Morgunblaðið - 19.08.1970, Blaðsíða 5
MOBGtnSTBLAÐOÐ, M3ÐVTKUDAGUR 19. ÁGÚST 1970
5
íslenzkur segulkompás
stenzt erlendar prófanir
ÞEIR, sem leið eiga um Skúla
götu og höfnina, taka oft eftir
bátum og skipum á ytri höfn-
inni sem sigla um fram og aft
ur eins og áttavilltir fuglar.
En þeir sem til þekkja vita, að
þarna er verið að leiðrétta
segulkompás viðkomandi
skips og í flestum tilvikum er
það Konráð Gislason, eða Guð
mundur sonur hans, sem eru
að leiðrétta kompásinn. Kon-
ráð hefur starfað við kompás-
leiðréttingar og kompásvið-
gerðir síðan 1928, eða í hart-
nær 42 ár, og á þessum tíma
leiðrétt margan kompásinn
og gert margar tilraunir með
kompása. Hann hefur gert
módel af kompás sem smiðað
hefur verið eftir í Englandi og
hefur hann staðizt allar próf
anir hjá Englendingum, Þjóð
verjum og Dönum. — Fyrir
nokkru sendi einn erlendur
stórframleiðandi tvo sérfræð-
inga til Konráðs Gíslasonar til
athugunar á islenzkum aðstæð
um og reynslu hans í áttavita
gerð.
Konráð Gíslason fór ungur
til sjós og lauk prófi frá fiski-
mannadeild Stýrimannaskól-
ans 1927. Árið 1928 fór hann
til Englands til að læra komp
ásleiðréttingar og kompássmíð
ar hjá John Lilley & Gillie,
sem höfðu aðsetur í North
Shields. Þar dvaldist hann í
7 mánuði.
Þegar Konráð kom heim
aftur byrjaði hann svo til
strax á kompásleiðréttingum
og við'geröum, en áður hafði
Páll heitinn Halldórsison, skóla
stjóri Stýrimannaskólans, ver
ið með það i hjáverkum.
Á fyrstu árunum komu allir
bátar frá verstöðvum á Suður
Feðgamir Guðmundur Konráðsson og Konráð Gislason, leið-
rétta segulkompás. (Ljósm.: H. Hall.)
nesjum og við Faxaflóa til
Reykjavikur til að fá leiðrétta
kompásana.
Fyrdr síldarvertíðar var allt
af mikið að gera. Eitt sinn
voru leiðréttir kompásar i 24
skipum án hvíldar, en reikna
má með að það taki 1%—2
tíma að leiðrétta hvern komp
ás.
Á stríðsárunum var mikið
að gera. Þá var ytri höfnin allt
af full af skipum, svo taka
varð þau skip, sem leiðrétta
þurfti hjá, út fyrir Gróttu.
Konráð var einn við kompás
leiðréttingar fram til ársins
1939, .en þá kom Gunnar bróð-
ir hans, sem nú er látinn, til
starfa með honum, og unnu
þeir saman í 14 ár og svo ýms
ir aðrir, þar til Guðmundur
sonur hans, sem tekið hefur
farmannapróf, kom í leiðrétt-
ingajjnar með honum fyrir 2
árum.
Konráð byrjaði snemrna í
starfi sínu að gera tilraunir
með kompása. Hafðd hann þar
að leiðarljósi margar góðar
ráðleggingar hinna öldnu
kempna, sem fylgdust með
segulkompási sínum af stakri
alúð. Það hafa mörg kvöldin
og helgarnar farið í þessiar til
raunir. En Konráð þekkir hin
íslenzku höf og veit, að það
þurfa að vera sterkir kompás-
ar sem sjómaðurinn hefur um
borð í skipi sínu ti'l þess að
kornast stytztu og öruggustu
leið, Fyrir nokkru tók hann
upp kompás, sem hann smíð-
aði árið 1946 og reyndist
ástand hans gott.
Eins og áður hefur verið get
ið hefur kompás sá, sem smíð-
aður hefur verið eftir módeli
hans, staðizt allar prófanir er
lendis. Mun það næsta sjald
gæft með aðrar tegundir
kompása, enn sem komið er,
og er ástæðan meðal annars
sú, að rósin á kompási Kon-
ráðs er stöðugri í veltingi,
enda er það fyrst og fremst
nauðsynlegt með kompása
sem tengdir eru sj álfstýringu.
Það er því ekkert vafamál að
með hinu ötula starfi hefur
Konráð tekizt að afla sér víð
tækrar þekkingar á segul-
kompásum.
Áður fyrr var notaður
hreinn spíiritus á kompásana,
eða fram til 1928—29 er ný
lög gengu í gildi um, að ekki
mætti nota annað en Mentan
holum, sem er baneitrað. —
Þetta var á bannárunum, bg
hafði það oft viljað brenna
við, að þyrstir menn drykkju
af kompásunum og þá sérstak
lega á gamlárskvöld. Menn
geta því rétt ímyndað sér,
hversu örugga leið kompásinn
hef-ur sýnt á eftir. En ísland
er lika eina landið, svo vitað
sé, sem sett hefur þessi lög.
