Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.1970, Blaðsíða 3
27 MORGUTMBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 þingið, eí það ekki hefði verið talið nauðsynlegt vegna þess að mikilvægt frumvarp var til um ræðu. Ég tók þátt í atkvæða- greiðslunni og fór síðan til her bergis míns í þinginu. Seinna fór ég aftur í þingsalinn og tók sæti á ráðherrabekkjun um. Um ellefuleytið afhenti einn af riturum forsætisráðherr ans mér miða, þar sem hann bað um að hitta mig þvi að hann væri með skilaboð frá húsbónda sínum, Wilson. Hann sagði mér, að forsætisráðherr- ann vildi, að ég vissi að hann væri á leið til Buckinghamhall- ar til þess að undirbúa stjórn- arfund, sem yrði haldinn dag- inn eftir til að ákveða, að bönkum skyldi iokað. Ég spurði: „Hvað er á seyði?“ Hann sagði: „Þetta er það eina, sem ég veit. Þetta er það sem ég hef verið beðinn að segja yður.“ Ég hringdi til númer 10 og bað um að fá að tala við forsætis- ráðherrann og biðin var svo löng, að ég hélt, hvort sem það er rétt eða rangt, að forsætis- ráðherrann væri enn í húsinu. En eftir langa mæðu var mér sagt, að forsætisráðherrann væri farinn áleiðis til hallar- innar í bifreið sinni. Um þetta leyti kom bróðir minn Ronald (sem einnig var þingmaður) til að segja mér að hann hefði heyrt orðasveim um, að eitthvað væri á döfinni. Önnur umræða hófst um frum- varpið fyrrgreinda á meðan og ég fór aftur inn í þingsalinn til að greiða atkvæði. Þá spurði ég ýmsa ráðherra: „Hvernig er það annars, vitið þér, að leynd arráðið er á fundi á þessari stundu? Vitið þér að það stend ur til að gefa út yfirlýsingu á morgun. Vitið þér að bönkun- um verður lokað á morgun? Hafið ÞÉR heyrt eitthvað um þetta?“ Einn þeirra, sem ég spurði var Tony Crosland, formaður verzlunarráðsins og Michael Stewart, sem fór með efnahags mál. Hann sagði: „Auðvitað ekki. Ég myndi vita um það.“ Ég sagði: „Jæja, minn kærivin, mér þykir það leitt. En það var verið að segja mér þetta. Komið með mér til herbergis míns og við skulum skrafa sam- an um þetta. Og ef þér komið auga á einhverja aðra af ráð- herrunum, biðjið þá að koma þangað líka.“ Við fórum aftur til vistar- veru minnar og Wiilie Ross, ut anríkisráðherra Skotlands sagði okkur, þegar hann kom, að hann hefði verið að frétta af þessu. Smám saman tíndust svo að flestir ráðherrar stjórn- arinnar þó óformlega væri til þessa boðað. Þetta er einnig mikilvægt — þeir komu þarna óformlega. Satt bezt að segja var það allt svo óformlegt, að ég gæti ekki, þó ég ætti að vinna mér það til lífs, sagt til um, hverjir ráð- herranna voru ekki þarna. Allt sem ég man, er að við vor- um þó nokkur hópur, og ég man ennfremur að sumir þeirra lögðu orð í belg um málið. Við söfnuðumst þarna saman í herberginu og ræddum okk- ar á milli hvað hafði gerzt — enginn okkar vissi þó með fullri vissu hvað var að gerast, né heldur af hverju eitthvað var að gerast. Okkur komu í hug hinir hræðilegustu hlutir, svo sem skyndileg gengisbreyting og guð veit hvað. Um eitt leytið eftir miðnætti var það að ég ákvað að hringja aftur til forsætisráðherrabú- staðarins til að freista þess að fá að vita, hvað væri að ger- ast. Ég náði í forsætisráðherr- ann og spurði: „Hvað í and- skotanum er á seyði?“ Reiði- leg orðaskipti fóru okkar í millurn og að lokum sagði ég: „Hjá mér eru staddir nokkrir kollegar okkar, sem vildu ‘gjarnan vita það líka.