Morgunblaðið - 11.09.1970, Page 6
r
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPT. 1970
HAFNARFJÖRÐUR — NAGR.
Ódýrar kjötvönur til helgarinn
ar, hrossabuff, hrossahaik k,
léttsaltað hirossa'kjöt, nýtt
di-llkakjöt 2. verðfl. Kjötkjallar-
inn, Vesturtbir. 12, Hafnarfkði.
FÁMENN fjölskylda
utan af landi óskar eftir 2ja
tH 3ja henb. íbúð til leigu.
Skilvísar mánaðargreiðslur.
Uppl. I síma 15581 á verzlun-
artíma.
TIL SÖLU
ný uppgert línu-spil, 1 j tonna
með skipti ventli og neta-
skífu. Uppl. í síma 86-24.
RAMBLER CLASSIC '64
ermkaiGtll. Akeyrður. Til sýnis
í Vökopontinu. Tilib. óskast.
Aðal bilasalan, Skúlag. 40.
BlLAR — SKULDABRÉF
Vauxhall Victor '68 og Volks-
wagen 1300 '68 setjast fynir
3ja til 6 ára bréf.
Aðal bílasalan, Skúlag. 40.
IBÚÐ ÓSKAST
2ja—3ja herb. íbúð ósikast,
sem fynsit. Uppl. í síma
26272 erftir kl. 16.
HEY TIL SÖLU
Uppl. í síma 42673.
KEFLAVlK
Höfum kaupanda að nýju ein
býl'ishúsi eða húsi f smíð-
um. Miikif útborgun.
Fasteignasalan, Hafnang. 27,
Keflavík. Sími 1420.
ÓSKA EFTIR
að ka'upa satmibyggða tré-
smiðavél. Uppl. í síma 93-
1524 mUli kl. 12 og 1 og eft'ir
kl. 7.
ATVINNA
Drengur 14—16 ára ósikast í
sveit í vetur til að aðstoða
við sikepnuih'irðingu. Uppl. í
síma 21386 í dag og á morg-
un.
ANTIK SPEGILL
stór til söl'U, hentugur í sa(i
og fl. Staerð um 350x200 cm.
Uppl. í sírna 42274.
ATVINNA
Stúlika ós'kast við vélgæzlu.
Vaktavinna.
Anna Þórðardóttir hf„
Ánmúla 5.
TIL SÖLU 3JA CYL
Lister-diísilvel, 36 hestöfl
ásaimt ■ varaihliutum. Uppi. í
s'tma 51135 eftír kl. 6 á
kvöldín.
KRANI A BEDFORD
Notaður góður krani á Bed-
ford vönubíl ós'ka'S't t'il kaups
eða vönubíU með krana. Bíle-
skipti koma til gneina. Uppl.
í síma 94-3604 eða 81976.
AFGREIÐSLUSTARF
Rösik stúlika óskast.
Gurmarskjör, Melabraut 57,
Seftjamatnesi.
Uppl. mil'l'i kl. 7—9.
Dansað til hinzta dags í Nýja Bíó
Nýja Bíó hefur að undanförnu sýnt og sýnir enn spennandi og:
sérstæða grísk-ameríska litmynd er f jallar um heimsendir á atom-
öld. Myndin er gerð af meisturnnum Michael Cacoyannis og Míkis
Theodorakis, sem gerðu ZORBA. I myndinni er flutt glaesileg tón-
list eftir Theodorakis.
ÚR ÍSLENZKU M ÞJÓÐSÖGUM
Frá Ólafi í Vindborðsseli
Þegar séra Vigfús Benedikts-
son var prestur í Einholti var
fátt á milli hans og Ólafs í Vind
borðsseli, sem kallaður var fjöl
kunnugur. Það var mælt, að
kona séra Vigfúsar héldi jafnan
yfir honum verndarskildi móti
fjölkynnginni. Einhverju sinni
þegar prestur messaði í Holtum,
var kona hans móti venju ekki
með honum. Ólafur var við
kirkju, og bað hann prest að
ríða heim með sér eftir messu
til að skíra barn. Prestur gjörði
svo. En það er að segja frá
maddömu Málfríði konu hans,
sem var heima hjá sér, að hana
syfjaði mjög. Sagði hún þá við
heimamenn sína: „Nú mun Fúsi
þurfa mín við.“ Lét hún síðan
söðla hest sinn og reið slíkt er
af tók, þar til hún kom að Vind-
borðsseli, og gekk hún þar inn.
