Morgunblaðið - 19.08.1970, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.08.1970, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1970 Sólin hellir geislum sínum á dalinn, sem hólarnir fylla hálf- an. Áin liðast bakkafögur eftir honum endilöngum, og heiður himinninn gefur henni djúpbláan lit, skreyttan silfurflúðum og hvitum strengjum. Grænar grund ir lykja um ána og teygjast upp um brekkuræturnar, sem brátt sveigjast í snarbrattar fjallahlíð ar, grónar lyngi, hrísi og blóm gresi neðantil, en verða ofar blá svartar með stökum grastóm og geirum og loks ókleifir hamra- veggir. ísaldarjökullinn svarf þennan friða, U-laga dal, löngu áður en nokkur maður leit þetta land, með því að sarga Trölla- skagann, sem aldrei lét kaffær- ast af þeim sama jökli, öld eftir öld með hefiltönn grjóts og klaka. Við höfðum skilið bílinn eftir Sverrir Pálsson: Við Hraunsvatn. Að Hraunsvatni sunnan undir bæjarvegg á Hrauni. Jónas bóndi hafði sagt okkur til vegar upp að vatninu, eftir að hafa spurt, hvort við hefðum veiðistengur meðferðis. Nei, við vorum ekki veiðifólk og sþttumst ekki eftir vatnafiskum, aðeins sólskini og ilmi jarðarinn ar. Bros færðist yfir andlit gamla bóndans, og í því brosi var allt í senn, undrun, gleði og svolítil ögn af vorkunnsemi, að við skyld um vera svona skrýtin. Eða kannski dáðlaus. Það var annars skemmtilegt að hitta bónda með þessu nafni á þessum stað, sem hefir verið helgur reitur í hugum Islendinga nærri hálfa aðra öld. Þegar far- ið er um þjóðveginn austan ár, er bömum bent yfir að Hrauni og sagt: „Þarna er Hraun, þar sem Jónas fæddist". Nánari skýr ingar óþarfar. Öll börn vita, að „. . . foreldrum fæddist sonur í fjallakotinu Hrauni við ána í Öxnadal.“ Jónas bóndi hefir gert Hraun að vildarjörð, og þaðan eru haust dilkar vænir. En árið 1807 var Hraun rýrðarkot, enda fluttust þau Rannveig og sr. Hallgrimur þaðan tveim árum siðar að Steinsstöðum, þar sem listaskáld ið góða ólst upp að mestu leyti. 1 Dalvísu má rekja sig eftir landareign Steinsstaða. Þó er Jónas miklu fremur tengdur Hrauni i vitund þjóðarinnar. — Hjálmar Jónsson er alltaf kennd ur við Bólu, þó að hann byggi þar ekki nema 10 ár, en þar varð hann líka að þola mestu niður- lægingu ævi sinnar. Aldrei heyr ist hann manna á meðal orðaður við Minni-Akra (eða Akri, eins og Skagfirðingar segja), þó að hann væri þar búsettur í rösk 27 ár. Þetta er sennilega hluti af hörðum örlögum þessa harða og skapheita skálds. Leiðin liggur eftir óljósum fjár götum suður og upp frá bænum, miklu lengra til suðurs en ég hafði haldið. Mig minnti, að vatn ið væri undir Hraundranga, en það er snöggtum sunnar. Jónas bóndi hafði sagt okkur að fara suður fyrir farveg lækjarins, sem úr vatninu rennur. Ég trúði að vísu þeirri leiðarvísan, en þó leyndist í hugskotinu einhver tortryggni. Svo fast hafði setzt í vitundina brengluð bernsku- minning, frá því er ég var fjög- urra vetra snáði, þegar pabbi reiddi mig fyrir framan sig upp þessar sömu brekkur, gjörðin brast og við hrundum báðir aft- ur af klárnum ofan I urðina. Síð an hefi ég ekki hingað komið og látið undan dragast að skoða af stöðuna á landabréfi. Já, það hefði verið styttra að fara upp frá Hálsi, en þó hefði ég ekki viljað verða af þvi að koma að Hrauni. Við höfum vaðið lyngið i miðj- an kálfa skáhallt upp brekkurn- ar. Við erum orðin heit og móð af göngunni og litlu börnin orð- in þreytt í fótunum. Það er því vel þegið að setjast niður og kasta mæðinni. Ekki þarf að gera langa leit að þægilegu sæti, þvi að nóg er af stórum, flötum stein um og stórbjörgum, — nú eða þá lyngbollum milli steinanna. Smá vinir fagrir, vallarstjörnurnar, teygja sig til sólar i skjólinu. Þessi blóm voru Jónasi vinir og leiðarljós, og enn finnum við þau öll í haganum. En hér eru fleiri vinir hans saman komnir. Skyndilega flýg- ur rjúpa upp með ropa miklum, en hún fer ekki langt, sezt á stein skammt frá okkur og fetar svo hljóð og hógvær milli klett- anna, eflaust náfrænka þeirrar, sem Jónas kvað um í Óhræsinu. Grátittlingur skýzt úr lautu, frjáls og glaður í bragði, og lóan litla, sem átt hefur bú i berja- mó, syngur nú undir sólu um grænar sveitir lands. Og loks kemur sá, sem ég hefði sízt átt von á hér, þar sem enga hríslu er að finna: skógarþröstur. Sann arlega er það þröstur, sem ber við loft þarna á stóra steinin- inn, ertu fyrst núna að skila kveðjunni, sem þú varst beðinn fyrir forðum, þegar þú færir að kveða kvæðin þin í sumardal? Ef svo er, kemur hún alltof seint, en haltu samt áfram að syngja, blessaður öðlingurinn. Feiknastór björg liggja dreifð um alla hlíð, stærri en svo, að rétt sé að kalla safn þeirra urð. Milii þeirra eru þó smærri stein ar. Hér er eflaust mikil og blóm- leg álfabyggð. Þarna er einn steinn eins og bær með þremur burstum. Huldukonan, húsfreyj- ir nálægir tindar eru stálið sem eftir stendur. Þess háttar fram- hrun hafa orðið víðar í Öxnadal. í fjallinu austan dals gegnt okk ur hefir eitt slíkt afhjúpað fal- legan ljósgrýtiseitil. 