Morgunblaðið - 19.08.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUMBLAÐIÐ, MH>VTKUDAGUR 19. ÁGÚST 1970 Jónas Magnússon, Stardal — Minning UM ÆVI Jónasar Magnússonar frá Stardal, sem nú er látinn ný- lega áttræður, þyrfti að gera greinargott yfirlit þegar um hæg- ist, og meta fyrir sér með til- vísun til verka hans og annarra staðreynda þann þátt sem slíkir menn eiga í mótun kynslóðar sinnar og samtíðar. Þeir menn, sem vinna verk sín vel, hver í sínum verkahríng, það er þeim sem þjóðin á orðstír sinn og heið ur að þakka, og einn þeirra manna var Jónas í Stardal. Öll- um sem eitthvað áttu undir leið- sögn hans, verksjón og verk- greind, var hann sannkallað berg hald, hvort heldur sem bóndi, vegagerðarstjóri eða trúnaðar- maður sýslúnga sinna og annarra í félagsmálum. Hann var ekki að eins afburða verkamaður, heldur höfðímgsmaður að allri gerð, sjálf kjörinn til forustu hvar sem hann lagði hönd að. Ég vil þó aðeins minnast Jón- asar Magnússonar sem persónu- legur vinur: ég hef þegið af hon- um gjafir sem því ráða að aldrei verður raunverulegur viðskilnað- ur við slíkan vin; minníng góðs vinar heldur áfram að blómgast í hug manns meðan ævi end,ist. Hjá mér vaka djúprættar endur- minníngar um Jónas Magnússon og Stardalsfólkið alt frá bernsku- dögum. Hve fastur grundvöllur var í vináttu míns fólks við Jónas og fólk hans verður augljóst af þáttum þeim sem hann skrifaði um viðkynníngu sína af æsku- heimili mínu og foreldrum, og prentaðir voru í Lesbók Morgun blaðsins ekki alls fyrir laungu. Jónas var eins kunnugur for- eldrum mínum og ég sjálfur, að sumu leyti jafnvel kunnugri. Hann var þroskaður maður þeg- ar faðir minn dó og hafði starf- að með honum sumar eftir sum- ar og lært af honum vegagerð. Eftir dauða föður míns tók hann við starfi hans í vegagerðinni, og hélt því um 40 ára skeið part af árinu einsog faðir minn, og rak alla tíð sveitabúskap meðfram einsog hann hafði gert. Jónas geymdi í endurminníngu sinni ævilángt ferska mynd af föður mínum; það var einsog hann hefði skilið við hann fyrir aðeins svip- stundu. Hann sagði mér frá sam- starfi þeirra og laungum orðræð- um einsog þær höfðu átt sér stað dag frá degi heil og hálf sumurin á samvistardögum þeirra. Mér er Jónas sérstaklega minnistæður frá bemskuárum þegar hann dvaldist hjá okkur í Laxnesi, ým- ist leingur eða skemur, að ýms- um störfum, einkum byggíngum, fyrir föður minn. Hann bar af flestum úngum mönnum að gjörvileika, fríðleika í sj ón, mikl- um líkamsburðum, en röggsemi og skörúngsskap í verkum og við brögðum. Eftir að hann kvæntist Krist- rúnu Eyvindsdóttur, sem var hon um samvalinn förunautur, urðu miki'l umskifti í Stardal. Þar hafði áður verið fjallabýli og lá illa við samgaungum, en bærinn komst í þjóðbraut við lagníngu Þíngvallavegarins nýa um þessar mundir, og var af styttíngu fjar- lægðanna altíeinu orðinn höfuð- ból í miðri bygð á mótum fjög- urra hreppa, tveggja sýslna. Und ir búrekstri við breyttar aðstæð- ur reis rausnarbú í Stardal enda var Jónas nú kallaður til forustu hlutverks við ýmis ábyrgðarstörf og vandaverk innan héraðs sem utan. Gestanauð og ágángur jókst á bænum með fjölbreyttum erind- rekstrí manna úr ýmsum áttum, svo ég hyltist til að koma þángað á gaunguferðum og gista eða sitja dag og dag hjá Jónasi þegar ekki voru aðrir á ferð, ekki sízt á köldum dögum þegar vötn lágu og fönn var á landinu. Þá var gott að setjast í stofu í Stardal og rifja upp liðna tíð eða reifa ný- mæli. Jónas var manna best máli farinn. Hann hafði rammíslenskt ’túngutak sem unun var á að hlýða. Mörgu orði og orðtæki stakk ég hjá mér úr viðræðu hans, og kom mér oft í góðar