Morgunblaðið - 03.10.1970, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBíEiR 1970
Drott - FH 19:18
Sigurmark Drott kom á síðustu
sekúndu leiksins
Geir skoraði 10 mörk
FH-INGAR geta svo sannarlega
kennt sjálfum sér um að sænska
meistaraliðið Drott bar sigur úr
býtum í leik liðanna í gærkvöldi.
Eftir að FH hafði jafnað 18-18 úr
vítakasti á síðustu mínútu, fengu
þeir tækifæri tll þess að tefja
leikinn þær sekúndur sem eftir
voru, en þess í stað galopnuðu
þeir einum leikmanna Svíanna
færi, og vitanlega tók hann
þessu góða boði með þökkum og
skoraði sigurmarkið.
Annars höfðu FH-ingar yfir-
leitt yfirtökin í leiknum og kom
ust mest 4 mörk yfir í fyrri hálf-
leik, 10—6, og í síðari hálfleik
þremur mörkum, 17—14, er 10
mínútur voru til leiksloka. En
það forskot tókst þeim ekki að
nýta til sigurs, heldur fóru að
skjóta úr lokuðum og vonlaus-
um færum og því fór sem fór.
Geir Hallsteinsson bair höfuð
og herðar yfir aðra leikmenn á
vellinum og hefur aldrei verið
betri en nú. Það var ekki aðeins
að hann skoraði 10 af mörkum
FH-imga, heldur var það bamn
sem allt spil liðsins byggðist á.
Annars er FH-liðið óvenju gott
nuna — mun betra en í fyrra og
er ánægjulegt að sjá hvað Öm
Hallsteinsson virðist vera í góðu
formi núna, svo og hinn bráð-
Fótbolti
um
helgina
efnilegi nýliði liðsitns, Ólafur
Einarsson. Ekki er ósenmlegt að
hann eiigi eftir að vera liðinu
drjúgur liðsmaður þegar fram
liða stundir og krafturinn verð-
ur aðeins meiri.
Gangur lei'ksiins var sá, að Geir
Hallsteimisson skoraði tvö fyrstu
mörkin á 1. og 3. mínútu. Drott
tókst síðan að jafna 3-3 og aftur
var jafntefli 4-4, 5-5 og 6-6, en
þá náðu FH-ingar símum bezta
kafla í leiknum, og skoruðu fjög
ur mörk í röð — sum reyndar
næsta ódýr. í hálfleik höfðu þeir
eitt mark yfir 11-10.
í síðari hálfíeik sýrndi Drott
mun betri og yfirvegaðri leik en
í fyrri hálfledk, sérstaklega þó
undir lokin, en þá fór markvörð
ur þeirra, Mats Thomasom, að
verja betur em áður. Samtímis
og þeir bættu ráð sitt, misstu
FH-ingar taktinn í spili sínu og
urðu of bráðir að skjóta. Misstu
þeir þanmig oft boltann á næsta
klaufalegan hátt, og skoruðu
ekki úr opmum færum. Þannig
brást Erni Hallsteiínssyni t.d. al-
gjörlega bogalistin, er hann stóð
frír á línu og skaut beint í mark-
vörðinm.
Drott er amnars skemmtilega
leilkamdi lið, og byggir leikaðferð
sína algjörlega upp á írjálsu
spili. Bezti maður liðsins var
Bengt Hansson (nr. 5), sem setti
vörn FH hvað eftir anmað í
vamda og skoraði enmfremur 6
mörk. Þá var ungliiniglandsliðs-
maðurinn Hans Johanson (nr. 2)
eiinmig mjög góður og hafði
auga fyrir spili. Frammistaða
hims fræga Thomason í markimu
var hins vegar ekki sem skyldi,
og var ólikt að sjá til hans nú
og í land sliðsmarki Svía í heims
meistarakeppninni í handknatt-
leik. Reyndar hafði hamm þá frá
bæra vöm fyrir framan sig, en
vörnin er fremur veik hjá Drott
og opnaðist hvað eftir annað illa.
Sem fyrr segir spiluðu FH-ing
ar skemmtilega og eru nú fleiri
Framhald á hls. 20
Mynd þessi var tekin er Guðmundur Hermannsson, fyrirliði ís-
lenzka landsliðsins, óskaði Bjarna til hamingju með árangurinn
í 100 metra hlaupinu í la ndskeppninni síðastliðið sumar.
Keppti fyrst á héraðs-
móti vestur á Núpi
og hljóp þá 100 metrana á rúmum 12 sek. Nú hefur Bjarni
hlaupið á 10,5 sek., og sigrað marga góða hlaupara.
