Morgunblaðið - 19.08.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.08.1970, Blaðsíða 15
MORGUTNTBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1970 15 Kristján Albertsson: í Steindauður félagsskapur AUSTRI Þjóðviljans, sem all- ir munu vita hver er, segir í dag þau gleðitíðindi að svo- kölluð landssamtök „hernáms- andstæðinga11 séu „steindauð- ur félagsskapur“. ESkki var mér kunnugt um þetta, enda mun sá dauðdagi ekki fyrr hafa verið auglýstur. Ég hef Íþvert á móti haldið, og svo mun um fleiri, að ýmiss konar læti hafi til síðustu tíma ver- ið framin á vegum og í nafni þeirra samtaka. Er nú gott til þess að vita, að félagsskapur sem við höfum orðið að blygð ast okkur fyrir, er úr sögunni — og vert að þess sé sem rækilegast getið. Þrátt fyrir alla þá reynslu sem fengizt hefur af austræn- um kommúnisma, og allt sem við vitum um andlegt og ver- aldlegt ástand í þeim lönd- um, verður víst ekki hjá því komist að menn greini á um hvort þjóðskipulagið hafi þol- anlegri annmarka, og sé lík- legra til farsældar því fólki, sem við það á að búa. En hins virðist nú orðið mega vænta, að jafnvel þeim, sem hafa meiri eða minnd trú á komm únisma, sé farið að skiljast, að ekki er tilvinnandi í von um sigur þess þjóðskipulagis að tefla í tvísýnu um frelsi ís- lands, og eiga á hættu að varn arlaust verði það traðkað und 1 ir járnhæl erlends stórveldis. / Vonandi merkir steindauði 1 „hernámsandstæðinga“ vax- 1 andi skilning á þeirri megin í staðreynd, að eins og á stend- / ur í heiminum verður öryggi og sjálfstæði íslands ekki með öðru tryggt en aðild að At- lantshafsbandalaginu og í bandarískri hervernd. Við von t um að einhvern tírna verði svo / komið, að hvorugt sé framar \ nauðsyn. Því miður bendir \ ekkert til þess, að þau alda- hvörf muni gerast í náinni framtíð. Við íslendingar ættum allir að geta orðið sammála um, að l skipast ekki í flokka né heyja / orrustur um annað en það, \ sem við höfum efni á að vera \ ósammála um. En nú er það i svo, að stundum verður fleira í að gera en gott þykir, og að / stjórnimálabarátta hlítir með- \ al annars þeim lögum, að fyr- ir kemur að flo'kkar þykist eiga erfitt um vik, að hverfa frá fyrri skoðunum eða stefnu málum. Annað mál er, hvað þeir hirða um að standa við í framkvæmd. Við vitum ekki hverjar valdabreytingar muni verða á íslandi á komandi áratugum. Hins verða allir menn, bjart- sýnir á framtíð þjóðar vorrar, að vænta, að „hvernig sem stríðið þá og þá er blandið", þá verði öllum íslenzkum valdamönnum ævinlega ljóst, undir niðri, að ekki má koma til neinna aðgerða sem stofni öryggi landsins í voða. — Það skiptir litlu í þessu sambandi, að Austri segir í grein sinni sitthvað um mig persónulega, sem reist er á misskilningi. Reykjavík, 18. ágúst 1970. Á myndinni sézt er bátar hafa gasið út á Atlantshaf, þar sem Þarna er skipið að fara um skip það í togi er flutti tauga því var í sæ sökkt í gær. — mynni Cape Fear árinnar. Taugagasið loksins komið á hafsbotn fóru, um það bil tvær klukku- stundir að ganga úr skugga um að allt væri í lagi um borð í taugagasskipinu. Opnuðu þeir síðan botnlokur þess, og „Le Bar- on Russel Briggs“ tók að sökkva hægt. Búizt var við að það mundi taka 4—6 klst. að sökkva til botns. Stjórn Balhama fór þess í dag á leit við brezku stjórnina, sem fer með utanríkismál eyjanna, að hún bæri fram mótmæli við Bandairíkjastjórn vegna þess að gasinu hefði .verið sökkt á Kar- íbahaf. Hefuir brezka stjórnin þessa beiðni Bahama nú til athug unar. Hin sérstaka nefnd Samein- uðu þjóðanna um friðsamlega hagnýtingu hafsbotnsins, sem nú Framhald á bls. 27 COMECON í austri Á MEÐAN rætt er í Brussel um stækkun Efnahagsbandalags Evr- ópu; — 'EBE, er einnig bollalagt