þarfir síðar. Það var líka ánægju- legt að lesa ágætan stíl ritaðs máls sem hann hafði einsog ósjálfrátt á valdi sínu þegar hann stakk niður penna, hvort heldur var um landsins gagn og nauð- synjar eða minníng um horfinn sveitúnga. Þegar hann talaði og skrifaði um fólk komst upp að hann hafði ekki aðeins verkhygn isauga sem kallað er hagsýni, heldur glögt mannþekkjanaauga, hæfileik til að sjá menn út jafnt í snöggum svip sem í lángri fjar vídd. Eftir að ég fluttist að Gljúfra- steini vorum við aftur orðnir ná- grannar og hittumst stundum dag lega. Ósérplægin hjálpsemi hans við mig, sífelt reiðubúin og ó- þreytandi, var af því tagi að ég hef oft sagt að mér hefði orðið torvelt að festast hér hefði ég ekki átt Jónas að bakhjarli um ýmds þau nauðsynjaverk sem varð að vinna svo þessi búleysa á víðavángi hér í heiðarj aðrinum yrði gerleg. Oft var kallað á hann hér þegar eitthvað var duglega komið úr lagi, eða jafnvel í óefni, því þar voru höfð snögg viðbrögð og aungvir formálar með vafníng um og þvælu, enda hafði Jónas oft miklum og góðum vinnukrafti á að skipa, ekki síst þar sem voru synir hans. Mörgum mun í daig finnast sem þeir sj ái á bak íslendíngi sem var sinni kynslóð í landinu til góma í orði og verki, dreinglyndur mað ur og höfðínigi af náttúrunni. Frá okkur á Gljúfrasteini beinast samúðarkveðjur til Kristrúnar konu Jónasar, og til sona þeirra Egils, Magnúsar og Eyvindar; og til Ágústu dóttur hans af fyrra hjónabandi sem leingi hefur jjval ist í fjarlægð. Halldór Laxness. FYRIR nokkruim döigurn hittuimst við Jónas við útför samneiiginlegs vinar oklkar, Bjianma Bjarnaisoniar fná Lauigarvartni. Elkki kiom mér þá til hiuigar, að Jónias í Stardal yrði siá næsti, sem hyrfi sjónum úr hinmii öldruðu sveit vina oig félaga, sem lifað hafa þessia öld alla eða nakkru leinigur. — Þá fyrir stuttu haifði Jónas komið til miín og saigt mér fró ferð sinni norður um land á áttræðis- afmæli sínu 24. f.m. Þá fóru þau hjónin tvö ein alla leið til Mý- vatns oig ók Jónas alla leið og taldi slíkt ekki frásiaginiarvert, þótt áttræður væri. M.a. ók hiann þá í fyrsta siinn veginn um Ólafstfjarðarmúla og taldi það öklkert tiltökiuimál. — Hinis veig- ar áieit hann að þar hiefðd aldrei átt að gera meinn veig, því æski- legna hefði verið að gera þarma jarðgöinig og srvo væri vfðar á hættusömum leiðum. En Jónas viðUrlktenndi jafnframt, að vagna kostniaiðarins myndi slíkt ekki klieitft eins og högum okk'ar er anin komið. Síðiuisitu ferð Jómasar laiuk á annan hátt en ætlunin var. — Vill svo stundiuim verða. — Ráð- gert hafði verið að kanna ófcunna stigu aðra en þá, 'siem örlöigin skópu. Var hann komdinin í fæðinigarsveit síma, Biskiuips- tumgur, er h'anin lézt sikjmidilega ag án nokkurs sjáanlagis alðdrag- anda. Þau endialofc ber ekfci að harma, því þau voru mjög við hætfi Jónasar, — að flalla með fullri reivsn. Mér er ekki í hug að hlaða meinu oflotfi á Jómas, hieldur segja það eitt, sem ég veit um af eig- in reynid og lömgum kynnum. Við Jónias höfðum þekkzt ævi- lanigt oig eru þau kynni arðuliaus og góð til upprifjumar. Þótt við værum ekki alltaf saima sinnis urn menn oig málefni var sá ágreinimgur aldrei lamgærri en á meðam umræðain stóð, Mikimin hiuta ævi okkar vorum við í því niáigrenmd alð lömd okkar lágu saman, og það ásamt öðrum sam- skiptuim, m.a. í félaigsmálum, Skapaði námari tenglsl en e.t.v. hefði ammars orðið. — Alls þessa er mú gott að minnast. Jónaa í Stardal var lamds- þekktur maður og bar þar margt til. Að Suimu því verður hér að- einis vikið. Þekkitaisrtiur var Jóimas fyrir verkistjóm símia á sunnum fjöl- förniuistu umferðarieiðum þessa lamdls. Má