Morgunblaðið - 11.09.1970, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.09.1970, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SBPT. 1970 17 -Hönd á plóginn Framhald af bls. 12 in handa landsjóðskartöflunum á Garðskaga var nærtæk þar sem var þarinn í fjörum Suður- nesja. Fór Kristinn með hesta sína suður í Garð á öndverðum útmánuðum 1917, en bátur var sendur frá Borgarnesi með hey og vagna. Fékk Kristinn sér til aðstoðar heimamenn og tók til óspilltra málanna að aka þara- hrönnum úr fjörum á Garðskaga saman i stærðar bingi fyrir of- an kamp. Jafnframt var fenginn einn helzti smiður Garðsins, Jón Eiríksson I Nýjabæ, til að reisa skála mikinn úti á Skaga. Hon- um var valinn staður nokkru norðan við Hólabrekku. Skyldi hann bæði hýsa hesta og menn. Þar var síðar stofnað mötuneyti og ráðin ráðskona. Óðara og tið leyfði um vorið var svo hafizt handa um að vinna landið undir sáningu. Voru plægðir fjórir ferhyrndir reitir ca. 100 m. á kant. Á milli þeirra voru óplægðir rimar svo að hægara væri að komast um akurinn með vagna og verkfæri. Illa leizt Garðbúum á þessar aðfarir þeirra landsjóðsmanna, að rista sundur þetta vallgróna land og gera að flakandi sárum. En þeir fengu ekki rönd við reist. Hér varð hagur alþjóðar að ráða meiru en sjónarmið ein staklinga í fámennu byggðar- lagi. Og ekki kom til neinna mót mælaaðgerða. Þær voru þá ekki komnar í móð. En þegar verkið hófst, fjölmenntu Garðbúar út á Skaga, röðuðu sér meðfram fyrsta plógfarinu og horfðu hryggum augum á þetta svöðu- sár í ásjónvj landsins. Síðan var rofinn hinn mikli þarabingur, sem safnað hafði verið uiii vet- urinn og honum ekið í flögin. Útsæðið kom með bát og var tekið á land í Lambastaðavör, sem varð bæði uppskipunar- og útflutningshöfn þessa fyrirtæk- is. Kartöflurnar voru plægðar niður og kostaði það ekki mik- inn vinnukraft. Síðan héldu Borgfirðingarnir heim til sinna sumarstarfa, en hin sendna mold Garðskagans var (með hjálp þarans) látin um það að ávaxta landsjóðsútsæðið til haustsins. MIKIL VINNA f GARÐINUM Þegar leið að uppskerutíma héldu þeir Guðmundur og Krist inn aftur á vettvang með sveina sína. Var nú ráðinn mikill fjöldi kvenna og unglinga í Garðin- um til að vinna við kartöflu- upptökuna, sjálfsagt allt að 30- 40 manns. Gekk hún eins og í sögu. En eftirtekjan var ekki að sama skapi mikil og vinnugleði hinna ungu Garðbúa, sem fengu þarna útborgað kaup í fyrsta sinn, enda þótt það þættu sjálf- sagt ekki háar inntektir í ungl- ingavinnu nú til dags. Nei, upp- skeran brást að verulegu leyti, sem mun hafa orsakast af ein- hæfum áburði. Enda þótt þari sé góður, er hann ekki algildur áburður. Nokkuð af kartöflum var samt selt til neyzlu í Reykjavík en útsæðið grafið í jörð efst á Garð skagahæðinni, þar sem það skyldi geymast til næsta árs. SKRIFSTOFUSTJÓRINN LÆTUR VEL AF UPPSKERUNNI Næsta ár gerðist litið nýtt í kartöfluræktinni. Sömu menn unnu að því sama og áður. Allt gekk greiðar, þvi að nú var eins árs reynsla fyrir hendi. Og eftir farandi frétt, sem birtist í Morg unblaðinu 18. ágúst 1918 sýnir að ríkisvaldið hefur viljað fylgj ast vel með þessu starfi: „Magnús Guðmundsson skrif- stofustjóri brá sér suður á Garð skaga fyrir landstjórnina til þess að líta eftir garðrækt land sjóðs þar. Lætur hann vel yfir uppskeruhorfum." En þrátt fyrir góðar horfur, reyndist uppskeran ekki mikil — þó skárri en árið áður. Mun það hafa verið því að þakka, að keyptir höfðu verið tveir pokar af superfosfat. Var mun betri uppskera í þeim garði, sem fékk þann áburðarskammt með þaran um. Að lokinni upptektinni var öllu starfsfólki haldið mikið uppskerugildi í samkomuhúsinu í Gerðum. Var þess lengi minnzt fyrir frábært fjör og samkomu- kæti. Munu allir, sem þekktu Kristin Guðmundsson á þeim ár- um vel geta trúað, að þar hafi hann gleði haldið hátt-á loft — umkringdur ungmeyjum Garðs- ins. ALLT ER ÞÁ ÞRENNT ER. Þrátt fyrir nokkurn halla á þessari starfsemi árið 1917— 1918 lét Landsjóður setja niður kartöflur á Garðskaga i þriðja sinn vorið 1919. Má sjálfsagt ætla, að þar hafi fyrst og fremst komið til þörf almennings fyrir þessa neyzluvöru, sem erfitt var að fullnægja með innflutningi á þessu fyrsta ári eftir striðið meðan Evrópa flakti í sárum. En þetta þriðja ár gekk ræktun- in engu betur en áður og mun áburðarskorti hafa verið um að kenna eins og áður. Þetta var siðasta ár landsjóðskartöflu- ræktunarinnar á Garðskaga. Bar þá ekkert til tíðinda sem í frá- sögur sé færandi. Ótti Garðmanna við gróðureyð ingu á Skaganum vegna kart- öfluræktunarinnar reyndist sem betur fór ástæðulaus. Þegar henni var hætt greri landið á ný og var þar lengi hið bezta slægjuland Útskálapresta og kúabeit staðarins. Nú mun Hestamannafélag Suð urnesja hafa skeiðvöll sinn á þessum slóðum. Svona breytast tímarnir. Þar sem vinnuhestar Kristins Guðmundssonar drógu plóginn í gamla daga og seigl- uðust áfram með þungum, jöfn- um átökum — þar dansa nú gæð ingar Keflvíkinga á töltspori eða setja Suðurnesjamet i stökki við aðdáun spariklæddra áhorfenda. Eitt af mörgum sláandi dæmum um breytt hlutverk þarfasta þjónsins í þjóðlífi Islendinga. G. Br. Stundakennari Stundakennara vantar að gagnfræðadeild Mýrarhúsaskóla. Æskilegt er að viðkomandi geti kennt stærðfræði og náttúru- fræði. SKÓLAST JÓRI. RÍKISÚTVARPIÐ-SJÓNVARP Laug»vc|?i 176, Reykjavik óskar að ráða kvenþuli til kynningar á dagskrá. Aldur 20—35 ár. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun nauðsynleg og auk þess nokkur þjáifun í ensku, Norðurlandamálum, frönsku og þýzku. Hér er að mestu um að ræða kvöldvinnu, sem greidd- er með tímakaupi samkvæmt 16. launaflokki opinberra starfsmanna. Upplýsingar eru ekki veittar í síma. Umsóknum með mýnd sé skilað til Ríkisútvarpsins—Sjónvarps, Laugavegi 176, á eyðublöðum sem fást þar. Urhsóknarfrestur er til 22. september n.k. y. RenUU g)(jg ^lndversk^Bindi ^ LIVE ISiS (iALLAIIIJXIJR g VELOURBUXUR 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.