Morgunblaðið - 13.09.1970, Síða 17

Morgunblaðið - 13.09.1970, Síða 17
MORGUNBL.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SBPT. 1970 17 Hér sjáum við safn Einars Jónssonar frá nýju sjónarhorni eð a úr turni Hallgríniskirkju. Ljósm. Þorgeir Pétursson. ■ i * <0~ *•- ^ ^ m & m , & gp ^ m ^ ^ ^ eykjavíkurbréf Laugardagur 12. sept. Leiklistar- gagnrýni Að sjálfsögðu kappkosta ís- lenzku dagblöðin að hafa sem bezta gagnrýnendur. Og líklega er til dæmis bókmenntagagnrýni meiri 1 islenzkum blöðum en títt er í blöðum erlendis. Hitt er rétt, að gagnrýnin er misjöfn að gæð- um, enda eru gagnrýnendurnir umdeildir. Að því er Morgun- blaðið varðar þá reynir það auð vitað á hverjum tima að hafa sem bezta gagnrýnendur og tel- ur sig raunar lengst af hafa haft hina beztu, þótt einnig þeir séu umdeildir. Fram til þessa hefur blaðið þó ekki haft leiklistargagnrýnanda, sem sérmenntaður er í þeirri grein, en nú hefur nýr leiklist- argagnrýnandi verið ráðinn, Þorvarður Helgason, sem hefur mikla menntun í leiklistarmálum og eru við hann bundnar mikl- ar vonir. Nýtt leikár er að hefj- ast og vonandi verður leiklistar- arstarfsemin með jafn miklum blóma eða meiri nú en hún hef- ur áður verið. Leikfélagsmenn hafa riðið á vaðið með sýningu Spanskflug- unnar. Er þar enn á ný á ferð- inni gamli áhugamannaandinn, þvi að hagnaðinum af sýning- unni er varið til styrktar leik- listarstarfsemi, byggingar borg- arleikhúss, sem sannarlega þarf að hefjast handa um, þvi að á þann veg eiga borgararnir að endurgjalda allt hið mikla starf, sem leikarar Leikfélagsins hafa innt af höndum til að auka menningu og gleði borgarbúa og raunar landsmanna allra. Hækkanir erlendis Alþ j óðag jaldeyriss j óðurinn hefur aðvarað meðlimaþjóðir sin ar út af hinum miklu verðhækk- unum og verðbólguþróun, sem nú gengur yfir heiminn og er oröið alvarlegt vandamál víðast hvar. Bendir sjóðurinn á nauð- syn þess, að víðtækar ráðstafan- ir verði gerðar til að reyna að draga úr verðbólguþróuninni. Okkur Islendingum hættir til að telja verðbólguþróun eitt- hvert sérstakt fyrirbrigði hjá okkur. Að vísu er ekki ástæða til að gera lítið úr þeim erfið- leikum, sem við eigum við að etja I þessu efni, því að verð- bólgan hefur verið meiri hér en í nágrannalöndunum, þótt hún sé ekki séríslenzkt fyrirbrigði. Á því leikur enginn vafi, að almenningur á íslandi er reiðubúinn til að styðja ráðstaf- anir, sem gera þarf til að stemma stigu við áframhaldandi verðbólguþróun. Slikar ráðstaf- anir verða líka meginviðfangs- efni þess þings, sem bráðlega kemur saman, og um þetta efni hefur verið fjallað af þingflokki Sjálfstæðisflokksins, sem sat á fundum fimmtudag og föstudag. Launamenn gera sér ekki síð- ur grein fyrir því en aðrir, að það er þeirra hagur að stemma stigu við áframhaldandi víxl- hækkunum kaupgjalds og verð- lags, og raunar er það furðulegt, að þeir, sem telja sig umboðs- menn hinna lægra launuðu, skyldu halda fast við kröfuna um fullar visitölubætur á laun- um, þvi að allir vita, að þeir, sem há laun hafa, fá miklu meiri bætur með þeim hætti en hinir láglaunuðu, þvi að hundraðs- hlutaálagningin á launin er hin sama, hvort sem þau eru há eða lág. Ætti það þess vegna að vera kappsmál láglauna- manna, að vísitðlubætur legðust ekki stöðugt á öll laun og rösk- uðu þannig launahlutföllunum í óhag hinum verr settu í þjóðfé- laginu. Hús Jóns Sigurðssonar Undanfarna mánuði hefur ver ið unnið að endurbótum á húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna