Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 10
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 Griðastaður úr alfaraleið - eðaskáliumþjóðbrautþvera? kostir, sem birtast einatt I fá- breytni atvinnulífs og bágbor- inni menntunaraðstöðu, sem oft vega þar þyngra á metunum. Ræða Jóns Baldvins Hannibals sonar, skólameistara við setn- * ingu Menntaskólans á Isafirði Menntaskólinn á ísafirði var settnr í fyrsta sinn við hátíð- lega athöfn í Alþýðuhúsinu á ísafirði laugardaginn 3. október sl. f upphafi minntist skólameist ari Aðalhjarnar Tryggvasonar, kennara, er lézt s.I. sumar og Ias kveð.jur og árnaðaróskir, er skólanum höfðu horizt. Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Tónlist- arskóla ísafjarðar, stjórnaði al- mennum söng í upphafi og við lok hátíðarinnar og Guðrún Tóm asdóttir, söngkona, flutti ís- lenzk þjóðlög við undirleik ÓI- afs Vignis Albertssonar. Að Iok inni setningarrieðu skólameist- ara fluttu þeir ávörp Jón Guð- laugur Magnússon, bæjarstjóri ísfirðinga og Björn Bjarnason, rektor Menntaskólans við Tjörn ina. Að setningarathöfn lokinni skoðuðu gestir skólahúsnæðið og heimavist í fylgd skólameist ara og kennara. Hér fer á eftir setningarræða skólameistara: Að fjórum árum liðnum munu íslendingar minnast þess, að 11 aldir eru liðnar frá upphafi Is- landsbyggðar. Þá verður vænt- anlega mikið um dýrðir. Hátíða höld og hátiðaræður um prúð- búna knerri og hetjur, sem riðu um héruð. Hátíðaræður, sem ná frá landnámstíð fram á líðandi stund, eru nú einu sinni okkar sérgrein. En í það mund, sem þjóðin býst til að halda upp á Islands þúsund ár og einni öld betur, mun fámennur hópur nýstúd- enta frá Menntaskólanum á ísa- firði væntanlega kveðja skóla sinn og lærifeður og leggja út í lifið með nesti og nýja skó. Þess vegna erum við hér sam an komin í dag, að við viljum árna fararheilla þessum hópi ungra manna og kvenna, sem í dag leggja upp í leiðangur eft ir hinum þrönga menntavegi. Þau verða brautryðjendur hins nýja skóla. Og svo svartsýnum leyfist engum að vera í dag, að ætla, að ekki muni einhverjir þeirra skila sér í áfangastað á tilsettum tíma. Trúlega getum við öll tekið undir með skáldinu og fræði- manninum í Árnasafni, er hann segir: Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend á himni ljómar dagsins gullna rönd; sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Ég aftanskinið óttasleginn lít ef ekki dagsins próf ég staðizt get, að mjakast hafi ennþá út um fet þess akurlendis jaðar sem ég brýt. Við vitum ekki, hvort það verður gamla skólabyggingin við Aðalstræti, sem þeir kveðja á því herrans ári 1974, eða nýtt musteri af steini og gleri, sem enn er ekki vitað, hvar muni rísa af grunni. En við væntum þess, að þessi CHLORIDE RAFGEYMAR HINÍR VÍÐURKENDU RAFGEYMAR ERU FÁANLEGÍR í ÖLLUM KAUPFELÖGUM 0G BÍFREIÐAVÖRUVERZLUNUM. 33. kynslóð landnámsmanna á Islandi hafi þá helgað sér nýtt landnám — ef ekki með eldi, þá í sveita síns andlits — og að það marki einhver spor í menningarviðleitni okkar byggð arlags og þjóðarinnar allrar. FJARSTÆÐUKENNDIR HUGARÓRAR? Þegar hugmyndinni um menntaskóla á Vestfjörðum var fyrst hreyft í alvöru á hinu háa Alþingi fyrir nær aldar- fjórðungi síðan, urðu margir gætnir menn og grandvarir til þess að vara við svo fjarstæðu kenndum hugarórum. Þótti mörg um sem fiskimenn og búand- karlar gerðu sig helzti digra með slíkum tillöguflutningi. Hvar eru nemendurnir? var spurt. Eru ekki Vestfirðir að fara í eyði og þeir Vestfirðing ar, sem einhver töggur er í, setztir að allsnægtaborði menn- ingarinnar suður með sjó? Eða hvaða kennarar halda menn, að vilji ótilneyddir hverfa í út- legð í fásinnið