breyting
iin og sú sem miklar vonir
eru bundnar við sé stofnun 10
hverfasamtaka Sjúlfstæðis-
manna í Reykjavík sl. haust,
segir Ragnar Kjartansson. Áð
ur voru starfandi innan Full-
trúaráðsins hverfisstjórnir
sem tilnefndar voru af stjórn
Fulltrúaráðsins. Starfssvið
þeirra var að mestu taítamark
að við kosningastarf í sam-
vinnu við fulltrúana í hverju
hverfi. Nú eru koimin sérstök
samtök Sjálfstæðismanna í
hverju hverfi og hefur stofn
. un þeirra þegar borið þann
árangur, að tekim hefur verið
upp starfsemi, sem ekfki hef-
ur áður tíð'kast, svo sem fund
arhöld og félagslif í einstök-
um hverfum borgarimnar.
— Er starfsemi Sjálfstæðis-
félaganna fjögurra, Varðar,
Heimdallar, Hvatar og Óðins
þá orðin úrelt?
— Ég á etaki von á því.
Hins vegar er áugljóst, að
þessi félög þurfa nokkuð að
aðlaga sig þeim breytlnguim,
sem orðið hafa með stofnun
hverfasamtakanna. Starf fé-
laganna verður í vaxandi
mæli að byggjast á málefna-
legu starfi, sem ekki er á
starfssviði hverfasamtakanna,
svo sem ráðsitefnulhaldi um ein
staka málafloltaka o. fl.
— Hvert er þitt mat á próf
Rætt við Ragnar Kjartansson,
sem látið hefur af starfi fram-
kvæmdastjóra Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Rvík
kjöri Sjálfstæðismanna í
Reykjavík í vetur?
— Ég tel, að reynslan af
prófkjörinu hafi verið mjög
góð og er tvímæ'lalaust þeirr
ar skoðunar að halda eigi próf
kjörum áfram, þótt taka verði
til athugunar ýmsa agnúa,
sem fram komu. Hér var gerð
tilraun til að framkvæma
mun víðtækara prófkjör en
dæmi eru til um áður og auð-
vitað komu fram ýmsir gallar
en taostirnir eru ótvíræðir.
— Þarf að gera breytingar
á reglum um prófkjörið eftir
fengna reynslu?
— Ég held, að það þurfi
etaki að gera verulegar breyt-
ingar á sjálfri framkvæmd-
inni. En það virtist vera nokk
ur ókostur hve frambjóðend
urnir voru margir en það er
raunar atriði, sem enginn einn
aðili getur haft á'hrif á. Hinn
mikli fjöldi frambjóðenda
varð til þess að atkvæði dreifð
ust mjög svo sem á kvenna-
frambjóðendur og launþega á
prófkjörslistanuim.
— Hvað eru meðlknir Full
trúaráðsins margir?
— Þeir eru nú um 1100.
— Er um reglubundna end
urnýjun að ræða í þeim hópi?
— Skv. nýrri reglugerð skal
fara fram endurstaoðun á skip
an umdæmafulltrúa að lokn-
um hverjum kosningum. Sú
endursfcoðun stendur nú yfir.
Umdæmafulltrúar eru um %
af meðlimum Fulltrúaráðsins.
Aðrir fulltrúar eru ýmist sjálf
kjörnir eða kosnir árlega af
hinum ýmsu stofnunum flokks
ins. Ég geri ráð fyrir að end-
urnýjun í Fulltrúaráðinu sé
um 10% á ári.
— Þarf að gera breytingar
á skrifstofuhaldi Sjálfstæðis
flokksins í Reykjavífc?
— Tvimælalaust. Það þarf
að samræma hina raunveru-
legu skrifstofuvinnu, svo sem
spjaldskrá, útsendingu, inn-
heimtu o.fl. betur en nú er
gert og koima við aukinni hag
ræðingu í skrifstofuhaldi
flofcksin's.
— Finnst þér áhugi á stjórn
málum hafa farið vaxandi eða
minnkandi þann tíma, sem þú
hefur starfað hjá Sjálfstæðls
flokknum.
— Mér finnst áhugi á stjórn
máluim almennt hafa breytzt
töluvert og á vissu tímabili
má segja, að þátttaka flokks-
manna í flokksstarfi hafi
minnkað. En trú min er sú,
að með þeim breytingum, sem
nú þegar hafa orðið í starfi
Sjálfstæðisflokksins og þeim,
sem vænta má á næstunni,
muni þátttaka í flotaksstarfinu
fara vaxandi á næstu árum.
En þetta byggist að sjálfsögðu
mifcið á starfi ihverfasamtak-
anna í fraimtíðinni og breytt-
um starfaháttum flokfksfélag-
anna.
Ég vil að lokum, segir Ragn
ar Kjartansson, þakka þekn
fjölmörgu meðlimum Fulltrúa
ráðsins, sem ég hef átt sam-
skipti við á undanförnum ár-
uim, ánægjulegt samstarf og
dýrmæta reynslu, sem ég hef
öðlast þann tíma, sem ég starf
aði sem framikvæmdastjóri
Fulltrúaráðsins.
