Morgunblaðið - 08.07.1970, Page 16

Morgunblaðið - 08.07.1970, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚILÍ ll»70 Cliff Richard og Hank Marvin: „The Day I Met Marie“ bezta lagið. ■ V.. i'-v/t mmmm ■ ’■ /■" STEFÁNILIDÓRSSOHI á slóoum œskunnar 'lUiiu 'fi’ ** 7 »»?*<»»«-' “ ■ W ■- s I ■xéM y -^T . 1 , ; ,H / ■ / f ■ 01 j jj ................ ' ! BING CROSBY og LED ZEPPELIN ÞAÐ HEFUR sjálfsagft ekki ver ið neitt sérlega skemmtilegt, að þurfa að skrifa nafnið sitt minnst hundrað sinnum á dag, eins og þeir Led Zeppelin-menn þurftu að gera í tslandsheimsókn sinni á dögunum. Enda mátti oft sjá þreytu- og jafnvel leiðinda svip á andlitum þeirra, þegar aðdáendurnir hópuðust að með pappirssnepla og ritföng. En einstaka áritun vakti þó ánægju hjá þessum frægu mönnum, ekki sizt þegar þeir rituðu nöfn sín í bók Sveineyjar Sveinsdóttur, dóttur Sveins Þormóðssonar, ljós myndara Mbl. Þeir ráku nefni lega undir eins augun í ljós- mynd á hinni síðunni í opnunni, sem sýndi Sveineyju við hlið hins þekkta söngvara, Bing Crosby, og fyrir ofan myndina var einmitt eiginhandaráritun hans. Þó að þeir Zeppelin-menn séu í hópi allra vinsælustu og þekktustu pophljómsveitar- manna í heiminum, þá vita þeir vel, að Bing Crosby er miklu meiri stjarna en þeir, og þess vegna er ekki nema von að þeir hafi orðið ánægðir yfir að fá að setja nöfnin sín við hlið nafns hans. Four Tops ásamt söngkonunni Bobbie Gentry. Eitt skref áfram - annars hefði hann dáið Litlu munaði, að Levi Stubbs, forsöngvari söngflokksins Four Tops, léti lífið á hljómleikum söngflokksins í London fyrir skömmu. Nánari málavextir voru þessir. Söngflokkurinn Four Tops hafði sungið fyrir fullu húsi áheyrenda í tæpa klukkustund, og höfðu áheyrendur klappað flokkinn upp, þannig að hann flutti aukalög í um 15 mínút- ur. í lok síðasta lagsins gekk forsöngvarinn, Levi Stubbs, fram á brún sviðsins og kast- aði vasaklúti sínum út í salinn. Við það æstust áheyrendur um allan helming og ruku í átt að sviðinu. Einn aðstoðarmaður- inn á sviðinu sá þetta og ætl- aði því að láta öryggistjaldið, sem er úr stáli, síga niður. En útbúnaðurinn bilaði, og tjaldið, sem er nokkur tonn á þyngd, féll mun hraðar niður, en það átti að gera. Annar liðsmaður Four Tops, Obie Benson, sá hvað verða vildi og ætlaði að kasta sér á Levi Stubbs, til að hrinda honum frá tjaldinu. En aðstoðarmenn á sviðinu stöðv- uðu hann, því þetta hefði get- að orðið honum að fjörtjóni. En Levi, sem hafði ekki hugmynd um hættuna, var hinn rólegasti og steig eitt skref áfram í átt til áheyrendanna. Tjaldið féll því með öllum sínum þunga rétt fyrir aftan hann. Þegar hann heyrði hávaðann, leit hann við, o.g varð að sjálfsögðu mjöig hverflt við, er hamm sá, hve litlu hafðd miuinað. B>n hainin féklk eklki langain tímia til aið velita þeissu máli fyrir sér, því að á næsta andartaki steyptu ofsahrifnir áheyrendurnir sér yfir hann. Þurfti lögreglumenn og aðstoð- armenn til að ná honum úr þeim háskanum. Four Tops notuðu tækifærið, þegar þeir voru í London, og hljóðrituðu nokkur ný lög til útgáfu á næstunni. Lög þessi voru eftir liðsmenn hljómsveit- arinnar Moody Blues, og verð- ur eitt þeirra, lagið „It happ- ens To Us AU“ eftir Mike Pind er, mjög sennilega sett á næstu tveggja laga plötu Four Tops. Levi Stubbs siaiglði, aið þetta lag hefði allt, sem þyrfti, til