Á MORGUN id. 2 fer fnam
aulkaleikuirinm milli Keflavíkur
og Fram um ainmað sœtiið í ís-
lamdsmóti 1. deilda/r og þar með
réttimm til að keppa í Borga-
Ikeppmi Evrópu næsta ár. Kefla-
vík og Fram voru jöfn að stiigum
eftir ieiiki síma í 1. deild, með
16 stig hvort og aukaleikur því
maiuðsynlegúr.
Að miklu er að keppa og mumu
bæði lið áreáðamlega hafa fullam
hug á þekn sigurlaiunum sem í
boði eru. Að ledk lokmum veæð-
ur ísilamdsbikairinm afhentur
Skagamönmum og silfurpen.inguir
liðiinu er sigrar á morgun.
Um helgima verður Bikarfceppm
in í fullum gamgi. í dag kl. 2.30
leika Breiðaíblik og Seifoss á
Melaveili og í Vestmianmiaeyjum
íeáka kl. 16 í dag lið ÍBA og
Akurmesimigar. '
Á sunnudag leika Þróttur NK
og Kniattspymufélag Siglufjairð-
er til úrslita um þátttökurétt í
lokakeppnimm.i um bilkair KSÍ.
í dag fara og framn úrslit í
ynigri flotkkumum og verður leik-
ið á gaimla Framveilimium og
Valsvellinum. HefjaSt leikimdr
fld. 2, 3 og 4.
Bruch
kastaði
66,18 m
SÆNSKI kringlukastarinn Ricky
Bruch er ennþá í „toppformi".
Á móti í Málmey í gær kastaði
hann 66.18 m, sem er næst bezti
árangur sem náðst hefur í heim-
inum í ár. Kastsería hans var
óvenjulega góð, stytzta kast
64.55 og eitt ógilt. Á laugardag
mum Bruch reyna aftur við
hefcntsmet Siivesters, 68.48 m.
Á ÞEIM tíma er nefndur hefur
verið „gullöld íslenzkra frjáls-
íþrótta“, þ.e. árin um 1950 áttu
íslendimgar á að skipa harðsnú-
inni sveit spretthlaupara. Voru
það þeir Clausembræður, Finn-
björn Þorvaldsson, Ásmumdur
Bjarnaison og Guðmundur Lár-
usson. Til marks um hæfmi sprett
hlauparanna má nefna að ís-
lenzka boðhlaupssveitin varð í 5.
sæti í úmlitum á Evrópumeist-
aramótimu í Briissel og íslend-
ingar komust þar einmig í úrislit
í 100 og 200 metra hlaupum. Síð
an hættu þessir memn keppni, en
fram á sjónarsviðið kom hlaup-
ari, sem nefna mætti konung ís-
lenzkra spretthlaupara. Var það
Hilmiar Þorbjörmisson, sem setti
frábært met í 100 metra hlaupi,
10,3 sek., og jafnaði met Hauks
Clausen í 200 metra hlaupi 21,3
sek. Eftir að Hilmar hætti
keppni, hafa íslendingar tæpast
átt spretthlaupara í fremstu röð,
fyrr en í sumar, að ungur KR-
ingur, Bjarni Stefánsson; hefur
vakið á sér athygli, máð góðum
áramgrE og staðið sig með mikl-
um ágætum í keppnum við er-
lenda íþróttamenn. Vann Bjarni
t.d. það einstæða afrek að sigra
í þremur greimum í unglinga-
landskeppni íslendinga og Dana
í haust, en sú keppni fór friam á
eimum degi. í sumar sló svo
Bjarnd unglingamet Hauks Claus
ens í 100 metra hlaupi, en það
var komið nokkuð til ára sinma.
Og Bjarnd er sammarlega líklegur
til frekari afreka í spretthlaup-
um. Hann er mjög áhugasamur
og æfir vel, og segist þegar vera
farimm að stefna að keppni á
næstu Olympíuledkum.
Fyrir nokkru fengum við
Bjarna Stefámsson til þess að
spjalla við okkur, um sjálfan sig
og hlauparaferil sinn.
BYRJAÐI Á HÉRAÐSMÓTI
— Fyrsta frjálsíþróttakeppnin
sem ég tók þátt í var héraðsmót
vestur á Núpi í Dýrafirði, sagð'i
Bjarn,i. — Þar keppti ég í 100 m
hlaupi og sigraði, þrátt fyrir að
árangurimn væri ekkii til þess að
státa sig af — rúmar 12 sek.
