Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 41 hefur verið Pétur Þórðarson kennari við Gagnfræðaskólann. Að minu áliti er allur aðbún- aður heimavistar slíkur, að við þurfum ekki að bera kinnroða fyrir gagnvart neinum, og eig- um við þar mikið að þakka vel- vild og rausn Geralds Háslers eiganda hótels Mánakaffis og konu hans, Karitasar Sölvadótt- ur. Stúlkur munu vera í heima- vist Húsmæðraskólans Óskar, ísafirði, og mun Húsmæðraskól- inn einnig reka mötuneyti fyrir heimavistarbúa alla sameigin- lega. Forstöðukona Húsmæðra- skólans er Þorbjörg Bjarnadótt ir frá Vigur, og kann ég henni miklar þakkir fyrir að hafa vik izt svo vel við okkar vanda í þeim efnum. Alls munu 35 nemendur stunda nám í fyrsta bekk skól- ans þennan fyrsta vetur og skipt ast þeir í tvær bekkjardeildir. Eru það 28 piltar og 7 stúlkur, allir af Vestfjörðum, utan fjór- ir. Eftirtaldir kennarar hafa ver- ið ráðnir að skólanum, auk skóia meistara: Finnur Torfi Hjörleifs son, kennir islenzku, Ólafía Sveinsdóttir, BA kennir dönsku og frönsku, Hans W. Haralds- son, BA, kennir þýzku, Þorberg- ur Þorbergsson, cand. polyt., kennir stærðfræði og Guðmund- ur Jónsson kennir efnafræði. Kennsla í náttúruvisindum eða samtímasögu hefst á miðönn, og hefur henni enn ekki verið ráð- stafað. Vélritunarkennslu ann- ast Sigþrúður Gunnarsdóttir, bankaritari. Iþróttakennsla, sund og leikfimi er í höndum kennara Gagnfræðaskólans, þeirra Gísla Kristjánssonar og Karls Aspelunds. VERKEFNIN FRAMUNDAN Verkefnin framundan eru ær- in: Eigi skólinn að geta vaxið með eðlilegum hætti, verðum við fyrr en varir að hefjast handa um meiri háttar byggingarfram- kvæmdir. Þar er fyrst á dagskrá bygging heimavistarhúsnæðis og mötuneytis, því næst kennsluhús næði, með viðundandi aðstöðu fyrir tilraunastofu í eðlis- og efnafræði, og kennaraíbúðir jöfnum höndum. Fyrsta frumat- hugun á húsnæðisþörfum slíks skóla liggur fyrir. Næst á dag- skrá er að ráða arkitekt, en áð- ur en hann getur tekið til starfa verður skólinn að fá byggingar- hæfa lóð. Ég treysti því, að bæjarstjórn ísafjarðar láti skólanum i té alla þá fyrirgreiðslu, sem á hennar valdi stendur og ekki síðri en önnur bæjarfélög hafa gert við svipaðar kringumstæður. Ég heiti á þingmenn kjördæmisins að duga okkur vel við fjáröfl- un og aðra fyrirgreiðslu á Al- þingi og í ríkisstjórn. Loks heiti ég á alla Vestfirð- inga, heima og heiman, að taka höndum saman um að efla skóla sinn. Sé þeim annt um, að Vest- firðingar haldi sínum hlut í þjóðlífinu, að Vestfirðir sæti ekki þeim örlögum að verða eins konar vanþróað landsvæði úr al faraleið þjóðlífsins — þá sýni þeir trú sína og rækt i verki. Skólinn þarf margs með. Sér- staklega væri okkur mikil aufúsa á gestaheimsóknum, ef góðir menn ættu í hlut: fræði- menn, rithöfundar, listamenn, stjórnmálamenn. Hér er verk að vinna fyrir átthagafélögin, Flóttamannasamtök Vestfirðinga i öðrum byggðarlögum. Ég efa að þau gætu orðið heima- byggð sinni að meira liði með öðrum hætti. LANDNÁMSMENN HINS NÝJA SKÓLA í upphafi ræðu minnar minnt ist ég á landnámsmenn. Að lok- um vil ég beina þessum orðum til nemenda, landnámsmanna hins nýja skóla. Endanlega er það ykkar að skapa skóla vorum orðstír — góðan eða slæman eftir atvik- um. Og lengi býr að fyrstu gerð. Undir ykkar árangri i starfi er það komið, hvort skólinn fær unnið sér sess í vitund þjóðar- innar til jafns við þá, sem fyrir eru. Ég heiti á ykkur, að valda engum