Morgunblaðið - 19.08.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐiÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1970 Sextugur í dag; Sigurður Sveins Guðmundsson 1 dag á sextugsafmæli Sigurð ur Sveins Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri i Hnífsdal. Hann er fæddur i Hnifsdal 19. ágúst 1910, og voru foreldrar hans Bjamveig Magnúsdóttir frá Sæ- bóli í Aðalvík og Guðmundur Einar Einarsson fiskimatsmaður í Hnífsdal. Sigurður er alinn upp í Hnífs- dal, og þar hefur hann ávallt búið. Hann hefur frá unglings- aldri stundað öll algeng störf, verkamarnavinnu, sjómennsku, verzlunarstörf, jarðræktarstörf og bifreiðastjóm í nokkur ár. 1 ágústmánuði 1942 urðu snögg þáttaskil i lífi Sigurðar, því að þá varð hann fyrir alvarlegu slysi ásamt tveimur samstarfs- mönnum sínum í hraðfrystihús- inu í Hnífsdal af völdum spreng ingar með þeim afleiðingum, að hann missti sjónina að öllu. Það getur hver séð sjálfan sig verða fyrir slíku áfalli í blóma lífsins. Á þeirri stundu sýndi hann æðru leysi og lét góðar gáfur ráða við horfum sínum til framtíðarinn- ar, en ekki víl eða vol. Þegar hann hafði náð sér eftir slysið, fór hann að huga að atvinnu, sem honum mundi henta við þess ar breyttu aðstæður. Árið 1945 stofnaði hann verzlun í kaup- túni sinu og rak hana í tvo ára- tugi. Á árinu 1959 stofnaði hann í félagi við annan, rækjuverk- smiðju i Hnífsdal, og hana hefur hann rekið síðan, nú i nokkur ár sem einkaeigandi ásamt fjöl- skyldu sinni. Á þessu ári hefur hann lagt í þá framkvæmd að kaupa rækjupillunarvél, sem nú þegar er tilbúin til notkunar og gerir fyrirtæki hans mögulegt að auka framleiðslu verksmiðjunn- ar frá því, sem verið hefur. Sigurður hefur tekið mikinn þátt í félagslífi í byggðarlagi sínu og haft mikinn áhuga á þró un atvinnulífsins, sem er frum- skilyrði þess, að byggðarlag vaxi og dafni. Hann hefur um langt árabil verið einn af traustustu og beztu stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Norður-lsafjarðar- sýslu og verið formaður Sjálf- stæðisfélags Eyrarhrepps og full trúi í kjördæmisráði Sjálfstæð- isflokksins á Vestfjörðum frá því það var stofnað. Sigurður er maður fylginn sér að hverju þvi verkefni, sem hann tekur sér fyrir hendur og með lagni og einbeitni kemur hann fram málum sínum. 1 öllu félags- lífi og samskiptum við samborg- ara sína, er hann hjálpsamur og ráðhollur. Sigurður kvæntist 21. marz 1935 Aðalheiði Tryggvadóttur frá Kirkjubóli í Skutulsfirði og eiga þau sex börn: Guðmund Tryggva, verkstjóra í Hnífsdal, Kristján, framkvæmdastjóra, Eskifirði, Kristjönu Sóley, hús- frú, ísafirði, Sigurð Hreiðar, verzlunarstjóra, Isafirði. Magnús Reyni og Ólaf Gunnar, sem báðir eru í foreldrahúsum. Aðal- heiður hefur reynzt manni sín- um frábærlega og verið honum mikil stoð, sérstaklega eftir að hann varð fyrir hinu þunga. slysi. Þorvaldur Thoroddsen ferðað ist um Isafjarðarsýslu árið 1882 og segir í ferðabók sinni, að Hnífsdalur sé snoturt fiskiþorp, eitt hið laglegasta á Islandi og þar búi efnaðir menn og dug- legir. Hnífsdalur hefur á þessum tima tekið miklum breytingum og finnst mér hann i senn vinaleg- ur og fallegur, en það, sem skipt ir mestu máli, að fólkið, sem skipt an stað hefur byggt og byggir, er duglegt og gott fólk. Á stund um gleðinnar eru þeir glaðastir allra og á stundum sorgar og erf iðleika eru þeir ein stór fjöl- skylda með eitt hjarta og eina sál. Þeir eru hispurslausir í fram komu og liggja ekki á neinu, ef þeim þykir, og er þá sama, hver í hlut á. Sigurður er bam þessa