að slá í gegn út um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn, sem Four Tops súngu inn á plötur utan Bandarikjanna. Cliff Richard 50 plötur Andy Fairweather-Low Fair Weather Andy Fairweather-Low, söngvarinn góðkunni úr hljóm- sveitinni Amen Corner, er nú kominn aftur á stjá, en hann hefur að undanförnu haft held- ur hljótt um sig. Hefur hann fengið í lið með sér fjóra unga og áhugasama hljóðfæraleikara og hafa þeir stofnað hljómsveit, sem ber hið skemmtilega nafn Fair Weather (Gott veður). Er ekki erfitt að sjá eftir hverjum hún er skírð. Hljómsveitin hef ur þegar eytt drjúgum tíma í upptökustúdíóum við að taka upp stóra plötu, og kemur hún væntanlega fljótlega á markað- inn. Andy hefur þegar gert mjög hagstæðan samning við hljómplötufyrirtæki um útgáfu plötunnar og annarra, sem á eftir kunna að fylgja. Þessi samningur hefur án efa hljóð- að upp á stóra fjárupphæð til hljómsveitarinnar, því sá hluti fyrirframgreiðslunnar, sem féll í hlut Andys, nægði honum til kaupa á sportbíl af gerðinni Jensen, en það er ein allra vandaðasta sp>ortbílagerðin og jafnframt ein sú dýrasta Cliff Richard setti á dögun- um sérstætt met, sem eflaust verffur seint slegiff. Hann sendi nefnilega frá sér fimmtugustu tveggja laga plötuna, og ber þessi merkisplata nafniff „Goodbye Sam, Hello Sam- antha", og hefur hún hlotiff góffa dóma gagnrýnenda, eins og raunar allar hinar. Cliff sendi frá sér sína fyrstu tveggja laga plötu í ágúst 1958, og eru þau því orð- in nær tólf árin, sem hann hef- ur verið á toppnum. Fyrsta plat an, „Move It“, komst nefnilega í annað sætið á vinsældalistan- um, og þar með var sigurgang- an hafin. Af þessum 49 plöt- um, sem áður voru komnar, komust átta í efsta sætið, og aðrar ellefu komust í annað sæt ið. En sé litið á frammistöðuna í heild, þá eru tölurnar ekki sið ur athyglisverðar. f top 10 kom ust 37 plötur. í top 20 komust aðrar átita. Og í top 30 komust fjórtaír til viðbótar. Saimitals eru þetta 49 plötur, sem hafa kom- izt í top 30, og verður ekki ann að sagt, en að Cliff megi vel við una. Allar plöturnar hans hafa orðið vinsælar. Og það leikur enginn vafi á því, að nýja plat an hans, sú fimmtugasta, verð- ur geysivinsæl líka. En það eru ekkí allar skemmtilegu töl- urnar búnar. Lögin á bakhlið- um tveggja laga platnanna hafa líka verið vinsæl. Þannig kom- ust átta bakhliðarlög í top 30, og einnig komst ein fjögurra laga plata í top 30. Fimm af plötunum seldust í meira en milljón eintökum, og þannig hef ur Cliff fengið fimm fallegar gullplötur. Og hverja af plöt- unum fimmtíu heldur Cliff mest upp á? Hann segir, að það sé platan „The Day I Met Marie", og svo skemmtilega vill til, að lagið er einmitt eftir Hank Mar vin, sem hefur verið gítarleik- ari Shadows, undirleikshljóm- svedtar, Cliffs, frá uppíhiafi oig einn nánasti vinur og samstarfs maður hans alla tíð. Cliff hefur annars verið önn um kafinn upp á síðkastið við æfingar á leikritinu „Five Fing er Exercise", en þar leikur hann eitt aðalhlutverkið. Þetta leikrit er sýnt í útjaðri Lund- únaborgar og hefur aðsóknin verið mjög góð, enda á Cliff geysilega marga aðdáendur í Englandi. Og ekki hefur það spillt fyrir aðsókninni, að gagn rýnendur hafa gefið leikritinu og leilkenduinium góðiar einik- unnir fyrir frammistöðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.