Var prestur þá aðeins setztur,
og hafði Ólafur sett fyrir hann
vinflösku. Prestur var að bera
flöskuna að munni sér, er konu
hans bar að.. Hún greip af hon-
um flöskuna, saup gúlsopa,
Nálægið yður Guði og þá mun hann nálgast. (Jakob 4.8.)
f dag er föstndagiu- 11. september og er það 254. dagur ársins
1970. Eftir lifa 111. dagar. Ardegisháflæði kl. 2.19. (Úr íslands
almanakinu).
AA-samtökin.
''ið alstími er f Tjarnargötu 3c a!la virka daga fr& kl. 6—7 e.h. Simt
6373.
Almonnar npplýsing-ar nm læknisþjónustu i borginni eru gefnar
símsvai-a Læknafélags Reykjavíkur, sima 18888. I ækningastofur eru
lokaðar á laugardögum yfir sumarmánuðina. TekiS verður á mótl
beiðnum um lyfseðla og þess háttar að G?.rðastræti 13 simi 16195
frá ki. 9-11 á laugaraagsmorgnuiu
Tannlæknavaktin
er í Heilsuverndarstöðinni, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 5—6.
Næturlæknir í Keflavík
8.9. og 9.9. Kjartan Ólafsson.
10.9. Arnbjörn Ólafsson.
11., 12., oð 13.9. Guðjón Klemenz
son.
14.9. Kjartan Ólafsson.
Læknisþjónusta a stofu á laugar-
dögum sumarið 1970.
Sumarmániuðina (júní-júlí-ágúst-
sept.) eru læknastofur í Reykja-
vík lokaðar á laugardögum, nema
lækmustofan i Garðastræti 14, scm
er cpin alla laugardaga í sumar
kl. 9—11 fyrir hádegi, sími 16195.
Vitjanabeiðnir hjá læknavaktinni
simi 21230, fyrir kvöld- nætur- og
helgidagabeiðnir.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl.
1.30—4. Aðgangur ókeypis.
spýtti út úr sér og sagði:
„Drekktu nú, hjartað mitt, nú
sakar þig ekki. Þessi sopi var
þér ætlaður, en ekki mér.“ Svart
ur hundur, er legið hafði undir
borðinu, sleikti það, sem hún
hafði spýtt út úr sér — þvi vínið
var sætt, og lá hann þegar dauð
ur. Presti hnykkti heldur en
ekki við, er hann sá aðfarirnar,
flýtti sér að skíra barnið og
hélt heim. Eftir þetta var fátt
með þeim Ólafi og presti. En
aldrei vann Ólafur bilbug á hon
um, og var konu hans þakkað
það.
Þjóðsögur Thorfhildar Hólm.
— I
2000 ára afmælissjóður íslands
Einu sinni var stofnaður sjóð
ur, sem heitir „Tvö þúsund
ára afmælissjóður í.slands.“
Það var gert árið 1890. Síð
an eru llðin 80 ár. Þess vegna
heyrir það fortíðinni til og er
talið vera „frá fyrri tímum.“
Þá voru íbúar Reykjavíkur
3886. Þá var enginn borgar-
stjóri í Reykjavík, bara bæj-
arstjórn og bæjarfógeti. Þetta
var árið eftir að Hallgrímur
Sveinsson varð biskup. Þetta
var sama árið og sr. Jóhann
varð dómkirkjuprestur og
Morten Hansen varð skóla-
stjóri barnaskólans. Ennþá
man eldra fólk eftir þessum
tveimur heiðursmönnum, fyr-
ir hinum yngri eru þeir löngu
horfnir í þoku fyrnskunnar
og f jarlægðarinnar.
En það var þetta með sjóð-
inn — sjóð Islands.
Það var svoleiðis, að þann
1. dag marzmánaðar árið 1890
komu fimm góðborgarar okk-
ar unga höfuðstaðar saman
heima hjá einhverjum þeirra
og ræddu framtíð Islands. Þá
voru bara liðin 16 ár frá þús-
und ára hátíð Islandsbyggðar,
en 984 ár mundu verða að
líða í aldanna skaut unz yfir
önnur 1000 ár yrði til baka
að lita í sögu þjóðarinnar.