velviljuðum vonbrigðum og að gefa hinum á ykkur eng- an höggstað. Sjálfsagt verður ýmsu ábóta- vant í starfi hins nýja skóla, sé leitað samanburðar við gamlar og grónar stofnanir. En þyki ykkur eitthvað á skorta, þá minnist ráða hinnar spartversku móður, þegar sonur hennar kvart aði undan slæmum vopnum sin- um í viðureign við hina vel- búnu Aþeninga: „Ef sverð þitt er stutt — gakktu þá feti fram- ar. “ 1 vegarnesti skal ég gefa ykk- ur þessa dæmisögu: Tveir menn, annar Austfirðingur, hinn Vest- firðingur ræddu um það, hvorir hefðu meira til síns ágætis að verðskulda Menntaskóla, Aust- firðingar eða VAstfirðingar. Héldu báðir mjög fram ágæti síns landsfjórðungs og lét hvor ugur sinn hlut. Þar kom máli þeirra, að Austfirðingurinn sagði það stórum auðveldara að koma upp slíkum skóla á Aust- fjörðum, því þar væru fyrir menn, sem gætu kennt. Vestfirð- ingurinn þagði við um hríð, unz hann áttaði sig og sagði: Já, það má vel vera, en fyrir vestan eru ennþá til menn, sem geta iært. í trausti þess, að sá góði mað- ur reynist sannspár, segi ég Menntaskólann á Isafirði sett- an í fyrsta sinn. Skólaárið 1970 -1971 er hafið. — Gamall iegsteinn Framhald af bls. 31 27—28 cm. á báðum, þykkt um 14 cm. Steinninn er sléttur og tilhöggvinn. Einföld strik eru á milli lína og eins umhverfis letrið. Á efra brotinu eru 10 línur og á hinu 7. Latínulet- ur, upphafsstafir, hæð 5—7 cm. Á milli orða eru alls staðar 3 deplar, hver upp af öðrum. Á neðra broti er efsta lína ólæsi- leg, vottar fyrir að í henni hafi verið 5 stafir. Brotin falla ekki saman, enda sézt á letr- inu, að nokkurn hluta vantar í steininn milli þeirra. Áletrunina hefir Matthías lesið þannig: Efri hluti: HIER:H VILER:I CHRIST O: JARÞ RVDVR ÞOROLF S:DOTT ER:HVE R: VAR:S AN:GV Neðri liluti: IE: AME VIER-.DE IVM: AL LER:Z SAM:14 1606 Segir hann að legsteinninn muni vera frá byrjun 17. ald- ar og séu fáir íslenzkir leg- steinar með latínuletri eldri hér á landi, svo kunnugt sé. Það var ekki fyrr en eftir að Matthías var fallinn frá, að ég fékk löngun til þess að skoða þennan stein. Vissi ég þá ekki hvort hann mundi vera enn i Mosfellskirkjugarði, eða Matthías hefði flutt hann í Þjóðminjasafnið, sem elzta leg- stein með latínuletri. Um þess- ar mundir var reist kapellan á Mosfelli og nýtt prestsetur; en jörðin hafði þá lengi verið í eyði. Ég spurði séra Bjarna Sigurðsson hvort hann hefði orðið var við steininn i kirkju- garðinum. Hann kvað nei við þvi, en að visu væru þar tveir gamlir íslenzkir legsteinar og eitthvert letur á þeim, en skóf ir og mosi hefðu sezt í stafina og væru þeir ólæsilegir, svo óvíst væri hverjir hvildu þar. Kom okkur saman um að nauð synlegt væri að stafirnir væru hreinsaðir. Svo leið og beið og þetta var fallið mér úr minni. En í sum- ar simar séra Bjarni til mín og segir að nú hafi letrið verið hreinsað og þarna muni vera steinninn, sem ég var að spyrja um. Það var ekki fyrr en í lok septembermánaðar að ég fór upp að Mosfelli til þess að skoða steininn, og með mér Ólafur K. Magnússon ljós- myndari. Nauðsynlegt reyndist að bera lit i stafina, svo að þeir kæmu fram á Ijósmynd, en við vorum svo óheppnir, að hellirigningu gerði og lá við sjálft að hún skolaði litnum af jafnharðan og hann var bor- inn á. Þess vegna gáfumst við upp við að mála alla áletran steinsins. Létum við okkur nægja að ná mynd af upphafi áletrunarinnar, nafni Jarþrúð- ar Þórolfsdóttur og af dánar- ári hennar neðst