Em þetta var nóg til þess að
vekja áhugann, og þegar ég
kom suður um haustið, gekk ég
í frjáisíþróttadeild Ármanms og
ætlaðd að fara að æfa. Þá var
hins vegar ekki svo mikiill áhugi
á frjálsum í Ármanni, og fljót-
lega breytti ég til og gekk í fim
leikadeildina. Þar ílengdist ég þó
ekki ýkja lenigi, heldur gekk í
KR og hélt áfram í frjálsum
íþróttum.
— Hver var ástæðam til þess
að þú snerir þér að þessari
íþróttagrein, en ekki knattleikj-
um, eins og flestir drengfc?
— Ég var nú einnig í knatt-
spymun.nii til að byrja með. Lék
ég t.d. í fótboltaliði fyrir vestan,
og eimnig var ég kantmaður í 5.
flokki KR um tíma, en eins og
áður segir mun það hafa verið
keppnin á Núpi, sem vakti veru-
lega áhuga minn á hlaupunum.
— En þú képptir lítið fyrr en
í ár?
— Frá því að ég var 14 ára hef
ég stumdað sjómenmsku á sumrin
og því haft lítil tækifæri að æfa
og keppa. Það er fyrst núna í
sumar, að ég stunda aðra sumar-
atvinnu. Ég tók þó t.d. þátt í
ungllingameistaramótinu 1968, en
þá var hringt til mín þegar ég
kom í lamd og ég beðimm að koma
til keppni. Eg átti að taka þátt
í 100 og 200 metra hlaupum, en
kom of seint til keppni í fyrr-
nefnda hiaupinu. HBinis vegar
tókst mér að vinma 200 metra
hlaupið. Á íslandsmeistaramót-
imu á Laugarvatmd í fyrra kom ég
einnig beiint 'af sjónum í keppn-
ina og sigraði þar í 200 metra
hiaupdniu og varð anntar í 100 m
hlaupinu, á eftir Einiari Gísla-
syni.
STRANGAR ÆFINGAR
— En það var ekki fyrr en í
fyrrahaust sem ég byrjaði að
æfa að ráði, sagðli Bjarni — og
ég æfð'i mjög vel í vetur undir
leiðsög.n okkar ágæta þjálfara í
KR, dr. Ingimars Jónssonar. —
Hann er mjög áhugaisamur og
leggur á sig mikla vimnu við að
leiðbedma okkur og hjálpa.
— Hvernig er æfingunum hátt
að?
— I vetur byrjuðum við æfing
arnar með því að hlaupa úti,
allt að 3 km, en fórum síðan inn
og tókum þar léttar leikffcniæf-
ingar, æfðum viðbrögð, svo og
lyftingar, en það háði þeim æf-
ingum mi'kið að ekki eru til lyft
ingartæki við hæfi.
— Þurfa spretthláuparar að
æfa lyftingar?
— Núorðið æfa allir hlauparar
lyftimgar, meira að segja lang-
hlaupariar og eru allir sammála
um rnikilvægi þéirina. Það halda
þó sumir að menn verði að mik'l
um jötnum með því að æfa þær,
en við hlaupararnir erum það
mikið á hreyfingu, að það er lít-
il hætta á að það safn'ist á okk-
ur. En lyftimgarnar byggja mikið
upp, og t.d, er sagt að Bob Hay-
es, sá er sigraði í 100 metra
hlaupimu á OL-leikjunum 1964
hafi ekkert æft nema lyftimgar
þrjár síðustu vikurm'ar fyrir
keppnina. En Hayes var mjög
kröftugur hlaupari og senmilega
um leið sá þyugsti af spretthlaup
urunum sem hafa verið í fremstu
röð.
— Hvað tekur hve æfing lang
an tíma hjá ykkur?
— Æfingim sjálf er um tveir
tímar, en að henn'i lokinmi leik
um við okkur stundum í bolta-
leikjum. Við æfðum tvisyar í
viku framan af sl. vetri, en þeg
ar á hann leið bættist þriðja æf
ingim, landsliðsæfing við.
— Hvernig er aðstaða hjá ykk
ur til vetriaræfinga?
— Hún breyttist mjög mikið
til batnaðar méð tilkomu salar
ins undir stúku Laugardalsvali-
arins, en þar höfum V*ið mjög
góða 50 metra braut, þar sem
Framhald á bls. 20
Henný Hermannsdóttir afhendir Bjarna 3. verðlaun eftir 100 m
hiaup landskeppninnar, en þá setti hann nýtt unglingamet og
hljóp á 10,5 sek.