Morgunblaðið - 03.10.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1970 Jónína og Hrólfur á tröppununi á Illugastöðiini. Vatnsnesið við Húnaflóa býr ekki yfir þvi seiðmagni, sern dregur að sér ferðamenn og út- lendinga. Þangað eru þvi stop- ular ferðir og fara sjaldnast af þeim sögur. Þó hefur Vatnsnesið margt til síns máls og ýmislegt upp á að bjóða, sem gaman er að sjá og kynn- ast. Vegurinn með ströndinni liggur viða um sérkennilegt landslag og þá ekki sízt, þar sem Hindisvík kúrir, lítill nota legur bær undir sérkennileg- um hömrum. Þar býr einn rammasti Islendingur núlifandi, séra Sigurður Norland, gamlað- ur orðinn, en þó ávallt eins konar tákn þeirrar staðreynd- ar að Islendingar hafa átt op- inn glugga út í menningu heimsins, hversu afskekkt, sem þeir hafa búið. í Tjörn á Vatnsnesi býr enn- fremur einn sérkennilegasti prestur landsins, séra Robert Jack, skozkur að uppruna, kvæntur íslenzkri myndar- konu og svo rammíslenzkur sjálfur, ef hann vill það við hafa, að sumir halda að hann sé Vestur-íslendingur, en þeir eru manna þjóðræknastir eins og allir vita. Séra Robert Jack þekkir Vestur-íslendinga að eig in raun. Hann þjónaði sjö kirkjum í íslendingabyggðum Manitoba 1953—55. Vatnsnesið er síðast en ekki sízt umgjörð mikilla harm- rænna atburða, sem dregið hafa að sér athygli margra, en skotið öðrum skelk í bringu eða hroll í herðar: 1 suð-vestri frá Tjörn eru Illugastaðir, þar sem bjó Natan Ketilsson, sá sem brenndur var inni í upphafi síðustu aldar, en til suðurs geng ur Katadalur, þar sem er sam- nefndur bær. Þar bjó Friðrik, sem brenndi Natan inni ásamt Agnesi. Friðrik hafði verið tek inn að leita ásta af Sigríði, fimmtán ára gamalli ráðskonu Natans Ketilssonar. Hann var sonur Sigurðar bónda i Kata- dal og var aðeins átján ára að aldri „vel gáfaður og glæsi- menni í sjón, en ódæll nokkuð og mikill fyrir sér,“ segir Tómas Guðmundsson í þekktri frásögn sinni af harmsögu þess ari. Á árunum 1826 til 1827 dró til mikilla tíðinda á þessu óspillta og að því er virðist sakleysislega nesi. Tómas segir: „Þegar hér var komið sögu, hafði Natan fyrir nokkru sett saman bú að Illuga- stöðum og bjó þar ókvæntur. Hvarf Agnes til hans á til- skildum tima, en nokkuð urðu endurfundirnir með öðrum hætti en hún hafði vænzt, og bar þar fyrst til, að Natan brigðaði við hana loforði um ráðskonustöðu. Hafði hann ráð ið til bústjórnar unga stúlku, er Sigríður hét og vistazt hafði hjá honum vorið áður. Var hún þá aðeins fimmtán ára að aldri. Sigriður var hin efnilegasta stúlka, frið sýnum, skarpgáf- uð og ágætlega látin af öllum, er henni kynntust. Þótti sýnt, að Natan hefði nú snúið ást sinni til hennar, og leitaðist hann við að gera veg hinnar ungu stúlku sem mestan. Spar- aði hann hvorki við hana klæðnað né góða gripi og trúði vinum sínum fyrir því, að hann hefði fullan hug á að eiga hana.