á þennan hjara veraldar? Eða hvað halda menn að það kosti að halda uppi svo dýrum skóla fyrir fáeinar hræð ur? Síðastnefndu röksemdina get- um við að vísu látið okkur i léttu rúmi liggja: Vestfirðingar leggja annað eins á borð með sér í þjóðarbúið, að þeir þurfa ekki til annarra að sækja það fé, sem varið er til menntunar barna þeirra. Að öðru leyti skulum við ekki amast við því, þótt gætnir menn og góðgjarnir vilji vara okkur við að ana í blindni út í ófæruna. Við skulum að vísu skella skolleyrum við ráðum þeirra og minnast þess, að ef gætnir menn hefðu ráðið ferð- inni, væri þessi veiðistöð í miðju Atlantshafi sennilega ónumið land enn í dag! En að öðru leyti verða slík- ir menn ekki vegnir með orð- um. Reynslan mun á sínum tíjna kveða upp sinn dóm og honum verðum við að hlita all- ir samt. En ég get ekki stillt mig um að minnast þeirra orða, sem höfð eru eftir förunautum fyrsta landnámsmannsins, ,,að til ills hafi þeir farið um góð héruð, að þeir skuli byggja út- nes þetta,“ — þar sem nú stend ur höfuðborg vor og helmingur þjóðarinnar hefur valið sér bú- setu. Svo virðist sem samtíminn leggi annað mat á búsæld og landgæði en þessir landleitar- menn Ingólfs — og skal ósagt látið, hvor hefur meira til síns máls. En víst er um það, að landnámsmönnum þótti ísland sízt of stórt. Þeir kusu að nema landið allt, milli fjalls og fjöru. Og þegar þeim fannst orðið full þröngt um sig, undu þeir segl við hún og annexeruðu Græn- land og meginland Ameríku. Og svo voru þeir stórtækir í hugs- un sinni, að þeir þóttust hafa efni á því að týna aftur þess- ari heimsálfu, sem nú drottnar yfir heimsbyggðinni, rétt eins og menn, sem bregða sér bæjar leið og verður það á að glutra niður vasahnifnum sínum á leið inni. En það getur svo sem vel ver ið, að Vestfirðir séu að fará í eyði. Það getur vel verið, að við séum orðnir svo illa stæðir eftir 11 hundruð ára búskap, að við höfum ekki lengur efni á því að byggja Island allt. Það er ekki að spyrja að dýrtíðinni á Islandi. En sú var tíðin, þegar sult- urinn hafði setzt í bú manna alls staðar annars staðar á Is- landi, að hungrandi lýður mændi vonaraugum um björg í bú til tveggja staða á landinu: Breiðafjarðareyja og Hornstranda. Þar voru þær mat arkistur, sem seinast þraut á Is landi. Það er timanna tákn, að einmitt þar skuli mannlífið fyrst hafa látið undan síga: Horn- strandir aleyddar og svartbak- urinn sem óðast að leggja und ir sig Breiðafjarðareyjar. Mér kemur i hug af þessu til efni fleyg saga úr þingveizlu forðum daga, þar sem þingmenn létu fljúga í kviðlingum og m.a. var að þessu vikið. Þingmaður að norðan, sem þótti víst nóg um ráðríki Vestfjarðaþing- manna í þann tíð, vék þessu vísukorni að þeim: Jón Baldvin Hannibalsson Betra væri þetta þing og þrasað heldur minna, væri engan Vestfirðing i vorum hópi að finna. Jón heitinn Baldvinsson varð til varnar vorum sóma og svar- aði á þessa leið: Þegar vorið herti hart að Húnvetningum, vestur á land þeir fóru að föngum í feikna löngum hungurgöngum. — Ég bið Húnvetninga í vor um hópi að taka þetta ekki bók staflega, heldur sem bókmennta lega allegoríu, af því tagi, sem þeir eiga eftir að heyra meira um hjá íslenzkukennaranum. Það getur vel verið að örlög Hornstranda verði ekki umflú- in; að ísland þyki ekki lengur byggilegt vel öldum sonum og dætrum velferðarríkisins — ut- an hitaveitusvæðisins. Én hvers vegna eyðistbyggð? Er það samkvæmt einhverju náttúrulögmáli, sem við fáum ekki rönd við reist, eða erþað kannski á okkar valdi að veita viðnám? Gætum við ekki reynt að skipuleggja undanhaldið, áð ur en alger flótti er brostinn á liðið; safnað kröftum til að sækja enn á