Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 12
12 MOR'GU'N’BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. 9EPTEMBER 1970 Vegurinn austur eitt togaraverð Komið að Núpsstað, og horft austur yfir yötnin SÍÐAN er eitthvert fegursta hérað á landinu. Fegurð henn ar kemur ókunnugum svolítið á óvart, kannski fyrir þá sök, að fegurð annarra héraða hef ur meira verið mærð í Ijóð- um. Leið landslagsunnenda og náttúruskálda hefur ef til vill sjaldnar legið um Síðu en aðrar sveitir, en hvað um það, hér stendur allt fyrir sínu. Til siuðurs opið víðsýni langt út á haf, en að norðan skýla byggðinni fagurmynd- uð klettafjöll, vaxin hvann- grænu grasi, sem tært berg- vatnið steypist fram af í vina legum fossum. Til austurs er dimmt yfir í dag, Lómagnúp- ur hefur dregið yfir sig þoku hettu og jöklarnir eru í fel- um. Þeir myndu ekki spilla myndinni, ef til sæist. VegiMÍnn austur Síðuna gæti verið betri og það sem meira er um vert, hann gæti verið lengri. Frá brautarenda eru um 30 kíló metrar austur í Öræfi, en það- an liggur hindrtmarlaus leið augtur og norður um land sem kunnugt er. Því er eðlilegt, að manni finnist þessir 30 kíló- metrar þrælslegur farartálmi. Þmgsályktunartillaga hefur komið fram um að leggja veg þennan spöl fyrir 1974. Verður ekki of oft á því alið, hve gagn- leg og þörf sú ráðstöfun væri. Bóndi í Skaftafellssýslu lét þau orð falla, að vegurinn frá Núps BLAÐAMENN MORGUNBLADSINS A FERÐ UM LANDIÐ Torfkirkjan á Núpsstað Núpsstaður hefur öruggt skjól fyrir norðanáttinni af fjallinu, sem liggur í sveig um bæinn. — Kirkju er fyrst getið á Núps- stað úm 1200, en nú stendur þar lítið og hlýlegt guðshús, sem hefur verið vel við haldið. Þar messaði biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson 30. júlí sl., er hann vísiteraði Vestur-Skafta fellsprófastsdæmi. Þá voru yfir 30 manns við messu, en öllu fleiri munu þar ekki rúmast. Á töflu, sem hangir innan dyra í kapellunni, er saga henn- ar rakin með þessum orðum: „Kirkju er fyrst getið á Núps stað um árið 1200. Þessa kirkju byggði Einar Jónsson bóndi hér rétt fyrir 1657. Síðan hefur henni verið haldið við án gagn- gerðra breytinga. Þjóðminjasafn fslands lét gera við húsið á ár- unum 1958—64, setja hér altari úr Stóradalskirkju undir Eyja- fjöllum og kertahjálm úr Víði- mýrarkirkju í Skagafirði. Meðal annarra merkisklerka, sem hér hafa staðið fyrir altari, eru Brynjólfur biskup Sveins- son, Jón biskup Vídalín og séra Jón Steingrímsson, en hanin var síðasti sóknarprestur hér“. Þannig er þessi skýrsla. Dá- lítið er það undarlega til orðta tekið að telja séra Jón Stein- gríimsson síðasta sóknarprest að Núpsstað, rétt eins og staðurinn hafi farið úr kristni eftir hans daga. Núverandi sóknarprestur, séra Siigurjón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri, messar í kapellunni á Núpsstað einu sinni á sumri, enda þótt ekki sé skyldugt að messa þar, því að sóknarkirkja að lögum er á Kálfafellsstað. Þegar við höfum skoðað kirkj una lítum við á gömlu bæjar- húsin og Eyjólfur segir okkur frá póstferðum austur í Öræfi, sem hann náði aðeinis að taka þátt í. En faðir hans var lengi póstur á þeirri leið, sem alkunin ugt er. Að þeirri athugun lokinmi er ekki um annað að gera en snúa sömu leið til baka og svo mun verða, unz hringbrautin hefur verið lögð um landið. — Hún þyrfti að vera komin 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.