Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAfMÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 31 Görðum og hafði búið þar. En geta má þess, að 1598 varð prestlaust i Seltjarnarnessþing um og má vera að séra Jón hafi verið settur til að þjóna þvi prestakalli, ásamt sínu, og þá hafi honum þótt öruggara að sitja í Laugarnesi, vegna þess að málið út af því var að komast á lokastig. En ekki hef ir séra Jón búið nema eitt ár í Laugarnesi, þvi að árið 1600 voru Seltjarnarnessþing veitt séra Hallkeli Stefánssyni og settist hann að í Laugarnesi. Eftir það er séra Jón í Görð- um til dauðadags og er greftr- aður þar, eins og áður er sagt. Þórolfur Eyolfsson virðist ekki hafa verið neinn skörung- ur og mun hann hafa beitt séra Jóni Krákssyni fyrir sig í mál um sinum. Hann mun hafa búið á Hjalla eftir föður sinn, en í elli sinni er hann kominn. að Suðurreykjum í Mosfellssveit til Þorvarðar sonar síns, er þar bjó. Þar mun Þórolfur svo hafa andast. Engar sögur fara af Þorvarði nema hvað hann kemur við ættartölur. Af fólki úr þessari ætt hafa víst aðeins þær mæðgurnar, Jarþrúður og Margrét, kona Gísla Hákonar- sonar, átt heima i Laugarnesi. —O— Á löngum tíma var ég að rek ast á það hvað eftir annað, og i mörgum heimildum, að Jar- þrúður hefði andast 1606 og væri grafin að Mosfelli í Mos- fellssveit, og þar væri leg- steinn á leiði hennar. Mér fannst þetta dálítið einkenni- legt og hvarflaði að mér -hvað eftir annað, að eitthvað sögu legt mundi fylgja þessum leg- steini. Ég vissi að Matthías Þórðarson hafði skoðað stein- inn og lesið letrið á honum og birt skýrslu um það í Árbók Fornleifafélagsins 1909. 1 þeirri skýrslu segir svo: Steinn í 2 hlutum, mun vanta á milli. Efni mjög gljúpt hraun grýti. Efra brotið er 90 cm. á lengd, hið neðra 58 cm.; breidd Framhald á bls. 41 Árni Óla: Gamall legsteinn í Mosfellskirkjugarði smjörlíki hf. Margir nafnkunnir menn hafa verið eigendur Laugar- ness, en tignastur þeirra (að undanteknum kónginum), mun hafa verið Ögmundur biskup Pálsson i Skálholti. Hann keypti jörðina árið 1520 af Páli lögmanni Vigfússyni á Hlíðar- enda. Um þær mundir var Ásdís ■wm iwíp Fxí'* * 4 gá' :'.m. íj ■ mm systir biskups húsfreyja á Hjalla í Ölfusi. Hún var gift Eyolfi Jónssyni, sem Steinn Dofri telur að muni hafa ver- ið kominn af mikilmenninu Teiti Gunnlaugssyni ríka í Bjarnanesi, sem var lögmaður 1435—1455. Hann er kunnast- ur vegna þess, að hann fór ásamt Þorvarði Loftssyni á Möðruvöllum suður í Skálholt 1433; handtóku þeir þá Jón biskup Gerreksson og komu honum fyrir kattarnef með því að drekkja honum í Brúará. Þau hjónin á Hjalla, Ásdis og Eyolfur, áttu sjö börn og var elztur sonur, er Sigmund- ur hét. Hann var orðinn prest- ur í Vallanesi 1530, en fékk Hítardal árið eftir. Ögmundur biskup lét kjósa hann eftir- mann sinn á biskupsstóli og sigldi Sigmundur 1537 og tók biskupsvígslu í Niðarósi. Segir sagan, að nóttina eftir vigsluna hafi honum þótt koma kona að sér og segja: „Ef þú ert biskup 20 nætur, þá ríkir þú 20 ár.