á neðra hlut- anum. Hvað er þá merkilegt við þennan stein? Fyrst má þá telja aldur hans og leturgerð- ina. 1 öðru lagi var Jarþrúð- ur merk kona. Hún var stór- ættuð og út af henni eru komn ir margir höfðingjar. Kristín dóttir hennar giftist Þorláki Skúlasyni biskupi á Hólum (dóttursyni Guðbrands bisk- ups Þorlákssonar) og átti með honum þá biskupana Gísla Þor láksson Hólabiskup og Þórð Þorláksson Skálholtsbiskup. En svo er það einnig einkenni legt að Jarþrúður skuli vera grafin að Mosfelli. Maður hennar var prestur i Görðum á Álftanesi og hann lifði lengur en hún. Hvers vegna var hún þá ekki grafin að Garða- kirkju? Það hefir líka áreið- anlega þótt undarlegt á sinni tíð, og þess vegna er þess svo víða getið að legsteinn hennar sé í Mosfellskirkjugarði. Seinni tíma fræðimenn hafa lika verið að velta fyrir sér hvernig á þessu standi. Dr. Hannes Þorsteinsson telur lík- legast að ættargraf reitur hennar hafi verið í Mosfells- kirkjugarði, og mun hafa dreg- ið það af því, að þar er einnig legsteinn Þorvarðar bróður hennar. En Matthias Þórðar- son segir: „Það er athugavert, að hún skuli grafin að Mos- felli, en ekki heima í Görðum. Til þess er líklegast sú ástæða, að hún hafi andast (máske í kynnisfö.r) hjá Þorvarði bróð- ur sínum á Suðurreykjum í Mosfellssveit." Þó gizkar Matthías á, að Þorvarður muni hafa dáið um aldamótin 1600, eða á undan Jarþrúði. Vera má að legsteinn hennar geti gefið bendingu um hver ástæða hafi verið til þess, að Jarþrúður var grafin að Mos- felli, Ekki er þess getið hver legsteininn setti, eða réði áletr aninni, en sýnilega hefir það verið biblíufróður maður, og eigi ólíklegt að það hafi verið séra Jón Kráksson sjálfur. Áletrunin er þessi: „Hér hvil- ir i Christo Jarþrúður Þórolfs dóttir, hver var sann guð . . . ie. Amen. Vér deyum ailir Z (en það merki mun þýða o.s. frv.) Sam. 14 — 1606.“ Hér er vitnað i 14. kapítula i Samúels- bók, en í Guðbrandarbibliu, sem hér mun vitnað til, stend- ur svo í 2. Samúelsbók 14,14: „Vér deyum allir og svo sem vatn rennum vér i jörðina, því sem ekki er hamlað, og Guð vill ekki taka lífið í burtu, heldur huxar hann að sá tap- ist ei með öllu er misgjörði." Hvaða „misgerningur“ er það sem höfundur áletrunarinn ar ymprar hér á? Ef til vill mætti skilja þetta svo, að Jar- þrúður hefði farið frá manni sínum og sezt að hjá bróðúr sínum á Suðurreykjum. Það hefði þótt saga til næsta bæjar á þeim árum, en ekki verið höfð í hámæli þar sem höfð- ingjar áttu í hlut. Menn hafa látið sér nægja, eftir að Jar- þrúður er látin, að minna á það, að hún sé grafin að Mos- felli en ekki að kirkju manns síns að Görðum. Maður óskast til starfa við efnaiðnað. Ekki eldri en 35 ára. Uppl. í síma 84470 á skrifstofutíma. Ný tannlœknastofa Hef opnað tannlæknastofu að Rauðarár- stíg 3 (við Hlemmtorg). Gunnar Helgason, tannlæknir, sími 26333. Þurrkuð eik Þurrkuð oregon fura Þurrkað feak TIMBURVERZLUNIN VOLUNDUR HF KLAPPARSTÍC I - SKEIFAN 19 AÐALFUNDUR Hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Austurbæjar- og Norðurmýrar- hverfi verður haldinn þriðjudaginn 27. okt. kl. 20,30 í Templarahöll- inni við Eiríksgötu. D.AGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kjör stjórnar fyrir næsta starfsár. 3. Kjör fulltrúa í fulltrúaráðið. 4. Önnur mál. A fundinn kemur Ellert B. Schram, skrifstofustjóri, flytur ávarp og svarar fyrirspurnum. Stjórn Hverfasamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.