umhverfis og þar hefur hann viljað búa og starfa. Þetta um- hverfi, þetta fólk með sínar venj ur og siði, er honum að skapi og með því vill hann deila kjömrn og blanda geði. Að heimili Sigurðar og Aðal- heiðar á Árbakka í Hnífsdal, verður án efa mannmargt i dag í tilefni þessara tímamóta í ævi húsbóndans. Ég og fjölskylda min þökkum honum góð kynni, trygga og langa vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á, um leið og við sendum honum og fjölskyldu hans hugheilar hamingjuóskir með daginn og óskum þeim allra heilla og blessunar í lífi og starfi. Matthías Bjarnason. — Á slóðum F.f. Framhald af bls. 10 mér, þvi að þessa leið hafa þeir borið hann, Öxndælir. Ég þykist heyra fótatak þeirra undir þungri byrði. En þyngra varð höggið, sem heimilinu á Steins- stöðum var greitt þennan ágúst- dag árið 1816, og sár sveinsins greri aldrei til fulls. Árin liða. Jóreyk ber um Öxna dal, langferðafólk er komið sunn an yfir fjöll. Sr. Gunnar Gunn- arsson er að koma frá Reykja- vík til að taka við brauði í Lauf ási vorið 1828. Með honum er Þóra, dóttir hans, og Jónas hefir orðið þeim samferða á heimleið úr Bessastaðaskóla. Við túngarð á Steinsstöðum er numið staðar og kvaðzt. Sá skilnaður er hinzt ur samfundur Jónasar og Þóru, en ástir þeirra, sem tókust á þessu ferðalagi, entust báðum ævilangt. Þóra hélt förinni áfram að Laufási, en Jónas teymdi hest sinn heim Steinsstaða túnið. Saga Jónasar og Þóru er fegursta ástarsaga á Islandi, en um leið einhver sú átakanlegasta. Kvæðið Ferðalok kann eða þekk ir hvert mannsbam síðan, en Hraundrangi, sem nú rís okkur á vinstri hönd, að nokkru sveip aður skuggum siðdegisins, er sýnilegur og ekki óveglegur minnisvarði þessarar fögru ást arsögu, sem í vitund fólks er orð in helgisaga. Hann minnir á kirkjuna, sem átti að aðskilja Tristran og ísold hina björtu, því að „þeim var ekki skapað nema að skilja." „Ausin voru þau moldunni fljótt og ótt. Sín megin kirkjunnar lá þá hvort. Runnu upp af leiðum þeirra lundar tveir. Upp af miðri kirkjunni mættust þeir,“ „því að anda, sem unnast, fær aldregi eilifð að skilja." Enn utar sér til Bægisár, en þar sat skáldpresturinn sr. Jón Þorláksson í elli, þegar Jónas var bam. Það var hann, sem sagði þessi spádómsorð við Rann veigu, konu aðstoðarprests síns og móður Jónasar, eftir að hafa hjalað við 5 ára drenginn í Steinsstaðabaðstofu: „Nú skal ég segja yður nokkuð, maddama góð. Hérna eigið þér nú efni i ágætt skáld." 1 fjarska má greina staðarleg húsin á Möðruvöllum í Hörgár- dal. Hugurinn reikar til skáld- bróður Jónasar og vinar, Bjama amtmanns, sem þar sat og kvaddi loks óvænt og skyndilega þenn- an heim. En 20 árum eftir lát Bjarna fæddist þar skáldið Hannes Hafstein, sonur Kristj- önu Gunnarsdóttur í Laufási, sá er orti Öxnadal og skáldið, sem kveða kunni kvæðin ljúfu, þýðu. Einnig fæddist á Möðruvöllum pater Jón Sveinsson, sem víða bar hróður íslands og átti sama afmælisdag og Jónas Hallgríms- son. Áður en við stöndum upp og höldum áfram, renni ég augunum út á djúpbláann Eyjafjörðinn. Ég bregð upp sjónaukanum til að ganga úr skugga um að hafa séð rétt. Það reyndist rétt. Ýg sé Laufás undir skógarbrekkunni, handan Eyjafjarðar. Bærinn hennar Þóru er þá í sjónmáli héðan. Einhvern tíma hefir hún rennt hingað augum úr fjarskan um, ef til vill glýjuðum trega- tárum. Mér finnst ég eiga að skila frá henni kveðju niður í dalinn, heim að Hrauni og heim að Steinsstöðum. Nú er aðeins snertispölur upp í skarðið, og síðustu brekkurn- ar standa ekki lengi fyrir okkur. Það hefir verið