Morgunblaðið - 19.08.1970, Side 17

Morgunblaðið - 19.08.1970, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1970 17 Mig langar að fara vel með skóg Rætt við Kristófer bónda í Kalmanstungu Það er komið fram yfir há- degi á skínandi fögrum sól- ardegi, fjallasýn langt frá slorleg, og náttúran gerir allt til að gleðja menn og mál- leysingja. — Það er freistandi að leggja sig í grasið eða skóg- lendið inni í landi, en önnur freisting verður yfirsterkari. Enda ekki að undra. Sú er að taka hús á Kristófer í Kalmanstungu, þeim stórhöfð ingja, og biðja hann um fá- ein orð. — Það er sjálfsagt ekki Ímjög vel gert, því að þegar vel viðrar, og reyndar oftast, á bóndi ekki frí, og vinnudag urinn jafnan langur. Húsbóndinn kemur út og býður komufólki til stofu. Hér er fallegt. Kristófer í Kalmanstungu er glæsimenni. Hár og herða- breiður, bjartur yfirlitum, augun haukfrán, fallega blá og djúp. Lífsgleðin skín út úr þessum glæsta höfðingja og búhöldi innst á fjöllum inni. Það leynir sér ekki, að við sýni er mikil hjá þessum manni og landslagið fagra allt I kring, hefur áreiðan- lega sett sitt mót á manninn. Mikið vildi ég, að ég yrði svona sæt, þegar ég verð 72 ára! — Ég er fæddur hérna og uppalinn. Móðir mín var Sesselja Jónsdóttir, fædd að Galtarlæk. Faðir minn, Ólaf- ur Stefánsson, var fæddur hérna og uppalinn. Það er gott fyrir þig að hafa þetta í dánarminninguna. — Eftir öllu að dæma, get- um við verið róleg næstu 30 árin. — O, ég segi það nú ekki. Ég hef bara ekki dagsett neitt ennþá. En meðan ég lifi, hvorki mér né öðrum til ama og óþæginda, þá er allt í lagi. — Hvað áttu af börnum ? -— Ólafur Jes heitir sonur minn, og hann er sá eini barn anna, sem er heima. Hann ber afanöfnin. -— Yngri dóttir mín er Ólöf. Hún er gift Jóhanni Frankssyni, eða Jean Fonte- nay, eins og hann hét áður. Faðir hans var hér sendi- herra um árabil, og móðir hans íslenzk. Þau búa að Út- görðum í Hvolhreppi fyrir austan fja.ll. Þau byggðu þar sjálf og skirðu þetta. — Eldri dóttir mín er Ragnheiður. Hún er gift Magnúsi Sigurðssyni á Gils- bakka. Hann er systursonur vinar míns Péturs Magnús- sonar ráðherra. — Pétur var fyrsti kenn- ari minn. Pabba þótti svo gaman að fá hann, því að hann var svo skemmtileg- ur maður. — Þetta dugar ekki, Kristófer minn, var Pétur vanur að segja við mig. — Þú verður að læra. — Uss, ég lærði ekki meira, en ég mátti til. — Ég kom aldrei til Reykjavíkur án þess að koma heim á Hólavöll til Péturs. Hann var dásamlegur maður, og ekki skemmdi Ingibjörg kona hans það. — Hvenær ertu fæddur? — Ég er fæddur 29. mai, á hvitasunnu. Ég man nú ekki veðrið þá, því að ég var ekki byrjaður að líta til veð- Hestaskálin undirbúin. urs. En það á alltaf að vera gott veður þá. Það er sko allt að vakna til lífsins á þess- um tíma, og ég held, að hvíta sunnubörn verði einhverjir albeztu borgarar. — Eru fleiri heimilismenn fæddir á hvítasunnunni? — Stellurnar mínar eru fæddar 15.5., Ragnheiður og Ólöf 16.6. — Þú kallar þær stellur? — Hvernig á maður að kalla þetta annað, segir hann og brosir milt. — Manni finnst þetta alltaf vera lítil börn, þótt þetta séu fullorðn- ar konur. — Það er sama. Það bara sýnir, að maður kann að fara með kvenfólk. Það er mikið verk að ala þetta upp og koma þessu til manns, þó að þau séu ekki nema þrjú. — Hvað lærðu dæturnar? — Þær voru í menntaskóla. — Gerði ekki frúin það líka? — Jú. Hún lærði lyfjafræði sem hún var að