Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 2
26 MOROU-NBLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 25. OKTÓBBR 1970 r Til sölu húseignin Túngata 5 Þeir, sem áhuga hefðu á kaupum leggi nafn sitt inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 1. nóvember merkt: „Túngata 5 — 6002“. SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir RJP 8296 ROYAL Vax talið að forsætisráðherrann væri nú að skipta um skoðun og rikisstjórnarfundur yrði al- veg á næstunni, þar sem lík- legrt mætti telja að ákveðið yrði að leggjast gegn vopna- sölunni. Þann 13. desember hringdi ég til forsætisráðherr- ans frá sendiráði okkar i Brussel og bað um, að stjórnin kæmi ekki saman fyrr en ég væri kominn aftur og sagði jafnframt að ég myndi koma heim daginn eftir. Því næst gerði ég ráðstafanir til að kom- ast flugleiðis frá Brussel dag- inn eftir." Brown segir, að daginn eft- ir hafi ekki verið flugveð- ur frá Brussel vegna þoku og komst hann því ekki skjótustu leiðina heim og varð því að taka lest frá Brussel og síðan ferju yfir til Englands. Vegna þess hve það var ákveðið með mjög skömmum fyrirvara varð Brown og fylgdarlið hans að sætta sig við að taka þá klefa í lestinni sem lausir voru, án þess að hirða um þægindin. „Þegar til Englands kom stöðvaði lestin á einhverri stöð á leiðinni til London og einka- ritari minn náði í fyrstu morg- unútgáfu dagblaðanna. Þau voru uppfull af fyrirsögnum á borð við „Wilson setur Brown upp við vegg,“ „Wilson ein- angrar Brown.“ „Brown stend- ur einn.“ Ég var því orðinn ali fúll, þegar komið var til London og þar mætti mér gríð- arlegur fjöldi blaðamanna sem vildi vita hvernig mér liði. Ég sagði, að blöðin virtust vita það bezt. Einhvern veginn fannst mér, að maðkur væri í mysunni, allt virtist þetta harla kjánalegt. Ég mætti á fundi i ríkisstjórninni. Andrúmsloftið þar var vægast sagt lævi blandið. og varla til þess fallið að endurskoða allt málið með sanngirni. Hins vegar var loka ákvörðun ekki tekin þarna. Um helgina héldu blöðin áfram rosafréttum sínum og stöðugt hélt áfram að síast út um einkasamtöl og á mánudag var eiginlega augljóst, að vel- ígrundaðar rökræður gætu ekki farið fram, hvað þá að nokkur möguleiki væri á því að taka ákvörðun, sem ein- hverja þýðingu hefði. Málin stóðu nú þannig, að ég og Healy sem höfðum í sam- einingu borið fram upphaflegu Wiison. greinargerðina, ásamt tillögun- um og hinir sem í fyrstu höfðu verið fylgjandi takmarkaðri vopnasölu vorum orðnir býsna fámennur minnihluti og gátum ekki lengur fengið aðra ráð- herra á okkar band. Mér er einnig minnisstætt, segir Brown síðan, að hörð andstaða var gegn öllum til- raunum fylgismanna vopnasöl- unnar, að bera málið upp í þingflokki Verkamannaflokks- ins. Ég hafði frétt af því, að á fyrri fundi, sem enginn okk- ar hafði setið, hefði orðið mik- ið uppnám og ég bauðst því til þess að leggja málið fyrir þing- flokkinn til að sannprófa, hvort uppnámið í flokknum væri eins mikið og okkur var sagt. Og ég naut liðsinnis nokk urra samráðherra í þessu. En þetta var aldrei gert, svo að úr því fékkst aldrei skorið. Síðan frétti ég nánar hjá samráðherrum mínum og þing- mönnum, af því, hvernig for- sætisráðherrann hafði lagt sig óvanalega fram um í þinginu að beygja flokkinn í vopna sölumálinu og það sem meira var, að beina í ákveðinn far- veg þeim hræringum sem höfðu orðið í flokknum. Því var ein- dregið haldið fram, og áreið- anlega almennt talið (þótt mér sé kunnugt um að það hafi löngu seinna verið borið til baka), að þingleiðtogarnir létu til skarar skriða og ýttu undir það, að frumvarpið gegn vopnasölunni var samið og undirritað. Hvað sem hæft er í þessu, og ég á erfitt með að trúa öðru, í ljósi heimilda, sem ég hafði aðgang að, skapaðist þvílíkt andrúmsloft að forsætisráð- herrann og allir hinir gátu bor ið fyrir sig á stjórnarfundi, trúverðuga ástæðu til að hafna þvi sem þeir höfðu fram til þess verið samþykkir. Af ein- stökum atburðum, sem mér var skýrt frá, get ég nefnt, að for- sætisráðherrann gekk á fund norðurenskra þingmanna og sagði þeim, að hann hefði ver- ið fullvissaður um, að engin ákvæði yrðu sett um vopnasölu til Suður-Afriku. Þannig kom hann fyrirfram í veg fyrir nokkra ákvörðun i þessa átt á stjórnarfundinum, sem ég hafði hraðað mér á. En öllum ákvörðunum hafði einmitt ver- ið frestað fram að þeim fundi svo að ég yrði kominn aftur. Ég held, að þetta hafi orðið til þess, að ég komst að þeirri nið- urstöðu, að starfshættir forsæt isráðherrans voru með þeim hætti, að árangursrík samvinna væri því sem næst óhugsandi. Þannig virtist að það væri sama hvað maður gerði, þá gæti maður aldrei verið viss um, nema öllu yrði breytt, ef honum fyndist það hentugt vegna atburðarásarinnar. Nú komum við að atburðum næturinnar þann 14.—15. marz 1968. 1 bréfinu, þar sem Wil- son féllst á lausnarbeiðni mína sagði hann. „Þér vitnið til þess, sem gerðist í gærkvöldi. Eins og þér vitið, voru gerðar árang- urslausar tilraunir til þess að ná sambandi við yður, þegar málið var komið á alvarlegt stig, svo að þér gætuð verið viðstaddur, þegar tafarlaus ákvörðun væri tekin. En brýna nauðsyn bar til að taka Michael Stewart tók við enib- ætti George Brown. hana skjótt til þess að firra þjóðina og samfélagi þjóðanna alvarlegum afleiðingum." Þetta bréf var skrifað til birtingar og þar var ekki að- eins gefið í skyn, heldur af- dráttarlaust lýst yfir, að ekki hefði verið unnt að hafa sam- ráð við mig um þá ákvörðun að loka bönkum, því að ekki hefði tekizt að hafa upp á mér. Mér finnst að ég verði að sýna samanburð á þessari réttlæt- ingu forsætisráðherrans á því sem hann gerði og þvi sem raunverulega gerðist þetta kvöld. Þingið var á fundi um samgöngumálafrumvarpið. Snemma kvölds var 'ég í þing- inu og að því er ég bezt vissi, var ekkert sérstakt að gerast. Ég var í þingskrifstofu minni og ræddi við ritara mína og af- greiddi venjuleg mál. Um átta- leytið ákvað ég að fara heim og snæða kvöldverð. Nú skipt- ir það miklu máli, að síminn í íbúð minni er í sambandi við skiptiborð í utanríkisráðuneyt- inu. Þannig að þegar hringt var i utanrikisráðuneytið var hægt að fá beint samband við mig í herbergi minu í þinginu, íbúðinni minni og á skrifstof- unni. Síminn hringdi aldrei meðan ég var við snæðing heima hjá mér. Ég hafði enga ástæðu til að halda, að nokkuð væri á seyði. Ég hefði ekki farið aftur í v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.