Svo framsýnir eru þessir
fimmmenningar, að þeir fara
þá þegar að hyggja að hög-
um þeirra Islands barna, sem
uppi verða árið 2874. Þeim
kemur saman um að skjóta
saman kr. 4.00 — fjórum krón
um — , og leggja þær í Söfn
unarsjóðinn með þeim kjör-
um að þær standi þar á vöxt
um í 984 ár og vextirnir legg
ist árlega við höfuðstólinn.
Þetta fé skyldi kallast Afmæl
issjóður íslands. Að þeim tíma
liðnum, árið 2874 á tvö þús-
und ára afmæli landsins,
skal æðsta innlenda stjórn ís
lands geta hafið fé þetta með
öllum vöxtum og gjörir hún
þá ákvarðanir um, hvernig því
skuli verja til gagns fyrir Is-
land.
Þeir menn, sem stóðu að
þessari sjóðsstofnun og lögðu
fram féð voru þessir:
Halldór Jónsson, banka-
gjaldkeri, Hannes Hafstein,
landritari, Sighvatur Bjarna-
son, bankabókari, Indriði Ein
arsson, revisor, Ásmundur
Sveinsson, bæjarfógetafull-
trúi.
Enda þótt flestir þessir
menn séu þjóðkunnar persón
ur er ekki úr vegi að gera
nokkra grein fyrir þeim með
fáum orðum.
Halldór Jónsson var f. 1857
d. 1914. Hann var Þingeying-
ur að ætt, tók guðfræðipróf
1883 en varð aldrei prestur,
skipaður gjaldkeri Lands-
bankans 1885 og gegndi því
Indriði Einarsson.
Hannes Hafstein.
starfi til 1912. Hann var mik-
ill bindindisfrömuður. Kona
hans var ein af dætrum Pét-
urs Guðjohnsens, Christiane
Apoliine.
Hannes Hafstein þekkja all
ir. Hann var ritari landshöfð-
ingja árin 1889—96.
Sighvatur Bjarnason, f. 1959
d. 1929 var mikill bankamað-
ur og var settur til að stjórna
Islandsbanka, er hann var
stofnaður og gegndi þeirri
stöðu til 1921. Þá var hann
gerður justitsráð að nafnbót.
Kona Sighvats var Ágústa,
dóttir sr. Sigfúsar Jónssonar
á Undirfelli.
Indriði Einarsson, f. 1851 —
d. 1939, leikritaskáld og
„höfundur" Þjóðleikhússins.
Hann var lengi endurskoð-
andi Landsreikninga, síðan
skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneyti, mikill forustumaður
í liði Góðtemplara. Indriði og
Halldór bankagjaldkeri voru
svilar.
Ásmundur Sveinsson, f.
1846 d. 1896 var Austfirðing
ur, lauk stúdentsprófi og
lagði stund á lögfræði í Höfn
en lauk ekki námi. Síðar var
hann settur yfirvald og um-
boðsmaður fyrir vestan en í
Reykjavík stundaði hann
bæði skriftir og málflutning.
Kona hans var Guðrún, dótt-
ir Péturs Halls verzlunar-
manns.
Hvað sem um framtak þess-
ara heiðursmanna má segja að
öðru leyti, og hversu mikið
eða lítið, sem við — þessi
eyðslusama kynslóð hinna
smáu og mörgu króna —
kann að meta það, þá er eitt
víst að þeir, sem stofnuðu Af-
mælissjóð íslands hafa haft
staðfasta trú á framtíðargildi
hins íslenzka gjaldeyris.
Um síðastl. áramót var sjóð
urinn orðinn kr. 247.42 og
hafði vaxið um kr. 21.47 á ár-
inu 1969.
Eftir rúm 100 ár eða á 1,200
ára afmæli Islandsbyggðar,
verða þessar 4 — fjórar —
krónur orðnar tæpar 2.000.000
— tvær milljónir. — En
hvað er milljón nú — og hvað
verður milljón þá? Hins veg-
ar segja tölvísir menn og
tölvulærðir, að á 2000 ára af-
mælinu muni þessar 4 krónur
fimmmenninganna orðnar
stjarnfræðilega há upphæð
eða 1 (— einn — )með 38
núllum fyrir aftan. En eins
og nú horfir með framtíð
mannkynsins er með öllu
óvíst hvort nokkur maður
verður þá uppi á Islandi til
að lesa úr þeirri löngu tölu.
Sighvatur Bjarnason.
Halldór Jónsson.
Að hvaða gagni verður sjóð-
urinn þá fyrir Island?
Gísli Brynjólfsson.