Morgunblaðið - 03.10.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1970 Atvinna Óskum að ráða afgreiðslumann í búð nú þegar eða sem fyrst. Upplýsingar veittar á skrifstofu okkar kl. 9—6 alla virka daga. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Byggingavöruverzlun Kópavogs Kársnesbraut 4 — Kópavogi. HC m as; UNDARBÆR Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9 Polka kvartettinn s CQ s u leikur. Ath. Aðgöngumiðar seldir kl. 5—6. — Simi 21971. CQ *>** M OflflíKTÍLD DFIflíröD OFIfl IKVÖLD HÖT4L /A<iA bihm mwttt oe auimr DANSAÐ TIL KLUKKAN 2 BORÐPANTANIR EFTIR KL. 4 I SÍMA 20221. AF MARG GEFNU TILEFNI ER GESTUM BENT Á AÐ BORÐUM ER AÐEINS HALDIÐ TIL KL. 20.30. QPIfl I KVDLfl Of Ifl IKVOLÐ OFIfl Í KVÖLD STAPI -K Kveðju donsleikur * TRÚBROT íuru til Dunmerkur, múnudug - Vildi heldur Framhald af hls. 17 brotshólana, sem hann fór um í bernsku á leið í skóla. — Eitt af aðaláhugamálum mínum nú er að kanna þess- ar slóðir betur og gera jarð- fræðikort af svæðinu, og von andi kemst ég i það sem fyrst. En það, sem liggur næst fyrir, er áframhaldandi vinna við Reykjanesið, en þar hef ég viðað að mér miklu efni, sem ég á eftir að vinna úr. • TIL EL SALVADOR Nú er liðið nær ár frá því Jón hefur ur.nið að verkefn- um hér á landi, því í sumar kom hann heim eftir 9 mán aða dvöl í E1 Salvador, en þangað fór hann á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Ég bið hann í lokin að segja mér nokkuð frá því verki. — Eins og kunnugt er hafa Islendingar komið talsvert við sögu í jarðhitamálum þar syðra og var ég beðinn að kortleggja jarðhitasvæðið og umhverfi þess og vinna úr því efni, sem kom úr borhol- unum. Þetta var þó ekki hægt að gera nema að litlu leyti, þvi tæki voru ekki fyrir hendi. Við urðum að senda mikið af borsvarfi til Gunn- bjarnar Egilssonar á Rann- sóknastofnun iðnaðarins, en hann gerir þunnsneiðar fyrir jarðfræðinga hér. Hann er sá mesti snillingur, sem um get- ur í þunnsneiðagerð, enda falla erlendir fagmenn í stafi þegar þeir sjá það, sem hann hefur gert. — Samkvæmt samningi við Sameinuðu Þjóðirnar átti ég að kortleggja 100 ferkiló- metra svæði, en nauðsyniegt reyndist að þrefalda svæðið og kortleggja 280 ferkíló- metra. Jarðhitasvæðið er í vesturhluta E1 Salvador. Það liggur utan í eldfjöllum, sem ekki hafa verið virk frá því sögur hófust, en teljast þó ung. Hiti er þama mikill og eru gufuhverir 123 gráður á yfirborðinu. Hitaorkuna á að nota til rafmagnsframleiðslu og er Sveinn Einarsson verk- fræðingur yfirmaður yfir rannsóknum og framkvæmd- um af hálfu S.Þ. Sveinn hefur unnið þarna geysimikið starf, bæði tæknilega og einnig við að ná samkomulagi við jarð- eigendur. • KAFFIRÆKT OG ÍSLENDINGAR — Jarðhitasvæðið er inni á miðju kaffiræktarsvæði, sem er mjög mikilvægt fyrir íbú- ana. Þegar farið er að bora veldur gufan eyðileggingu, ekki sizt þar sem vatnið er salt. Einn af stærstu landeig- endunum var fyrirliði í mót- mælum gegn þessum fram- kvæmdum og þeir, sem þarna voru á undan Sveini, áttu erfitt með að komast að sam- komulagi við hann. En þegar Sveinn kom fór hann á hans fund og gerði manninum ró- lega grein fyrir hvað þarna var á seyði — og allt féll I ljúfa löð. — Við framkvæmdirnar þarna er fólk frá ýmsum lönd um, m.a. Bandaríkjunum og Nýja Sjálandi og frá íslandi hafa verið til rannsókna og ráðgjafa auk okkar Svems Guðmundur Pálmason, verk fræðingur, Sveinbjörn Björns son jarðeðlisfræðingur og Is- leifur Jónsson verkfræðingur. Reyndar er spurning hvað gert hefði verið ef Isleifur hefði ekki