“ Þannig voru allar for- sendur afbrýðiseminnar eins og á svið settar, svo vel er sagan búin undir óumflýjanleg örlög hennar. Auðvitað freistast Agnes og Friðrik til að brenna Natan inni en Björn Biöndal, sýslumaður í Hvammi í Vatns- dal, dæmir þau til dauða og eru þau réttuð í Vatnsdalshól- um, urðuð þar í óvígðri mold, en síðar jörðuð i Tjarnar- kirkjugarði. Var þetta síðasta aftakan á íslandi. Á leiði þeirra á Tjörn standa nöfn þeirra, fæðingardagur og dán- arár. Nokkurn veginn alsaklaus af átökum þessum stóð ég við leiði Agnesar og Friðriks einn dag nú fyrir skömmu og við hlið mér séra Robert Jack. Ut- ar eða norðan við kirkjugarð- inn sat Blöndal sýslumaður og kvað upp dóm sinn með pístólu á borðinu fyrir framan sig. Þá var Húnavatnssýsla vasaút- gáfa af villta vestrinu. Augu mín flögruðu milli grafarinnar og staðarins, þar sem dauðadóm urinn var kveðinn upp. Þar var nú gaddavír og byggingarefni eins og aldrei hefði dregið þar til neinna stórtíðinda. Síðan varð mér litið út með strönd- inni í átt til Illugastaða og loks upp í Katadal, og mér fannst ég eiga einhverja sök á þessum hræðilegu atburðum, einn niðja Björns Blöndals, með blóð hans og dauðadóm í æð- um. En síðar fór ég með séra Robert út að Illugastöðum og þá var eins og ljósbrot mikill- ar líknar tæki frá mér þennan beizka kaleik. Þar sat fyrir- gefningin og góðvildin i fyrir- rúmi. Þar býr Jónína, ekkja Guðmundar Arasonar, þess merka og mikla bændahöfð- ingja, ásamt Hrólfi syni sínum, greindum vel, kurteisum og gerðarlegum manni. Systir hans, Auðbjörg er húsfreyja á Syðri-Þverá í Vesturhópi. Móð ir þeirra er næstum blind. Þótt ekki fari mikið fyrir Illuga- staðaheimilinu nú, yrði marg- ur maðurinn betri af að heim- sækja þau mæðgin, heyra hljóðlátt tal Jónínu, finna kærleika hússins sem er um- gjörð lífs þeirra. Mikili svip- ur er með Jónínu og Hannesi Jónssyni, frænda hennar, sem oft hefur minnzt á Natan, for- föður þeirra í skrifum sínum. Ég þekkti hana strax af honum. Mér var sagt að nú væri öðruvísi umhorfs en áður að Ulugastöðum, þegar Guðmund- ur bóndi stóð á tröppum úti, risi á hæð þrekinn á vöxt með stór- ar hendur og mikið skegg og sagði við drukkinn aðkomu- mann, sem sló um sig með því að fullyrða, að hann væri kom- inn frá guði: „Jæja, góði, þú ert þá alkominn!“ af venju- legri hógværð. Og brosti. Guðmundur Arason var höfð ingi heim að sækja og húsaði svo vel bæ sinn að enn er til fyrirmyndar. Yfir dyrunum stendur: Illugastaðir 1927. Guðmundur var eftirsóknar- vert þingmannsefni fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, en vildi ekki á Alþingi, þó að sumir eigi víst erfitt með að skilja það: „Æ, það var svo margt að gera heima,“ segir Jónína Gunn- laugsdóttir, þegar hún minnist á þetta. Hún hefur lengst af verið lífið og sálin í Slysa- varnarfélaginu á Vatnsnesi og heiðursfélagi Slysavarnarfé- lags Islands. Allt er það í góðu samræmi við hugsun hennar og hjarta. Hún bauð okkur í stofur, þessi netta ko.na með svo fagurlega fléttað hár, að það var listaverki líkast. Hún gekk um i myrkri. Hrólfur, sonur hennar, var úti við hey- skap, þegar okkur bar að garði. En svo kom hann inn og kveikti á lömpum og kertum, þangað