höfn, en svo sem kunnugt er, gaf Carl Sæmundssen, stórkaupmað- ur, íslenzka ríkinu þessa hús- eign fyrir þremur árum. 1 viðtali við íslenzka sjón- varpið fyrir skömmu skýrði Sig- urður Bjarnason, sendiherra Is- lands í Kaupmannahöfn, frá fyrirhugaðri notkun hússins. Þar verður fyrst og fremst kom- ið fyrir ýmsum minjum um líf og störf Jóns Sigurðssonar. Þar verður einnig ibúð fyrir íslenzk an fræðimann, sem dvelst um skemmri eða lengri tíma í Kaup- mannahöfn við vísinda- og rann- sóknastörf. Þá verður í húsinu ibúð fyrir islenzka prestinn i Kaupmannahöfn, sem fyrirhug- að er, að verði jafnframt fram- kvæmdastjóri hússins. Is- lendingafélagið og Félag is- lenzkra námsmanna fá þar inni með starfsemi sína í félagsheim- ili, sem innréttað hefur verið í húsinu. Breytingar og umbætur á húsinu kosta um 12 milljónir króna og munu menn sammála um, að því fjármagni er vel var- ið. Fyrirsjáanlegt er, að Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna höfn verður miðstöð fyrir Is- lendinga, sem þar eru búsettir, við störf eða nám svo og þá, sem koma til Hafnar til skemmri dvalar. Það er vissulega vel til fundið og óefað munu þeir Is- lendingar, sem þangað koma, verða þess varir, að þar eru þeir á sögulegum og helgum stað. 1 þessu húsi lifði og starfaði Jón Sigurðsson um langt árabil. Það var því um langt skeið miðdep- ill íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu og samastaður Islendinga í Höfn fyrir einni öld. Nú er þetta hús aftur komið í hendur Islending- um og mun um langa framtíð verða samkomustaður þeirra landa okkar, sem dvelja í Dan- mörku, þótt með öðrum hætti verði en áður fyrr. 2000 íslendingar Sjálfsagt gera menn sér al- mennt ekki grein fyrir því, hversu margir Islendingar eru að jafnaði i Danmörku og þá sér- staklega á Kaupmannahafnar- svæðinu. Kunnugir menn telja, að nú séu um 2000 íslendingar i Kaupmannahöfn og nærliggj- andi svæðum og er því óhætt að fullyrða, að í Danmörku eru a.m.k. 3000 Islendingar að stað- aldri og jafnvel fleiri. Þessar töl ur sýna, að enn er Danmörk og þá sérstaklega Kaupmannahöfn sá staður erlendis, sem laðar flesta Islendinga til sín. Þegar hafður er í huga sá fjöldi Islendinga, sem leitar til Kaupmannahafnar, til starfa, náms, í ferðalögum, til lækninga og annaira erinda, verður ljóst, að full þörf er á því, að islenzkur prestur sé þar starf- andi. Fyrst eftir að sá háttur var upp tekinn höfðu ýmsir á orði, að af þessu leiddi óþarfa út- gjöld, en reynslan hefur sýnt, að svo er ekki. Um nokkurra ára skeið hefur séra Jónas Gíslason starfað í Kaupmannahöfn að prestsstörf- um og margvislegum öðrum störfum. Hann hefur veitt þeim Islendingum, sem leitað hafa til Kaupmannahafnar til lækninga og dvalizt þar á sjúkrahúsum, kærkomna aðstoð svo og öðrum þeím, sem hafa verið hjálpar þurfi. Fyrir þetta starf hefur séra Jónas Gíslason hlotið þakk læti þeirra mörgu, sem hans að- stoðar hafa notið. Hann hverf- ur nú senn heim til íslands til nýrra starfa hér og er vissu- lega ástæða til að færa honum þakkir fyrir hans mikla starf i þágu Islendinga á erlendri grund. Ungur prestur, séra Hreinn Hjartarson tekur nú við störfum séra Jónasar í Kaup- mannahöfn og er ekki að efa, að hann mun rækja þau af sömu samvizkusemi og ósérplægni og séra Jónas Gíslason. Vatnsfjörður Stundum er haft á orði, að ferðalangar sýni litla nýjunga- girni, þegar lagt er í sumar- ferðalög. 1 Vatnsfirði á Barða- strönd er til orðinn visir að nýj- um ferðamannastað, sem vafa- laust á eftir að njóta mikilla vinsælda í framtíðinni. 