heilmikið víta- min í þessu kexi. Eftir röska göngu gegnum skarðið blasir Hraunsvatn við, spegilfagurt með bröttum skriðum og háum bökkum á alla vegu nema að sunnan, þar sem dálítið drag gengur upp frá því inn milli fjall anna. Við fleygjum okkur niður í djúpan skorning milli þúfna í skjóli fyrir hafgolunni og látum sólina baka okkur, meðan við borðum eplin og drekkum gosið. Alltaf er gott að komast á leið- arenda og ná settu marki, njóta sigursins. Við teygjum úr skönk unum og drögum djúpt andann. Ekkert rýfur þögnina nema þyt ur í stráum, niður í lækjum og kliður fugla. Bömin una ekki lengi kyrr- setunum, heldur fara að hlaupa um og ærslast. Þau láta sprek sigla á vatninu eins og hafskip, hnoða snjó úr síðbúnum skafli og kasta eins langt og þau geta. Svo koma þau, stinga sér koll- hnís og fljúga á mömmu og pabba og stóra bróður. Það loða fjalla- grös við fötin þeirra. Grasaferð in! „Systir góð, sérðu það, sem ég sé?" Ég renni augunum eftir háum fjallabrúnunum og hrekk við. En þarna kominn útilegu- maðurinn úr Grasaferðinni? Ein kennilegir klettadrangar, sem minna á menn á gægjum, standa upp úr skálinni i fjallinu hinum megin við vatnið. En „fjallið hérna liggur milli sveita og er ekki, svo ég viti, áfast við jökl- ana eða Ódáðahraun," svo að ekki er neitt að óttasL Við erum ein með vatninu, f jöll unum og himninum. Við sjáum hvergi til byggða, heyrum hvergi til manna. Dynur og skrölt bens ínmenningarinnar nær ekki til okkar. Hér er ósnortið land, friðarvin. Við værum horfin aft ur fyrir íslandsbyggð, ef ekki væri nýrúin tvílemba suður í holt inu. Við erum stiginn inn í huldu heima þessarar fjallaskálar, allt dæguramstur að baki og fjar- lægt. Hér er gott að hvílast, og hér er gott að una. Bezti íslenzku kennari á íslandi, Jónas Hall- grímsson, unni sögninni að una og kenndi okkur að nota hana. Hann á þennan dal, og dalurinn á hann. — Minning Framhald af bls. 18 þeirra og var heimiaigiamgiur hjá þekn eftir það. Svo náið var mieð fjölskyldum okkar alð min böm kölluðu þau Guðmiund og Jóními afa og ömimiu. Guðmiundur Þorsteinssioin var uim mangit óvenjiuleigiur miaður. Hainin var hrókur alls fagnaðar þar sem hamin var í félagsskap og möngium hefur hann koornið í giott skap með sínum dillaindi hlátri og léttleika, Hann las mikið og fyl'gdiisit einstakleiga vel með því sam var að gerast innanlands og utam. Hann var ekki búiinin að tala við miamn mai-giar miínútuir áður en hanm kom að eimihverju slíbu um- ræ'ðuefni úr þjóðimálumium eða heknismálum. Hamn var eim- lægiur og einbeittur sósíalisti og fór ekki dult með skoðamir símar. Aldrei heyrði ég hamm tala illia um fólk. Hitt átti hanin til, ef bonum þótti miður eitthvað í fari þess siem harnn átti tal við, að bemda hornum á það hispurslaiuist, en þó þannig að það seerði emigian. Guðmumdur var hugvitssamur og allt lék í höndum bamis, enidia átti hamm til smiða að telja. Aldrei gat hamm géð mieinm smá- hlut bilaSan á heimili, lás á hurð eðia þeisis háttar, ám þesis að rjúka til og fara að gera við hann. í öllu fari sínu var hann eimstaklega og óvenijulega huig- ulsiamur um aðra. í spítalaliegu mimni sl. vetur brést það varla að Guðmiumdiuir kærni í heim- sófcn amin/am hvern diaig, og allt- af var hresisimig og upplyftimg í komium hams. Ég gleymi þvi ekfci þeigar mér var leyft að skreppa heim um jólim síðuistu, að þá var Guðmiundur þar kom- imm og efcki við anmia'ð kiomamdi en hamm sœd um jólamatimm fyr- ir miig. Hamm bjó átfnam í húsi siírnu etftir lát koniu sininar og þar sá ebki á nieinu, hamn