þar til niefna veginn frá Ellilðaóm í Hvalfjiarðarbotn ag adla veigi um Kjósina, Mos- fellssveit oig víðar. Þinigvallaveig- urinn er að miestu gerður undir stjóm hans ag allir veigir ag gömgustígar um Þimigvelli ásamt leiðiumum um Uxaihry’ggi og Kaldadal. Vegaverkstjórn Jómasar varð lömig — 44 ár — oig um margt til fyrirmynidar. Jafnan var hann fyrstur á vinmustað ag var glöggskyggn á það, að allt færi svo vel úr heradi, siem efni stóðu til. Vandvir'kni hanB var við- brugðið oig smiekfcvísi smar þátt- ur í srtJörfuim hans. Er t.d. nýi vegarkaflinn á bartmi Almanna- gjár glaggt dæmi þar um. 1 þessu saimbandi má einnig netfna upphleðsluna við brúma í Al- mainniaigjá, seim gerð var fyrir 1930 umidir uimsjón hanis. Inman þjó'ðigarðsinis sá Jórnias alltaf uín lagninigu nýrra göniguleiða og allt viðihald þar. í þessu sambandi má geta uim, að þagar Almanmagjá var lokað fyrir allri bílaumferð, var Jónias 'því mjög mótfallinin ag taldd emga frambæriiega ástæðu fyrir þeirri ráðsitöf'un. Vildi hantn aiðeinis láta taka upp eim- stetfnuaiksitiur á þesaari leið ag banna mætti uimifleTð þunigra vöruibíla. Reit Jómas þá athy'glis- verða grein í Morgunblaðið þar sem hann lagði'st eimdregið móti þessari rá'ðlstöfium og færði gild rök fyrir því, að umferðarbanin- ið væri mieð öllu ástæðulaust. Taldi hann Þiinigvelli taka mjög oían og þó sérstaklieiga í augum 'þeirra, sem þar kæmu í fyrsita siinn. Munu flestir vera á sarna máli þar um og þetta álit Jón- asar breyttist ekki þau árin, sem þetta uimflerðarbann hefir staðið í allra óþökk, að örfláum umdan- skildum. Jómas tók jiatfman virfcan þátt í ýmisiuim félagsmiálum ag var þar oft í forisvari. í hreppsmiefmd Kj alarmess var hamn í 30 ár oig lemgsit atf oddviti, í stjóm Verk- stjióratfélagsims, umboðismaður Brunabótafélagis Islands til ævi- liaka, enidunskoðandi Sláturfélaigs Suðurlands síðustu árin ag í 'srtjórn Mjólkurflélags Reyfcjavík- ur og stjómiarformaður þar, er hanm lézt. — Er hér alðeinis impr- að á mokkrum atriðuim þeirra félagsmiála, sem hann var virkur aðili að. En víðar kom hann við Slögu. --- Jónasi í Stardal entiist ævin vel ag hafði lokið miklu ævistarfi og gitftuidrjúigu. Hann var um fátrt mieðalimaður, en um margt mieiri. Yfir homum var jafnan mikil reisn oig mynduigleiki, enda eftir hoimum tekið þar sem hann fór. Svo gat stunidium virzt, að hann væri niokkuð frálhverfur við fynstu kynni oig þætitist um fliesit sjálfum sér nógiur. Var líka sivo um mangt. En þetta var ytra borðlð. Viið mánari siamisfcipti komiu þær eigimdir fram, sem báru hia,nn hæst og ollu mestu um það álit oig traust, scm hann jiaflman maut. Vilyrði hairas voru ígildi loforðb oig um efmdirm- ar þurfti ekki að efiaist. — Verk- hæfni hans og fyrirhyiglgj'a var með ágætuim og hann ,mun aldrei hafa gefið kost á að takia að »ér þaiu störf, siem hann taldi sig ekki gieta leyst veil úr hendi. Ekki er hæigt að minmast Jón- aisar í Stardial svo, að kioiniu hans, Kri'strúmar Eyvimdisdióttur, sé efcki jafnframt getið, svo virkan þátt, sem hiún átti í lífssögu hans. Kristrún er mjöig vel igerð kiona, 'gáfuð oig raunisæ. Með kornu hemniar aíð Stardal var þa:r skipt um sköp ag hlutverk henniar svo af hendi lieyist, a@ vert væri að minnast hemniar betur en hér er gert. Jóraas rrnat konu 'siíma mik- ils og var beimili þeirra þekkt fyrir gastrismi og myndarbrag. — Meðal verka þeirra var að gera Stardal að stórbýli, sem lemgi muin vara. Guðm. Þorláksson, Seljabrekku. Þegar við erum ung, lítum við björtum augum til framtíðarinn- ar. Hægt, og raunar án þess við vitum, erum við farin að líta björtum augum til baka. Þá er- um við tekin að eldast. Og þá verða áleitin orð Bólu-Hjálmars: „Mínir vinir fara fjöld.