1 fögru umhverfi hefur verið byggður lítill veitingaskáli með nokkrum gistiherbergjum. Þar er silungs- veiði í vatni og einnig laxveiði og ágæt aðstaða til þess að koma á fót margvislegri ferðamanna- þjónustu. Flókalundur i Vatnsfirði er nú þegar vinsælt athvarf Vest- firðinga allt frá Patreksfirði til ísafjarðar. Ibúar byggðanna við Vestfirði sækja á sunnudögum í Vatnsfjörð með sama hætti og Reykvíkingar halda til Þing- valla og Hveragerðis. Þeir sem koma lengra að geta ýmist ekið vestur eftir Barðaströndinni eða farið með bát frá Stykkishólmi yfir Breiðafjörðinn að Brjáns- læk með viðkomu í Flatey. Raunar eru Vestfirðir ónumið ferðamannasvæði fyrir íbúa ann arra landshluta. Þó fjölgar þeim stöðugt, sem leggja leið sina þangað að sumarlagi og um vetur til ísafjarðar til þess að iðka skíðaíþrótt. En Horn- strandir eru enn óþekktar flest- um Islendingum og er það ekki vansalaust. Fegurð Vestfjarða er mikil og stórbrotin. Þessi landshluti hef- ur sterkari áhrif á ferðamenn en flestir aðrir hlutar landsins. í fögru og kyrru sumarveðri stenzt ekkert samanburð við Djúpið og það er ævintýri lík- ast að koma í Vigur og ganga um eyjuna. Þá verða menn að gæta þess að stíga ekki ofan á kollurnar, sem hvarvetna eru ótrúlega spakar. Það er full ástæða til að hvetja fólk til þess að ferðast um Vestfirði og kynn ast þeim. Enginn verður fyrir vonbrigðum af því að eyða sum- arleyfi sínu þar. Stjórnmála- viðburðir liðins áratugar Þegar litið er um öxl til stjórnmálaviðburða liðins ára- tugar, verður ljóst að ein merk- ustu tímamót í þeim efnum, eru tvímælalaust hin auknu sam- skipti ríkisvaldsins við samtök verkalýðs og vinnúveitenda, vaxandi traust og minnkandi tortryggni í milli þessara aðila. Eins og margsinnis hefur verið bent á, markaði júnísamkomu- lagið 1968 þáttaskil í þessum efnum og á næstu árum tókst að verulegu leyti að forða þeim hatrömmu stéttaátökum og verk föllum, sem lengi áður höfðu sett mark sitt á þjóðlífið og valdið ómældu tjóni. Þessi áfangi náðist ekki fyrir- hafnarlaust. Þeir, sem um stjórn völinn þéldu á þessu tímabili, voru sakaðir um of mikla lin- kind við verkalýðssamtökin og forystumenn verkalýðsfélag- anna hafa í tíma og ótima verið sakaðir um að sitja á svikráð- um við félagsmenn sina og um- bjóðendur. Báðir þessir aðilar létu slíkar ásakanir sem vind um eyru þjóta, en héldu sínu striki, með árangri, sem ótvírætt varð þjóðinni allri til mikilla hagsbóta og auðveldaði mjög að takast á við þá erfiðu efna- hagsörðugleika, sem að steðjuðu á árunum 1967 og 1968. 1 þeim ummælum, sem Jóhann Hafstein hefur viðhaft opinber- lega eftir að hann tók við emb- ætti forsætisráðherra, hefur hann lagt ríka áherzlu á, að af hálfu ríkisstjórnarinnar verði haldið óbreyttri stefnu í þessum efnum og leitað samstarfs við hin öflugu stéttasamtök verka- lýðs og vinnuveitenda um lausn aðsteðjandl vandamála. Til marks um það eru þær viðræð- ur, sem nú fara fram milli ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa AI- þýðusambands Islands og Vinnuveitendasambandsins. Það var eitt siðasta verk Bjarna heitins Benediktssonar að leggja til, að þessar viðræður færu fram. Enn við sama heygarðshornið Áður var á það minnt, að for- ystumenn verkalýðssamtakanna hefðu legið undir stöðugum svikabrigzlum vegna viðleitni þeirra og hlutdeildar í að eyða tortryggni milli aðila og skapa vaxandi traust. Þessi svikabrigzl hafa fyrst og fremst komið úr röðum kommúnista og þá