brattann? Við vitum af eigin reynslu og annarra, að það eru ekki slæm kjör fyrst og fremst, sem ýta undir fólk að flytjast bú- ferlum úr hinum dreifðu byggð um, né heldur betri afkoma, sem laðar að þéttbýlinu suðvestan lands. Þess eru dæmi, að mönn- um bjóðast betri kjör á lands- byggðinni. Eitt slíkt dæmi er mér í fersku minni frá því í sumar. Vestmannaeyingar aug- lýstu mikið eftir kennurum und ir fyrirsögninni; Kennarar — hátt kaup. Þetta tvennt hefur áreiðanlega aldrei fyrr heyrzt nefnt i sömu andránni í ís- landssögunni, en það dugði ekki til. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði — segir á einum stað. Það eru takmarkaðir val- STEINN í HLEÐSLU Hverjir flytjast einkum brott? Það er unga fólkið — fólk á aldrinum frá 16 ára fram undir þritugt. Það er síður bundið ætt og óðali, fjölskylduforsjá eða eignum. Það á blóðsins heita hraða-hugarleiftur kvik. Það leit ar brott að fjölbreyttari við- fangsefnum í lífi og starfi. Slíkt ber ekki að lasta. Heimskt er heimaalið barn — En unga fólkinu vill dveljast í útivist- inni, enda kannski að litlu að hverfa heim, þótt vilji værifyr ir hendi. Og hvað verður um lífsmagn þeirrar byggðar, sem sér á bak sínum æskumönnum, óðar og þeir hafa slitið barns- skónum? Brátt feta foreldrar sömu slóð á vit barna sinna. Er þetta ekki lýsing á því, hvern- ig byggðin hefur tærzt upp hér fyrir norðan okkur? Ef unglingar af landsbyggð- inni þurfa til frambúðar að sækja alla sína framhaldsmennt un suður til Reykjavikur, ein- mitt á þvi æviskeiði, er þeir byrja að festa rætur og marka sér braut — ef þeir geta hvort eð er ekki vænzt þess að finna störf við sitt hæfi í átthögum sínum, — þá mun fólksflóttinn halda áfram af Vestfjörðum, hversu vel sem fiskast eða ár- ar til landsins. Þetta á ekki að eins við um undirbúningsnám undir háskóla, heldur allt fram haldsnám, ekki sizt á sviði iðn- aðar og tækni. 1 þessum skilningi er Mennta skóli á Vestfjörðum steinn í þá hleðslu, sem á að veita viðnám við frekari fólksflótta. Ég sagði steinn í þá hleðslu — ekki hleðslan öll. Þar þurfa fleiri að leggja hönd að verki, áður en garðurinn er fullhlaðinn. TIL HVERS STARFRÆKJUM VIÐ SKÓLA Nú mundi einhver e.t.v. segja sem svo, að það munaði lítið um einn kepp í sláturtíðinni. Hvað stoðar okkar mennta- skóli, ef bændur inni i Djúpi eru að flosna upp af jörðum sínum eða ef ekki veiðist bein úr sjó, vegna rányrkju eða und angenginnar ofveiði? Hér er varpað fram spurn- ingu, sem snertir kjarna allrar umræðu um skólamál: tengsl skóla og þjóðfélags. Til hvers starfrækjum við skóla og hvers má vænta af starfi hans? Á hann að vera eins konar at hvarf eða griðastaður fáeinna útvalinna, sem leita þar skjóls í stormum sinnar tiðar ? Eða á hann að reisa skála sinn um þjóðbraut þvera, standa sem flestum opinn og stefna að því að verða andlegt orkuver, þangað sem. menn sækja sér þekkingu, kunnáttu og mann- dóm, sem getur orðið þeim og þjóðinni allri að liði í lífsbar- áttunni? Þetta er hin gamla spurning um, hvort skólinn á að sverja sig meira í ætt við hið kyrrláta klaustur miðalda, helzt úr al- faraleið, eða draga dám af rann sóknarstofum nútima iðnrikis, með alla þá áherzlu, sem þar er lögð á hagnýtt gildi náms og þjónustu við atvinnulifið. ? Auðvitað verður skólinn að sinna hvoru tveggja: almennri undirstöðumenntun og hagnýt- um starfsundirbúningi. Og þrátt fyrir vaxandi áherzlu sem lögð er á hið hagnýta gildi mennt- unar fyrir þjóðfélagsheildina, má ekki gleymast, að menntun hefur tilgang i sjálfu sér, fyrir hvern þann einstakling, sem hennar verður aðnjótandi. Eftir því sem þróun tækninnar kall-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.