Morgunblaðið - 19.08.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 19. ÁGÚST 1970
3
Virkjun ógnar heið-
argæsastofninum
Grein úr The Times
eftir Malcolm Ogilvie
SIMAKIB 1951 var Peter
Scott fyrirliði ieiðangurs inn á
hálendi íslands. Ákvörðunar-
staður lians var afskekkt
heiðarland og mýrlendi, sem
nefnist hjórsárver, græn vin
í grýttri auðn gróðnriausrar
hásiéttunnar. Markmið hans
var að sanna, að þarna væri
aðal varpsvæði heiðargæsinn-
ar, aigengustu gæsategundar-
innar með vetursetu í Bret-
lanili. Leiðangurinn hafði er-
indi sem erfiði. Árið 1953 fór
annar lciðangur, líka undir
forystu Peter Scotts, á sömu
slóðir og tókst með því að
nota aðferðir við að hand-
sama fuglana sem lærzt höfðu
í fyrri ferðinni, að merkja yf-
ir 9000 gæsir með númeruð-
um fótahringjum.
Leiðangrarnir tveir gerðu
enga tilraun til að telja alla
fugla á þessu 50 fermílna
svæði eða þar um bil, enda
mjög erfitt. í þess stað áætl-
uðu þeir fjöldann samkvæmt
þeim fuglum, sem þeir náðu
og merktu, og töldu þarna
vera milli 2500 til 4000 verp-
andi pör. Annars staðar á ís-
iandi verpir heiðargæsin í litl-
um hópum meðfram árfarveg-
um og er einnig til á Austur-
Græniandi. 1 allt eru þetta
ekki meira en 3000—3500 pör
utan Þjórsárvera. Þannig
voru í Þjórsárverum upp und-
ir heimingur varpfuglanna
iaust eftir 1950. Aðeins hluti
gæsastofnanna verpir árlega,
hitt eru að miklum hluta ófull
vaxnir fuglar.
Þó erfitt sé að telja fugl-
ana á varpstöðvunum, þá er
tiltölulega auðvelt að gera
nokkuð nákvæma talningu á
þeim á vetrum. Merking gæs-
arinnar með hringjum á Is-
landi og einnig í Bretlandi,
þar sem skotið er netum yf-
ir hana með flugeldum, hefur
sýnt, að heiðargæsin sem
verpir á fslandi og í Austur-
Grænlandi, hefur aðeins vet-
ursetu í Bretlandi einu. Hér
safnast gæsimar saman í
stóra hópa, sem net af sjálf-
boðaliðum og fuglafræðing-
um getur auðveldlega talið.
Síðan 1960 hefur Wildfowl
Trust skipulagt árlega taln-
ingu snemma í nóvember. Á
síðasta áratug hefur fjöldinn
vaxið úr 55 þúsund í 70 þús-
und fugla.'Átta helztu vetur-
staðirnir eru taldir vera nátt-
úruverndarsvæði ríkis eða
sveitarstjórna eða fuglavernd
arstaðir, þar á meðal Loch
Leven (Kinross), Caerlaver-
ock (Dúmfries), AberladyBay
(East Lothian) og Southport
(Lancashire). Á meðalvetri
kemst talan á vernduðu svæð
unum mest upp í 35 þúsund
fugla. En þetta ágæta fyrir-
komulag er nú í alvarlegri
hættu.
Snemma á árinu 1969 frétt-
ist um áætlun, sem fram hafði
komið, um að taka ána Þjórs-
á, sem rennur gegnum Þjórs-
árver og virkja hana til raf-
magnsframleiðslu. Hið ódýra
rafmagn þaðan mundi boðið
erlendum fyrirtækjum, fyrir
hugsanlegar stóriðjuverksmiðj
Greinin í The Times með fyrirsögninni um aö virkjun ógni lieiðargæsastofnimini.
Kortið, sem birtist í Time og sýnir hvernig heiðargæsirnar
verpa á íslandi, í Austur-Grænlandi og á Spitzbergen og
halda svo suður uni til vetursetu á Bretlandseyjuni og í Dan-
mörku og víðar.
ur á fslandi. Ein virkjun
framleiðir þegar orku fyrir
svissneska álverksmiðju í
Keykjavík. Frumefnið kemur
frá Vestur-Afríku og fram-
leiðslan er flutt út aftur. Áætl
unin er i þvi fólgin að gera
stiflu í ána rétt neðan við
Þjórsárver, til að fá þar
vatnsmiðlun, sem mundi þeg-
ar vatn er mest, flæða yfir
alla þessa vin. Þessum áætl-
unum hefur verið sterklega
mótmælt af náttúruverndar-
ipönnum á íslandi, í Bretlandi
og annars staðar í Evrópu.
Þó gerðu menn sér grein
fyrir því, að ekki voru til nein
ar nýjar upplýsingar um
fjölda heiðargæsa, sem verpa
í Þjórsárverum. Ekki lá held
ur fyrir, hvort það skipti eins
miklu máli fyrir gæsastofn-
inn eins og það hafði gert fyr-
ir 16 árum. Brezkur stúdenta
leiðangur kom i stutta ferð á
staðinn sumarið 1969, og sá,
Framhald á bls. 27
>. ís-X-X-- í*
y-x-.oo o S s-v-x- ♦» oo ...