“ Þegar hér var komið sögu tók Wilson að bera mig þeim sökum að ég væri að reyna að skipuleggja eins konar bylt ingu gegn honum. Ég sagði: „O, jæja, þvi talið þér ekki við Miehael Stewart?" þar sem ég taldi að þess væri vart að vænta að hann mynd-i væna Stewart um slíkt. Stewart tók því næst sím ann, og að því er Brown segir var hann varfærnari í orðavali en utanríkisráðherrann, en engu að síður lét hann í ljós óánægju sína og annarra ráð- herra sem þarna voru saman- komnir, um að þeir skyldu frétta að eitthvað væri í bígerð, á skotspónum og án þess haft væri samband við þá. Brown ræddi síðan á ný við Wilson og bað um, að stjórnin kæmi þeg ar i stað til fundar. Til að vekja ekki óþarfa vangavelt'ur bað hann Wilson að koma í þinghúsið, þar sem það myndi vekja mikla athygli, ef ráð- herrarnir þyrptust allir til Downing strætis 10. í fyrstu segir Brown að Wilson hafi ætl að að verða við þeirri ósk, en Roy Jenkins. Hann var í för með Wilson og Peter Shore, sem fóru á fund drottningar þetta sögufræga kvöld. síðan skipt skyndilega um skoð un og svo hafi virzt, sem hon- um hafi þótt sér misboðið og fundizt í hæsta máta óviðurkvæmileg vinnubrögð, að Brown utanríkisráðherra skyldi kalla sjálfan forsætis- ráðherrann á fund. Það varð því úr, að ráðherrarnir héldu allir til forsætisráðherrabústað- arins. Lýsir Brown andrúms- lofti á fundinum og þykir hafa andað heldur köldu um sali. Segir Brown að Wilson hafi naumast talað um annað en framkomu utanrikisráðherrans þegar hann krafðist þess að Wilson yrði við beiðni hans og kæmi til þinghússins. Að lok- um sagði Brown: „Gott og vel. Þér eruð að fara fram á það — ég skal verða við þvi og þar með er ég farinn." Brown víkur að þeim áleitnu sögusögnum, sem voru á kreiki þess efnis, að hann hefði ver- ið látinn hætta v’egna drykkju og að forsætisráðherrann hafi sjálfur gefið í skyn að ekki hafi náðst í hann umrætt kvöld vegna fylleris. Brown segist ekki sjá neina ástæðu til að bera á móti þvi, að hann hafi svelgt vín ótæpilega um dag- ana — en svo hafi nú viljað til að þetta kvöld og alla nótt- ina bragðaði hann ekki vý*. Ekki þó sakir þess að harín hafi ekki viljað það, heldur ein faldlega vegna þess að hann gat aldrei gefið sér tima til þess. Morguninn eftir fór Bro\(n siðan að kanna, hvort sú full yrðing Wilsons væri á rökum reist um að reynt hefði verið að hafa samband við hann. Komst hann að raun um, að hringt hafði verið frá forsætis- ráðherranum, meðan hann var á leið heim til sín í mat. Siðar var hringt aftur og sagt að þetta væri ekki áríðandi og væri engin þörf á að Brown hefði samband við hann. Lyktir fundarins í forsætis- ráðherrabústaðnum þessa nótt urðu þær, segir Brown, að fjár málaráðherrann tilkynnti í þinginu að bönkum skyldi lok að daginn eftir. Ekki varð þessi yfirlýsing til að koma Brown í betra skap, þar sem hann seg- ir að enginn hafi vitað og eng- inn viti enn, hver þá ákvörð- YAMAHA N S SPEAKER NATURAL SOUND SYSTEMS Nú eiga allir kosf á því að fá heims- fræga tónlisfarmenn heim til sín. NATURAL SOUND hljómfækin frá Y A M A H A flytja hljómlistina á þann hátt, að það er sem þér séuð stödd í sjálfum hljómleikasalnum. Áttatíu ára reynsla YAMAHA verksmiðj- anna í hljóðfærasmíði, hefur orðið þeim að ó- metanlegu gagni við gerð rafmagnshljóm- fækja nútímans. Verk- fræðingar Y A M A H A hafa ávallt lagt höfuð áherzlu á hljómgæði fækjanna, jafnframt fæknilegri fullkomnun og fallegu útliti. Takið eftir hinu sérsfæða formi NS há- talarans. Formið og efnið er hvort tveggja bylting í gerð hljómtækja, jafn- vel meiri bylting en þegar rafmagnshá- falarinn tók við af gömlu grammófón- trektinni. YAMAHA NATURAL SOUND SYSTEMS er árangur margra ára tilraunastarfs. Loks hefur fekist að framleiða hljómtæki á hóflegu verði, sem sfandasf fyllilega sam- anburð við fyrirferðar- meiri og dýrari tæki. 1 HLJÓÐFÆRAVERZLUN POUL BE :Rt IBU IRI 3II I.F. VI TASTÍG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.