klára, þegar ég kom. — Það var spáð heldur illa fyrir þessu, þegar við fórum að búa hérna, en 1. júlí átt- um við fertugsafmæli í hjú- skapnum. -— Hefur þetta ekki allt gengið vel ? — Það er þó að minnsta kosti ekkert, sem maður sér eftir. — Þetta er bezta fyrir- tæki, sem maður getur lent í, ef farið er rétt að, og maður er heppinn, en hreint það versta, ef maður er óhepp- inn. Það eru ekki nema tvö horn þsr. — Hvað er sonurinn gam- all? — Ólafur Jes er tvitugur. — Hvað ætlast hannfyrir? — Mér dettur ekki í hug að ætlast til þess, að krakki, sem er ekki nema tvítugur, sé búinn að taka ákvörðun um það, hvað hann ætlar sér i lifinu. Það væri of mikil til- ætlunarsemi. — Hefur aldrei komið harð æri á æfi þinni, þótt þú sért vel giftur og allt það ? — Það tekur þvi ekki að vera að tala um örðugleik- ana. Maður snýst á sinn hátt við þeim, er þá ber að garði. — Hekla gerði mér glennu í vor. — Hvað heldurðu, að þú verðir lengi að vinna hana upp? — Maður sér náttúrulega ekki fyrir endann á því, ef maður þarf að drepa megin- ið af fjárstofninum. Þá verð- ur maður að kaupa sér nýtt fé, ef þetta er meira og minna eitrað. Túnin eru mjög kal- in, og ég hef aldrei slegið minna gras síðan 1918. Þá var það svona aumt og jafn- vel aumara. — Hverju ertu búinn að ná inn? -— Af þvi að það kom svona fínn þurrkur um daginn, þá gat ég ekki staðið við annað en að slá allt, svo að við er- um búin að ná öllu inn af heimatúnum. Svona 4—500 hestum. Engjarnar eru stór- kaldar lika, svo að það verð- ur lítið hægt að ná af þeim. — Ég á 100 lömbum færra núna en i fyrra. Ærnar veikt ust svo skart, að þær báru bara dauðum lömbum. Það er ekki vist, að það, sem lifði, sé á vetur setjandi, ef þetta er svo allt veikt af flúor líka. Þá er betra að drepa það strax, en að láta það smá- drepast. — Hvaða mál liggja þér þyngst á hjarta? — Það er nú einkum og sér í lagi landgræðslan, sem ég hef borið fyrir brjósti núna lengi. Hjartansmál mitthefur vitanlega alltaf verið rækt- unin. Ég er alltaf að hugsa um að fara vel með skóginn. — Ég man nú sko landið hér í sextíu ár. Og það er nú meiri óskaplegur munurinn að sjá það núna eða þá, hvað það hefur gengið úr sér, fok- ið og eyðzt. — Flákarnir eru stórir. Okkar aðal eign eru melar, blásnir melar, hraun og BLAÐAMENN MORGUNBLADSINS ’A FERÐ UM LANDIÐ 1 Kalmanstungu. sandar. Sandgárarnir, sem liggja frá þessum auðnasönd um, sverfa og eyðileggja þennan litla gróður, sem viða er fyrir hendi. — Við þurfum að fá nýtt landnám. Við þurfum að fara að rækta upp aftur þetta land, sem búið er að eyði- leggja af ofbeit og illri með- ferð. — Það þarf að gera ítölu í öll lönd. Þ.e. að ákveða, hvað má vera margt fé í hverju landi, sama, hvort það er al- menningur eða einstaklingar sem eiga það. — Það er eina leiðin til að landinu verði ekki ofgert. — Hver getur komið því til leiðar? — Landgræðslulögin geta gert þetta. — Það er verið að gera ítölu í öll lönd hér í hreppn- um, og tel ég það mjög vel farið. En það þyrfti víðar að gera. — Því að þó maður eigi jörð og stór lönd i tuttugu til fimmtíu ár, eða lengur, þá á maður ekkert með að eyði- leggia það fyrir framtíðinni. — Því að okkar þjóðarauð ur er fyrst og fremst mold- in i landinu og fiskimiðin, landgrunnið. Þess vegna þurfum við að varðveita það, eins og lífið í brjóstinu á okkur. — Hvað segirðu mér um gróðursetningu trjáplantna? — Mér finnst, að það ætti að vera tómstundaföndur hvers einasta Islendings, að gróðursetja trjáplöntur og sá í landið. — Kannski fleiri trjáteg- undir en greni og furu? .