Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 33 Corvair eftir áreikstur. Isetur hanrt þingmennina heyra það á néttu sem degi. Hann hringir i þá og segir „Þetta er Ralph“ og enginn þarf að spyrja: „Hvaða Ralph?“ ArAsarsvejt naders Hér áður fyrr háði hann baráttuna einn síns liðs, en ekki lengur. Nú hefur hann sveit af háskólástúdentum í kringum sig, sem kölluð er „Árásarsveit Naders." þessir stúdentar taka sér frí í skól- anum og vinna fyrir Nader, oftast fyrir lítið sem ekkert kaup, annað en fæði, uppi- hald og einhverja vasapen- inga. Stúdentarnir vinna þarna að hugsjónamálum sín- um og öðlast dýrmæta ráða. En margir verzlunar-. menn eru þó sammála um að hann sé mikilvægur og oft þarfur gagnrýnandi. Nader. segist alls ekki vera á móti. framleiðendum, hann sé bara stuðningsmaður neytenda. En það hefur líka komið fyrir að neytendur láti í ljós óánægju með Nader og t.d. fær hann oft orð í eyra hjá leigubílstjórunum í Washing- ton, er hann ekur með þeim, vegna þess að hin nýju ör- yggistæki hækka verð bifreið anna mikið. Nader viðurkenn ir að svo sé, en segir að hægt væri að stórlækka verðið, ef framleiðendur væru ekki allt af að kosta stórfé til útlits- breytinga. Og svo var það LBJ, neytandi nr. eitt sem bölvaði Nader. Frá sláturhúsi. reynslu. Þeir eru líka óhrædd ir við að brjóta málin til mergjar og í Washington fer skjálfti um menn, þegar nýtt fólk kemur til að leysa af þá sem þurfa að fara aftur í skóla. I sumar hafði Nader yfir 200 stúdenta I sveit sinni, lagastúdenta, verkfræðistúd- enta, læknastúdenta, þjóðfé- lagsfræðistúdenta o.s.frv. Eft- irspurnín eftir að komast í árásarsveitina er svo mikil að tugum umsókna er hafnað fj'rir hverja eina sem sam- þykkt er. Nader er hetja há skólastúdenta og skólablað Harward lýsti því nýlega yfir að hann væri mesti maðurinn, sem nokkurn tíma hefði út- skrifazt frá þeim virðulega skóla. FÖTIN SN.IAH OG SKÓRNIR SLITNIR Forsvarsmaður neytenda, er enginn fyrirmyndarneytandi sjálfur. Fötin hans eru snjáð og skórnir slitnir. Hann kær ir sig yfirleitt kollóttan um vörur eða útlit. Tekjur hans eru ekki það miklar að hann geti leyft sér lúxus. Hann hefur engar tekjur í starfi sínu, en aflar lífsviðúrværis með því að skrifa greinar fyrir tímarit og flytja fyrir- lestra og fær um 200 þús. ísl. kr. fyrir fyrirlesturinn. Hann neitar að gefa upp tekjur sín ar af ótta við að fyTirtæki geti þá reiknað út hversu marga menn hann geti ráðið til starfa fýrir sig. Peningar virðast ekki skipta hann miklu máli og hann hafnar oft tilboðum um störf hjá'lög fræðiskrifstofum, þó að millj- ónir séu í boði. Ralph Nader á engin heim- ilistæki og engan bíl. Hann telur sig ekki geta keypt slíka hluti, því að þá er hætt við að neytendur , myndu líta svo á að hann væri að leggja persónulega blessun sína yfir þá. Þrátt fyrir að hann verði að neita sér um slíkar lífs- nauðsynjar segist hann ekki vera að færa neinar fórnir. Hann sagði nýlega er hann var að veita viðtöku verð- launum, sem honum höfðu verið veitt „Þið eigið ekki að vera að veita mér verðlaun fyrir að gera það sem ég á að gera.“ Framhald á bls. 44 TEKtJR STERKT TIL ORÐA En það eru uðvitað ekki allir jafn sammála um ágæti Naders. Vinstri sinnaðir bylt- ingarsinnar fordæma hann vegna þess að hann vill end- urbæta efnahagskerf ið, en ekki eyðileggja það. Verzlun armenn segja hann einungis sækjast eftir umtali og frægð og að hann sé yfirgengilega hrokafullur. Helzti veikleiki Naders, er að hann á það til að taka dálítið sterkt til orða. Hann lýsti því einu sinni yfir að pylsur væru hættulegustu flugskeyti, sem Bandaríkin héfðu yfir að „Mér verður nú bara illt, þegar ég Imgsa um þennan Nader.“ Þessi glæsilegu sófasett eru framleidd með einkaleyfi frá Preben Schou Danish Furniture. Við gætum þess vandiega að breyta ekki frumteikningunni og notum nákvæmlega sama efni, Þar af leiðandi verða formið og gæðin þau sömu og í dönsku framleiðslunni, en verðið er mun hagstæðara en í Danmörku. Sófasett þessi eru fáanleg í eftirtöldum einingum: Tveggja, þriggja og fjögurra sæta sófi, auk hárra og lágra stóla. Komið og skoðið hin glæsilegu sófasett. Við bjóðum yður staðgreiðsluafslátt. Við bjóðum yður 20 mánaða afborgun Við bjóðum yður væga útborgun. SKEIFAN KJÖRGAR-ÐI SÍMI, 18580-16975 I ÞETTfl ERU GLÆSILEGUSTU | SÓFASETT BORGARINNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.