aðal- lega á siðum Þjóðviljans. Hafa ritstjórar Þjóðviljans í engu skeytt því, þótt tveir helztu for- ystumenn þeirra í verkalýðs- hreyfingunni, Eðvarð Sigurðs- son og Guðmundur J. Guðmunds son og þá aðallega hinn fyrr- nefndi, hafi haft nokkra forystu í þessum efnum. Nú standa yfir, sem fyrr seg- ir, viðræður um lausn verðbólgu vandans og leiðir til þess að tryggja að verulegu leyti þær kjarabætur, sem um var samið í kjarasamningunum sl. vor, en um leið rekstrargrundvöll at- vinnuveganna, svo að þeir þurfi ekki á nýrri aðstoð frá hendi ríkisvaldsins að halda. Frá því að þessar viðræður hófust hafa ritstjórar Þjóðviljans lagt sig fram um að skapa tortryggni í garð þessara viðræðna og birt ósannar fregnir um, að fyrirhug- að væri að hafa af verkalýðs- samtökunum þær kjarabætur, sem samið hefur verið um. Því hefur verið haldið fram, að full- trúar Alþýðusambandsins hefðu ekkert „umboð" til þess að semja um eitt eða annað og Þjóðvilja- ritstjórarnir hafa verið afar iðnir við að halda á loft hvers kyns flugufregnum um þau ódæðisverk, sem unnin væru af forystumönnum Alþýðusam- bandsins ásamt öðrum í þessum viðræðum. Fyllsta ástæða er til að vekja athygli á þessari iðju Þjóðvilja- manna og þeim óheilindum, sem lýsa sér í skrifum þeirra. Þeir menn, sem að þessum skrifum standa, börðust gegn júnísam- komulaginu 1964, þeir hafa lagzt gegn öllum skynsamlegum kjara 'samningum, sem síðan hafa ver- ið gerðir. Þeir hafa jafnan lagt á það mikla áherzlu að egna til ófriðar og verkfalla og þeir gerðu sitt til þess að fá verka- lýðshreyfinguna til að horf ast ekki í augu við augljósar staðreyndir á erfiðleikaárunum miklu 1967 og 1968. Orð þeirra voru jafnan höfð að engu og svo verður væntanlega einnig nú. Almenningsálitið í landinu er nú tvímælalaust mjög hliðhollt ákveðnum ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir að verð- bólguskrúfan fari í fullan gang á ný. Og nú sem fyrr veðja skemmdarverkamenn Þjóðvilj- ans á rangan hest. Höfuðlaus her Raunar þarf engan að undra á því, þótt lítið samræmi sé í orðum og gerðum hinna svo- nefndu Alþýðubandalagsmanna. Fylkingar þeirra eru sem höfuð- laus her. Enginn veit í hvers höndum hin raunverulega for- ysta þessara stjórnmálasamtaka liggur. Fyrir tveimur árum var kjörinn nýr formaður fyrir þess um samtökum, en til hans hefur lítið heyrzt síðan nema þá helzt um áramót. Síðustu fregnir herma, að formaðurinn hyggist taka sér búsetu norður i Skaga- firði og gerast þar skólastjóri unglingaskóla. Vafalaust er mað urinn vel hæfur til þeirra verka, en fátt lýsir betur ástandinu í flokki hans, en einmitt það, að hann leitar hælis úti á lands- byggðinni í friðsömu starfi til þess að vera viðs fjarri helzta vettvangi stjórnmálaátakanna. Þessi flótti formannsins er væntanlega vísbending um, að hann hefur ákveðið að yfirgefa vigvöllinn og láta þá Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartans- son bítast um völdin. En sem kunnugt er, þá er afbrýðisemi Magnúsar í garð keppinauta hans í röðum kommúnista slík, að fyrir þeim er Þjóðviljinn lok- að blað. Þeir fá þar hvergi nærri að koma og þeirra er í engu get- ið á síðum Þjóðviljans. Því fer fjarri að valdabaráttunni innan Kommúnistaflokksins, sem hófst eftir að Einar Olgeirssön lét af stjórnartaumunum, sé lokið. Hún er þvert á móti að komast á nýtt stig eítir að „formaður" flokksins hefur að mestu látið af stjórnmálaafskiptum -— fyrir aldur fram, mundu sumir segjal1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.