til engu var líkara en jólahátið væri í nánd. Ég sat andspænis Jónínu og hlustaði á hana. Röddin svo mjúk, lág og fín, að hún var í fullu samræmi við hlýjar hugs- anir hennar. „Við hjónin vor- um mæðgna börn, en feður okkar óskyldir. Guðmundur Ketilsson, bróðir Natans, hjó höfuðið af Friðrik. Hann gerði það ekki í hefndarskyni, held- ur til að fylgja fram réttvís- inni. Mér var sagt, að Friðrik hefði spurt hann, hvort hann gerði það í hefndarskyni. Þeg- ar Guðmundur svaraði því neitandi, tókust þeir i hendur, svo hjó Guðmundur af honum höfuðið." Þessi frásögn kemur heim og saman við það sem Tómas seg- ir. „Þáttur Tómasar var lesinn fyrir mig,“ segir Jónína. „Það líkaði mér vel. Tómas skilur fólkið og sér báðar hliðarnar á því. Ég hefði viljað rétta honum höndina. Vonandi verð- ur það frásögn Tómasar, sem lifir og geymist. Hann gleymir ekki því góða í fólkinu. Það illa er honum engin freist- ing.“ Mér varð hugsað til orða Tómasar um Friðrik, þegar hann afklæðir sig fyrir aftök- una. Á meðan talaði hann til viðstaddra í Vatnsdalshólum. „Mæltist hann til fyrirgefning- ar á hneyksli því, er hann hafði valdið, áminnti menn um að hafa dæmi sitt til viðvörun- ar og bað að síðustu fyrir sál- um þeirra." Jónína spyr, hvort ég hafi kerti. Þegar ég jánka því, impr ar hún á Agnesi eins og hún vilji lýsa kringum minningu hennar. Ekki veiti af: ,,Hún var hart dærnd," segir hún, „gamla fólkið talaði mikið um hana, en við höfum ekki leyfi til að dæma. Þá voru allt aðrir tímar og mikil harka í héraði." Jónína segir mér, að Guð- mundur Ketilsson hafi ort vísu, þegar hann hafði full- nægt réttvísinni. Hún er svona: „Áður hryggð í huga bar hræddist manna dóma, kættist þegar krýndur var konunglegum sóma.“ Hann hlaut viðurkenningu danska landbúnaðarfélagsins fyrir verkun á æðardún. Þessi bikar lenti af einhverjum ástæðum á altari kirkjunnar í Tjörn, en er nú kominn heim aftur að Illugastöðum. Hrólfur sækir bikarinn og sýnir okk- ur. Frú Jónína handleikur hann einnig, hún kann áletrun- ina utanbókar: „Guðmundur Ketilsson fra Illugastader, hædred af det Kongelige danske landhuusholdningssel- skab 1853.“ Sem sagt fyrir æð- arfuglarækt. Okkur er einnig sýnd rúmfjöl skorin af Bólu- Hjálmari. Amma Jónínu hafði hana alltaf í rúminu sínu, einnig móðir hennar. Amma hennar var dótturdóttir Guð- mundar Ketilssonar, en dóftir hans hét Ögn. „O-jú, það eru margar Agnirnar hérna,“ seg- ir gamla konan og brosir. Ættir Friðriks og Natans Ketilssonar komu saman, þeg- ar afi Jónínu og amma gift- ust, þau Jakob Bjarnason og Auðbjörg Jónsdóttir. Bjarni faðir Jakobs, var bróðir Frið- riks Sigurðssonar frá Katadal, en Auðbjörg Jónsdóttir var dóttir Agnar Guðmundsdóttur, Ketilssonar. Jónina segir að Guðmundi hafi þótt vænt um bikarinn frá danska landbúnaðarfélaginu: „Einhver skuggi hvíldi yfir þessu fólki,“ segir hún. „Það vildi ekki vera. Þetta var reið- arslag á héraðið og margt af fólki Friðriks fluttist tU Gröf Friðriks og Agnesar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.