komið þarna. Þeg- ar ísleifur kom, voru þeir búnir að bora holu en höðfu notað þykka leðju við bor- unina og hún stíflaði æðam- ar. ísleifur sagði þeim að nota vatn, en ekki vildi holan gjósa. Þá þrýsti hann vatn- inu í holunni niður með lofti, þannig að vatnsborðið fór niður á mikil hitalög, tók þrýstinginn af og þá gaus hol an. Nú er komin þama næg gufa fyrir 25 þúsund kiló vatta stöð — en eitt vanda- mál er óleyst og það er hvað gera á við vatnið, sem upp kemur. Þarna koma upp 70 sekúndulítrar af söltu vatni úr hverri holu og í því er mikið magn af bór, sem er skaðlegt ýmsum jurtum. Það er þvi ekki hægt að veita vatn inu út í læki, þvi þeir eru notaðir til áveitu á þurrka- tímabilinu. Þvi er ,iú verið að gera tilraun með að dæla vatn inu aftur niður í jörðina gegn um eina af holunum og reyna þannig að losna við það. Þetta hefur aldrei verið gert fyrr og verður gaman að sjá, hvem- ig það tekst. — En hverjar urðu helztu niðurstöður þinar af rannsókn um í E1 Salvador? — Ég tel að ég hafi fundið þarna kalderu, þ.e. sams kon- ar myndun og Askja er og innan hennar sé jarðhitasvæð ið. Þessi kaldera er nú fyllt yngri myndunum, hraunum og vikri, og sér ekkert af henni á yfirborði. Boranir og aðrar rannsóknir á svæðinu í fram- tíðinni munu sýna, hvort ég hef rétt fyrir mér eða ekki. • FÉKK GULU AÐ SKILNAÐI Þegar Jón kom frá E1 Sal- vador var honum haldið kveðjuhóf, ásamt öðrum sér- íræðingi, sem einnig var að fara, og þótt hófið hafi verið ætlað til ánægju, urðu affleið- ingarnar ekki sem beztar. — Hófið var haldið á hóteli, þar sem hreinlætið var ekki upp á það allra bezta. Ég fór mjög varlega i matinn, en held þó helzt að þarna hafi ég smitazt af gulu, sem kom fram nokkru síðar. Að loknum störf um í E1 Salvador, fór ég í 10 daga ferð um Bandaríkin með konu minni og fór þá að draga af mér, og er heim kom, var ég heiðgulur og drifinn inn á spítala. Ég hef aldrei fyrr á spítala komið og aldrei orðið veikur, utan þess sem ég var nærri dauður úr mislingum, þegar ég var á Eiðum, en það tel ég ekki með. Nú er ekki um annað að ræða en vera þægur og reyna að liggja þetta úr sér, og ég vona að með rólegheitunum komist ég sem fyrst til starfa á ný. Og þar með kveðjum við Jón að þessu sinni, óskum honum góðs bata og til ham- ingju með sextugsafmlið. þ.A. — Berlín Framhald af bls. 23 gömul meistaraverk í kvik- myndagerð, þó að hér sé reyndar nokkuð um kvik- myndaklúbba og kvikmynda söfn — en tími listahátíðar- inmar í Berlín er líka tími listelskandi ferðamanna úr öllum áttum. Og þannig líður tíminn í Berlín: listahátíðiir, jazzhátíð, kvikmyndahátíð, listamanna- ráðstefnuir o.s.frv. Listamerun, leikhúsfólk, tón listarfólk og arkitektar streyma til borgardnnar og alltaf er eitthvað að gerast í menmingarlífmu. (í næsta bréfi mun ég halda áfram að segja frá listahátíð inni og bregða upp myndum af ýmsum sérkennum borgar- innar). Þorsteinn Eggertsson. (Myndir númer 1, 2, 3 og 5 eru fengnar (og tekraar) hjá Landesbildstelle í Berlín. — Mynd númer 4 er eftir Þor- stein Eggertsson.). Blómaföndur Álftamýri 7 Námskeið í skreytingum og meðferð á AFSKORNUM BLÓMUM og POTTABLÓMUM. Innritun í síma 83070. = ÚTSÝNIÐ 1 AUGAÐ GLEÐUR Veitingasalurinn efstu hæð opinn ™ allan daginn. — Matseðill dagsins Z Úrval fjölbreyttra rétta. — Hjá okkur njótið þér ekki aðeins úrvals veitinga, heldur einnig eins stórkostlegasta útsýnis, sem völ er á í Reykjavik. Barinn opinn 12-14.30 og 19-23.30 Z Borðapantanir í síma 82200. ~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.