1 Þver- brekkuhnjúk eða Bessahlaða- hnjúk eða hvað hann nú heitir hérna skammt sunnan við okkur virðist vera geigvænleg sprunga langt niður í fjallið, lengst af full af ís og snjó. Þó segja fróðir menn og framsýnir, að ýmis önn- ur fjöll annars staðar á landinu séu líklegri til að hrynja næst. Við skulum ætla, að þeir vití hrauns-nafnið. Síðan er bæjar- heitið skemmtilegur merkinga- fræðilegur forngripur. Mál er að standa upp og halda áfram, börnin eru orðin aflúin. Brattinn er ekki mikill enn, enda skáskerum við hlíðina. Hvar er þessi farvegur, sem bóndi talaði um? Jú, þarna er hann víst, all- djúp klauf, sem nú ber við him in. Brátt komum við að lækn- um, finnum góðar stiklur og kom umst þurrfóta yfir, þó að hann sé kátur i hitanum og skvetti vatninu býsna hátt í gáska sín- um. Skyldi þetta vera fjallbun- an, sem þylur nafn Þóru glöð í grænum rinda daglangt og nátt- langt? Nú fer að þyngjast fyrir fæti, því að hér snöggeykst brattinn. Það liggur við, að brekkan standi með manni. Hjallarnir eru margir, og alltaf blasir annar 'við, þegar einn er sigraður. Börn in taka að þreytast aftur og neita að halda áfram. Þó hefir stóri bróðir borið litla bróðir á há- hesti góða stund, meðan við hjón in bárum nestið og skjólflíkurn- ar og leiddum litlu systur á milli okkar. Hér dugir ekkert annað en klókindi og kaupskap- ur. Undansláttur er stundum á- vinningur. Kexpakki er dreginn upp og innihaldinu stútað, með- an þreytan liður úr grönnum leggjum og litlum, — og reynd- ar þeim stóru líka. Við bryðjum kexið og horf- um yfir sumargræna sveitina og fjöllin blá. Langt fyrir neðan Ifi sloíx um 'SltíS an þar, gæti komið fram á hlaðið á hverri stundu til að hyggja að kúnni sinni. En hún kemur ekki í ljós, að minnsta kosti ekki fyr- ir okkar augu. Það hefði þó ver ið gaman að aðgæta, hvort hún hefði aðeins eina nös. Einhvern tíma fyrir óralöngu hefir fjallið hér fyrir ofan rifn- að að endilöngu, hluti þess brotn að í mola og steypzt niður í dal inn með skruðningum miklum og þórdunum. Hraundrangi og aðr- sinu viti. En hún er ljót, sprung an í Þverbrekkuhnjúk. Af þessari stórgrýtisurð. sem þekur hlíðina, dregur bærinn nafn sitt: Hraun. Sú er víst frum merking orðsins, en norrænir menn festu það síðar við storkn aða bergkviku á yfirborði jarð- ar, þegar þeir kynntust því fyrir brigði nýkomnir til þessa ný- gervings meðal ianda. Eitthvað varð slíkt nýnæmi að heita. Það minnti helzt á urð og hlaut því HiB Hraun í Öxnadal. — Ljósm.: Vigfús Signrgeirsson. okkur sjáum við ofan á hlöðu- þak í túninu á Hrauni. Norðar er Bakki, og þar er sóknarkirkja Jónasar. Þangað flutti góðviljað ur maður bein hans og ætlaði þeim leg í skauti heimabyggðar og æskustöðva, en valdsmenn af stýrðu slíkri óhæfu og ákváðu, að Jónas skyldi sæta opinberri greftran i f jarlægum landshltua. Sæludalurinn, sveitin bezta, sem er gleði æsku, hvildin elli, fékk ekki að faðma ástmög sinn lát- inn. Hnjúkafjöllin heig og há fengu ekki að skýla hvílunni hinztu. En þau standa dyggan vörð um minningu hans, og það er fyrir mestu. Það er hún, sem skiptir máli, — hún og kvæðin hans, — og hvort tveggja er Öxn dælingum og öllum íslendingum margfalt meira virði en bein hans. Gegnt Bakka eru Steinsstaðir, bernskuheimili Jónasar. Þar undi hann ungur í sorg og gleði, og „hugann grunar hjá grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót.“ Heim að Steinsstöðum má rekja marga minninga- og tilfinn ingaþræði í kvæðum hans og ævi ferli. Þangað var faðir hans bor inn nár héðan ofan frá Hrauns- vatni, eftir að hann hafði ætlað að leita sér og fólki sínu lífs- bjargar af silungsveiði. Þá var Jónas á niunda árinu, einkar elskur að föður sínum. Mér finnst vatnið, sem draup úr klæð um þessa góða klerks og fjög- urra barna föður við hina dap- urlegu heimför, ekki enn þorna af steinunum hérna við fætur Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.