hélt þar öllu í borfinu mieð smyrti- miemmisiku sinmii, sem var einn af eigimteitoum bams sem allir tóbu etftir. Samvizkusiemi hans og hæfni í starfi var við bruigðið. Við höfðum talað um að bamm færi mieð okkur í Galtalæfcjarskóg um Verzlumiarmiammalhielgina, em hann hætti við förimia vegna þasis að hamm átti eftir að vimmia síðuistu vaktima fyrir sumarfrí- ið, á lauigardagismionguiniinm. Önmur ferð var ráðgerð um næstu hielgi, til Hreðavatns, sú ferð átti að vera einis koniar endiurtekmáng á einini beztu ferð sem ég hef farið um diagana. Það var 1947 að ég fór með hocnium og dóttur hamis til Hreða- vatns um Verzlumarmammaihelgi. Guðmiunidur hafði veiðileyfi í vatninu og hafði verið þar að vei'ðum mieðam unga fólkið sfcemmti sér. Þegar við feomum af skemmitiisitaðmum var hamn korninn með veiðima, og við fluttum okkur alll'anigt frá tj'aldistaðnum oig suðum þar glæ- nýjam aflanrn umdir berum himmi, en bamm settiist mieð bamjóið sitt og sönig fyrir okkiur. Veðrið var umaðglegt og emgum kom svetfm til hugar. Umgt fólk og svangt ramin á lyfctimia og allir femigu bita sem vildu. Svo var farið í bats- ferð á vatnimu eldismiemma morg- umis, og Guðmiumdur var enm sem fyrr óþreytandi og kom öEum í sólskinsskap. Ég á bágt miefð að sætta mig við að ferðin sem vera átti til minminigar um þessia för verður aldrei farim. Guðmumidiur skrapp til Þiing- valla og var þar í sumarbústað hjá mági sínium, og við veiðar úti á vatni. Bn þar veáktist hanm og vair fluttur til sjúkrahússims á SeltfOsisi og amdiaðist þar sem fyrr segir. Hainm verður jarðsett- ur í daig. Gu'ðmiundiur átti tíu systkini, fiimm alsystkini. Þau hatfa fjög- ur látizt síðam um áramót og er nú eimiumigis eitt systkimamma á lífi, Elírn Þorsteinsdóttir, 89 ára að aldri. Við hjónim þökkum Gufðmiumdi Þorsteimsisyni inmiitega allt það 'siem hann var okfkiur og börnium- um ofcfcar. Slífcra mianmia er gott að minmaist, em fátækari verður maður 'þegar þeir bveðja. Lilja Bjarnadóttir. Kínverjar mótmæla Peking, 17. ágúst — NTB KÍNA gagnrýndi í dag tékknesk stjórmvöld vegna viðbragða þeirra við innrás stuðningsmanna Sihanouks fursta í sendiráð Kam bódíu í Prag þann 10. ágúst sl. — Fyrix innrásinni stóð annar rit- ari sendiráðsins Isoup Ganty og ýmsir stúdentar frá Katmbódíu. f mótmælaorðsendingu segir að tékknesk stjórnvöld hafi beitt Ganty ómannúðlegum þvingun- um og segir þar að sendiráðinu hafi verið lokað sl. laugardag al gerlega að ástæðulausu. Var þá settur vörður við bygginguna og aðgangur í sendiráðið bannaður. Fengu fulltrúar Kínverja ekki að ræða við Ganty. Um helgina sendi Sihanouk fursti, sem situr í Peking og hef ur þar á hendi forystu útlaga- stjórmar, skeyti til Svoboda, for- seta Tékkóslóvakíu, þar sem hann fór þess á leit við hann, að tékkneska stjórnin viðurkenndi Ganty, sem hinn eina rétt og log lega fulltrúa landsins í Prag. Skuldabréf óskast Hefi kaupendur að skuldabréfum, fasteignatryggðum og ríkis- tryggðum. Guðjón Styrkársson, hrl., Austurstræti 6. Sími 18354. Rafeindafrœði Maður með trausta þekkingu á rafeindafræði (Electronics) óskast til að annast viðhald á rafreiknum. Starfið hefst með námi erlendis. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist af- greiðslu Morgunblaðsins merkt: „EDP — 4313". Oskum eftir einu eða tveimur herbergjum fyrir tvo pilta í nágrenni Verzlun- arskólans, nú á komandi vetri. Æskilegt væri að fæði fengist á sama stað að hálfu eða öllu leyti. Vinsamlegast hringið í síma 92-8025.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.