Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 6
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 Klæðið veggina með VYMURA Það er fallegt, endingargott, þvott- ekta, auðvelt í uppsetningu. Tilwalið í skóla, sjúkrahús. samkomu- hús, skrifstofur, opinberar byggingar — og auðvitað á heimli yðar. VYMURA VEGGFÓÐUR má þvo og skrúbba, en þó heldur það alltaf sín- um upprunalega lit. Gerið íbúðina að fatlegu heimili með VYMURA VEGGFÓÐRI. Umboðsmenn: G. S. Júliusson VYMURA Fundarefni: Samningur milli S.V.F.R. og Veiðifélags Fljótsdalshéraðs lagður fram til samþykktar og gerð grein fyrir honum. Stjóm S.V.F.R. um fjögurra ára skeið var ég eiimig oddviti. Á þess>um fyrstu hreppstjórnarárum mínum voru miklu fleiri bæir í Meðallandi en nú er og einnig fleira fólk. Þá var komið að því að ræða um ströndin: — Ég hef haft afskipti af um 30 ströndum frá því að ég varð hreppstjóri, sagði Eyjólfur. — Lengi vel var það mikið starf að sjá um þau, en nú hafa tím- arnir breytzt mikið með bættum samgöngum og aukinni tækni á flestum sviðum. Þeim ströndum sem orðið hafa í seinni tíð hef ég ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af. Nú skeður það oft- ast að skipin nást út, en áður fyrr var það næsta íátítt. Sennilega hefur vonleysið átt sinn þátt í þvi. Menn höfðu bókstaflega enga trú á þvi að hægt væri að ná skipunum út, ef þau strönduðu, en bættar samgöngur áttu fyrst og fremst þátt í því að farið var að gera tilraunir og smátt og smátt fóru menn að sjá að þetta myndi takast. STRÖND Á STRÖND OFAN — Fyrsta strandið sem ég þurfti að hafa afskipti af varð árið 1920. Þá strandaði þýzka skipið Marta frá Hamborg, og fáeinum dögum síðar strandaði svo danskt skip sem hét Elisa- bet. Það kom oftar fyrir að mað- ur þyrfti að vera að fást við fieiri en eitt strand í einu. Þann ig strandaði t.d. færeyska skút- an Queen Viktoria frá Vest- manhavn 17. marz 1931, og dag- inn eftir, 18. marz, strandaði svo einnig á Meðallandssöndunum enski t ogarinn Lord Beacons- field. Or þessum skipum þurfti að hirða það sem nýtilegt var, og síðan var það selt á upp- boði. FRANSKA STRANDIÐ — Franska strandið, sem varð hérna 1935, kalla ég oft strand strandanna, sagði Eyjólfur. Þá strandaði franska skútan Lieute- nant Boyau að nóttu til við sandana, og við vissum ekkert Framtíðarstarf S krifstofusfúl ka Þekkt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða stúlku til almennra skrifstofustarfa. Umsækjendur þurfa að hafa verulega vélritunarkunnáttu og staðgóða þekkingu á ensku ritmáli. Eiginhandarumsóknir, sem tilgreini menntun, starfsþjálfun og fyrri vinnuveitendur sendist Morgunblaðinu merktar: „Skrifstofustúlka — 8384" fyrir 28. október. Eyjólfur hreppstjóri á llnausum Viðgerðir — framtíðaratvinna Eitt stærsta skrifstofuvéiaviðgerðarverkstæði borgarinnar ósk- ar að ráða mann til viðhalds og viðgerða á rafritvélum. Engra sérstakra prófa er krafizt, en menn á aldrinum 18—24 ára, sem áður hafa unnið hverskonar viðgerðastörf, og/eða hafa undirstöðumenntun í rafmagnsfræðum, ganga fyrir öðrum. Nokkur enskukunnátta er nauðsynleg. Viðkomandi fær fullkomna þjálfun í viðgerðum og viðhaldi rafritvéla á launum. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 1. nóvember merktar: „Framtíðaratvinna — 6004". um það fyrr en um morguninn, er fjórir strandmannanna kom- ust við iilan lieik heim að bæn- um Syðri-Fljótum. Við brugðum þegar við og héldum til sjávar, og var aðkoman að þessu strandi heldur ömurleg. Fimm menn höfðu farizt, en auk þeirra fjögurra sem komust til bæja, höfðu 20 kamizt í land. Einn fundum við á leiðinni til sjávar en nítján biðu niður við strönd- ina, allir blautir og mjög illa á sig komnir. Ég hefði aldrei trú- að því að menn gætu skoifið eins og þeir gerðu. En við komum þeim öilum til bæja, og hresst- ust þeir furðu fljótt. Þetta er eina strandið sem mannttjón hef- ur orðið í frá því að ég hóf af- skipti af ströndum. Fyrr