Morgunblaðið - 03.10.1970, Blaðsíða 7
MORGUJSTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1970
7
ÁRNAÐ HEILLA
1 dag verða gefin saiman í
hjónaband í Neskinkju af séra
Frank M. Haildórssyni ungfrú
Edda Erlendsdóttir bókari og
Einar Páll Einarsson rafvirki.
HeÍTnili þcirra verður að Nesvegi
13.
GAMALT
OG
GOTT
Um Duus kaupmann í Kefla-
vík.
Að vera ríkur eins og Duus
óskar sér margur snauður,
eiga fögur og háreist hús,
.hvar í býr sæld og auður.
En eitt er meinið, sem allir sjá
og ómögulegt að komast hjá:
-— Loksins að liggja dauður.
Höfundur kvað vera Eyjólfur
Þorgeirsson.
75 ára er í dag Margrét Hail-
dórsdóttir, Drápuhlíð 34. Hún
verður stödd í dag á heimili son
ar síns að Blikanesi 24 i Amar-
nesi.
1 dag verða gefin saman i
hjónaband í Neskirkju af séra
Frank M. Halldórssyni ungfrú
Sigríður Guðmundsdóttir, Nes-
vegi 5 og Jóhannes Lárusson,
Njörvasundi 14. Heimili þeirra
verður á Nesvegi 5.
Spakmæli dagsins
— Það, sem er ekki þess virði,
að það sé sagt, það er sungið.
— Beaumarchais.
í dag verða gefin saman í
hjónaband í Háteigskirkju af
séra Jóni Þorvarðssyni ungfrú
Björg H. Bjarnason, Snorra-
braut 65 og Sveinn Guðjónsson,
Nesvegi 60. Heimili þeirra verð-
ur að Bergþórugötu 29.
ÚR ÍSLENZKUM ÞJÓÐSÖGUM
Barn hillt af álfum
Á engjum eða í landareign
Saura í Helgafellssveit, voru
mörg börn að leika sér í góðu
veðri. Þegar þau fóru heim um
kvöldið, vantaði eina stúlkuna,
sem Guðrún hét, og var hún
einkabarn foreldra sinna. Sökn-
uðu þau hennar mjög og stofn-
uðu til almennrar leitar. Sléttir
veilir voru þarna i kring, og
skildi enginn, hvað gæti hafa
orðið af barninu. Þar sem börn-
in höfðu leikið sér, var stór,
sléttur hóll, sem nefndur var
Fagurhóll. Þegar leitinni var
hætt, spurðu foreldrarnir prest
sinn til ráða. Hann lagði svo fyr
ir, að sömu börnin skyldu aftur
fara að leika sér kringum hól-
inn, en sjálfur kvaðst hann
mundu verða viðstaddur. Þetta
var gert. Börnin fóru að leika
sér á sama stað, og kom þá
Guðrún I hópinn. En yfrum hana
var rósalindi fagur, og var ann
ar endi hans inni í hólnum.
Prestur greip hana þá og fékk
hana foreldrum sinum, sem urðu
frá sér numin af gleði. En um
nóttina dreymdi móður barnsins,
að ekki skyldi hún hafa ánægju
af Guðrúnu, þó hún hefði ekki
unnt sér hennar. Sagðist hún
vera barnlaus og hafa helzt kos-
ið sér hana úr hópnum, og hefði
hún látið eftir henni að leika
sér með börnunum. Síðan hvarf
konan.
Guðrún litla óx upp hjá for-
eldrum sínum og dafnaði vel. En
svo brá við eftir þetta atvik, að
hún, sem verið hafði mesta fjör-
barn, varð svo ein’.og utan við
sig, að foreldrum hennar var hin
mesta raun að. Fór svo, að hún
gat aldrei unnið fyrir brauði
sínu. Til dæmis um seinlæti Guð
rúnar var það, að ef hún ætlaði
að fara til kirkju varð hún að
klæða sig í kirkjufötin daginn
áður og liggja í þeim um nótt-
ina. Annars varð hún of sein til
kirkjunnar. Af þessu fékk hún
viðurnefnið Seina-Guðrún. —
Karitas Magnúsdóttir, amma
Ingibjargar mundi eftir Guð-
rúnu þessari.
(Þjóðsögur Thorfhildar Hólm.)
SÁ NÆST BEZTI
Húsfreyjan á B. var annálaður svarkur og svarri, svo að bóndi
hennar var orðinn boginn af bölvi og brigzlyrðum kerlingar, en
svo fór fyrir henni sem fleirum, að dauðinn barði að dyrum og
drap hana. í líkræðunni yfir húsfreyju sagði klerkurinn meðal
annarra kjarnyrða: „Á heimili hinnar látnu rikir nú himneskur
friður, svo að varla heyrist stuna né hósti, en sárþreyttur eftir-
lifandi eiginmaður flytur himnaföðurnum fagrar þakkargerðir fyr
ir föðurlega miskunn og hjálp í neyð“.
Skassið tamið
Sýningum fer nú að ljúka í Stjörnubíói á liinni merku mynd,
Skassiö tamið, með leikuruniun Elisabetu Taylor og Richard Burt-
on í aðallilutverkum. Myndin hefur hlotið góða dóma gagnrýn-
cnda.