í Austur-Evrópu, hvemig þjóðir þar geti sem bezt mætt sterkari efnahagssamvinnu í Vestur-Evr- ópu. Með samvinnu á sviði vísinda og tækni hafa aðildarlöndin að efnahagsbandalagi austant j alds- landanna; — COMECON, náð verulegum árangri á sviði efna- hagsmála. Á árunum 1961—68 nær tvöfaldaðist iðnaðarfram- leiðsla þeirra og framleiða COME CON-löndin, sem ná yfir 18% lands á jörðinni og eru byggð af 10% jarðarbúa, nú 31% af allri iðnaðarframleiðslu í heiminum. Jafnhliða þvi, sem COMECON- löndin samræma eigin efnahags- áætlanir, vinna þau einnig mark visst að því að auka viðskipta tengsl sín við önnur lönd, hvaða þjóðskipulagi sem þau lúta. Þetta gera COMECON-löndin á grund velli jafnréttis, hags fyrir báða aðila og afskiptaleysis af innan- ríkismálum. Viðskiptin milli COMECON-landanna og vest- rænna landa hafa aukizt stórlega undanfarin ár. 1968 námu þau tvöfaldri upphæðinni 1960. Um 85% þessarar verzlunar er við þjóðir í Vestur-Evrópu, og bygg- ist hún að mestu á samnimgum til langs tíma og löngum greiðslu- frestum. COMECON-löndin eru, eins og sjá má á meðfylgjandi korti; Sov étríkin, Pólland, Ungverjaland, Búlgaría, Rúmenía, Tékkóslóvak ía, Austur-Þýzkaland og mong- ólsku alþýðulýðveldin. Þau flytja út ýmsan varning og iðnað arneyzluivörur. Frá vastrænruim löndum flytja þau inn vélar og efni til margra greina framleiðslu sinnar, svo sem járn og aðra málma, plastik, iðnaðarvélar, sellulósa- og pappírsvörur. Einn þeirra, sem hvað mest hef ur stuðlað að auknum verzlunar viðskiptum austurs og vesturs er sovézki forsætisráðherrann Alex ei Kosygin, sem var endurkjörinn til embættisins fyrir nokkru eftir að miklar sögusagnir höfðu geng ið um að hann yrði látinn víkja vegna samúðar siinnar með stjórn arháttum Alexanders Dubceks í Tékkóslóvakíu. Verður forvitni- legt að sjá, hvaða þýðingu endur kjör hans kann að hafa fyrir á- framhaldandi aukin viðskipti milli austurs og vesturs. (Frá Nordisk Pressebureau) Stjórn Bahama biður Breta að mótmæla við Bandaríkin London og Genf, 18. ágúst. AP. HIÐ gamla Liberty-skip „Le Baron Russel Briggs“, hlaðið 60 smálestum af taugagasi, kom á ákvörðunarstað sinn í Karíbahafi uni kl. hálf tvö í dag að ísl. tíma í sólskini og bezta veðri. Jafn- skjótt og ákvörðunarstað var náð fór hópur átta sérfræðinga um borð í skipið til að undirbúa að sökkva því með hinum banvæna farmi á um 5 km dýpi, um 480 km undan ströndum Flórída. Fylgdarskipið „Hartley“ kom á staðinn þremur klukkustund- um á undan taugaskipinu, sem dregið var af dráttarbát. Sér- fræðingar uim borð í „Hairtley" gerðu nákvæma staðarákvörðun með aðstoð gervitunigls og merktu staðinn, þar sem „Le Baron Russel Briggs“ skyldi sökkt. Síðasti áfangi ferðarinnar með hið gamla skip gekk ágætlega, en áður hafði ferðinni miðað lítt vegna sjógangs og regnskúra. Það tók menn þá, sem um borð Helge Rognlien, ráðherra verkalýðs- og sveitarstjórnarmála Ráðherra- skipti í Noregi TVÆR breytingar hafa verið á- kveðnar á norsku ríkisstjórninni. Hallvard Eika þingmaður hefur verið skipaður landbúniaðarráð- herra og Helge Rognlien ráð- herra verkalýðs- og sveitastjórn- armála. Þessum embættum Hallvard Eika: nýr landbúnaðarráðherra gegndu áður Bjarne Lyngstad og Helge Seip. Nýju ráðherrarnir taka við embættum sinum á næstu dögum. Ráðherraskipti þes9i koma ekki á óvart að sögn norskra blaða, þar sem lengi hefur verið við þeim búizt. Fyrir landsfund Venstreflokksinis var ljóst að Helge Seip hafði áhuga á að hverfa úr ríkisstjórn og taka að nýju við sem leiðtogi flokksins á þingi. Ráðherraskipti þessi eru ekki talin munu hafa í för með sér neinar breytingar á stefnu ríkis9t j órnarinnar. COMECON-löndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.