'x Vxs S'' ÍWC V.-
< S<<•;< :•(: <xos<-)< :o: >Moox (io< ftov
, ----------t SfcjWíit iOf 'k-
- • • < • -v •• '••■' :><• •
Hafinn er undirbúningur að endurútgáfu LANDKYNNINCARRITSINS
ICELAND IN A NUTSHELL
— A Traveller’s Guide — Eftir Pétur Karlsson (Ividson)
Þriðja útgáfa bókarinnar, aukin og endurbætt, er væntanleg á markað upp úr næstu áramót-
um. Upplag bókarinnar verður 25 þúsund eintök.
Fyrri útgáfur bókarinnar námu samtals 31 þúsund eintökum. Þær eru þegar uppseldar.
Þeir, sem vilja koma efni eða auglýsingum í bókina, eru beðnir að hafa hið fyrsta samband
við útgáfuna.
Þess ber að geta, að auglýsingarými er mjög takmarkað og bundið við ákveðinn blaðsíðufjölda.
FERÐAHANDBÆKUR SF. (Iceland Travel Books)
Reynimel 60, Reykjavík, sími 18660.
STAKSTEINAR
Stjórnmála-
fræösla
í nýútkomnum íslendingi-isa-
fold er rætt um æskuna og kosn-
ingar og fræðslustarfsemi um
stjómmál og stjórnmálaflokka.
íslendingur-ísafold segir m.a.:
„Þaö ætti til dæmis að
vera fastur liður á hverjum
kennsluvetri í menntaskólunum
og jafnvel fleiri framhalds-
skólum, að formenn flokkanna
kæmu einu sinni á vetri í
heimsókn og kynntu stefnu síns
flokks og svöruðu fyrirspumum.
Þetta mundi örva stjómmála-
áhuga ungs fólks mjög og skapa
meiri tengsl með því og stjóm-
m álamönnum."
Hér er vissulega drepið á mál,
sem vert er að gefa nokkum
gaum. Kensla í þjóðfélagsfræð-
um er mjög af skornum skammti
í íslenzkum skólum enn sem
komið er, og engin kennsla er
veitt um stjómmálaflokka ©g
stjómmálastefnur, sem ríkjandi
em í þjóðfélaginu. Fræðsla af
þessu tagi hefur verið hálfgert
feimnismál til þessa. Hitt er aug
ljóst, að skólamir verða^að veita
nemendum sínum einhverja
kennslu í þessum greinum. Það
er á vettvangi stjómmálanna,
sem íslenzkt þjóðfélag er mót-
að. Af þeim sökum er það í
mesta máta óeðlilegt, þegar skól-
amir leiða hjá sér að miðla
þekkingu um þau öfl, sem ráða
mótun og framtiðarstefnu sam-
félagsins. Eins og nú háttar verð-
ur unga fólkið að sækja þekk-
ingu sína í þessum efnum til
stjórnmálasamtakanna. Að vísu
er það ekkert óeðlilegt, en skól-
arnir em þó miklu eðlilegri vett
vangur, þar sem þar gefast
betri tækifæri til rökræðna um
hin ýmsu sjónarmið. Það sam-
rýmist ekki nútímalegum skoð-
unum að láta draga sig í
blindni, ungt fólk á að vega og
meta upp á eigin spýtur. Þó
hefur það hent, að kennarar,
sem reynt hafa að fitja upp á
stjórnmálaumræðu meðal nem-
enda sinna, hafa jafnvel orðið
að gefa slíkar tilraunir upp á
bátinn vegna þröngsýni nemend-
anna. Þessu þarf vissulega að
snúa við; ekki einungis með því
að fá fulltrúa stjómmálaflokk-
anna í heimsókhir í skólana,
heldur einnig og ekki síður með
skipulagðri kennslu og umræð-
um.
Á framfara-
braut
Yfirleitt er nú ríkjandi áhugi
fyrir umbótum á stjórnmála-
starfseminni í landinu. Stjóm-
málin voru að fjarlægjast fólkið,
en þeirri þróun hefur nú verið
snúið við, þó að enn sé margt
ógert. En það fer hins vegar
ekki milli mála, að áhugi al-
mennings hefur glæðzt á ný,
einkanlega vegna þess, að
stjómmálaflokkamir em óðum
að tileinka sér nútímalegri
vinnubrögð, sem stuðla að efl-
ingu lýðræðis í landinu.
Prófkjör, sem nú ryðja sér
óðum til rúms, em tvímælalaust
eitt stærsta skrefið, sem stigið
hefur verið í þessa átt. Val
frambjóðenda hefur verið fært
úr höndum fámenns hóps til
fjöldans, hins almenna kjósenda.
Það skiptir hins vegar öllu máli,
að fólkið taki almennan þátt í
vali frambjóðenda, þegar það á
þess nú kost, því að það er virk
þátttaka fjöldans, sem ein getur
eflt lýðræðislega stjórnarhætti í
landinu.
Umræður um stjómmál og
stjórnmálaskrif taka nú óðum
stakkaskiptum, þó að vissulega
megi margt gera betur í þeim
efnum. í lýðræðisþjóðfélagi er
ekki nægilegt að taka aðeins þátt
í atkvæðagreiðslum, almenn
þátttaka í stjómmálaumræðum
er einnig höfuðnauðsyn.
r
(
t