1 dag verða gefin saman I
hjónaband í Dómkirkjunni af
séra Óskari Þorlákssyni ungfrú
Helga Bjarnadóttir Stigahiíð 30
og Einar Þorgeirsson Akurgerði
24. Heimiii þeirra verður Hlíð-
arvegur 40 Kópavogi.
VÍSUKORN
Glitra öldur, glóey hlý
grímu völdin tef ur,
rjóð á kvöldin rósir í
rekkjutjöldin vefur.
Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi.
Skulum ei seðrast.
Æðrumst ei þó fenni fjöll,
frjósi jarðar gróður, —
roðni sálar aldin öll,
andans vaxi sjóður.
St.D.
ÚTVARPSTÆKl ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA
notað með bétabylgju ósikast motað mótatimbur, 1 ”x6".
t'rl kaups. Sími 14364 og Upplýsingair i síma 26344 og
12620. 42980.
VEL MEÐ FARIÐ MIKIÐ ÚRVAL
„Pearl" tnomimusett tiit sölu. af hannyrðavörum.
Uppi'ýsingar í síma 35846 Jótevönumair komnair.
W. 2—8. Jeoný, Skólavörðustíg 13A.
BÓKHNEIGÐAN UNGAN MANN
ÞEIR DUKR "W umsKiPTin SEm 'm nuGLúsní með gott stúdentspróf og fulikomna eniskukiuininátuj, vantair „aindlega, ánægjulega” (og helzt nokkuð sjátfstæða) atvininu. Laun Btið atriði. Uppiýsingar í síma 26761.
FRETTIR_
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund í Sjómannaskólan-
um þriðjudaginn 6. október kl.
8.30. Skemmtiatriði. Kónur í Há
teigssókn, verið með í félags-
starfinu. Nýir félagar velkomn
ir.
Nemendasomband
Snmvinnuskólans
Aðalfundur Nemendasambands Samvinnuskólans verður
haldinn í dag kl. 3 í Glaumbæ, uppi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennið.
STJÓRNIN.
Blöð og tímarit
Heimilisblaðið Samtíðin októ-
berblaðið er komið út og flytur
þetta efni: Þar sem öldurnar
rísa á árbakkanum (forustu-
grein). Islenzk umgengnismenn-
ing eftir Geir R. Andersen. Hef
urðu heyrt þessar? (skopsög-
ur). Kvennaþættir eftir Freyju.
Golda Meir, forsætisráðherra
Israels. Undur og afrek. Ekkja
Spartverjans (framhaldssaga).
Nagladekk Einars Einarssonar.
Óvenjuleg hjónavígsla. Komið
upp í Alpa eftir Ingólf Daviðs-
son. Ástagrín. Skemmtigetraun-
ir. Skáldskapur á skákborði eft
ir Guðmund Arnlaug.sson.
Bridge eftir Árna M. Jónsson.
Frægð, auðlegð og ástir (grein
um Killy skíðakappa og Daniele
Gaubert kvikmyndadis).
Stjörnuspá fyrir október. Þeir
vitru sögðu o.fl. — Ritstjóri er
Sigurður Skúlason.
Sunnudagaskólar
Minnistexti Sunnudagaskóla-
barna:
Jesús sagði: Ég er brauð lífs
ins. Þann nuin ekki hungra,
sem til mín kemur og þann
aldrei þyrsta, sem á mig trú-
ir. (Jóh. 6.35).
Sunnudagaskóli KFUM
Amtmannsstíg 2 B.
hefst að nýju sunnudaginn 4.
október n.k. kl. 10.30 f.h. Öll
börn eru velkomin. Sunnu-
dagaskóli KFUM.
Sunnudagaskólinn,
Skipholti 70
byrjar sunnudaginn 4. októ-
ber kl. 10.30. Öll börn hjart-
anlega velkomin.
Sunnudagaskóli Fíladelfíu
hvern sunnudag kl. 10.30 í
Hátúni 2 og Herjólfsgötu 8,
Hf. Öll börn velkomin.
Sunnudagaskóli
Heimatrúboðsins
hefst sunnudaginn 4. október
kJ. 2 að Óðinsgötu 6 A. Öil
börn hjartanlega velkomin.
Blaðburðarfólk óskast
í YTRI-NJARÐVÍK.
Upplýsingar að Hólagötu 29. Sími 1565.
em
iomln ent lezt
far $em úrvalif
er meót
☆
*lj£)acfíecja
n
IL
om
Sendum um allan bæ.
Aðalstræti 7 Sími 23523
FERSKT ÁVAXTABRAGÐ
ROYAL ávaxtahlaup
Irmlhald pakkons leys-
tst vpp f I bolld 4of
e]ó3<m<n vainl. BcetiS f
I &ofla af kSIJu vatni.
HelIIS sirax f móf.
ÁvaxtahtdUp er Ijúffengt meB þeyttum rjóma, LaglS tYo Ilti af ROYAL
úvaxtahfaup!. LótiS stifna. SpceniS hlauplð meS skeiS og lótiS I
mltllt log I há gI3$/ meS þeyttum rjóma 6 milll laga.