á tím- um kom það reyndar stundu-m fyrir að menn færust, og í kirkjugarðinum okkar er reitur þar sem eingöngu erlendir strandmenn eru grafnir. STRANDFLUTNINGARNIR ERFIÐIR — Það var líka oft miklum erfiðleikum bundið að koma strandmönnunum úr Meðalland inu, og þurfti þá margt að út- vega og margs að gæta. Sjálfir höfðu strandmennirnir litla hug- mynd um hvernig hyggilegast væri að búa sig í íslenzkt vetrar ferðalag. Ýmist var farið með mennina ti'l Víkur í Mýrdal, eða þeim var fylgt alla leið þangað sem bílfært var. Eftir að bilfært varð ailla leiðina austur, voru þessir erfiðleikar úr sögunni. Aðspurður um hvernig strand mennirnir hefðu borizt af svar- aði Eyjólfur: — Þeir voru flestir furðu kát- ir í sinn hóp; voru þakklátir fyr ir björgunina. Stundum voru menn þó daufir. Ég man sérstak- lega eftir áhöfn af færeysku skipi sem strandaði. Þeir voru ákaflega niðurbrotnir og fannst þeir missa mikið, þegar skip þeirra byrjaði að grafast í sand HÆTT KOMINN EFTIR STRANDUPPBOÐ Þá barst talið aftur að strand- uppboðunum. — Það var nokkuð mikið verk að annast þau, sagði Eyjólfur — miklar skriftir og reiknings- færsla. Á fiestum uppboðunum var furðumargt fóik, en oft þurfti að hafa hraðan á til þess að ljúka uppboðunum á einum degi. Strandgóssið fór auðvit að víða, en ég hygg, að lítið sé nú til eftir af því á bæjunum. Það eru þá helzt smáhlutir sem strandmennirnir gáfu. Einn skip stjóri gaf t.d. Langholtskirkju hringingarklukku. Hún var áletruð með nafni skipsins og stranddegi. Þetta var skipstjór- inn á Mörtu — fyrsta strandinu sem varð, eftir að ég varð hrepp stjóri. Þetta var kátur og hressi- legur karl, sem færði mér pen- ingastokk að gjöf og sagði um leið og hann afhenti mér hann: „You remember me when you open this box.“ Þá segir Eyjólfur okkur frá kröggum er hann lenti í er hann var á heimleið úr stranduppboði veturinn 1932, en þá strandaði þýzki togarinn Alexander Raber við Eldvatnsós: — Það var að áliðnum degi, er uppboðið var búið, sagði Eyj- ólfur — og ég var nokkuð síð- búinn til heimferðar. Brast skyndiliega á með mikilli sorta- hríð, eftir að ég var nýlega lagður af stað heim. Hafði ég sortann í fangið og áður en ég vissi raunverulega af, hafði ég fengið svo mikið upp í augun, að ég var orðinn blindur. Ég staulaðist samt áfram, enda þaul kunnugur staðháttum. Eftir nokkra göngu vaið fyrir mér girðing og áttaði ég mig þá, og komst við illan leik heim að bænum Fljótum. Eftir þetta varð ég að vera um hálísmánaöar skeið undir læknishendi, en náði mér svo til fulls. SANDURINN AÐ GRÓA UPP Að lokum berst svo talið að búskapnum í Meðallandi, og Eyjólfur segir að sveitin sé að breytast mikið nú í seinni tíð. Stór sandsvæði hafi verið afgirt og sandurinn sé nú sem óðast að gróa upp. — Og nú erum við hættir meltekju til annars en að fá fræið, sagði Eyjólfur. Áður fyrr var meltekja til komgerð- ar einn þáttur búskaparins. Það var töluvert erfitt verk, en komið sem við fengum.var gott, og brauð sem var bakað úr því var kostafæða. En slik vinnu- brögð mundu ekki þykja svara kostnaði nú til dags. Þegar hér var komið sögu var kominn ferðahugur í Eyjólf. Hann ætlaði austur í Meðal- land daginn eftir og þurfti að heimsækja nokkra kunningja áð ur en hann færi. .— Ég rata bærilega um gamla bæinn, sagði hann, — en ekkert um yngri hverfin nerna að hafa kort, sagði hann. Um leið og við kvöddum þennan aldraða héraðshöfðingja, sagði hann: Ætli ég fari nú ekki senn að hætta hreppstjórastörf- unum, það fer nú að verða mál fyrir Meðallendinga að fá nýj- an mann til þeirra starfa, — það eru víst margir þar, sem ekki hafa kynnzt öðrum hreppstjóra á þessum tíma. HREINSUM rúskinnsjakka rúskinnskápur sérstök meðhöndlun EFNALAUGIN BJÖRG Héaleitisbraut 58-60. Simi 31380 Barmahlið 6. Sími 23337 B. Félagsfundur verður haldinn í S.V.F.R. miðvikudaginn 28. þ.m. kl. 8.30 að Hótel Sögu, Atthagasal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.