Afmæliskveðja til
Guðmundu Bergmann
Það hefur atvikazt svo að á
undan.genignum merkisafmælum
frú Guðmundu Bergmann, hefi
ég ekki verið í bænum, heldur
austur í Hveragerði. Ég var satt
að segja dálítið undrandi, að eng
inn skyldi geta hennar í blaða-
grein á sjötugs eða stjötíu og
fimm ára afmælinu, og tel að
ýmsum standi það nær en undir-
rituðum, vona ég að hún taki
viljann fyrir verkið.
Segja má að öll hennar afmæli
séu merk, því sjálf er hún merk-
iökona, Oig í daig — á Jónsimessu
— er hún hálfáttræð og einu
betur. Hún er ein af þeim hljóð-
látu í landinu:
Mörg látlauis æfi lífsiglaum fjær,
sér leynir einatt góð og fögur.
En Guði er hún allt eins kær,
þó engar fari af henni sögur.
(Stgr. Thorstelnsson).
Frú Guðmunda er ættuð frá
Eyrarbakka í Árnessýslu. Þar
®em brimaldan brotnar. Þar sem
hafið syngur í margvíslegum tón
tegundum, ár og síð, og alla tíð.
Þar sem skiptast á skin og skúr
ir i náttúrunnar ríki, eins og í
mannlífinu. Sjálf hlaut hún tón-
listargáfu í vöggugjöf. Sem ung
stúlka lærði hún að spila á orgel,
og var um eitt skeið „organisti"
við guðsþjónustur og fórst henni
það vel, og er það að vonum.
Er hún var 18 ára heimasæta
kom Símon Dalaskáld á heimili
foreldra hennar. Leizt skáldinu
vel á hina fríðu mey og orti til
hennar tvær vísur, sem ég leyfi
mér að birta hér; (áður óprent-
aðar):
Hún Guðmunda ástum ann,
öllum fjarri kala.
Samt hún vill ei sjötugan
Símon skáldið daia.
. Hefur lifað átján ár,
og ber fegurð rjóða.
Játuð fæddist jómfrú klár,
Jóns á messu góða.
Skáldið og fræðimaðurinn
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-
Núpi var á efri árum sínum til
húsa hjá foreldrum hennar, Guð
miundi, sparisjóðsstjóra og Jón-
ínu Guðmundsdóttur. „Speking-
urinn með barnshjartað“ en svo
var Brynjúlfur nefndur á stund
um, bjó yfir fróðleik undra ver-
alda, og var því ekki ónýtt að
njóta leiðsagnar hjá jafn fágæt-
um manni, sem sá „Lúpus Lori-
catus“ var.
Guðmundur Guðmundsson,
skólaskáld, þekkti Brynjúlf og
orti snilldar minningarljóð um
hann, sem prentað er fyrst í bók
hans: „Ljóð og kvæði“ útg. 1917.
Ég hefi að vísu aldrei heyrt eða
séð neinn vitna í það, en það er
eigi að síður jafn góður skáld-
skapur fyrir því.
Frú Guðmunda var ung að ár-
um er hún öðlaðist sterka trúar-
reynslu, og höndlaði hnossið í
Kristi Jesú frelsara vorum. öðl-
aðist sáluhjálplega trú fyrir
Jesiúm Krist. Það vildi ég leyfa
mér að kalla „Stórmálið stærsta“,
sem hverjum einstaklingi er lífs
nauðsynlegt, á því veltur vor
andlega velferð. „Því að svo elsk
aði Guð heiminn, að hann gaf
son sinn eingetinn, til þess að
hver, sem á hann trúir, glatist
ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóh.
3.16.) Þetta er það, sem Marteinn
Lúther kallaði „Litlu Biblíuna“.
Þjóðiskáldið séra Jón Þorláfcs-
son á Bægisá, íslenzkaði hinn
stóra kvæðaflokk „Tilraun um
manninn" eftir hið mikla enska
skáld Alexander Pope, sem prent
að var fyrst á Leirárgörð-
uim 1798. Það er sem ,J\Æottó“
fyrir því fræga bókmenntaverki
eftirfarandi:
Lær, maður! Sjálfan þig að
þekkja
og þennan heim.
Þekking og elsku Guðs ei gleym.
Fáum manneskjum hefi ég
kynnzt sem mér virðast upp-
fylla jafn vel hið erfiða hlut
verk, sem felst í fyrrgreindum
setningum.
Ég'óska og vona að frú Guð-
munda Bergmann eigi bjart og
fagurt ævifcvöld hér á jörð.
Hennar bíður í Jesú nafni „Sú
himneska Jerúsalem.“
Blómið Indiana, biður að
heilsa.
Reykjavík, á Jónsmessu 1970,
Stefán Rafn.