— Ég vil kannske ekki hafa það alls staðar, til dæm- is á stöðum eins og Þingvöll- um, sem ekki má saurga. — Skapast ekki líka vand ræði af glerbrotum og plasti, sem fýkur um allt? — Jú, það sárnar mér allt- af, að tína upp 'flöskurnar meðfram veginum á norður- leiðinni. — Vegurinn er alltaf að meira eða minna leyti ófær inni á Þorvaldshálsi. Hver hópur, sem um hann fer, verð ur að fara út af veginum, og búa til nýja slóð. Sérstaklega þegar er að byrja að leysa á vorin. Þetta verður þvi eitt svað. — Og eina ráðið til að bjarga þessu er áburður og fræ, áður en öll moldin er fokin og runnin í burtu. Sam anber Heklukeyrsluna í vor. — Margir segja, að ég eigi fallegasta skóg á suðvestur- landi. — Það er Kalmans- tungan. — Verður sá skógur ekki fyrir ágangi? — Síðan ég girti verður hann ekki fyrir miklum ágangi af fólki. -— En það er allt í lagi að beita fé í hann, en það er bara um að gera að hleypa því ekki hungruðu i hann, svo að það rífi hann ekki í sig til fyllafóðurs. — Svona eins og maður gerir um jólin? — Já, það má segja það. — Beita mannskepnurnar sér þá ekki i skóginn — eða annað landrými þitt? -— Ég hef tekið upp þann hátt, að taka fýrir tjaldleyf- in, ef menn tjalda hérna hjá mér. Ég get það og geri til þess eins að fæla frá. Ég er ekki að banna það, að tjald- að sé, en ég geng fast eftir því, að það sé gengið vel urj^ Þetta er ekkert vandamál hjá mér lengur, því að ég girti frá brúnni á Norðlingafljóti, með veginum að Hvítárbrú. — Fólkið hefur virt það. Það gerir sáralítið af því að fara yfir girðingar, og tjald- ar ekki leyfislaust innan þeirra. Ég hef ekki orðið var við það. — Það hefur ekki komið fyrir fyrr en núna, að girð- ingin var keyrð niður. Það var við Hvítárbrú. Allir voru farnir að keyra um flug völlinn, og allir girðingar- staurarnir vinkilbeygðir og einn lá úti um allan mel slit- inn. Það vildi til, að ég frétti fljótlega um þetta og var fljótur að hressa það við. Lög reglan var hinum megin við ána, og hefði mér fundizt, að hún hefði átt að líta eftir þessu líka, að láta ekki svona koma fyrir. Hún var svona 150 metra frá. — Þeir skiptu sér ekki af því hinum megin við ána, annars hefði ég verið látinn vita. — Þetta gras, sem verið er að sá, er það nógu sterkt? — Túnvingullinn er sterk- ur og dugar, o jájá, ég get nú sýnt og sannað þér það hérna uppi um kambana. Þar hef ég verið sjálfur að sá. Páll i Gunnarsholti og Ingvi Þorsteinsson hafa stutt mig í því. Þetta eru góðir menn. En þeir hafa bara ekki peninga. Það er skömm að því að láta stórsnjalla menn standa alls lausa og verkefn- in alls staðar bara vegna þess, að peningana vantar. Þingmennirnir við Kirkju- stræti þurfa nauðsynlega að bæta núlli aftan við fjárveit- inguna til landgræðslunnar. Það gæti breytt miklu. Gæti það breytt vörn upp í sókn. Það má bjarga svo voða- lega miklu, ef fólkið er drif- ið upp í það. Fólkið er nefni- lega tilbúið að hjálpa. — Er ekki mikill átroðn- ingur af ferðafólki hér? — Hérna var alltaf mikill gestagangur. Hérna lá leiðin norður Grímstunguheiði og suður Kaldadal. Skólapiltarn ir voru vanir að segja, að þeir fengju hér silung á vorin, en ketsúpu á haustin. Svo fastur vani var það að koma hér við. — Það hefur verið mikið verk að mata allt þetta fólk? Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.