“ Merk- ing þeirra dýpkar, þau verða ný reynsla. Og okkur finnst að allt sé þetta draumur, að við eigum eftir að vakna til nýs lífs og þess eina veruleika, sem er ekki dauði; að rétt sé, þegar Einar Benediktsson segir: „Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka.“ Hraðfleyg er stundin. Við sjá um vini okkar oft eins og í hili- ingu meðan þeir eru á meðal okkar, en svo skýrist myndin, þegar þeir eru horfnir. Hilling- in vex inn í landslagið. Einhvern veginn eignumst við aldrei neinn, fyrr en hann er allur. Þá fyrst verður hann raunverulegur, mynd hans heil. Hann getur ekki lengur breytt henni sjálfur með nærveru sinni. Það er annað að sjá Snæfells- jökul frá Reykjavík eða horfa upp kviknaktar hlíðar hans af þjóðveginum fyrir vestan. Frá Reykjavík sést hann allur. Und- ir hlíðum hans hverfur hvíti toppurinn. En fegurstur er hann í minningunni. Tíminn skerpir allt, einnig hana. Minningin veðr ast eins og fjallið, unz það kem- ur I ljós, sem lengst stendur. Við Jónas i Stardal töluðum oft um Ijóð. Að þau veðruðust. Yrðu að standa ein og nakin með reynslu sína, jafnvel svo að stundum væri nauðsynlegt, að þau týndu höfundi sínum. Ljóð eru minning. Þess vegna verða þau yfirleitt betri, þegar frá líð- ur. Ljóð án minningar hefur gleymt hlutverki sínu: að berj- ast við tímann, sigra hann. Inn- sigla reynsluna, skora hverful- leikann á hólm. Þess vegna eiga þau erindi við okkur. Þess vegna eru þau — ásamt annarri mannlegri reynslu sem stendur allt af sér eins og jökullinn •—• sigur á þessari ósýnilegu og raunar óskiljanlegu goðsögn, sem sumir segja að sé ekki til, tímanum. Sigur á því, sem er hverfullt og stopult. I staðinn fyrir tímann kemur ljóðið. 1 stað- inn fyrir þá sem eru farnir kem- ur minningin. Hún er í sjálfri sér sigur yfir dauðanum. Með trúna að bandamanni er hún ósigrandi. ★ Ungur kynntist ég heimili Kristrúnar og Jónasar í Stardal. Það var Reykjavlkurdreng í upphafi síðustu heimsstyrjaldar í senn dularfullt ævintýri og óvænt auðna að vera heima- maður í skjóli svo minnisstæðra húsbænda: hún stórbrotin hús- freyja og lét sig ekki muna um að annast umsvifamikil bústörf heimafyrir meðan bóndinn sinnti vegstjórn af frábærri elju og fyrirhyggju, enda margra manna maki og ekki einhamur við störf sín, sem voru að því skapi mikil, sem hann var öðrum mönnum stærri í sniðum, framkvæmdasam ari og stjórnmeiri. Jónas var ekki einungis farsæll i verkstjórn sinni, heldur einnig í félags- og forystustörfum fyrir sveit sina, enda oddviti hennar um langt skeið, svo að eitt dæmi sé tek- ið afi mörgum, er hann innti af höndum fyrir stétt sína. En mestur var hann á hlaðinu í Stardal, þar sem hann horfði fránum sjónum yfir óðal sitt, leit til fjalla; mikill að vallar- sýn og höfðinglegur, með ein- beittan svip og augu full af himni. Þannig stendur hann mér nú fyrir sjónum, raunverulegri en nokkru sinni þótt hann sé far inn, og mynd hans áleitnari ein- mitt þess vegna. Fyrrum eins konar almætti í vitund lítilla drengja, síðar vinur og leiðbein andi: ekki sízt fagnandi vinur, þegar honum þótti sæmilega horfa. „Ég hef alltaf sagt að þú yrðir trúarskáld," sagði hann einhverju sinni af gefnu tilefni. Það lýsti honum betur og því, sem bjó innra með honum, en „trúarskáldinu". Allt var hon- um með sérstökurn hætti viðkom- andi, og oft þurfti hann að skreppa niður á Morgunblað til skrafs og ráðagerða, þegar þau Kristrún fluttust í bæinn. Hann skrifaði margt og hneigðist mjög að svoköiiuðum þjóðlegum fróð- leik og ævisögum, ritaði góðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.