— Laugarvatn
Framhald aí bls. 12
Af imálflutningi og umræðum
um málið á þremur undanförn-
um Ferðamálaráðsitefnum geta
beir töluvert lært. Þær hafa
verið öllum aðilum til sóma.
í SUMARSNJÓ
Á FJÖLLUM
Valdemar Örnólfsson, hinn
kurni'i íþróttafrömuður og kenn
ari, flutti erindi á ráðstefnunni
um sikíðaferðir að sumarlagi.
Meginefni þess var um starf-
semi' Skíðaskólans í Kerlingar-
fjöllum, sem hann hefur rekið
þar af miklurn dugnaði undan-
farin sumur, en utan dag&krár
um kvöldið sýndi hann ráð-
stefnugestum skemmtilega kvifc
mynd af starfseminni. — Mér
fannsit gaman að hlusta á hina
hressilegu frásögn Valdemars
um erfiðleika frumbýlingsár-
anna, en síðan stöðug umsvif og
framikvæmdir í kjölfar vaxandi
vinsælda staðarins. Veðturfar
ið kom vitanlega töluvert við
sögu og það gladdi mig mikið,
að hann skuli þar hafa kamizt
að svipaðri niðurstöðu og ég,
einn góðviðrisdagur á íslandi
getur afplánað mikið hrakviðri.
Vitanlega býr þetta fyrirtæki
við mikinn fjárskort til marg-
víslegra framkvæmda, sem vin
sældirnar leiða af sér og þökfca
legur retastranhagnaður getur
með engu móti staðið undir.
Ferðamálasjóður er í mifclum
þrengingum eins og stendur og
vafasamur hagniaður að lánum
úr honum með óbreyttum láns-
kjörum. En myndi ekfci hluiajé
lagsleiðin vera vænleg til fjár
mögniunar svona fyrirtækjum.
Ég trúi ekki öðru, en að ýmsir
séu fúsir til að leggja peninga
í fyrirtæfci sem þetta, sem sann
að hefur tilverurétt sinn og er
í höndunuim á traustum og dug
andi mönnum. Fleiri staðir á
Islandi koma til greina til
svona reksturs, t.d. hálendið of
an við Akureyri. En ekfcert
þeirra getur boðið upp á aðra
eins fegurð, eða jafn fjölbreytta
náttúru og Kerlingarfjöll, þau
þurfa enga samfceppni að ótt-
ast.
Eins og ég gaf um í upphafi
þessa spjalls, þá hefur sam-
þyfckta ráðstefnunnar verið ó-
venju ræfcilega getið í dagblöð
um og öðrum fjölmiðlum og
því mun ég ekki rekja þær nán
ar hér, þó með einni undan-
tekningu. Það er um ferðamál
á Suðurlandi, er ég geri að um
talsefni í næstu grein.
- PERU
Framhald af bls. 5
manna, sem eru um 12 milljóli-
ir talsins, og skiþulagðar her-
ferðir gegn fáfræðinni (um
47% landsmanna eru ólæsir og
óskrifandi). Stór skref hafa ver
ið stigin í þá átt að gera auð-
æfi landsins að innlendum tekju
lindum í stað þess að sjá á bak
öllum auðæfunum til annarra
landa.
„Perú handa Perúbúum“ er
kjörorð, sem núverandi ríkis-
stjórn hefur tekið sér. Eitt
fyrsta ver'k stjórnarinnar var
að þjóðnýta olíulindir landsins
og sömuleiðis hefur nú öll syfc
urræktunin verið tektn í hend-
ur landismanna. Þetta hefur vald
ið Perú miklum óvinisældum
erlendis en gefið landsmönnum
það, sem þeir þurftu með: —
sjálfsvirðingu og löngun til
fraimifara. Bóndinn, sem vann á
sýkurekrunni fékk í laun hús-
næði og fæði fyrir sig og börn-
in, er nú eigandi þeirrar lands
spildu, sem hann vinnur á og
framleiðslan er tekjulind hans.
Nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinn
ar voru að hefta hamslausan út
flutning gjaldeyris í þeim til-
gam.gi að styrkja gen-gi landsins.
Þetta hefur verið óframfcvæm
anlegt til þessa vegna þess að
erlendir eigendur auðlindanna
hafa geymt peninga sína í er-
lendum bönikum og gróðinn því
orðið til lítils gagnis fyrir lands
menn.
Ómögulegt er á þessu stigi
málsins að segja fyrir um á
hvern hátt þessar náttúruham-
farir kunni að spilla fyrir eða
tefja fraimfaraáætlanir lands-
inis. Þó er það von mín og allra
landsmanna í þessu harrni
slegna landi að hjarta allra
jarðarbúa hrærist ti-1 meðaumk
unnar með þjáðum bræðrum
sínum í Perú og þeir sameinist
í því vertkefni að hjálpa þeim,
sem eru svo mjög hjálpar
þurfi.