Morgunblaðið - 11.10.1970, Side 5

Morgunblaðið - 11.10.1970, Side 5
MORGTJNBT.AÐTB STJNNUDAOUR 11. OKTÓBER 1970 29 þær séu að öðru leyti sjálfráð- ar ferða sinna samkvæmt eigin eðli og hvötum. Á 1. og 2. teikningu er sýnd hita- og seltudreifing í yfirborði sjávar i hafinu sunnan íslands í marz. Myndirnar byggjast á öllum tiltækilegum gögnum fram að árinu 1955, en elztu gögnin eru frá 1868. Vegna lóðréttrar blöndunar í sjónum að vetri má gera ráð fyrir, að hitastig og selta sé svipað í yfirborði og í dýpri lögum sj'ávar, og einnig við botn á grunninu við suður- strönd íslands. Myndirnar sýna ljóslega til- tölulega kaldan sjó og seltulít- inn við sunnanvert Austurland — hitastig minna en 5°C og seLta minni en 35 0/00. Þær sýna og skilin við Suðausturland milii kaldsjávarins og atlantiska hlý sjávarins — sá síðarnefndi með hitastig hærra en 7°C og seltu hærri en 35 0/00. Skiiin ná frá ströndinni milli Ingólfshöfða og Vestrahorns á haf út og síðan norðaustur í haf. Eftir myndun- um að dæma er hvergi aö finna hlýrri né seituríkari sjó við ís- landsstrendur á þeim árstíma, sem um ræðir, en í Meðallands- bugt, og er svo reyndar allt ár- ið. Er vestar dregur með land- inu, vestur fyrir Dyrhólaey, að Vestmannaeyjum og Selvogs- banka, lækkar aftur hitastig og selta sjávar, hitinn niður fyrir 6° og seltan niður fyrir 35 0/00. Þeir, sem kunnugir eru göng- um loðnunnar og veiðislóðum hér við land, t.d. í marz í vet- ur (1970) sjá þegar, ef þeir hafa þá ekki vitað það fyrir, að sam- svörun er með loðnugöngunum og aðstæðum í sjónum, þ.e. hita- stigi og seltu. Loðnan er kald- sjávarfiskur — (um loðnuna má lesa m.a. í bókinni Fiskarnir eft- ir Bjarna Sæmundsson og í ýms- um greinum eftir Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðing, sem hef- ur með höndum loðnurannsókn- ir Hafrannsðknastofnunarinnar) — og sá stofn, sem hrygnir við suður- og vesturströnd Islands, er talinn ferðast norðan úr hafi djúpt suður með Austfjörðum og með Suðurlandi til lirygn- ingar í hlýrri sjó en rikir á upp- vaxtarslóðum hans. Þvi virð- ast þó vera takmörk sett í hve hlýjum og selturíkum sjó loðn- an unlr sér. 1 vetur (febrúar 1970) varð loðnunnar fyrst vart í torfum við ströndina í Lóns- bugt, en niðurstöður hita- og seltumælinga í marz leiddu í Ijós, að á þeim slóðum fór einmitt að kreppa að kalda sjónum, — eins og reyndar kom fram á meðal- lagsmyndunum hér á undan — þ.e. skilin voru í nánd. Á þeim tíma, er Árni Friðriksson var á miðunum í marz 1970, stöðvuð- ust loðnugöngumar um stundar- sakir austur af Ingólfshöfða, þ.e. áður en kom í hlýja sjóinn, og þar sat veiðiflotinn fyrir loðn- unni. BRtJARTOLLUB LOÐNUNNAR Svæðunum fyrir vestan Ing- ólfshöfða, í Meðallandsbugt og vestur fyrir Dyrhólaey, má lí-kja við brú eða göng, sem loðnan virðist verða að fara um, ætli hún sér vestur á bóginn, með land á aðra hönd og selturíkan hlýsæinn sunnan úr hafi á hina. Loðnan borgar og sinn brúar- toll. Hún finnst rekin á fjörur og ganga hennar um svo þröng- an veg var í marz í vetur (1970) einnig þyrnum stráð þar sem var veiðiflotinn, sem fylgdi göng- unum fast eftir og veiddi loðn- una uppi í landsteinum. Rætt hefur verið í blöð- um hvort sóknin á loðnuna hafi hindrað göngur hennar lengra vestur á bóginn í vetur — henn- ar varð ekki vart vestar en við Alviðruhamra. Að flestra mati er það varla einhlít skýring og jafnvel afar ósennileg. Ef dæma skal eftir því, sem fram kom milli samræmis ástands sjávar og loðnugangna, er nær að ætla að það sé ástand sjávar — sem að sjálfsögðu er breytilegt frá ári til árs — sem auk henn- ar eigin eðlishátta kann að hafa áhrif á gönguna. Ríkjandi vindátt er og talin hafa áhrif á göngurnar. Bkki verður enn sagt með vissu hvort sjávarstraumar úr suðri hafi ver ið tiltölulega sterkir á þessum vetri (1970) og þá hitastig og selta jafnframt í hærra lagi. Væntanlega verður siðar unnt að greina frá ástandinu i sjón- um sunnan Islands á þe-ssu ári, er gögn berast, t.d. frá veður- athugunarskipinu „India“. ERU LOÐNUGÖNGUR í HAFINU DJÚPT FYRIR SUÐURLANDI? Stundum er talið, að loðnu- göngurnar fari djúpt undan Suðurlandi, í stórum boga á leið sinni vestur eftir, og komi úr hafi upp á vestursvæðið sunn- anlands. Nú fer að sjálfsögðu hlýnandi í yfirborðslögum sjáv- ar suður af Islandi eftir þvi, sem sunnar dregur, en i hlíðum íslenzka landgrunnsins gætir aft ur minnkandi hita með auknu dýpi, þó vart fyrr en á 500 til 800 metra dýpi. Ef loðnan fælist hlýja sjóinn í Meðallandsbugt og leitar til hafs við straummótin út af Suð- austurlandi skyldi ætla, að hún verði að fylgja þessum tiltölu- lega kalda sjó I landgrunnshlíð- unum vestur á bóginn unz hún kemst fyrir meginstrauminn að sunnan og leitar upp á grunn ið aftur. Skiptar skoðanir munu þó ríkja um, hvort loðnan gangi nokkum timann djúpt í hafinu undan suðurströnd landsins. Það skal að lokum skýrt tek- ið fram, að hugmyndir þær, sem hér voru ræddar, þurfa miklu ítarlegri athugunar við, áður en nokfcuð verður fullyrt um hve mikilvægt ástand sjávar á um- ræddum slóðum er fyrir göngur loðnunnar. PÓLFRONTURINN Háttemi loðniunnar og hafíss- ins við Island endurspeglar legu landsins í nánd við ein meg- inskilin í hafinu — pólfrontinn, — sem skilja á milli hiýrra og kaldra hafstrauma. Á skilunum verða bætt lífsskilyrði í sjónum og jafnframt fjölbreytilegri. Fjöl breytnin kemur m.a, fram í þvi að kaldi sjórinn norðan úr hafi færir okkur ekki aðeins búsifj ar eins og hafis, heldur einnig nytjar eins og loðnuna. UMHVERFISRANNSÓKNIR Tilgangur höfundar með þess- ari grein er að vekja athygii á nauðsyn umhverfisrannsókna í 2. teikning: Meðalselta í yfirborði sjávar í marz á hafinu simnan fslands. Ég hei sannfærst um, að svo er ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.