“ En morguninn eftir hafði hann tekið illkynjað fótar- mein og dró það hann til bana 19. nóttina eftir vígsluna. Annar sonur þeirra Ásdísar og Eyolfs hét Þórolfur. Hann fékk þeirrár konu er Margrét hét og var dóttir Erlends lög- manns Þorvarðssonar á Strönd í Selvogi. Þá gaf Ög- mundur honum til konu- mundar jarðirnar Laugar- nes og Engey. Getur hér að- eins tveggja barna þeirra Þór- olfs, Þorvarðar, sem lengi bjó að Suðurreykjum í Mosfells- sveit og Jarþrúðar, er giftist séra Jóni Krákssyni, hálfbróð ur Guðbrands biskups Þorláks sonar á Hólum. Séra Jón Kráksson var fæddur um 1533 og varð prest- ur mjög ungur. Er sagt að hann hafi verið seinasti prest- ur sem Jón biskup Arason á Hólum vigði og hafi það gerzt sama árið sem biskup var tek- inn af lífi. Telja sumir að þetta geti verið rétt. Séra Jón var fyrst prestur í Hvammi í Lax- árdal, en Garða á Álftanesi fékk hann 1566 og hélt þá til 1618. Sonur þeirra Jarþrúðar var séra Ólafur, sem tók við prestakallinu af föður sínum, „þótti hann fyrir öðrum prest- um, vinsæll maður og góðgerða samur" og var aldrei við kven mann kenndur. — Annan son áttu þau er Sturla hét og telja sumir að hann hafi átti heima í Laugarnesi. Svo áttu þau eina dóttur, Margréti, sem gift var Gísla lögmanni Hákonarsyni, sem talinn var mestur höfðingi hér á landi á sinni tíð. Þau bjuggu fyrst í Laugarnesi fram til 1618, en síðan i Bræðra- tungu. í visitatíu Brynjolfs biskups Sveinssonar að Görðum á Álfta nesi 14. ágúst 1642, er þess get- ið, að legsteinn séra Jóns Krákssonar sé þar innan kirkju og á höggvin grafskrift með dánardægri 3. marz 1622. —O— Þegar Ögmundur var fallinn frá, hófust harðvítugar deilur og málaferli út af því hver væri réttur eigandi Laugarness og Engeyjar, og stóðu þessi málaferli í 45 ár. Hófst þetta með því, að Páll lögmaður Vig- fússon lýsti yfir þvi undir votta á Alþingi, að hann hefði aldrei ætlað sér að halda samn inginn við Ögmund biskup „sökum ofríkis hans.“ Og 1554 krafðist hann þess á Alþingi, að sér yrðu dæmdar þessar jarð ir sem arfur eftir föður sinn. Sló hann svo eign sinni á þær, en alþingisdómur ákvað, að hann mætti halda jörðunum, þar til Þórólfur gæti leitt lög- leg vitni að því, að Páll hefði gert löglegan samning við Ög- mund biskup með vottum og handsölum. Páll lögmaður andaðist 1570 og voru lögerfingjar hans syst ur hans, þær Guðríður í Ási i Holtum og Anna á Stóruborg. Voru gerð skipti milli þeirra og komu Laugarnes og Engey í hlut Önnu. Og þá lagði Magnús, sonur þeirra Önnu og Barna-Hjalta, jarðirnar undir sig. Árið 1572 kærði svo Þórolf- ur Eyolfsson það að Magnús héldi jörðunum fyrir sér. Bar hann fram bréf, með ósködd- uðu innsigli Ögmundar bisk- ups um að biskup gaf honum þessar jarðir, er hann hafði keypt af Páli lögmanni. Virtist nú dómsmönnum sem þetta væru fullgild skilríki og dæmdu að Þórolfur mætti „jörð ina Laugarnes að sér taka og henni bíhalda." Árið 1599 flyzt svo séra Jón Kráksson að Laugarnesi. Kærði þá Magnús Hjaltason enn um jarð irnar, en séra Jón lagði fram dóminn þar sem Þórolfi var fengið Laugarnes til ævilangr- ar eignar. Þá hélt Magnús því fram, að svo hefði ekki verið um Engey, en ályktun dóms- manna var sú, að báðar jarð- irnar skyldu standa þar sem komnar væru, hjá erfingjum Þórolfs. Hvernig stóð á þvi, að séra Jón skyldi flytjast að Laugar- nesi. Hann var prestur í Hvað segir kokkurínn um Jurta? -,,Ég er alltaf ánægður með árang- urinn, þegar ég nota Jurta-smjör- líki. Jurta er bragðgott og laðar fram Ijúffengan keim af öllum mat. Þess vegna mæli ég eindregið með Jurta smjörlíki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.