Hér áður fyrr hugsuðu skip-
stjórarnir vel um kompásana
sína, létu alltaf leiðrétta þá
reglulega og athuga að „oddur
og doppa“ væru alltaf í lagi,
enda var þá vart um annað
siglingatæki að ræða. Nú hafa
fjölmörg öryggistæki komið
til aðstoðar segulkompáisnum,
svo hiann er ekki talinn jafn
nauðsynlegur og áður fyrr.
Því vill nú brenna við, að skip
stjórnarmenn leggi minni alúð
við segulkompásinn, en treysti
þeim mun meira á gyró-komp
ásinn. En svo bregðast kross-
tré sem önnur tré, og er þá
gott að geta treyst á segul-
kompásinn. Skipstjórar ættu
því að fylgjast vel með sínum
segulkompásum, og láta yfir-
fara þá, sérstaklega fyrir vetr
armánuðina. Það er bjargföst
skoðun Konráðs.
í athugun er að búa til Azi
múttöflu sem er þægileg til
segulskekkjuathugunar á seg
ulkompásum þar sem skugga-
pinni er fyrir hendj og gegn
sær kúpull. — Það er afar
nauðsynlegt fyrir alla skip-
stjórnarmenn að gera segul-
skekkjuathugun á kompásnum
öðru hverju, til öryggis skipi
og skipshöfn. Bein lína hlýtur
alltaf að vera styttri en bog-
in.
Það hefur orðið mikil breyt
ing á segulkompásum síðari
Konráð byrjaði fyrir 42 árum,
enda miklar tilraunir til úr-
bóta verið gerðar á þessum
tíma, og Konráð á sinn þátt í
þeim umbótum. — H. Hall.
Þingeyingar minnast
11 alda byggðar
Hátíðahöld á Laugum
Húsavík, 17. ágúst.
ÞINGEYINGAR mimnast í þess-
ari viku á ýmsan hátt elliefu alda
byggðar í Þinigeyjaþimgi. Hátíða
'höldin hófust í gær með bænida-
(hátíð að Laiugum. Hófst hún
með messu, sem séra Öm Frið-
rilksson á Skútustöðum flutti.
Síðam flutti Hermóður Guð-
munidssom, bónidi í Áinnesi ávairp
og stjómaði hátíðinmi.
Kvenfélagasambamd Suður-
Þinigeyjarsýsiu hafði sögu'sýningu
og komiu koniuraar fram í þjóð-
búninigum liðinma tíma og fram
á ökkar daig. Ræðuir fiuttu Bjöm
Teitssom frá Brún uim landnám
i Þingeyjariþinigi og Baldur
Grikkland:
Fleiri f öng-
um sleppt
Aþenu, 17. ágúst NTB—AP
HERFORIN G J AST J ÓRNIN i
Grikklandi lét í dag lausa 70
pólitíska fanga, sem höfðu setið
inni síðan byltingin var gerð í
landinu í apríl 1967. Skýrði tals-
maður upplýsingamála ráðuneyt
isins frá þessu í dag. Fyrir viku
voru 150 fangar látnir lausir og
verðúr um þrjú hundruð til við-
bótar sléppt á næstu vikum.
Ófeigsson á Ófeigsstöðum um I
fyrsta þimgeyska bóndanm, Nátt-
fama.
Lúðratsveit Húsavíkur og
Karlakórinn Þrym'ur Skemmtu
með l'úðrablæstri og sönig umdir
stjóm Jaroslav Lauda. Einsömig
anmaðist Magnús Jónsson, ópem-
söngvari og undirleikari var
Ólafur Vignir AlbertsSon. Karl
Einairsson skemmti með eftir-
iheirmum. Kvenifélaga'sambamd
Suður-Þinigeyinga og Búnaðar-
sambandið kepptu í knattspymiu.
Laulk ledkmum með jiafntefli. 8
mörk voru skoruð. Um fcvöldið
var svo damsað.
Veður var hið íegursta, logn
og sólskim og fjölmemmi mjög
mikið. Síðar í vikunmi halda svo
hátíðahöldin áfram á Húsavik.
— Fréttaritari.
ALLT Á SAMA STAÐ:
BÍLAVARAHLUTIR
1 ferðalagið:
Farangursgrindur
Bílamottur
Bílalyftur
Loftdælur
Bensínbrúsar
Barnastólar
Útvarpsstengur
Dráttartóg
Vélareimar
Kveikjuhlutir
Rafgeymar
Rafg.sambönd
Þurrkublöð
Michelin-hjólbarðar
Champion-kerti.
Til viðgerða:
Höggdeyfar
Blöndungar
Hjóladælur
Undirvagnshlutir
Vatnsdælur
Bensíndælur
Þurrkur
Hemlaborðar
Ljósasamlokur og perur.
SENDUM í PÓSTKRÖFU.
Egill Vilhjólmsson hf.
Laugavegi 118, sími 2-22-40.
Lopnpeysur - lopnpeysur
Kaupum herralopapeysur samkvæmt stærð-
ar- og gæðamati okkar.
GEFJUN, Hugmyndabankinn,
Austurstræti 10.